Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Heimsmetí hnattflugi Þrítug bandari.sk kona, Brooke Knapp, hefur sett nýtt met í hnatt- flugi. Hún flaug Lear þotu um- hverfis hnöttinn á 50 klst. 22 mín. og 42 sek. Fyrra met í þessum flokki flugvéla átti bandaríski flug- maðurinn Henry Baird, 65 klst. 38 mín. og 49 sek. Þaö met var sett 1966. Fyrir fimm árum sagðist Brooke Knapp hrædd við að fljúga. Capote laðar að sér innbrotsþjófa. 17 sinnum brotist inn hjá rithöfundinum Rithöfundurinn Truman Capote þótti sýna glöggan skilning á innra eðli glæpamanna, þegar hann skrifaði bókina frægu „Með köldu blóði”. — Það hefur komið honum að litlu haidi í einkalífinu því að á árinu 1982 var sautján sinnum brotist inn í íbúöir hans i Sviss, Kaliforníu og New York. Tveirhrapa Tveir ungir fjallgöngumenn hröpuðu til bana um helgina þegar hópur skólanemenda var í fjall- göngu í Craig-yr-yfsa fjalli í Snow- don-fjöllum í Wales. Sjö aðrir voru lagöirinnáspítala. Það var 16 ára skóladrengur sem hljóp rúma átta kílómetra til byggða til að ná í hjálp. Björgunar- sveitir og þyrlur leituðu lengi á svæöinu áður en hinir meiddu f jall- göngumenn fundust í hlíðum fjalls- ins sem er 1000 metra hátt. Seinna fundustsvo tvö lík. Skrílslætiút afþvottaefni Rúður voru brotnar og greipar látnar sópa um verslanir í Títógrad í suðvesturhluta Júgóslavíu þegar þvottaefni barst loks í verslanir eftir eins mánaðar vöntun á þeim varningi. Myndast höföu langar biðraöir og troðningur þar sem börn og gamalmenni í innkaupum féllu í yfirlið í þrengslunum og þegar tilkynnt var að þvottaefnið væri uppurið strax á fyrsta degi varö allt vitlaust. Víða í Júgóslavíu eru gefnir út skömmtunarseðlar fyrir kaffi, þvottaefni og matarolíu, sem lengi hefurverið hörgullá. Saumakona tekinaflífi Fertug saumakona var hengd í Kuala Lumpur um helgina fyrir að hafa níu handsprengjur undir höndum. Hún er fyrsta konan sem fer í gálgann fyrir brot á neyðar- ástandslögum sem gera ólöglega vopnaeign aö dauðasök. Tíu hafa verið teknir af h'fi á nýja árinu. 40 bíða aftöku. Kongress vann í kosning- um Assam — kjörsókn mjög dræm meðal hindúa Norðmenn halda áfram tilraunum með sjálfstýrð mælitæki til eftirlits með hraðakstri í umferöinni og brotum við umferðarljós. Undir alsjáandi auga „stóra bróður"! ,^Stóri bróðir sér þig” var framtíðar- sýn Orvelles í sögunni „1984” og er nú oröin veruleiki í Noregi, þar semkoma skal upp sjálfstýrðum mæhtækjum til eftirlits í umferðinni. Geröar hafa veriö tilraunir meö þessi tæki, sem taka sjálfkrafa myndir af ökutækjum umferðarlagabrjóta þegar þeir fara yfir hraðatakmörkin eöa aka yfir á rauðu ljósi. Nú á að setja upp fimmtíu slík tæki í fimm fylkjum Noregs. Um leiö á aö beita viðurlögum viö ökumenn þessara bíla. Þeir geta búist við aö fá í póstinum gíróseðla þar sem þeim gefst kostur á aö sættast á sektar- greiðslu fyrir brot sem hiö alsjáandi auga „stóra bróður” stóðþá að. Miklar umræður hafa verið í Noregi vegna þessara tækja, og sýnist sitt hverjum. Menn fella sig ekki viö tilhugsunina um að ríkissjóður skapi sér þama tekjulind af víxlsporum borgaranna og vilja sporna gegn því, að afsönnunarbyrði veröi færð á hendur bíleigendum sem kannast ekki viö aö hafa setið undir stýri þegar „stóri bróðir” tók myndina af bílnum á rauðuljósi. Yfirvöld hafa enda fariö sér hægt við þessar nýjungar, og fyrst um sinn, verða tækin ekki sett upp nema á tíö- ustu slysastööunum. Það horfir til sigurs Kongressflokks Indiru Gandhi í kosningunum í Assam, en kjörsókn var afar dræm, enda mönnum hótaö dauöa ef þeir sæjust við kjörstaðina. — Um eitt þúsund manna valköstur eftir óeirðir síðustu tveggja vikna og fjöldamorðin á föstudag vitna um hver alvara fylgdi. Indira Gandhi er í heimsókn í dag í Gauhati, höfuðstaö Assam, og í Nellie, sem hggur miðsveitar