Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. VJðskiptaþing Verslunarráðs íslands á Hótel Loftleiðum — lögð varfram skýrsla um úrbætur í efnahagsmálum Vigdís Finnbogadóttir, forsetí íslands, var gestur viðskiptaþings. Aðrir við borðið eru Ragnar S. Halldórsson, formaður Verslunarráðs Islands, Árni Arnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Hjaiti Geir KriStjánsson forstjóri og iræðustóli er Harris lávarður. DV-mynd GVA. Verslunarráö Islands hélt Viö- skiptaþing á Hótel Loftleiöum 16. febrúar. Dagskrá þingsins var í stór- um dráttum þannig að setningarræö- una hélt Ragnar S. Halldórsson, for- maöur Verslunarráösins, Matthías Johannessen ritstjóri hélt ræöu sem hann kaliaöi „Athafriaskáld”, Harris lávaröur af High Cross, fram- kvæmdastjóri Institute of Economic Affairs, flutti erindi um samkeppni í atvinnulífi og stjórnmálum. Lögö var fram mjög ítarleg skýrsla um aðgerðir í efnahagsmálum sem kall- ast .í’rá oröum til athafna”. Fram- sögu höföu Ölafur B. Thors forstjóri og Þóröur Ásgeirsson forstjóri. Loks fluttu nokkrir menn sjónarmið sín úr atvinnulífinu. 1 efnahagsmálaskýrslunni er þessi greining á vandanum í efnahagslífi Islendinga: Erlend skuldasöfnun er of mikil. Framleiðsla hefur dregist saman og ekkert nýtt hefur komiö í staöinn. Fiskiskipaflotinn er of stór. Skattheimta er of há. Ríkisútgjöld eru of mikil og ríki jafnt sem einstaklingar eyöa um efni fram. Farið er nákvæmlega út í hvaöan skattpeningarnir koma og hvert þeir fara, hvemig launakostnaöur fyrir- tækis sé, hver inneign landsmanna í bankakerfinu sé í hlutfalli viö þjóöar- tekjur, erlendar lántökur og greiðslubyröi þeirra og margt annaö. Birtur er listi yfir hvemig eigi aö skera ríkisútgjöld niður í ár um 2000 milljónir króna og annar listi þar sem ákveðnar aögerðir í efnahagsmálum á árinu eru settar á ákveöna daga, allt til 1. janúar 1984. Sem dæmi má nefna: 1. júní — Niöurgreiðslur afnumdar, tollar og vömgjöld af byggingarefnum og búnaöi til bygginga lækkuð um 140 m. króna. 1. júlí — Skattlagningu gjaldeyrisviöskipta hætt, vörugjald lækkaö í 20% í báöum gjaldflokkum, endurskoöun tolla- og vörugjalda tekur gildi. 1. ágúst — Söluskattur lækkar um 3,0 stig. Sala aflakvóta vegna síldveiða og loönuveiöa hefst. Niðurlagsorö skýrslunnar segja talsvert um innihald skýrslunnar og boðskap: „Jafnvægi í efnahagslíf- inu, frjálsræöi í atvinnulífinu og samkeppni á jafnréttisgmndveUi em þau markmið sem vinna á að. Við þau skilyrði mun atvinnulífið meö einkareksturinn í fararbroddi geta svarað kröfum fólks um bætt lífs- kjör.” JBH Koma verðbólguhraðanum nið- ur fyrir25% í árslok 1983 — rætt við Kjartan Stefánsson blaðaf ulltrúa Verslunarráðs íslands í tilefni af viðskiptaþingi — Hver eru helstu markmiöin í þessari áætlun viöskiptaþingsins? „Helstu markmiðin em aö koma veröbólguhraöanum niður fyrir 25% í árslok 1983. Þá yröi heildarverö- bólgan á árinu um 40%. Þetta er gert meö því aö lækka skatta, aðallega óbeina skatta um 2000 milljónir og skera niöur ríkisútgjöld um sömu upphæð á móti. Samhliða þessu em aðgerðir til aö auka sparnaö í þágu aröbærs atvinnurekstrar og arö- bærrar fjárfestingar, aögeröir til aö auka framleiöni í atvinnulífinu, koma á frjálsræöi og örva sam- keppni sem miðar að því að lækka vömverö. En fyrst og fremst er stefnt aö því aö ná veröbólgunni niður.” — Þiö setjið upp lista yfir þaö sem á aö skera niður af ríkisútgjöldum. Hvernig er þetta reiknaö út? „I liðnum „Framlög til sjóða í f jár- lögum 1983” er tekin fjárlagatalan eins og hún er þar og skorin niöur um 71.8%”. — Þarna em tveir liðir lang- hæstir, Lánasjóöur