Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. 7 andur Neytendur Neytendur Neytendur . Neytendur Tfmabært að flytja vísitölufjölskylduna aCl JL Imm/I — upphitunarkostnaður Ut a lauu og íbúðarkaup Með réttri einangrun og sparnaði er hægt að spara stóríé í orku. Það er líkt því að fá góðan vinning úr Rauða-kross kassa. er heldur ekki hægt aö bera saman mismikla orkunotkun í misstórum hús- um, hjá misstórum fjölskyldum í ýmsum landshlutum sem ýmist hafa hitaveitu eöa aðra hitunarkosti. Slík samanburðarspeki minnir eiginlega ekki á neitt annað en hina frægu gátu meistara Kjarvals (eftir minni): „Skip er í förum milli Evrópu og Ameríku, kolakynt og kokkurinn er fjörutíu og tveggja ára. I bryggjunni á Isafirði eru 403 plankar. Hvað heitir skipstjórinn?” Hvað er til ráða? Ekki er aö efa að húshitun er þungur baggi á mörgum landsmönnum. Þar er helst til ráða að reyna að spara orku því að það kemur öllum til góða. Und- anfarið hefur talsvert veriö unnið að orkusparnaöi í húshitun. Orkustofnun, Húsnæðisstofnun og Rannsóknarstofn- un byggingariönaðarins hafa allar staðið að rannsóknum, sameiginlega og hver í sínu lagi, og gefið út bæklinga og skýrslur með niöurstöðum og leið- beiningum um orkusparnað. 1979 kom iönaðarráöuneytiö á fót sérstakri nefnd til þess að sinna orku- sparnaði. Nefndin hefur skipulagt fræðslustarf og orkusparnaðarauglýs- ingar, staðið fyrir ráöstefnum, látið gera kennsluefni í grunnskóla o.fl. Hér fylgir listi yfir nokkrar skýrslur og bæklinga sem að gagni geta komið þeim sem huga að orkusparnaði í hús- hitun. Tafla 4 Skýrslur og bæklingar um orkusparn- að í húshitun. 1. Hvað get ég gert til að iækka kynd- ingarkostnaðinn? Nokkrar ábend- ingar til þeirra sem kynda hús sin með olíu. Iðnaðarráðuneytið 1979. 2. Leiðir til orkusparnaðar á heimil- um. Húsnæðismálastofnun og Orku- stofnun 1980. 3. Orkusparnaður í hitun húsa. skýrsla I. Orkustofnun 1979. 4. Hagkvæmari orkunotkun við rekst- ur húsnæðis. Framsöguerindi á ráð- stefnu 25.02.1982. Orkusparnaðar- nefnd og Samband islenskra sveitar- félaga. 5. Könnun á orkunotkun nýlegra ein- býlishúsa. Áfangaskýrsla 2. Orku- stofnun 1982. Tilboð um fræðslu — Viðbrögð sveitarstjórna Því er enn við að bæta að Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins hefur m.a. sent öllum sveitastjórnum og byggingafulltrúum bréf þar sem boðið er að senda sérfræðinga á stað- ina og leiðbeina iðnaðarmönnum og húseigendum um . orkusparnað. Iðnaöarráðuneytið kostar þessar ferð- ir. Bréfin voru send bæði á sl. ári og árið áður. Hér er skrá um þá staði sem svar hafði borist frá nú í febrúarbyrj- un: Húsavík, Vík í Mýrdal, Eskifjörð- ur, Akureyri, Akranes, Grindavík, Skagaströnd, Blönduós, Sauöárkrókur, Hvammstangi, Hella, Kópasker, Bíldudalur. Þá hafa einnig svaraö og erindum veriö sinnt (farið á staðina): Neskaup- staður, Egilsstaðir, Isafjörður, Bol- ungarvík, Höfn í Hornafirði. Það vekur óneitanlega athygli að hvorki Þórshöfn né t.d. Stövarf jörður eru á þessum lista. Ekki er seinna vænna að hvetja viðkomandi sveitar- stjórnir til þess að svara bréfum RB. Oneitanlega væri meiri sannfæring- arkraftur í kvörtunarbréfum sveitar- stjórna um kyndingarkostnað ef fyrir lægi að þær heföu gert allar tiltækar ráðstafanir til sparnaðar. Sparnaður borgar sig I því öfgakennda dæmi sem var til- efni fyrirsagnar DV-greinarinnar er umframeyösla á bilinu 20—40 þús. krónur á ári og e.t.v. er hún meiri. Ur því fæst ekki skorið nema með athugun á viðkomandi húsi. Euginn skyldi þó ætla að þetta væri einsdæmi. Rann- sóknir benda þvert á móti til þess að einangrun húsa, viðhaldi kynditækja og orkuvenjum sé stórlega ábótavant víða um land og e.t.v. mest þar sem orkan er dýrust. Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum til þess að bæta ástandiö, ekki einungis með olíustyrk og niðurgreiðslum á raf- magni til húshitunar, heldur einnig með leiðbeiningastarfi og lánafyrir- greiðslu til orkusparandi endurbóta á húsnæði. Húsnæðisstofnun hefur tvö undan- farin ár veitt lán úr sérstökum lána- flokki í þessu skyni. Vitneskja um þessi lán er almenn, m.a. hjá öllum sveitarstjómum. Svo hefur þó brugðið við aö eftirspurn eftir lánum hefur far- ið hraðminnkandi og skýtur þar skökku við þegar lesnar eru í dagblöö- um uppsláttarfréttir um óhófseyöslu á orku. Hér er birt súlurit um f jölda lána og lánsumsókna árið 1981. Fjöldi umsókna um lán til orkusparandi endurbóta árið 1981. Ekki