Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Sviðsljósið Sviósljósið Sviðsljósið Stefanía fer sínar eigin leiðir Stefanía prinsessa frá Mónakó átti 18 ára afmæli á dögunum. Hún hefur nú- orðiö aðsetur í París og stundar þar nám í fatahönnun og saumaskap. Frá andláti móður sinnar hefur hún verið ósköp ólukkuleg. Hún átti erfitt með að einbeita sér að menntaskóla- náminu og flosnaöi á endanum upp frá því. Hana langaði að læra eitthvað praktískt í staðinn og hélt til náms í París. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun Stefaníu var einnig sú að henni var um megn að sjá föður sinn bugast undan sorginni og umhverfast í gamlan og önugan mann. Hún þurfti tilbreytingu frá hinu þrúgandi andrúmslofti í Mónakó. Einkavinur hennar er um þessar mundir Paolo Belmondo, sonur Jean- Paul Belmondo. Þau hafa veriö tals- vert lengi saman og reyndist Paolo Stefaníu mjög vel í veikindum hennar í haust leið. Hins vegar er Rainier ekki jafnhrifinn af piltinum og vill helst ekki að þau haldi áfram sambandi sínu. Honum þykir Paolo heldur veik- lundaður og laus í rásinni. Þeim gamla er umhugað um að Stefanía vandi bet- ur val sitt, líkt og hann gerði sjálfur á sínumtíma. Stefanía átti aðeins eftir eitt ár af menntaskóla er hún söðlaði um. Undan- farnir mánuðir hafa verið henni erfiðir en Paolo ku vist vera mjög glaðlynd- urpiltur sem léttir henni lifið tilmuna. Sænski lcikarinn Max von Sydow, sem kunnur er fyrir vandaðan leik í mörgum kvikmyndum, hefur þegið boð um aö leika i James Bond- myndinni, Never Say Never. Þar verður hann í hlutverki erkióvinar Bonds, Blofeld. Sean Connery leikur Jón bónda. Michael Jackson, hinn geðþekki söngvari, var nýlega í London, þar sem hann söng inn á plötu með Paul McCartney. Michael ku vera ósköp einmana piltur, sem á fáa vini. Hann er alger bindindismaður á tóbak, konur og áfengi og er meðlimur Votta Jehóva ofan á ailt saman. Karl var guðs lifandi feginn að komast úr hvitflibbamennskunni og út i íðilgræna náttúruna. „Það bætti geðheilsuna tH mikilla muna," sagði hann. Kalli fór í sveitina — datt í f lórinn og lamdi á puttann á sér en gekk að öðru leyti vel Karl Filippusson Bretaprins brá sér fyrir skömmu út á lands- byggöina til að koma sér sem snöggvast úr skarkala og umstangi borgarlífsins. Dvaldist Karl leynilega i vikutíma hjá hjónunum Fred og Veru Hutchings sem búa á 500 ekra býli nálægt Chagworth á Cornwall. Hann fékkst við hin fjölbreytilegustu störf, eða eins og hann segir sjálfur: ,,Ég lærði að þekkja allar kýrnar með því að þreifa á júgri þeirra. Dálítiö voru þær nú var- ar um sig fyrst, þær hafa senni- lega haldiö að ég væri dýralækn- ir. Sú stétt manna er ekki í sér- stöku uppáhaldi hjá þeim, bless- uðum.” Vinnutíminn hjá Karli var 12 tímar á dag. Hann fóðraði ær og kýr, safnaði eldiviði og hjó, dytt- aöi að girðingum og görðum og dreiföi mykju. UmdvölsínasegirKarl: „Mig hefur alltaf langað að kynnast því hvernig raunverulegt sveita- líf er og að þurfa að láta sér lynda spörk í rassinn. Svona líf fær mann til að átta sig betur á tilverunni, sem varla er hægt þegar maður er í borg. ” Hjálpaði kálfi í heiminn Dag einn þurftu þeir Fred bóndi og Karl að hjálpa einni kúnni að bera. ,JKáIsi var gríðar- stór,” sagði Karl, ,,og það þurfti að binda um lappirnar á honum og tosa hann út. Það hafðist allt í einu, en viö duttum á rassinn í flórinn!” Helstu eftirköstin hjá Karli voru eymsli í baki og marinn fingur eftir vindhögg, en ekki lét hann það á sig fá heldur kvaðst hann endurnærður eftir þessa stórkostlegu dvöl hjá þeim IJutchings-hjónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.