Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ein af Fokker flugvélum Fiugleiöa á Akureyrarflugvelfi. Spurningin Borðaðir þú bollu á bolludaginn? (Unnið af Snorra Sævarssyni í starfskynningu) Einar Jóhannesson sjómaöur: Já, og mér finnst þær sæmilegar. Þaö hefur verið siöur hjá mér aö boröa bollur ef égnæ íþær. Elín Jónsdóttir verkakona: Auövitaö, ég baka þær sjálf og hef haft þaö sem siö aö boröa bollur á bolludaginn. Nanna Guömundsdóttir húsmóöir: Já, já, ég kaupi bollur og læt sjálf rjóma á þær. Eg hef haft þann siö aö boröa boll- ur á bolludaginn. Reynir Sigurðsson hljómlistarmaöur: Já, já, konan mín bakar bollur. Þaö hefur verið siöur heima hjá mér aö boröa bollur. VífiII Þorleifsson barþjónn: Já, og kon- an bakar bollur, það er siöur hjá mér að borða bollur. * Sigvaldur Haraldsson bifvélavirki: Já, þaö hefur veriö siður hjá minni fjöl- skyldu að borða bollur þar sem konan bakar bollur. 5829-8573 skrifar: Aö undanfömu hefur mikiö veriö rætt um þá erfiðleika sem veriö hafa í flugsamgöngum. Margir spakir menn hafa lýst þessu og oftast er þess getið aö ,,það hafi verið ófært”. Ég sá einn daginn tvær flugvélar lenda á Reykja- víkurflugvelli kl. 18.30. I útvarpi kl. 19.30 var lesin frétt þess efnis að Reykjavíkurflugvöllur væri lokaöur. Eg held að sannleikurinn hafi veriö sá aö brautirnar voru lokaðar Fokker- vélum Flugleiða en færar öllum þeim flugvélum sem geta hemlað meö hreyflunum. Er það rétt að Fokker vél- amar séu afar óhentugar á snjó- eöa ísilögðum brautum? Er þaö rétt að þeirra vegna sé eytt gífurlegum fjár- hæöum árlega í aö snjóhreinsa og sandbera flugbrautir iandsins? Fróölegt væri aöfá svar viö þessu. SvarFlugleiða: Hreinsa þarf flugbrautir fyrir allar vélar Hvaö snertir hæfni til flugs viö vetraraöstæöur, er Fokker Friendship ekki óhentug. Þaö em engar flugvélar sem notaöar em til farþegaflugs hentugar til lendinga á ísilögöum flug- brautum. Þær krefjast þess allar að flugbrautir séu hreinsaöar til aö unnt sé- aö ná nauösynlegum núningsstuöli (til hemlunar), lengd og breidd. Brautarlengd sem flugvél þarf ræöst ekki alfarið af stærö hennar, heldur eiginleikum hennar til aö athafna sig. Hvaö snertir „hemlun meö hreyflum” skal þess getið „aö Fokker hemlar einmitt að stómm hluta meö hreyflum í lendingu. „5829-8573” á hér sennilega við svonefndan „knývendi” (thrust reverser) sem flestar stærri flugvélar hafa og einstaka smávélar s.s. Twin Otter og MU-2. Þó knývendir sé góður búnaður, skiptir hann ekki sköpum. Aðalatriðið eftir lendingu er hjólhemlabúnaöur. Ef nokkuö er þá er Fokker einmitt öruggari en allar smærri flugvélar sem notaðar em hérlendis vegna hemlabúnaöar hennar. Hemlarnir era búnir svo- kölluðu „anti-skid” kerfi sem kemur í veg fyrir að hjól læsist viö hemlun, hversu harkalega sem bremsaö er. Þetta þýöir meö öörum orðum aö hægt er að setja fullt álag á hemlana án þess að eiga á hættu aö hjólin læsist., jlnti- skid” kerfiö stuölar þannig að því aö hemlamir starfa meö mestu hugsan- legu afköstum viö þær aöstæöiír sem ríkja hverju sinni. Búnaöur þessi er hins vegar ekki til staðar á litlum flug- vélum. Þar af leiðandi eru þær flug- vélar ekki eins ömggar á því sem „5829-8573” kallar „ísilagðar brautir” en á sennilega við þær flugbrautir, hverra núningsstuöull hefur spillst vegna hálku og/eöa ekki hefur tekist aö hreinsa tii fulls. Eina flugvélin hér- lendis, af þeim sem notuö er til al- menns farþegaflugs, sem er jafngóö og kemst af meö heldur styttri flugbraut en Fokker, er Twin Otter. Jafnframt því að vera búin knývendiskrúfum hefur hún mun lægri flugtaks- og lendingarhraöa. Af þessum tveim þáttum gerir hinn mikli hraðamunur gæfumuninn. Heldur hafa flugbrautimar í Reykja- vík verið daprar þann dag sem „5829- 8573” kallar „einn daginn” fyrst Twin Otter vél Flugleiða flaug ekki af þeim sökum. En hvers vegna lentu þá þessar tvær flugvélar sem hann talar um? Á því kunna aö vera ýmsar skýringar. 