Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Ingólfur með göngumönnum Göngumenn samþykktu á fundi á föstudagskvöld aö bjóöa fram lista í Norðurlandskjördæmi vestra. A 33 manna fundi á Hótel Blönduósi lýsti Ingólfur Guönason alþingismaöur yfir stuöningi sínum viö framboöiö. „Næsta skref verður aö boöa til al- menns stuöningsmannafundar, jafnvel um næstu helgi,” sagöi Gunnar Richardsson, formaöur Framsóknar- félags Blönduóss og einn göngumanna, ísamtali viöDV. Níu manna nefnd var kosin á Blönduósfundinum til aö vinna að undirbúningi framboös. Nefndina skipa Hilmar Kristjánsson Blönduósi, Jón Þorbjömsson Snæringsstööum, Bjöm Magnússon Hólabaki, Gunn- laugur Sigmarsson Skagaströnd, Val- garður Hilmarsson Fremstagili, Kristófer Kristjánsson Köldukinn, Stefán Bemdsen Blönduósi, Stefán Haraldsson Blönduósi, og Þóröur Þorsteinsson Grund í Svínadal. Fulltrúar úr Austur-Húnavatnssýslu eiga eingöngu sæti í nefndinni. Fundur veröur haldinn í Framsóknarfélagi vestursýslunnar annaö kvöld, miö- vikudagskvöld, og þá líklega tilnefndir menn til aö vinna aö göngumanna- framboöinu. Aö sögn Gríms Gíslasonar, for- manns Framsóknarfélags Austur- Húnavatnssýslu, er trúlegt aö farið veröi aö kanna hug manna vestan Vatnsskarðs í Skagaf jaröarsýslu. I samtölum viö nokkra af göngu- mönnum kom fram aö almennt virðist vera taliö líklegt, aö Ingólfur Guöna- son muni koma til meö að skipa efsta sæti væntaniegs lista. Ingólfur lýsti því yfir á Blönduósfundinum að hann væri reiðubúinn til aö taka sæti á listanum, ef óskaöyröieftir. -KMU. Suðurnesjamenn Opinn fundur með, Gunnari G. Schram, frambjóðanda í prófkjörí Sjá/fstæðis- flokksins, verður í Stapa í kvöid kiukkan 20.30. 4 fundinum gerír Gunnar grein fyrir sjónarmiðum sínum og svarar fyrirspurnum. Stuðningsmenn Hagstæðustu innkaupin Viltu spara? Komdu bara Afsláttur á smjöri, smjörlíki, smjörva, ostum, kjöti, kjúklingum, sviðum, emmess ís, kjörís, flatkök- um, kleinum, pizzum, rækjum, ýsuflökum, nýjum ávöxtum, nýju grænmeti, niðursoðnum ávöxtum, niðursoðnu grænmeti, kaffi, kexi, sultu, hveiti, strásjdu^jjgjjjfll^úpum, hrein- lætísvöru, toilettpappír, eldhúsrúllum, tóbaki, öli og öl Sem sagt AFSLÁTTUR af öllum vörum / '1 SPARIMARKAÐURINN 3 AUSTURVERI V ^ vp>í.„ ó\V* neðra bilastæði — sunnan hússins. Ingólfur Guðnason alþingismaður. Liklegt er að honum verði boðið efsta sætigöngumannalistans. DV-mynd: GVA. Skipun barnavemdarráös: Ráðið full- skipað mjög hæfu f&ki — segir menntamálaráðherra „Ráöiö er fullskipað á löglegan hátt og ég tel þetta vera mjög hæft fólk sem nú situr í ráðinu,” segir Ingvar Gísla- son menntamálaráðherra um skipan í nýtt Bamaverndarráö Islands sem tilkynnt var nýlega. Gunnar Eydal fráfarandi formaöur ráösins sagöi er DV hafði samband viö hann, aö hann teldi þaö mjög rangt aö enginn af aðalmönnum fráfarandi ráös ætti sæti í hinu nýja ráöi. Eöli þeirra mála, sem ráöiö f jalli um sé þannig aö æskilegt sé aö tengsl séu milli fráfar- andi og núverandi ráös. „Mér er ekki kunnugt um aö svona hafi verið aö málum staöíö áöur,” segir Gunnar. Gunnari var aö vísu boðin seta í ráöinu, en hann setti þaö skilyröi fyrir setu sinni þar að minnst tveir úr frá- farandi ráöi fengju sæti í nýja ráðinu. Við þessu taldi ráöherra sér ekki skylt aö veröa og því afþakkaði Gunnar boö- iðumsetuíráðinu. Formaður hins nýja bamaverndar- ráðs er Björn Líndal, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Auk hans eiga sæti í ráöinu: Ásta Thoroddsen hjúkranarfræðingur, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráögjafi viö Há- skóla Islands, séra Bernharöur Guö- mundsson, upplýsingafulltrúi Þjóökirkjunnar og Helga Hannesdóttir barnageölæknir. „Björn er löglærður maöur og þaö er gömul hefö að slíkur maöur sé for- maður þessa ráös. Ég tel hann mjög hæfan til þessa starfs,” segir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra. „Ég hef ekki starfaö í bama- vemdarráöi áöur og ekki heldur setið í neinni bamaverndarnefnd,” segir Björn Líndal. „Mér sýnist hins vegar þau verkefni, sem ráöið glimir viö; úr- skurðir um forræði bama og úrskuröir í þeim málefnum, sem bamaverndar- nefndir víös vegar aö á landinu hafa skotiö til ráðsins, vera þess eðlis aö mín menntun nýtist mér vel viö lausn þeirra. Þá vil ég taka fram aö mér finnst ráöherra hafa tekist sérstaklega vel til við val á samstarfsfólki mínu í ráðið.” Bjöm bendir á aö tengsl viö fráfar- andi ráö séu fyrir hendi, því aö tveir af starfsmönnumnúverandi ráös hafi átt sæti í f ráfarandi ráði. „Þaö er allt of lítiö um endumýjun innan stjórnkerfisins,” segir Bjöm. „Sama fólkið situr þar ár eftir ár og glímir viö sömu verkefnin. Þess vegna tel ég aö skipan þessa nýja ráös sé góös viti um breytingar.” Bamaverndarráö tslands fer meö yfirstjórn barnavemdarmála í landinu og er skipaö til fjögurra ára í senn. Meöal verkefna ráösins eru úrskuröir um forræöi bama. Þá má skjóta málefnum barnavemdamefnda til ráösins til úrskurðar. Ráðið starfar eingöngu á lagalegum grundvelli. -SþS. Alexander íl.sæti Listi Framsóknarflokksins í Vesturlnadskjördæmi í næstu þing- kosningum var ákveöinn um helgina. Fimm estu sætin skipa: 1. Alexander Stefánsson Olafsvík 2. DavíöAðalsteinsson Ambjargarlæk 3. Jón Sveinsson Akranesi 4. Sigurður Þórólfsson Innri-Fagradal 5. IngibjörgPálmadóttirAkranesi. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.