Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Hvað segja þingmenn um niðurstöður kannananna? Skoðanakannanir eru orðnar fastur þáttur í mannlífi Vesturlandabúa. Þeir sem að þeim standa þykjast fá með þeim hug kjósenda til þeirra mála sem þeir eru spurðir um. Oftast er spurt um eitthvað á stjóramálasviðinu, fylgi við stjórnmálaflokka, stjórnir eða ákveðnar pólitiskar aðgerðir og ákvarðanir. Það má svo sem spyrja um hvað sem er. Fjölmargar aðferðir eru til að gera skoðana- kannanir en reynt er að láta þær spegla sem réttust viöhorf. Aldrei verða allir spurðir. DV hefur nú nýverið birt skoðanakannanir um fylgi við stjórnmálaflokkana, rikisstjórnina og bráðabirgðalögin. Af því tilefni var rætt við fjóra þingmenn sem segja álit sitt á þessum skoðanakönnunum og skoðanakönnunum yfirieitt. -JBH. Ölafur Ragnar telur skoðanakannanir sýna tilfcoe igingar meðal kjósenda. ÓlafurRagnar Grfmsson: Útkoma Alþýðubanda- lagsins viðunandi „Þær gefa ákveðnar vísbendingar og sýna meginstrauma og tilhneigingar meðalkjósenda,” sagðiOlafur Ragnar Grímsson um skoðanakannanirnar sem hafa birst að undanfömu. „Um þessa könnun Helgarpóstsins er þaö þó að segja að hún er ekki marktæk hvað Framsóknarflokkinn snertir vegna þess aö þeir útiloka sveitirnar.” Olafur Ragnar taldi niðurstöður þessara kannana nú sýna að fylgi Sjálfstæðisflokksins fari minnkandi. „Alþýðubandalagið kemur viðunandi út,” sagði hann hins vegar. „Þetta er að vísu ekki mikill styrkur en góður styrkur í byrjun kosningabaráttu og sýnir okkur að kjördæmin sem við þurfum að leggja áherslu á eru Reykjavík, Reykjanes og Norðurland eystra. — Ætti að vera eitthvert formlegt eftirlit með skoðanakönnunum? Olafur Ragnar taldi eölilegt að þeim aöilum sem framkvæma skoðana- kannanir til birtingar ætti að bera skylda til að afhenda gögn til ákveðinnar fræðistofnunar sem gæti skoriö úr um hvort vísindalega og rétt væri staöiö að vali á úrtaki og úr- vinnslu. Einn stór galli hefði til dæmis verið á þessum skoðanakönnunum, sagði Olafur Ragnar. Settar hafi verið fram ályktanir byggðar á forsendum sem væru ekki til staöar. Til dæmis væri hæpið að birta tölur fyrir öll kjör- dæmin 8 og draga ályktun af því, eins og gert var í Helgarpóstinum. Svar- endafjöldinn hafi hvergi nærri verið nægjanlegur til aðdraga ályktun. JBH Magnús H. Magnússon: Mikill fjöldi fólks tekur ekki afstöðu „Almennt talað held ég að þær hafi mikið gildi,” sagði Magnús H. Magnússon. „Kannski er athyglisverð- ast viö þessar kannanir nú að gíf urlega Magnús H. telur skoðanakannanir hafa mikið gildi. mikill fjöldi fólks tekur ekki afstööu eöa vill ekki svara. Þetta rýrir gildiö töluvert mikið en sýnir að visu stööuna eins og er. — Hvað telur þú að úrtak þurfi að vera stórt? „Það dregur verulega úr áreiðan- leikanum eftir því sem úrtakið er minna. Helgarpóstskönnunin er að því Ieyti betri að úrtakið er stærra en það háir henni að hún nær ekki til sveitahrepp- anna. Framsókn tapar á því fyrst og fremst.” Magnús sagði að auðvitaö væri hægt aö hafa mismunandi hátt á með val úrtaks. Eölilegt