íslenskra náms- manna og Orkusjóöur. Hvers vegna þeir tveir? ,,I fjárlögum eru þessir sjóöir stærstir. Liðurinn „Framlög til sjóða” er skorinn niöur um þessa prósenttölu og niðurskurðinum jafnaö hlutfallslega á alla sjóöina. Líka má segja þetta meö öörum orðum: Eftir 1. apríl veröi ekkert framlag úr ríkissjóði í neinn þessara sjóða vegna þess aö þeir hafa þá fengið sína upphæö á fyrstu þrem mánuðumársins.” — Ríkissjóður hlýtur aö vera skuldbundinn til aö greiöa fé í ýmsa af þessum sjóðum. Er þessi áætlun þá möguleg nema að breyta lögunum? „Þaöþarf júaöbreyta lögum.” — Á öðmm staö geriö þiö ráð fyrir kosningum í apríl. Þaö þýðir þingrof mjög fljótlega og þá verða varla gerðar miklar lagabreytingar. Er þetta þá raunhæft? „Þaö er ekkert sem segir að þing eigi ekki aö starfa að vori, hausti eða hvenær sem er. Þetta er alveg mögu- legt efmennvilja.” — Á einum staö stendur: „Skatt- heimtan brenglar orðiö allt atvinnu- líf. Viðskiptin færast úr verslununum í húsasundin. Viöskiptasamningar taka miö af skattlagningu viöskipt- anna og mögulegum undandrætti frá skatti.” Hvaö er átt við? „Þaö er einfaldlega veriö aö segja þaö sem er staðreynd og kölluð svört atvinnustarfsemi, aö þjónustustarf- semi er söluskattskyld og verið aö inna hana af hendi af mönnum sem gefa ekki reikninga. Dæmi er ef farið er meö bíl og látið gera viö hann einhvers staðar og síöan semja eigandinn og viögerðamaöurinn sín á milli um veröiö. Einnig er veriö að skattleggja innflutning og ákveönar kvaðir lagöar á innflytjendur, álagn- ingu er haldið í lágmarki þannig að í sumum tilfellum nægir hún ekki fyrir kostnaöi. Þá skapast möguleiki fyrir þessa töskuheildsala sem eru þá erlendir menn og hafa aðsetur á hótelherbergjum. Stundum er auglýst í blöðum að veriö sé aö kynna vörur í heimahúsum og annars staðar. Þaö er vegna þess aö þessi starfsemi er skattlögð þaö mikiö aö menn eru aö finna sér leiðir framhjá skattlagningunni. Ekki er þar með sagt aö þó þessir menn geti selt þjónustuna ódýrari aö hag- kvæmara sé aö reka hana með þessum hætti. Hins vegar hafa menn möguleika á að skjóta sér undan skatti.” — Hver er stefnan í heilbrigðis- og menntunarmálum? „Viö viljum aö einkaaöilar taki aö sér rekstur í ,heilbrigöisþjónustunni og skólamálum.” — Þið segið aö eigi aö auka hlut- deild einkaskóla í kerfinu. Að hvaöa leyti væru þeir betri? „Þaö er náttúrlega fyrst og fremst samkeppnin sem leiðir til þess aö þjónusta þessarar stofnunar batnar og einnig aukin hagkvæmni. Sérstak- lega veröur að vekja athygli á þvi að þarna eru gífurlega miklir peningar sem ríkiö hefur undir höndum. Máliö er — fáum viö eitt- hvaö fyrir þessa peninga? Viö erum að vekja athygli á þeirri spumingu. Viö tölum um aö einkaaöiliun sé gefinn kostur á aö stofna og reka skóla og bjóöa þessa þjónustu á sem hagkvæmastan hátt.” — I kaflanum um markmiö stendur: „Reynsla annarra þjóöa hefur sýnt, að ekki er unnt aö ráöa niöurlögum óðaverðbólgu nema meö snöggu átaki. I janúarhefti News from Ice- land 1983 vekur dr. Þráinn Eggerts- son athygli á þessari staöreynd.” Er „snöggt átak” ný „leiftursókn”? „Viö höfum nú ekki verið í neinni nafnagift meö þetta og má kalla þaö hvaö sem er. Spurningin er hvort viö séum aö taka ákvarðanir á grund- velli þekkingar og reynslu eöa á grundvelli einhverrar óskhyggju eða blekkingar. Ef menn ætla sér aö ráða niðurlögum veröbólgunnar veröur fólkiö aö sjá árangur strax. Miöaö viö þær aðstæður sem viö búum við álíta flestir fræöimenn aö kveöa þurfi veröbólgu niður meö samræmdum, snöggumaögeröum.” -JBH. Kjartan Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.