ætti að þurfa að hvetja menn til þess að leita sér upplýsinga um þessi lán hjá Húsnæöisstofnun eða starfs- manni Orkusparnaöarnefndar. Þær eru fúslega veittar og öll aðstoð sem í okkar valdi stendur. Orkusparuaður: Þinn hagur — Þjóðarhagur. Sigurður G. Tómasson, starf smaður Orkusparnaðamefndar, Orkustofnun, Reykjavík, sími 83600. Svar: Ég þakka Sigurði kærlega fyrir bréf- ið. Auðvitað vissi ég að með greininni á dögunum var ég ekki að bera saman hluti sem að öllu leyti voru sambæri- legir: hús sem ekki eru eins og með íbúum sem heldur eru ekki eins. En þetta þjónaöi ákveðnum tilgangi. Sú umræða um orkumál sem uppi hefur verið höfð undanfarið er afskaplega dauð. Með því að nefna dæmi af lifandi fólki langaði mig til þess að koma ör- litlu lífi í hana. Það virðist hafa tekist því að margir hafa hringt til mín og spurt og spjallað. Það er hins vegar rangt hjá Sigurði að ég hafi ruglaö saman kostnaöi við liúsahitun og kostnaði viö ljós og mat- seld. Þessu er haldið alveg aðskildu þar sem það er hægt. En til dæmis á Eskifirði berast reikningar yfir hvort tveggja ósundurliðaðir. Því er ekki hægt annað en taka hvort tveggja. DS Um leið og ég sendi inn upplýsinga- seðil fyrir janúar langar mig að láta fylgja útreikning á hita- og rafmagns- kostnaði á síðastliönu ári þar sem ég var líka einmitt aö lesa um hina ýmsu staöi á landinu í DV. Hús mitt sem hér um ræðir er einbýlishús, 132 fermetrar að stærö. Kynding er olíufylltir raf- magnsþilofnar, upphitunarkostnaður var 16.794,- krónur, rafmagn til al- mennra heimilisnota 6.706,- krónur, samtals kr. 23.500,-. Eg vil einnig geta þess að nú í janúar var ég einmitt að greiða rafmagns- reikning fyrir 69 daga, voru það sam- tals krónur 6.532,- sem skiptust þann- ig: Hiti kr. 4.572,-; önnur heimilisnot kr. 1.960,-. Það skal tekiö fram aö ég hef kynnt mér það að hér er um meðal- reikning að ræða miöað við hús- og f jöl- skyldustærð. Hækkunin milli ára virðist mér vera nálægt 100% á sama tíma og laun hjá flestum hafa hækkað um nærri 40%. Mér finnst útlitið ekki gott því enn er boðuð verðhækkun. Ég held líka að tímabært sé að flytja vísitölufjöl- skylduna út á land þar sem gífuriegur munur er á húshitunarkostnaði til dæmis. M-Vesturlandi. Fjármagnað með lántöku Eg sendi nú í fyrsta sinn upplýsinga- seöil um kostnað við heimilishald. Von- andi verður framhald á því hjá mér en Raddir neytenda vissulega er þaö hagnýtt að fylgjast þannig með eigin eyðslu, ekki síst þeg- ar þarf aö gera áætlanir f ram í tímann. Eyðslan þennan mánuö var nokkuð mikil, eins og sést (heildarútgjöld á seöli rúmar 85 þús. krónur), en þar inn í er tekin f járfesting í íbúðarhúsi upp á kr. 40.800,- Auk þess var ýmislegt greitt í þessum mánuði sem geymt hafði verið fram yfir áramótin en átti í rauninni að greiðast í desember eða jafnvel fyrr. Allt þetta var að hluta til fjármagnaðmeð lántöku. P-Vesturlandi. Baráttukveðjur í dýrtíð og kreppu Fáein orð til útskýringar á helstu liðum í dálkinum „annað”. Hlutir til viðhalds og endumýjimar húss, svo sem einangrunarplast, sement, klósett og vaskur, 9 þúsund krónur. Olía fyrir tvo mánuði, 5.100,- krónur. Bamapöss- un, kr. 1.300,-, bíllinn, kr. 1.100,- og síðan tínist margt smálegt til. Baráttukveöjur í dýrtíð og kreppu. S.-Eskifirði. Geysilegur fjöldi af janúar-upplýs- ingaseðlum hefur þegar borist. Nokkr- ir hafa haft samband við okkur sem misst hafa af upplýsingaseölunum en þeir em birtir á neytendasíðunni fimm fyrstu daga mánaðarins. Þeir sem enn hafa í hyggju að senda okkur tölur yfir útgjöld janúarmánað- ar, en hafa ekki óútfylltan upplýsinga- seðil, geta einfaldlega skrifað sínar tölur á blað ásamt öðmm upplýsing- um, s.s. nafn, heimilisfang, símanúmer og fjölda heimilismanna. Við sendum svoáfram baráttukveðj- ur í dýrtíð og kreppu sem við fengum sendar frá S. á Eskifirði. -ÞG Hér er fjölskylda á ferð (rúmlega vísitalan) fyrir framan alþingishús Islcndinga. Hvort vísitölufjölskyldan veröur færð um set cins og neytandi telur timabært, verður að að ráðast innan veggjanna í baksýn. SÝÐUR ALDREI UPP ÚR BRENNUR ALDREIVIÐ Upphitun og suða mjólkur og kakós. Eldun á búðingum, kremum og þviumliku. Suða á hrisgrjóna- og mjölmat. Upphítun á kartöflumús eða hrisréttum. Viðkvæmar sósur bakaðar upp án erfiðleika. örugg upphitun barnamatar og megrunarfaeðu. SIÐUMULA 32 SIMI 86544 EÐALSTALI FYRIR ALLAR LDAVÉLAR RVAL AF PÖNNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.