Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. útgáfufólag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON.og ELLERT B.SCHRAAA. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. fRitstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Heigarblað 15 kr. Fátæktin knýrdyra Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar og útreikning- mn á skattframtölum 176 f jölskyldna í landinu eru meöal- tekjur hvers heimilis 32—35 þúsund krónur. Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur hefur fjallaö um þessa út- reikninga í fjölmiðlum og bendir á, aö ef hópnum er skipt upp, þá komi í ljós, að hæsti þriðjungur þessa hóps er meö 47 þúsund króna meðaltekjur en lægsti þriðjungurinn með 18 þúsund króna mánaðarlaun. Ljóst er af þessari neyslukönnun, aö launþegar hafa meiri tekjur en launaflokkar segja til um, og kemur reyndar engum á óvart. Hins vegar er óraunhæft að einblína á framtaldar tekj- ur. Þær segja ekki alla söguna. Utgjöld eru mismunandi eftir fjölskyldustærð og aðstöðu og skattar eru misháir. Eini sanngjarni mælikvarðinn á ráðstöfunarfé fólks er að líta á þá krónutölu, sem fólk hefur milli handanna, eftir að skattar eru greiddir. Þá kemur í ljós, að venjulegar launatekjur, hversu háar sem þær eru á pappírnum, duga skammt gagnvart 26 þús. króna framfærslukostnaði vísi- töluf j ölskyldunnar. Þessar vangaveltur breyta heldur ekki þeirri stað- reynd, að þúsundir manna hafa lifibrauð af lágum laun- um, sem eru á bilinu 9 til 12 þúsund krónur á mánuði. Þau laun eru algeng hjá opinberum starfsmönnum, verslunarfólki, verkamönnum og öðrum láglaunahópum. Hjá þessu fólki knýr fátæktin dyra. Þaö hefur rétt til hnífs og skeiðar. Sérhver röskun í útgjöldum, fatakaup handa börnum, viðgerð á íbúð, ferming, húsgagnakaup eöa hvaðeina, sem venjuleg fjölskylda verður að kosta umfram nauðsynlegustu framfærslu, setur fjármál heimilisins úr skorðum. Svo ekki sé talaö um háar af- borganir, vaxtakostnaö, leigugjald eða bílakostnaö. Upplýsingar um meðaltekjur á bilinu 30 til 40 þúsund krónur segja manni aðeins, að launabil er mikið hér á landi, og leysir engan vanda fyrir þá sem lægst hafa laun- in. Hvorki verkalýðsfélögum né stjórnvöldum hefur tekist að rétta hlut láglaunafólksins. Ööru nær. Veröbólgan hefur magnast og eyðir upp á örskammri stundu hverri þeirri launahækkun sem fæst á grunnkaupi eða verðbótum. Verðbótakerfið vinnur beinlínis gegn þessu fólki. Þegar verðbætur hækka um 10%, fær launþegi með 10 þús. króna laun eitt þúsund krónur til viðbótar, en sá meö 30 þús. króna launin þrjú þúsund króna hækkun. Þetta kerfi vilja verkalýðsleiðtogarnir verja fram í rauðan dauðann, bítandi sig fast í þá bábilju, að sjálfvirk vísitöluskrúfa sé einhver vöm fyrir launafólkið í landinu. Vera má, að það sé mikilvægast að forða okkur frá at- vinnuleysi. En ömurleg er sú lífsbarátta sem rekur fólk á fætur fyrir allar aldir, gengur til vinnu sinnar daglangt, og jafnvel fram á kvöld, nurlar saman mjólkurpeningum, til þess eins að hokra fram að næstu mánaðamótum, í þeirri von að útgjöldin verði eilítið minni í þeim mánuðinum. Sjóndeildarhringurinn takmarkast af sjónvarpsskerm- inum og sálarkvöl fátæktarinnar verður að angist og armæðu allrar fjölskyldunnar. Þetta er stærsta þjóðarböl samtímans. Kjördæmamál, Norðurlandaráð og stjórnarskrár- breytingar eru hjóm eitt í samanburði við daglegt amstur hins almenna borgara við að láta enda nást saman. Frumskylda stjórnvalda á hverjum tíma er sú, að þjóöfélagsþegnarnir búi við mannsæmandi lífskjör en ekki sult og seyru. ebs Eftir einkar milt veöur, meö volgu regni, gekk helgin í garð á suðvestur- horninu meö vægu f rosti og sól. Alheiðskírt var í Reykjavík. Yfir- leitt er nú frost ekki talið áreiðan- legur vorboði eða dæmi um þaö aö sumarið sé í nánd. En þegar maður fær sveran sólstaf inn um gluggann sinn eins og planka sem rekinn hefur verið í gegnum herbergið þá veit maður að fleira er að hækka í þessu landi en rafmagnið hjá álverinu og skreiðin sem geymd er í Seðla- bankanum. Sólin er líka að hækka á tslandi. Og fleiri hafa tekiö eftir því að daginn er tekið aö lengja og Islend- ingar eru mikið upp á sól því Vest- firðingar minnast þess nú með við- eigandi köffum að sólin er komin í bæinn. Þetta er fallegur siður. Ég held að ég fari rétt með það að það muni einkum vera Vestfirðing- ar sem drekka sólarkaffi því vetrar- sólin er of veikburða til þess að klifra yfir öll þessi bröttu f jöll og kemst því ekki svo vikum skiptir ofan í firðina djúpu. Nær aldimmt er því í þessum dölum. En þarna býr atkvæðamikið fólk, í fleiri skilningi en einum. Eink- um eru það þó fjöllin sem