1. Þetta gætu hafa verið ferjuflug- vélar, komnar um langan veg og ekki áttíönnurhúsaðvenda.Flug- brautir geta spillst á skemmri tíma en þaö tekur flugvél að fljúga yfir Atlantshaf. 2. Þetta gætu hafa veriö flugvélar í sjúkra- eöa neyöarflugi einhvers- konar. 3. Um litlar einkaflugvélar getur hafa veriöaöræöa. 4. Hugsanlegt er einnig aö á ferð hafi verið atvinnuflugvélar í eigu flug- félaga sem hafa rýmri reglur og slakari öryggiskröfur en krafist er af stærri flugfélögum á borö viö Flugleiðir. Er þar átt viö flugvélar í lægri þyngdarflokki sem falla undir aörar reglugerðir, ekki eins strangar. Hver sem skýringin er þá er ljóst aö skilyrði hafa verið með þeim hætti aö vegna öryggissjónarmiða gat Fokker- inn, sem er traustur farkostur undir stjóm tveggja þrautþjálfaöra flug- manna, ekki flogiö. Öryggisreglur Flugleiöa em um mjög margt strangari en hjá yngri og smærri flugfélögum. Þær em afrakst- ur margra áratuga reynslu í flugi viö þau síbreytilegu og erfiöu veðurskil- yröi sem við búum viö. Félagiö skiptir sér hinsvegar ekki af því hvernig aörir flugrekendur kunna aö haga sínu flugi.” Kaupfélags- stjóraskipti á Selfossi Frá Regínu Thorarensen, fréttarit- ara DV á Sellossi: Selfossbúar kveðja sinn góða og athafnasama kaupfélags- stjóra, Odd Sigurbergsson, sem er búinn að stjóma Kaupfélagi Arnesinga undanfarin sextán og hálft ár af mikl- ummyndarskap. vera kaupf élagsst jóri i áratugi. Sigurður Kristjánsson tók við KA þann 4. febrúar síðastliðinn. Siguröur kemur frá Þingeyri en þar hefur hann verið kaupfélagsstjóri síðastliðin sex ár við góðan orðstír. Hann er giftur Kristínu Fjólmundsdóttur og eiga þau, fimm böm. Ég spurði Sigurð kaupfélagsstjóra í gær hvemig honum litist á að taka við KÁ. Hann svaraði: „Það er alltaf gam- an að byrja á nýjum og stórum störf- um. Mér Ust vel á fólkið og héraðið og ég vonast til að hér verði gott að starfa.” Oddur lét byggja stærsta kaup- félagsverslunarhús sem er hér á landi og var flutt í það fyrir rúmu ári. Oddur kaupfélagsstjóri er mikill athafnamað- ur og hörkuduglegur sjálfur, enda ætl- ast hann til mikiis af sínu starfsfólkl Er starfsfóik hans enda til mikillar fyrirmyndar. Oddur er giftur Helgu Einarsdóttur frá Reykjavík og eiga þau eina dóttur. Þau hjónin flytja nú að Eiðstorgi 1 á Seltjamarnesi. Kaupfélagsstjórinn hlakkar mikið til að flytja að sjónum, enda er hann fæddur á Eyri við E’íoVr.'.AQfiörð Oddur er 65 ára og Kristján Einarsson vill: „upplýsa Regínu um samvinnustefnuna og fram kvæmdatilhögun þar.” Sigurður útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum 1962 og er hann 41 árs. Eg óska Sigurði allra heilia í starfi sínu og vona að hann haldi hinni einu og sönnu samvinnustefnu. Mér finnst samvinnu- stefnan komin út fyrir sinn verkahring í mnri.il F.i» vil að samvinnustefnan sé Félagsmenn láta byggja, ekki kaupfé- lagsstjórinn Kristján Einarsson Selfossi skrifar: Eg mótmæli skrifum Regínu í DV mánudaginn 14. febrúar, undir fyrir- sögninni „Kaupfélagsstjóraskipti á Selfossi”. Hún segir aö Oddur fyrr- verandi kaupfélagsstjóri hafi látið byggja eitt stærsta kaupfélags- verslunarhús á landinu. Þessi full- yröing er röng, Oddur lét ekki byggja þetta hús heldur voru þaö félags- menn í Kaupfélagi Árnesinga sem byggöu þetta hús og held ég að þaö sé rétt aö upplýsa Regínu um sam- vinnustefnuna og framkvæmda- tilhögun þar. Hjá kaupfélögunum fer þetta þannig fram aö félagsmenn í héraöinu skiptast í deildir. Hver deild velur menn á aöalfund, aðal- fundur velur kaupfélagsstjórn og stjórnin ræöur kaupfélagsstjóra. Stjórnin heldur reglulega fundi og setur kaupfélagsstjóranum fyrir og hann upplýsir stjórn um hag félags- ins. Og þaö get ég sagt Regínu aö þegar ákveðiö var aö byggja verslunarhús K.Á. þá var þaö ekki Oddur einn sem tók þá ákvörðun heldur glaövakandi félagsmenn í kaupfélaginu, úr öllum flokkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.