Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Page 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983.
5
Fríðrik Sophusson segir að það megi
lesa ákveðna tilhneigingu fólks út úr
skoðanakönnunum.
Friðrik Sophusson:
Skoðana-
kannanir
sýna stöðu á
líðandi stund
„Ég tel að skoðanakannanir út af
fyrir sig hafi gildi,” sagði Friðrik
Sophusson.” „Hins vegar má ekki
rugla saman skoðanakönnunum og
kosningaúrslitum. I skoðanakönn-
unum kemur fram staöan á líðandi
stund.”
Friðrik varaði við að skoöanakann-
anir DV væru teknar of bókstaflega.
Gildiö felst fyrst og fremst i því að
hægt sé að bera saman sams konar
úrtak frá einum tíma til annars. Ekki
sé hægt að taka tölur og segja ákveðið
til um hlutföll milli flokka. Hins vegar
megi út úr þeim lesa tilhneigingu eða
þróun.
Á að hafa eitthvert eftirlit með skoð-
anakönnunum?
„Vorið 1971 var kosin milliþinga-
nefnd á Alþingi til að fjalla um þetta
mál. Sú nefnd sem starfaði undir
forustu Olafs Bjömssonar prófessors
skilaði ekki niðurstöðum, því miður.”
Friðrik taldi ástæðu til að kynna
gildi skoðanakannana og þær vísinda-
legu kröfur sem stofnanir eins og
Harris og Gallup gera til slíkra
kannana.
Ekki ætti að leiða í lög að ákveðnar
stofnanir hefðu einkaleyfi á
könnunum. Hins vegar ætti aö skylda
þá sem framkvæmdu skoðanakann-
anir að segja frá því þegar þær birtust
hvemig hafi veriö staðiö að verkinu.
„Annars álít ég að skoöanakannanir
dagblaöanna séu leikur og sölubrella,”
sagði Friðrik, „ég amast ekkert við
því.” -JBH.
ORÐSENDI
TIL PARTNER-
VIÐSKIPTAVINA
komið igom/u
Partner buxunum
og fáið 50 kr.
aukaafs/átt afnýjum
• Gildir ekki um 95 kr. buxur.
OPIÐ:
ídag og miðvikudag
kL 10-19.
VERKSMIÐJUÚTSALAN
Blossahúsinu — Ármúla 15.
Sími 86101.
Hjólreiðaverslun Karls H. Coopers við Höfðatún 2 varð
fyrir barðinu á innbrotsþjófum um helgina. Þjófarnir
komust inn um glugga á versluninni á laugardags-
nóttina. Nokkru af smáhlutum varstolið.
DV-mynd S.
pflLmn/on &vnL//on Jk/
Klapparstíg 16 — Símar: 27922 og 27745 WJ
Hefurðu ekki frétt af Mercedis Bens Unimog? Vélin, millikassinn.
drifið, girkassinn, öxiarnir, hasingarnar, bremsukerfið og það allt saman er
nýyfirfarið og uppgert, og rafgeymirinn er splunkunýr. ,Kramiö“ er mjög gott.
Samskonar biiar hafa verið notaðir sem herbilar um áraraðir. Það segir ekki svo
litla sögu. Enda er billinn:
— Vatnsvarinn að fullu.
— Með spiittuöum drifum aö aftan
og framan og niðurgiruð hjól.
— Með gormafjöörum aö aftan og
framan.
— Með drifsköftin lokuð i þéttu hulstri.
— Meö 1,5 tonna buröarþol.
— Mjög háfættur. það eru 40 cm
undir lægsta punkt.
— Afar lágt giraöur. Það eru 6 gírar
áfram og 2 aftur á bak.
Nú fer þig kannske aö gruna hvers vegna þessi blll er kallaður svo fjölskrúóugum
nöfnum, svo sem: Óskablll bóndans, sklðagarpsins, jeppatöftarans, feróamanns-
ins, björgunarsveitarinnar, þinn og allra hi.nna. Verðiö er llka hrelnasti brandari:
aðeins kr. 116.000,— Hefurðu heyrt einhvern betri?
P.s. Þeir sem eiga óstaðfestar pantanir, vinsamlegast hafiö samband og staðfestið
þær.
Fjalaköttur geröur upp
— skuldirnar tæplega 400 þúsund
Rekstri Fjalakattarins, kvikmynda-
klúbbs framhaldsskólanna, hefur nú
verið hætt og er verið að gera upp
fyrirtækið sem er skuldum vafið.
Skuldirnar eru nú taldar nema á fjórða
hundrað þúsund. Fjalakötturinn er að
fjórðungi í eigu Félagsstofnunar
stúdenta, að f jórðungi í eigu stúdenta-
ráðs og hinn helminginn eiga mennta-
skólamir í Reykjavík og Kópavogi.
Að sögn Sigurðar Skagfjörð, fram-
kvæmdastjóra Félagsstofnunar, em
litlar líkur til að sömu aðilar haldi á-
fram rekstrinum. Þegar uppgjöri
veröur lokið í apríl mun veröa tekin af-
staða til þess hver framtíö fyrir-
tækisins verður, en nokkrir aðilar
munu hafa sýnt áhuga á aö reka áfram
kvikmyndaklúbb meö svipuðu sniði og
Fjalaköttinn.
Líkur eru taldar á að eignir Fjala-
kattarins dugi aö mestu til að greiða
skuldirnar. Fjalakötturinn á sýninga-
vél sem sýnt getur bæði 16 og 35 mm
myndir auk þess sem hann gefur út
Kvikmyndablaöið. Utgáfa Kvik-
myndablaösins hefur skilað hagnaði að
undanfömu.
Þeir sem gefa út Kvikmyndablaðið á
vegum Fjalakattarins hafa sýntáhuga
á að kaupa blaðið. Vilhjálmur Knudsen
kvikmyndagerðarmaður hefur leitað
eftir kaupum á sýningavélinni en hann
hyggst stofna nýjan kvikmyndaklúbb.
Sigurjón Sighvatsson, sem nú er við
nám í kvikmyndagerð í Bandaríkjun-
um, hefur hins vegar leitað eftir aö
kaupa F jalaköttinn meö öllum eignum
hans og hyggst reka kvikmynda-
klúbbinn í núverandi húsnæði hans í
Tjamarbíói.
-ÓEF.