væri að hafa svo og svo marga sjómenn, fjölda úr vissum aldurshópum og svo framvegis. Síðan myndi tölva velja úr. Meginatriöiö væri aö búa til einhverja reglu sem væri viðurkennd af öllum. — En hver eru áhrifin af skoðana- könnunum? „Kannanirnar hafa geysimikil skoðanamyndandi áhrif. Þær lyfta undir þá sem koma vel út, sér í lagi ný framboð. Urslitin nú sýna líka losið á öllum hlutum og óánægjuna sem er í dag. En það er mikið gagn í skoöana- könnunum fyrir alla. Þó þyrftu að vera einhverjar reglur sem allir telja hinar réttustu. Við gætum vafalaust lært mikið af þeim þjóðum sem hafa ára- tuga reynslu af þessu.” -JBH. Stefán Valgeirsson: Margir svara útíhött „Eg held aö þær hafi takmarkaö gildi,” sagði Stefán Valgeirsson. „Þó sýna úrslitin nú að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar vill ekki svara. Ég tel líka aö margir svari út í hött. Margir hafa sagt mér að þeir telji að það sé ekki unnið þannig að þessu að þeir telji kannanirnar marktækar. ” Stefán sagöist annars draga sínar ályktanir af niöurstööunum: , JSjálf- stæðisflokkurinn hefur haldið mjög illa á sínum málum í vetur og kemur það greinilega fram í þessum skoöana- könnunum. Og kannski einnig tregöa Alþýðubandalagsins að taka á efna- hagsmálunum.” — Á að vera opinbert eftirlit með skoðanakönnunum yfirleitt? ,,Ég tel að það þyrfti að setja ákveðinn ramma, þannig að þeir sem spurðir eru telji aö skoðanakannanirn- ar hafi þýðingu. Þeir myndu þannig Stefán Valgeirsson telur skoðanakann- anir hafa takmarkað gildi. svara eins og þeim finnst. Einnig þyrfti úrtakiö að vera miklu stærra.” — Hvernig ætti að velja þetta úrtak? ,,Ég er ekki dómbær um þaö. Hitt er alveg greinilegt að fleiri og fleiri hafa ekki trú á þessu. Máliö er hvemig hægt er að fá j ák væð viöbrögð almennings. — Hafa kannanirnar áhrif á fólk og þáhvemig? „Þær hafa haft áhrif á undanförnum ámm. Viss hópur manna hefur ekki það mótaðar skoöanir aö þeir fylgja straumnum. Hins vegar tel ég hættuna minni nú vegna þess hvað margir svaraekki.” — Finnst þér að ætti að banna birt- ingu skoðanakönnunar ákveðinn daga- fjölda fyrir kjördag? „Það er alltaf erfitt með þessi bönn. Hins vegar getur verið spuming hvað eigiaðleyfa þetta nálægtkosningum.” JBH Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Réttur sauðkindar æðri rétti mannsins Þá hefur Búnaöarþing verið sett með pompi og prakt. Ekki er að heyra á fréttum þaðan, að nú ári til samdráttar í sauðfjárræktinni, enda útlit fyrir að á árinu verði ekki farið fram úr tilskildum útflutningsupp- bótum. Jafnframt er talið Ijóst að ekki megi landbúnaður við meiri samdrætti fyrr en nýjar búgreinar hafa komið í gagnið. Við munum því búa við óbreytt ástand í land- búnaðarmálum þetta árið og þau næstu ef að líkum lætur. Talað hefur verið með fullum rétti um offram- leiðslu i landbúnaði á liðnum árum. Atkvæðavægi segir þar til sín, enda hafa litlar eða engar leiðréttingar fengist. Nú á að breyta atkvæða- væginu og má vera að í kjölfariö komi minni skattheimta vegna út- flutningsbóta og annarra skreytilist- ar í