Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neyt Athugasemdir frá Sigurði G. Tómassyni: Orkusóun og óeðlileg orkunotkun tálkuð sem mismunur á orkuverði Áætlaður árlegur húshitunarkostnaður 400 m3 ibúðar 1. desember 1982 RH/sg 1982-12-03 Húshitun Kostn. kr/ári af olíukyndingu % meö styrk % án styrks 1. HITAVEITUR 1. Reykjavik 4.414 13 17 2. Seltjarnarnes 5.079 15 19 3. Mosfellshreppur 4.598 14 17 4. Bessastaðahreppur 14.922 45 56 5. Suðurnes 10.662 32 40 6. Þorlókshöfn 15.101 46 57 7. Eyrar 20.808 63 78 8. Selfoss 5.530 17 21 9. Hveragerði 4.419 13 17 10. Laugarás 5.375 16 20 11. Flúðir 5.098 15 19 12. Brautarholt 760 2 3 13. Vestmannaeyjar 15.852 48 60 14. Akranes og Borgarfj. 16.377' 50 62 15. Reykhólar 1.310 4 5 16. Suðureyri 19.678 60 74 17. Hvammstangi 8.700 26 33 18. Blönduós 16.246 49 61 19. Sauðárkrókur 5.347 16 20 20. Siglufjörður 16.565 50 62 21. Ölafsfjörður 7.033 21 26 22. Dalvik 5.337 16 20 23. Hrísey 13.944 42 53 24. Akureyri 16.575 50 62 25. Húsavik 5.209 16 20 26. Reykjahlið 10.946 33 41 27. Egilsstaðir 25.402 77 96 2. FJARVARMAVEITUR 1. Orkubú Vestfjarða 18.055 55 68 2. Seyðisfjörður 17.774 54 67 3. Höfn í Hornafirði 17.525 53 66 3. RAFHITUN 1. Vestmannaeyjar 18.518 56 70 2. Akranes 17.443 53 66 3. Orkubú Vestfjarða 18.326 56 69 4. Siglufjörður 18.816 57 71 5. Akureyri 17.524 53 66 6. Reyðarfjörður 18.371 56 69 7. Rafm.veitur rikisins 19.041 58 72 4. OLÍUKYNDING 1. Með oliustyrk 26.550 80 100 2. Án olíustyrks 32.990 100 124 Þessi fyrirhyggjusami maður er að einangra vel hjá sér svo hitinn sem hann borgar fyrir dýru verði fari ekki ónýtturútíloftiö. I DV 2. febr. sl. er grein um mismun- andi kostnað landsmanna við húshitun sem nauðsynlegt er að gera nokkrar athugasemd við. Grein þessi ber fyrirsögnina: „Menn á Þórshöfn borga 15 sinnum meira en Reykvíkingar”. I greininni er fjallað um hitunar- kostnaö og raforkukostnað á ýmsum stöðum á landsbyggöinni og saman- burður gerður. I rammagrein á sömu síöu er einnig úrklippa úr frétt um sama efni sem birst hafði áður í blað- inu. I þessari grein er einkum tvennt sem ástæða er til þess aö gera athugasemd- ir við. I fyrsta lagi er fjallað um orku- kostnaö án þess að nokkrar upplýsing- ar séu gefnar um raunverulega notkun viökomandi á orku. Þessi ónákvæmni veldur því að orkusóun og óeðlileg orkunotkun er túlkuð sem aukinn mis- munur á orkuverði milli landshluta. Er hann þó ærinn fyrir. I öðru lagi er sett í sama dálkinn hit- unarkostnaður húsa og kostnaður við raforkukaup til heimilisnota, þ.e. til ljósa, heimilistækja o.