Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. 15 Keneva Kunz Og önnur: Atriði 107: UNESCO (Menningar- og vísinda- málastofnun SÞ) mun standa fyrir ráðstefnu um afvopnunar- og friðarfræðslu og hefur á dagskrá sinni þróun slíkrar fræðslu sem náms- og kennslugrein og undir- búning, m.a. leiðbeiningu fyrir kennara og margvísleg kennslu- efni. Aðildarlönd skulu stefna aö því aö gera slíkri fræðslu almenni- leg skil í menntastofnunum sínum. Aö sjálfsögðu áttum viö Islending- ar fulltrúa á þessum ráðstefnum tveim, þannig að þeim hlýtur að vera kunnugt um þessi atriði. En við höf- um látið á okkur standa að gera eitt- hvað í þessum málum. Kannski átti gamla galdraþulan að nægja okkur? Á þinginu 1982 talaði fulltrúi heimssamtaka kennarasambanda (World Confederation of Organi- zations of the Teaching Profession) um vaxandi meðvitund manna um tortímingarhættuna. Sem kennarar, sagði hann, komumst við ekki hjá því að taka eftir hvemig ótti og van- traust milli þjóða eykst, samfara vonleysistrú að helför kjarnorku- styrjaldar sé óumflýjanleg. Friöur í heiminum veröur aldrei að veruleika nema takist að koma á gagnkvæmu trausti og skilningi milli manna og þjóða. Slíkt traust og skilning fáum við eingöngu með markvissri f ræðslu íþá átt. 1 mörgum löndum hafa fyrstu sporin í áttina að slíkri f ræöslu þegar verið stigin. I Bretlandi, Belgíu, Kanada, Júgóslavíu og Frakklandi t.d. hafa verið haldnar ráðstefnur og námskeið fyrir kennara í friðar- fræöslu. Að þessu er unnið nú í Þýskalandi, Danmörku og víða ann- ars staðar. I Bretlandi hafa kennar- ar stofnað samtök, „Kennara fyrir frið”, og vinna þeir meö öðrum friðarhópum í landinu að aukinni friðarfræðslu. Verið er aö stofnsetja systursamtök kennara á Norðurlönd- um. En hvað með íslenska kennara? Friðarfræðsla leitast við að auka skilning okkar á deilum milU manna. Þar leitum við að aöstæðum sem liggja aö baki deilum og ofbeldi, aðstæöum sem oft eiga undirrót sína í ólíkum viðhorfum, gildismati og aðstöðu einstakUnga. Orsök árekstra má líka finna í efnahags-, félags- og stjórnmálalegri skipun heimsins. Áherslurnar eru mismunandi eftir löndum, það segir sig sjáUt, en al- mennt eru markmiö friðarfræðslu að skoða vandamál í alþjóölegu sam- hengi, leita raunverulegra orsaka þeirra og friösamlegra lausna. 1 framhaldi er reynt að þróa þá hæfi- leika og þau tengsl sem nauösynleg eru til að bæta samskipti þjóða. M.ö.o. svo að aUir „hlæjandi augum mig líti og glaðlega mér í móti gangi”. I aöalnámsskrá grunnskóla stend- ur að markmið skólans séu m.a. „að búa nemendur undir virka þátttöku í lýöræðisþjóðfélagi: aö takast á við þau vandamál sem bíða þeirra í Uf- Uiu svo þeir geti einir eöa í sam- vinnu við aðra tekið ábyrgar ákvaröanir sem varða þá sem einstakUnga og samfélagið í heUd”. Ekki verður betur séö en að kennsla sem miðast við að fá varanlegan frið í heiminum geri svipaðar kröfur: að komandi kynslóöir taki virkan og ábyrgan þátt í að kynnast (og von- andi leysa einhvem tímann) stærstu vandamálum mannkyns. Er ekki að minnsta kosti kominn tími til aö við sem stöndum aö uppeldismálum á Islandi hefjum um- ræður um friöarfræðslu í skólum okkar? Keneva Kunz, kennari. Kjallarinn Áskell Einarsson til þessa máls, enda skiptir Utlu, eins og komiö er. Staðreyndin er sú aö helmingafélag ríkisins og Reykja- víkurborgar situr nú að lögum meö einkarétt til að virkja bestu virkjunar- kosti landsins. Sveitarfélag með 38% íbúa landsins hefur jafnræði á móti ríkinu og því helmings