afurðasölumálum. Einhvern tíma var sagt, að á Búnaðarþingi sætu jafnan þeir, sem ekki hefðu náð á Alþingi í pólitískum vangaveltum sinum. Bændahöfðingj- ar og spekingar í landbúnaði hafa löngum setið þessi þing, og þeim er yfirleitt gerð góð skil i fjölmiðlum. Hefur þaö kannski ýtt undir þá skoðun að þar sætu eins konar biðkandidatar Alþingis. En einnig má geta sér þess til að áherslan, sem lögð er á Búnaðarþing, spegli með vissum hætti yfirburði dreifbýlis í vægi atkvæða. Það er ljóst að á Búnaðarþingi hafa setiö fulltrúar þeirra, sem hafa upp í fimmfaldan atkvæðisrétt við þá sem búa í þétt- býli, og því ekki óeðlilegt að pundið í sauðkindinni hafi stundum orðið dýrt. Búnaðarþing er í eðU sínu þing stéttarsamtaka en ekki þjóðmála- þing. Tillögur þaðan hafa engu að síður átt greiðari gang inn í saU Alþingis en tUlögur annarra og viða- meiri stéttarsamtaka. Styrkur þingsins byggir á þeirri órofa samstöðu, sem stjómmálaflokk- arnir, nema Alþýðuflokkurinn, hafa myndað um sauökindina. Það er ekki einasta, að okkur skattborgurum rikisins sé uppálagt að greiða með henni tU útlendinga, þ.e. gefa útlend- ingum aö borða, heldur skulum við jafnframt vera lægra settir en sauðkindin samkvæmt lögum. Mun það algjört einsdæmi meðal þróaðra þjóða, að þegninn sé lægra settur samkvæmt lögum en sláturfénaður ldhdbúnaðar. Hér er átt við þá reglu að hafa sauðfé eftirUtsIaust á þjóðvegum landsins, en veita því samkvæmt lögum forgangsrétt í umferðinni. í næstu nágrannalöndum okkar, eins og Noregi, er eiganda skylt að sjá svo tU að fénaður hans sé ekki á reiki um þjóðvegina. Þetta þýðlr að þar í landi eru settar f járheldar girðingar meðfram vegum. Vilji hins vegar svo til að kind verði engu að síður fyrir bU, skal eigandi hennar bera tjónið. Hér þykir slíkt ósvlnna. Hér vafrar sauðfé um þjóðveglna aUt sumarið, en verði kmd fyrir bU, sem kemur því miður fyrir, þá skal bæta eiganda hennar tjónið. Þessi réttur sauðkindarinnar þýðir einfaldlega, að eigendur hafa engan áhuga á að gera girðingar meðfram vegum skepnuheldar. Nú situr Búnaðarþing að störfum. Skattgreiðendur kvarta eðUIega undan því að þurfa að greiða út- flutningsbætur á kindakjöt, í stað þess að verðjafna meðlaginu með of- framleiðslunni. Út yfir tekur þó, að árið 1983 skuli sauðkindin vera rétthærri en vegfarendur á þjóðveg- um landsins. ÞingfuUtrúar ættu að sjá aumur á vegfarendum og sam- þykkja að sauðkindur á þjóðvegum skuli framvegis vera réttlaiisar. Slík samþykkt þætti sanngjörn af okkur himun, sem verðum að greiða fyrir offramleiðsluna, en einnig greiða fyrir skaða á sauðfé þar sem sauðfé á ekki aö vera. En að likindum þarf ekki að búast við svo smávægUegri sanngirni. Á Alþingi, sem af sumum er litið á sem systurstofnun Búnaðar- þings, hefur heldur ekki þótt henta að setja manninn ofar sauðkindinni úti á þjóðvegum. Þar er föndrað við minni mál varðandi umferðina. Kannski verður eina ráðið að afnema eignarrétt á landi til að bændur skilji, að fleiri eiga rétt til umsvUa en þeir á þjóðbrautum. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.