Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 S/WÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983. Vörubílstjór- armótmæla Mikill urgur er nú í vörubifreiöar- stjórum vegna frumvarps sem lagt hefur veriö fyrir Alþingi um aukagjald af bílum til vegageröar. Er í því miðaö viö aö lögö yröi ein króna á hvert kíló bílsins. Er Ijóst aö þaö þýöir miklar upphæðir fyrir eigendur þungra bíla eins og vörubíistjóra. Undirskriftasöfnun undir mótmæla- skjal vegna frumvarpsins hófst í morg- un. Rétt fyrir kl. hálfníu voru 22 nöfn komin á listann. Fariö veröur meö hann niöur í Alþingi á næstu dögum. Eggert Sigurösson Waage, einn bíl- stjóranna, sagöi aö ef mótmælin yröu ekki tekin til greina yrði fariö út í aö- gerðir og þær miklar. Vörubílstjórum sviöi þaö óréttlæti sem þeir heföu verið beittir í mörg ár og þetta væri dropinn semfyllti mælinn. DS Afsláttarkort fyrir 1. mars — annars grípur Verðlagsstofnun til viðeigandi aðgerða gagnvart SVR Verölagsstofnun hefur frá og meö deginum í dag heimilaö Strætisvögn- um Reykjavíkur hækkun á fargjöldum um 25 af hundraði enda veröi afsláttar- miöar hafðir til sölu, segir í fréttatil- kynningu sem D V hefur borist. Afsláttarmiöar skulu veröa komnir í sölu eigi síöar en 1. mars næstkom- andi. Aö öörum kosti mun Verðlags- stofnun grípa til viöeigandi aðgeröa. I fréttatilkynningunni segir aö hækk- un SVR þann 12. febrúar síðastliöinn brjóti í bága við fyrri samþykkt Verölagsráðs. -KMU. Uppsögn hjá Flugmálastjórn dæmd ólögleg Uppsögn Hrafns Jóhannssonar tæknifræöings hjá Flugmálastjóm þann 1. mars 1981 var ólögleg. Aö þess- ari niöurstööu komst Friögeir Bjöms- son borgardómari. Dómurmn féll þann 14. febrúar síöastliöinn. Hrafni voru dæmdar bæt- ur, krónur 26,759, auk dómvaxta frá 1. mars 1981 aö telja. Ríkissjóöur var ennfremur dæmdur til greiðslu máls- kostnaöar. -KMU. LOKI Konur eru hættar við að bjóða fram klofið. Deilur fyrir utan þing Norðurlandaráðs: Ungir fulltrúar fengu ekki aðgang Frá Jóni Einari Guö jónssyni í Osló: „Þetta er brot á öUum lýðræöisleg- um reglum. Hér hefur forsætisnefnd- in boöiö ungpólitískum félögum á Noröurlöndum aö senda fuUtrúa á þingið; síöan eru þaö norskir emb- ættismenn sem neita okkur um aö- gang að norska Stórþinginu. þar sem fundir ráösins fara fram.” Það var BjarnlP. Magnússon, fuUtrúi ungra jafnaöarmanna á Norðurlandaráös- þingi, sem lét þessi höröu orð faUa á blaðamannafundi í Osló í gær. Hinir 50 fuUtrúar ungpólitísku fé- laganna á þinginu voru mjög reiöir yfir því aö fá ekki aö koma inn í Stór- þingshúsið. Þeim haföi ekki verið út- hlutaö sérstöku aögangskorti, sem bæði aðalfuUtrúar og blaöamenn höföu fengið. Þaö mun vera norska framkvæmdanefndin sem ákvað aö ungfuUtrúarnir fengju ekki aðgang. Þetta er í fyrsta sinn í sögu ráösins semþað gerist. Nefndin mun ekki hafa talið pláss fyrir hina 50 fuUtrúa. Á blaöamanna- fundi sagði Bjarni P. Magnússon aö þetta væru hkegUeg rök og benti á aö á Islandi færi þing Norðurlandaráðs fram í Þjóðleikhúsinu, sem væri 1/5 á viö Stórþingið og þar væri engum meinaöur aögangur. Þaö er ljóst aö þessi útilokun hefur gerst án vitund- ar og vUja hinna kjörnu fuUtrúa. Bæöi Friöjón Þórðarson og