eigandi jafnt að Blönduvirkjun þeirra Húnvetninga og Fljótsdalsvirkjun þeirra Héraðsbúa. Það eru margir sem ekki eru sammála þessari þróun. I þeim hópi voru for- ráðamenn Fjórðungssambands Norð- lendinga og Fjórðungssambands Vest- firðinga. Vestfirðingar hafa stofnaö sitt orkubú og yfirtekið eignir Rafmagnsveitna ríklsins á Vestfjörð- um og verða nánast sem dreifingar- aöiU, eftir að Landsvirkjun hefur yfir- tekiö byggðalínuna og allar stærri A „Sveitarfélag með 38% íbúa landsins ^ hefur jafnræði á móti ríkinu og því helmings eigandi jafnt að Biönduvirkjun þeirra Húnvetninga og Fljótsdalsvirkjun þeirra Héraðsbúa.” virkjana og stóriðju sunnan heiða. Hér skal ekki leitt getum aö því hver hlutur Jónasar Péturssonar var í þessu máU og mér ekki ljóst hverju hann gat um þokað í þeim stjórnmálaflokki, sem hann sat á þingi fyrir. Stofnun Landsvirkjunar var á þing- mannstíð Jónasar Péturssonar eitt þýðingarmesta skipulagsmál orku- mála í landinu. Fram til þess tíma höfðu Rafmagnsveitur ríkisins annast um orkuframkvæmdir utan virkjunar- svæða Sogsvirkjunar, Laxárvirkjunar og AndakUsvirkjunar, ef undan eru skildar fáar bæjarrafvirkjanir. Eftir að ríkið eignaðist virkjunarréttindi í Þjórsákomuppsúhugmynd, semm.a. má rekja til Jakobs Gíslasonar, þáver- andi raforkumálastjóra, aö mynda landsvirkjun, þar sem virkjanir á Þjórsársvæöinu væru kjarninn í samtengingu alls lands'ns. AUt landið skyldi njóta góös af hinni hagkvæmu raforkuvinnslu í Þjórsá og á síðari stigum skyldi koma til viðbótar hag- kvæmustu virkjunarkostir á Norður- landi, stækkun Laxár og Jökulsár- virkjun. Þetta fyrirtæki skyldi vera raunveruleg Islandsvirkjun, þar sem hagkvæmni stórvirkjana skyldi koma hinum minnstu bræörum til góða. Hvemig var farið með þessa hug- mynd? Þáverandi Sogsvirkjunarfélagi var breytt í Landsvirkjun, með jafnri aðild ríkis og Reykjavíkurborgar. Virkjunarréttindin í Þjórsá voru for- gjöfin til þessa fyrirtækis. Ekki hefi ég hirt um að athuga þaö í þingtíöindum, hver var hugur Jónasar Péturssonar virkjanir. A Noröurlandi fóru fram miklar undirbúningsumræður um Noröurlandsvirkjun, sem skyldi annast virkjun Blöndu og yfirtaka Kröfluvirkjun. Þaö er ekki vafamál, ef vel hefði tekist til um Kröfluvirkjun, þá hefði komist á samkomulag um Norðurlandsvirkjun. Norðlendingar voru ófúsir að taka við þeim mikla skelli, sem fylgdi Kröfluvirkjun. Þegar forráðamenn Laxárvirkjunar geröu ljóst, að þeir hygðust gerast aðilar að Landsvirkjun, var ljóst að áframhald- andi umræður um Noröurlandsvirkjun vom tilgangslausar og máliö var því tekið út af dagskrá hjá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga, enda þá ekki í sjónmáli að samkomulag næðist um Blönduvirkjun. Sú er trú manna á Landsvirkjun, aö menn vilja hana heldur sem virkjunaraðila viö Blöndu en Rafmagnsveitur ríkisins. Reynslan ein sker úr um það, hvort sú ákvörðun varrétt. Net enn í sjó Jónas segir í áðurnefndri kjallara- grein sinni að gerst hafi þó ótíðindi að Laxárvirkjun gengur í Landsvirkjun og sé honum hugsað til Einars Þveræings. Satt segir Jónas um það að Fjórðungssamband Norðlendinga hefði átt að vera hinn virki aðili. Þetta er bæði satt og rétt. Ég hefi hér að framan getið þess, hví Fjóröungssam- band Norölendinga varö að gefa þetta mál frá sér. Hinu kann ég ekki skýr- ingu á hvers vegna Laxárvirkjun beiddist aðildar að Landsvirkjun. Þau net liggja enn í sjó og ekki skal hér spáð í veiðina. Að svo stöddu liggur ekkert fyrir um, aö aðild Laxárvirkjunar