vega þungt í þeim grjótrétti sem notaður er í landinu til þess aö reikna þingsæti. Hinu er svo ekki að leyna aö Vest- firðingar sækja dýpra en flestir aðrir menn. Og þótt þeir sætu svo til einir að hákarlalegum, ásamt Stranda- mönnum, þá sigla þeir ekki einir á svörtum skipum til alþingis. Aðrir landsfjóröungar fá líka aö kjósa út á grjót, meöan við á mölinni fyrir sunnan verðum að láta okkur nægja einn fimmta úr atkvæði, eða svo, þótt rauða millistéttin hafi nú boðist til þess að reikna þingmenn flokkanna i rafmagnstölvum. Og manni skilst að þegar þessir 220 volta þingmenn reikningstölvunnar eru komnir á þing þá viti tölvan það áfram ein, hvernig kosningarnar raunverulega fóru. Má því segja að enn sé skyn- samlegra fyrir fólkið að kjósa upp á grjót. Þar liggur ranglætið og réttlætið þó fyrir þegar atkvæðin hafa veriðtalin. Mest var rætt um vísitölufrum- varpið og um skoðanakönnun DV um þessa helgi og einnig um skoöana- könnun Alþýðuflokksins í Helgar- póstinum. Er það greinilegt aö stjómmálaflokkar koma mun betur út úr skoöanakönnum sem þeir halda sjálfir en þeim sem menn úti í bæ eru að gjöra. En hvað um það, margir flokkar verða nú að leita að hinum eftirlýstu kjósendum sínum sem nú fara huldu höfði eins og sakamenn. Það sem mest kemur nefnilega á óvart, er hversu margir kjósendur eru nú óákveðnir og neita að svara. Þetta er þeim mun merkilegra því það að vera óákveðinn og að tvísöga hefur til þessa verið listgrein Fram- sóknarflokksins og ríkisstjórnarinn- ar. Og þá sér í lagi iðnaðarráðu- neytisins sem alltaf verður í gæfu- leysi sínu að treysta á soöninguna og húsmæðumar til að borga rafmagn þrátt fyrir miklar vitranir um hækkanir í hafi og einhliöa rafmagnsmæla. Kjallarinn lónas Guðmundsson Já, það er margt sem bendir til þess aö kosningabaráttan sé hafin og er vísitöiumálið besta sönnunin um það. Alþýöubandalagið er nú mjög á móti nýju vísitölufrumvarpi sem þó er að mestu leyti samið af sama höfundi og þeim félaga sem ritaði metsölubókina, Láglaunabætumar, sem út kom fyrir jólin og er væntan- leg í 2. útgáfu innan skamms. (Höfundur er aðstoðamaður fjár- málaráðherra). Það eru skiptar skoðanir um það í landinu, hvort það sé yfirleitt rétt að hafa vísitölu. Margir telja að samn- ingar séu betri. Hitt er undarlegra, þegar menn vilja halda dauðahaldi í vísitölu sem mælir ekki neysluven jur þjóðarinnar, heldur þá daga þegar hrossahraun og spaðket voru helsti munaöur þjóöarinnar, ásamt gadda- vír. Sem dæmi um þetta, þá munu vera þúsund tonn af lambakjöti í vísitölunni sem aldrei em borðuð. Þetta þykjastkjöt er svo greitt niður af ríkissjóöi með ærnum kostnaði, til að hindra launahækkanir. Og lömbin á Eyvindarstaöaheiöinni hækka samstundis í verði ef bensínið hækk- ar. Forstjóri Alþýðusambandsins benti réttilega á þetta í sjónvarpinu, nýverið, og ef marka má útganginn á sjónvarpsfötunum forstjórans, eru kjör almennings nú með bágara móti. Það er auðséð. Eg hygg að almenningur sé þó ekki andvígur aö ný vísitala sé fundin. Vísitala er mælir nauðsynjar al- mennings, fremur en munað rauöu millistéttarinnar. Frostið hélst á sunnudag en sólin var dauf í dálkinn því að skýjaflotinn varkominníland. Á Suðurláglendinu eru mikil og fögur svell, er prýða frosinn barm fjallkonunnar og hafið við suður- ströndina stundi þungan. Vertíðar- bátar voru ekki á sjó því ekki er leng- ur róöið um helgar. Fyrirvinnur þjóðarinnar voru sumsé í landi eöa hin gleymda stétt. Gleymda, því fjölmiðlar segja naumast lengur frá öðrum fiski en skreiðinni í Seðlabankanum og af jukkfiski sem seldur er í veitinga- húsakeðjur vestur í Bandaríkjunum, að ógleymdri konunni í Morgunblað- inu sem ræður því hver borðar íslenskan fisk í útlöndum; þessi sem hræöir þingið. Maöur, sem sker úr netum á Eyrar- bakka sagöi mér að vetrarvertíðin hefði gengið fremur illa til þessa. Fyrst voru það ógæftirnar en svo tók við fiskleysið. Þjóöartekjur munu því dragast saman á þessu ári, eins og í fyrra, þrátt fyrir mikil verkefni í félags- fræði og öörum höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar. Bátarnir voru í höfn í faðmi kyrrðarinnar en einu línuspilin sem nú snúast í þessum landshluta eru skiðalyfturnar en þar er ávallt hvítt fyrir neðan hvítt, eins og sagt er á sjónum, þegar fiskur er á hverjum króki. Maðurinn sem var aö skera úr netunum var auðheyrilega svart- sýnn. Og hann, eins og við hin, hafði meiri áhyggjur af þjóðinni en jöfnuði milli stjómmálaflokkanna því lík- lega veit hann að aöeins einn banki í þessu landi getur orðið gjaldþrota en það er Selvogsbanki. Hann vinnur þar —einsog við. Jónas Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.