þ.h. Þessi rugl- andi veldur því að allur samanburöur greinarinnar er út í hött og ályktanir og fyrirsögn blaöamannsins rangar. I upphafi eöa inngangi f jallar blaöa- maðurinn almennt um orkukostnaö landsmanna og þar er jafnframt að finna dæmið sem virðist hafa valdið þessum slæma misskilningi. Þar segir m.a.: Landinn viröist búa við ansi misjafnt verð á upphitun húsa sinna, eftir því hvar þau eru á landinu. I frétt í blaðinu á miðvikudag var einmitt greint frá dæmi um þetta. Guðlaugur Wium, fréttaritarinn okkar í Olafsvík, hafði þá sent okkur dæmi um það hverju getur munaö. Hann á 140 fermetra hús og kyndir þaö meö olíu. Það kostaöi hann á síðasta ári hvorki meira né minna en 34.712 krónur. Aö vísu fékk hann olíustyrk því til frádráttar. Var hann 6.300. Upphæðin var þá komin niður í 28.412. Við bætist síðan reikn- ingur fyrir rafmagn, 10,975. Alls greiddi Guðlaugur þannig 39.387 krón- ur fyrir Ijós og hita á síðasta ári. Þaö þarf að hafa nokkrar tekjur til þtss aö eiga fyrir því. (Undirstrikanir eru mínar. SGT.) Blaðamaöur segir síðan frá kunn- ingja Guðlaugs í Mosfellssveit sem greiði „4,4 sinnum minna”. Verður nú nánaraðþví vikið. Samanburður á raforkuverði Hér er það fyrst að athuga aö kostn- aður viö upphitum með olíu er lagður viö kostnaö við raforkukaup til heimil- ísnota og samtalan síöan notuð til að bera saman húshitunarkostnaö. Aö sinni skal ekki hugað að hituninni, heldur einungis rætt um verö á raforku til heimilisnota. Mesti munur á verði á raforku til heimilisnota var á síðasta ári u.þ.b. 33% en munurinn á taxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem selur rafmagn í Mosfellssveit, og taxta Rarik, sem selur rafmagn á Snæfells- nesi, varu.þ.b. 25%. Samkvæmt upplýsingum DV eyddi „kunninginn í Mosfellssveit” kr. 4.742 til raforkukaupa á síöasta ári. Guð- laugur Wium eyðir hins vegar kr. 10.975. Mismunurinn er vegna þess aö auk þess sem raforka er 25% dýrari hjá Guölaugi eyðir hann u.þ.b. 85% meiri orku. Þessi umframorka, sem ekki er tilkomin vegna hærra orku- verös, kostaöi Guölaug Wium kr. 5.047. Pistilinn í DV sýnir því í raun lítiö meira en þaö að þaö er ódýrara að kaupa 5 potta af mjólk í Mosfellssveit en 9 potta í Olafsvík. Eiginlega er ekki ástæöa til þess að fara meö samanburö af þessu tæi út fyrir sín hreppamörk. Orkunotkun og orsakir eyðsiu Við þetta má bæta að þótt ekki séu fyrir hendi nægar upplýsingar um við- komandi heimili má fullyrða að „kunn- inginn í Mosfellssveit” er fremur spar- neytinn á raforku en fréttaritari DV í Olafsvík hins vegar óvenju eyðslusam- ur. Hér fylgir listi yfir kostnað viö raf- orkukaup til heimilisnota, miöað við meöalorkunotkun víðsvegar á landinu í ágúst 1982. Miðað er viö 4016 kwh (kílóvattstunda) notkun á ári sem er mjög nálægt meðaltali yfir landið. Vilji menn fræðast frekar um raunverulega raforkunotkun landsmanna má visa í skýrslu vinnuhóps um orkusparnað í hitun húsa sem út kom hjá Orkustofn- unífyrra. (Könnun á orkunotkun nýlegra ein- býlishúsa. Áfangaskýrsla 2. 