muni draga úr væntanlegu miðstjórnarvaldi, sem hlýtur að fylgja í kjölfar yfirtöku Landsvirkjunar á helstu orkukostum landsins. Mörg rök hníga að því að svo verði ekki, þar sem stærstu virkjanir á vegum Landsvirkjunar á Norður- og Austurlandi eru utan umsýslusviðs Laxárvirkjunar og afhending orkunnar verður til stórra dreifingar- aöila, sem verða óháðir Landsvirkjun. Þaö fer því ekki hjá því eins og stjórn- kerfi Landsvirkjunar er byggt upp, aö áhrif landshlutanna eða sveitarfélag- anna á stjórnina verði torsótt og því líklegt aö öllu óbreyttu, að erfitt verði um vik að gæta hagsmuna bæði í rekstri og framkvæmdum. Með þetta í huga er þeim mun furöulegri helmingseign Reykjavíkurborgar í orkuöflunarfyrirtæki allrar þjóðar- innar. Hér gildir eignarréttarreglan, án tillits til þess að hér er um al- menningsfyrirtæki aö ræða, sem öll þjóöin greiöir meö notkunargjöldum sínum. Það er mikil ábyrgð þeirra manna, er leiddu þennan nýja sið yfir þjóðina. Eg er sammála Jónasi Péturssyni að nauðsynlegt er að snúast til varnar. Dæmi um þetta eru einhliða vatnsveitingar Landsvirkjunarmanna úr upptakskvíslum Skjálfandafljóts suður, án þess að spyrja einn eða neinn formlega, sem hlut á aö máli. Ekki spáir þetta góðu, þegar Landsvirkjun er oröin alvaldur landsdrottinn í orku- málum þjóðarinnar. Þaö er rétt hjá Jónasi að enn er ekki öll nótt úti. Eðlilegast er að í landinu störfuðu tvö stór orkuvinnslufyrirtæki, Norðlendingar og Austfirðingar sam- einuðust um sjálfstætt orkuvinnslu- fyrirtæki, sem annaöist Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun. Eg veit aö þess- ari hugmynd var hreyft af forráöa- mönnum Kröfluvirkjunar á sínum tíma við þingmenn Austfirðinga, en undirtektir engar og þær sömu, þegar Jónas Pétursson barðist fyrir hug- myndum sínum um Austurlandsvirkj- un. Jónas sér í hillingum, hvaö við Norölendingar getum til bragðs tekið, í sínum draumfögru framtíöarsýnum. Eins og staðan er nú þarf atfylgi Aust- firðinga við, svo nátengd verða orku- mál þessara landshluta á næstu ára- tugum. Því vænti ég að hann snúi máli sínu til þeirra í næstu grein. Einu get ég lofað honum að ekki stendur á norðanmönnum, ef þeir félagar okkar í nábýli við Jónas brjóta upp á málinu. Hví er vatnið sótt yfir lækinn, Jónas, er spurning, sem við báðir verðum að finna lausn á. Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlenda Prófkjör Sjálfstæðisf/okksins i Reykjanes- kjördæmi26.-27. febr. 1983. STUÐNINGSMENN ÓLAFS G. EINA RSSONA R hafa opnað skrifstofu að Skeiðarási 3, Garðabæ (hús Rafboða hf.), Skrifstofan verður opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13— 19 um helgar. SÍMI54555. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. FJARMALARAÐUNEYTIÐ, 18. febrúar 1983. Rétt líkamsstaða, fallegt göngulag og góður fótaburður eru ekki meðfæddir eiginleikar — þettaþarf að læra. Ef þú hefur hug á að taka þátt í námskeiðum skólans, þá færðu m.a. kennslu í andlits- og hand- snyrtingu, hárgreiðslu, fatavali og mataræði og fleira sem lýtur aö útliti þínu og fasi. Ef þessir þættir eru í lagi, kemur sjálfstraustið ósjálfrátt! Síðustu námskeið vetrarins hefjast mánudaginn 28. febrúar. Innrítun og upplýsingar i sima 38126, frá kl. 16—20, þessa viku. Hanna Frimannsdóttir. Meðal annars efnis VERÐ 60 KR. Timarit fyrir alla HBTI FEBRUAR Viltu regn eða sólskin? Hér eru útta auðveldar leiðbein- ingar sem geta gert þér léttara að velja. ÞÚ GETUR LÍKA VERIÐ ÖÞOLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.