þar sem fjölda- morðin voru framin. Stjómarandstaðan sakar Indiru um að hafa vanmetið andstööu innfæddra í Assam við kosningarnar eða að hún hafi kaldrifjað og yfirvegað reiknaö sigurlíkur Kongressflokksins meiri í óeiröunum. Raddir vom uppi um að í siöuðum ríkjum segðu þjóöarleiðtogar af ‘sér undir svipuðum kringumstæð- um. Indira hefur hafnað allri ábyrgð á blóðsúthelhngunum og lýsir henni á hendur hatursmönnum innflytjenda í Assam. Kongress sýnist hafa unnið 27 af 31 fuhtrúa á landsþingiö og meirihluta 126 fulltrúa sem kjörnir voru á fylkis- þingið. Kjörsókn hindúa var mjög dræm. I Bihpuriakjördæminu kusu aðeins400 af 64 þúsund á kjörskrá. Kyrrsettur í Zimbabwe Nkomo og Mugabe, fyrrum samherjar, en hinn siðarnefndi leyfir Nkomo ekki að fara úr landi. Anker gagth rýndur inn• anflokks? Stjórnarandstöðuhlutverkið viröist eiga Ula viö Anker Jörgensen, fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerkur, ef marka má skrif Extrabladet í gær. Blaðið heldur því fram að ýmsir for-, ystumenn sósíaldemókrata vUji nú losna við Anker þar sem hann sé ekki fær um aðstjórua flokknumí stjórnar- andstöðu. Gagnrýnendur hans halda því fram aö hann hagi sér eins og hann sé for- sætisráðherra. Hann einangri sig á skrifstofu sinni og geri sér ekki grein fyrir því að borgaraflokkamir séu sí- fellt að auka fylgi sitt. Eftir því sem Extrabladet segir hef- ur framkoma Ankers valdið óróleika í þingflokki sósíaldemókrata. Jafnvel nánir samstarfsmenn hans séu famir að efast um að hann sé rétti maðurinn til að leiða flokkinn þar sem hann sé al- veg bhndur á að hægri öflin vinni stöð- ugt á. Þykir þeim Paul Schliiter, for- sætisráöherra og formaður íhalds- flokksins, skapa sér óvenjulega sterka stöðu í stjórnmálabaráttu þjóöarinnar á meðan stjórnarandstaðan sefur á verðinum. GAJ — Lundi. Joshua Nkomo, sem áöur var samherji Mugabes í skæmhemaði gegn yfirráðum hvítra í Ródesíu og meöráðherra í fyrstu blökkumanna- stjóm Zimbabwe, var stöðvaöur fyrir helgi, þegar hann var á leið úr landi. Var hann í haldi og yfirheyrslu lögregl- unnar í átta klukkustundir. Lagt var hald á vegabréf hans og farseöla og öryggismálaráðherrann, Emmerson Munangagwa, sagði blaða- mönnum, aö Nkomo hefði reynt að laumast úr landi undir föisku nafni. Ennfremur var dregin í efa fullyrðing Nkomos um að hann væri á leið á Ian Smith, fyrrum forsætisráðherra Ródesíu, fær ekki að fara úr landi. ráðstefnu í Prag. — „Rannsóknir okkar sýna að hann var á leið til Suöur- Afríku,” sagði ráðherrann. „Þetta em einskærar lygar. Maður- inn bullar,” sagði Nkomo, þegar fréttamenn bám ummæli ráðherrans undir hann. — „Hvers konar ríkis- stjóm er þetta sem gmndvallar starf sitt á lygum, órökstuddum grun- semdum ogbulli?” Eftir því sem fréttamenn komust næst hafði farangur Nkomos verið merktur til sendingar til London á leið- inni til Prag en þar stendur fyrir dymm ráöstefna Heimsfriðarráðsins og er Nkomo varaforseti þess. Nkomo fullyrðir að vegabréf hans og farseðlar hafi veriö með hans rétta nafni. Öryggisráðherrann vildi ekki upplýsa fréttamenn um hvaða dulnefni Nkomo hefði notað á skilríkin, en sagði að stjóm Mugabes hefði engan hug á að ofsækja leiðtoga Zapu-flokksins. I Zimbabwe setja menn þetta feröa- bann, sem Nkomo verður fyrir, í sam- band viö réttarhöld yfir tveim aðstoðarmönnum Nkomos sem sakaðir hafa verið um samsæri gegn ríkinu. Mennirnir vom áður foringjar í skæruliðasveitum Zapu og annar varö yfirmaður í stjórnarher Zimbabwe viö stjórnarskiptin. Annar forvígismaður stjórnarand- stöðunnar í Zimbabwe, Ian Smith leiðtogi hvítra manna og fyrrum forsætisráöherra Ródesíu, er í feröa- banni. Hann var sviptur vegabréfi sínu á síðasta ári eftir aö hann haföi á ferðalagi í Bandaríkjunum, gagnrýnt stjóm Mugabes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.