Eiður Guðnason reyndu allt sem þeir gátu tilaöfámáliö leyst. Hinir kjörnu fuUtrúar hafa á öUum þingum notfært sér þekkingu ungu fuUtrúanna á ýmsum málum. Þeir hafa einnig veriö kallaöir á nefndar- fundi í undirnefndum ráðsins. En þrátt fyrir mikU fundahöid í ;gær fékkst ekki lausn á þessu máli. Norðmaöurinn Jo Benkow var í gær kjörinn forseti ráösins. Hann hefur veriö haröur gagnrýnandi þingsins og lét þau orö faUa í Hels- inki í fyrra aö fólk væri aö missa trúna á þaö sakir endalausra um- ræöna, sem lítill árangur sæist af. 1 gær og í dag eru aUsherjarum- ræöur. I gær var rætt um atvinnu- leysi, en yfir 800.000 manns eru nú at- vinnulaus á Noröurlöndum. Einnig var rætt um kjarnorkuvopnalaus svæði og gervihnöttinn Tele-X, sem Norðmenn, Svíar og Finnar standa að og deUa nokkuö um. -PÁ KVENNAUSH AÐ KOMAST Á SKRIÐ Kvennaframboöskonur á Akureyri og í Reykjavík áttu með sér fund um helgina til aö ræöa um samflot um framboö tU næstu alþingiskosninga undir sama Ustabókstaf. Var ákveöiö aö hafa frekara samráð um framboö og hefur annar fundur veriö ákveö- inn á Akureyri um aöra helgi. Áhugahópur innan Kvennafram- boðsins í Reykjavík hefur boöaö tU almenns fundar á laugardag aö Hót- el Borg þar sem rætt verður um stofnun nýrra samtaka til að standa aö framboði tU Alþingis og lögö fram drög að stefnuskrá. Kvennafram- boðið í Reykjavík getur ekki boðið fram í alþingiskosningum nema aö undangengnum skipulagsbreyting- um. A fundinum veröa kannaöar undirtektir við kvennalista og ákveð- iö hvort bjóöa eigi fram í næstu kosningum. Kvennaframboöskonur á Akureyri munu um aðra helgi hef ja fundaröð í helstu þéttbýlisstöðum í Norður- landskjördæmi eystra. Ákvörðun um framboð mun ráðast af undirtektum á fundunum. Konur á Noröurlandi eru að því leyti skemmra á veg komnar að enginn undirbúningur hefur farið fram að stefnuskrá í landsmálum. Kvennaframboðiö í Reykjavík samþykkti hins vegar fyrir nokkru aö marka stefnu í lands- málum án tillits til þess hvort boöið yröi fram eða ekki. Þau drög sem nú liggja fyrir verða lögð fram á fundin- um á laugardag. Þær kvennafram- boðskonur sem DV leitaði til voru sammála um að ólíklegt væri að ágreiningur yrði um stefnuskrár- atriði þar sem bæði samtökin gengju út frá sömu grunnhugmyndum. ÖEF Eldurí bensínstöð ESSO við Ægisíðu Eldur kviknaöi í sorptunnugeymslu bensínstöðvar Esso viö Ægisiöu laust eftir klukkan hálfátta í gærkvöldi. Tjón varð ekki mikiö. Ekki er vitaö um orsök eldsins, en starfsmenn bensínstöövarinnar uröu skyndilega varir viö eldinn í sorp- tunnugeymslunni og létu þeir slökkvi- liðiö vita, jafnframt því sem þeir reyndu að slökkva eldinn meö hand- slökkvitækjum. Er slökkviliðið kom á staöinn var talsverður eldur í sorptunnugeymsl- unni. Gekk greiölega aö slökkva hann. Náöi eldurinn aldrei aö breiðast út aö ráöi þannig að sprengihætta var ekki veruleg. Tjón varö ekki mikið en nokkrar skemmdir urðu þó vegna reyks og sóts í bensmstööinni. -JGH Frá slökkvistarfinu í gærkvöldi. Eldurinn kom upp i sorptunnu- geymslunni en náði aldrei að breið- ast út að ráði. Á myndinni sést hvar slökkviliðsmenn eru að störfum. DV-mynd: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.