0S82001/VOD01, Reykjavík janúar 1982). Taflal Rafveitur Kostnaður viö rafmagnsnotkun til heimila miðað viö 4.016 kwh órs- notkun ó verði i ógúst 1982. RH/sg Kostn. við 4016 kwh/ári á varöi i Taia íbúa ágúst 1982 1981-12-01 kr. Reykjavík 110.056 5.783 Hafnarfjörður 13.307 6.594 Vatnsleysa 588 7.684 Njarðvík 2.060 7.684 Keflavík 6.666 7.677 Garður 985 7.677 Sandgerði 1.162 7.599 Grindavík 1.966 7.602 Eyrarbakki 551 6.357 Stokksevri 493 6.357 Selfoss 3.453 6.964 Hveragerði 1.254 6.357 Vestmannaeyjar 4.752 6.784 Akranes 5.267 6.301 Borgarnes 1.655 6.781 Orkubú Vestfjarða 10.357 6.756 Sauðárkrókur 2.221 6.667 Siglufjörður 2.066 6.064 Akureyri 13.605 6.201 Húsavík 2.446 7.454 Reyðarfjörður 685 6.181 Rafm.v. ríkisins 45.719 7.203 Alls 231.254 Ath.: 704 ibúar fá rafmagn beint frá virkjunum eða frá einkaveitum. Ef fólki finnst orkureikningurinn hár er rétt aö athuga fyrst raunverulega orkunotkun og skýringar á henni áöur en þaö gerir málið aö forsíöuefni blaöa. I yfirliti DV kemur fram að kostnaður fólks vegna raforku til heimilisnota er mjög mismunandi. Ástæöur þess eru þó líkast til fyrst og fremst mismun- andi aöstæður, svo sem fjölskyldu- stærð, tækjaeign fjölskyldunnar og mismunandi notkunarvenjur. Eins og áður hefur komið fram er mismunur á raforkuverði til heimilisnota í hæsta lagi 33%. Ef munurinn er umtalsvert meiri og öðru jöfnu, er eölilegt að neytendur athugi sinn gang og kanni hvort ekki megi draga úr orkunotkun með bættum orkuvenjum og sparnaöi. Þaö spillir hins vegar góöum málstað þegar svo villandi upplýsingar eru birtar sem í DV 4. febrúar sl. Upphitun Nú skal rætt um það sem skv. yfir- fyrirsögn „Misdýrt að orna sér” virð- ist hafa átt að veröa aöalefni greinar DV 4. febr. sl„ þ.e. upphitunarkostnað íbúðarhúsnæöis. I fyrirsögn er þvi slegið föstu aö: „Menn á Þórshöfn borgi 15 sinnum meira en Reykvíking- ar” fyrir húshitun. I greininni er síðan vikið nánar að þessu: Þórshöfn Þar fást tölur sem talandi er um. Maður sem á 140 fermetra hús borgaði hvorki meira né minna en 60 þúsund í olíu til að hita upp á síöasta ári. Þótti honum sá olíustyrkur sem hann fékk á móti þessu svo hverfandi aö ekki tæki því aö nefna hann. Til þess aö athuga hvort þessi upphæö stæöist á fleiri stöö- um haföi fréttaritarinn okkar, Aðal- björn Arngrímsson, samband viö annan mann sem átti hús svipaörar stæröar. Hann greiddi svipaöa upp- hæö. Sum hús á Þórshöfn eru rafkynt. Er það mun ódýrara. Þannig greiddi Aöalbjörn sjálfur 26 þúsund krónur fyrir rafhitun á 70 fermetra íbúö (Und- irstrikun SGT) sinni á síðasta ári. Margir þeir sem eru meö svipaðar íbúðir borguöu hins vegar talsvert meira. Viö skulum nú athuga þessar tölur nánar. Svo vill til að fyrir liggja upp- lýsingar um orkunotkun til hitunar á Raufarhöfn og er eölilegt að nota þær til viðmiðunar viö þessar tölur frá Þórshöfn. I sérstakri könnun, sem unn- in var á vegum Orkustofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðn- aöarins 79-’80, var gerö úttekt á 63 hús- um á Raufarhöfn varöandi orkunotkun og gerö. Húsin voru misgömul, það elsta frá því fyrir 1920 en þau yngstu ný eða nýleg. Upplýsingar fengust um orkunotkun 43 húsa. Af þeim notuðu 14 olíu til hitunar, 4 voru meö túpuhitun (rafhitun meö túpu) og 25 voru hituö meö rafmagnsþilofnum. I þeim húsum sem hituö voru meö olíu var meöal- notkun í lítrum á hvern rúmmetra húss (og er þá miöað við stærðir í fasteigna- mati) 18,lláári. (18,11/m^faár). Minnsta olíunotkun var 13—151/m’fa ár en mest 22—24 1/mía á ári. Ef miðað er viö hús sömu stærðar og rætt er um í greininni í DV þ.e. 140 fermetr- ar og meöaleyðslu ætti notkunin að vera u.þ.b. 8150 lítrar af olíu á ári. Verö á olíu er nú, þ.e. um mánaðamót jan.-febr. ’83, 7,05 kr. og ef gert er ráö fyrir aö meðalverö 1982 hafi verið 4,50 kr., verður olíukostnaöurinn í þessu dæmi kr. 36.200. Viö þetta er ýmsu aö bæta. Notkunin 18,1 l/m3fa á ári er miklu meira en hægt er að ná meö góöri aðgæslu í ný- legum húsum og mun meiri en lands- meðaltal. Raunar kemur fram í marg- nefndri grein aö „lesandi í Hnífsdal” greiddi þó ekki nema tæpar 12000 krón- ur fyrir olíu á síðasta ári. Engar upplýsingar fylgja þó um hús- næöiö eöa aðra hagi svo ekki er hægt að nota þessa tölu í neinum reikningum. Sé hins vegar miöaö viö eyðsluna 13 1/rrifa á ári, sem er líkast til nálægt meöaleyðslu á landinu, og reiknað eins og fyrr meö olíuverðinu 4,50 á lítrann verður olíukostnaðurinn ríflega 26.000 kr. Miklar líkur benda þó til þess að þetta geti veriö enn lægra. Sér nú hver maöur aö það er fullkomlega óeðlilegt að eyða 60.000 kr. í upphitun á húsi af þessari stærö. Hver er munurinn? Hér hefur veriö drepiö á þaö helsta sem athugavert er í margnefndri grein. Margir kynnu aö ætla aö það væri markmið þess sem þessar athugasemdir ritar aö gera lítið úr þeim mismun sem er á húshitunar- kostnaöi fólks. Svc er alls ekki. Þar er verulegur munur á kjörum lands- manna. Sést þaö best á þeirri töflu frá Orkustofnun sem hér fylgir með og sýnir hitunarkostnað um land allt, bæöi hjá þeim sem njóta hitaveitu og þeim sem hita hús sín meö rafmagni eða olíu. Taflan er frá 1. desember sl. en skýrir sig aö öðru leyti sjálf. Forsendur: 1) 400 m3 hús og 4 íbúar 2) Orkunotkun a) Heitt vatn 84 kwh/m3/ári, 20 W/m3, b)Rafmagn 84 kwh/mVári, 9 kw/hús. c( Olía 13 l/m3/ári, 65% ársmeöalnýtni. 3) Raf- orkukostnaður og fastur viöhalds- kostnaður viö olíukyndingu er áætlað- ur: 750 kr/hús. 4) Olíustyrkur 4ra manna fjölskyldu: 6.440 kr/ári. Miöað við að olíukynd. að frádr. olíustyrk sé 10% dýrari en rafhitun hjá RARIK, Miðaö viö olíuverð 6,20 kr/1. Með engu móti má þó rugla öörum kostnaði saman við hitunarkostnað. Þá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.