Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1983. 13 Fjórðungsatkvæði Reykvíkinga: Þess vegna veröa lands- menn ekki bjargálna í bráð íslensku fyrirfólki hefur löngum veriö ljúft aö hræsna opinberlega í skálaræöum. Ekkert einstakt orö hefur þó oröið svo mjög fyrir baröinu á helgidagahræsni og nafnoröið jöfnuöur. Jafnrétti kynjanna, tekju- jöfnuöur og ótal fleiri jafnaöar- merki. Búsetamannaersögöjöfnuö meö byggöastefnu og jafnað er um bændur meö niöurgreiöslum og upp- bótum. Utgeröin er jöfnuö út meö sjóðakerfum og flugrekstur meö skattakrónum. Vísitölufólki er boöiö upp á jöfnuö meö láglaunabótum og félagsmálapökkum. Og nú síöast hefur stráklingur vestan af Aragötu stofnað heilt bandalag um sjálfan sig í nafni jafnaðar en rífur áfram í hár sér. Er því meö öllu óvíst hvort önnur eins jafnvægislist hefur áöur veriö iðkuð fyrir opnum tjöldum meö þjóöinni frá öróf i alda. Vitaskuld er þetta jafnaöartal fallegt mál í orði og á prenti. En það er jafn fullkomlega innantómt og þaö er hljómfagurt. Því þrátt fyrir öll þessi risavöxnu jafnaöarmerki þá viröist nú sjálfur jöfnuöurinn vera áfram heldur jafnari í annan endann. Eins konar kóniskur jöfnuöur. Og stólræöumenn halda áfram aö biöja um oröið á helgidögum til aö hræsna upphátt í nafni jafnaöar. Jöfnuður í hófi En mitt í þessum fagurgala öllum eru þingmenn aö semja nýja stjómarskrá fyrir fólkið. Sumir þeirra vakna jafnvel snemma á morgnana til aö tala um margvís- legan jöfnuö á fastandi maga og endist þeim oft erindiö langt fram yfir miönætti aö þeir taka aftur á sig náöir með fullan jöfnuð fyrir augum. En nú gefst stólræöumönnum jafnaöar gulliö tækifæri til að reyna jöfnuö sinn í verki úti í daglega lífinu og jafna út ríkjandi ójöfnuö í atkvæðisrétti landsmanna. Og þetta sama tækifæri gefst ekki aftur í bráö. En þá bregöur svo viö aö almennt tal um jöfnuð nær ekki lengra hjá þingmönnum sveitanna en heim aö eigin bæjarhellu. Göfugar draum- sýnir um hnökralausa heimsmynd nema staöar í túnfætinum. Því þegar kemur aö jöfnum atkvæðisrétti fyrir Reykjavík og nágrenni þá er allur jöfnuöurbesturí hófi. En er þá okkur borgarbúum nokkur akkur í aö hafa jafnan kosningarétt á viö fólkiö úti á landi? Undirritaös vegna mega dreifðar byggðir landsins vel kjósa sér einn eöa tvo þingmenn á dag ef þeim býöur svo viö aö horfa. En málið er því miöur ekki svona einfalt í sniöum. Því meö jöfnun kosninga- réttar fæst einnig úr því skoriö hvort lífvænlegt veröur hér á landi næstu árin. Húsgangsár eða bjargálnir Efnahagslíf þjóöarinnar lýtur ekki almennum náttúrulögmálum. Heldur er þaö sniðiö meö byggða- sjónanniö fyrir augum. Slík sjónar- mið eru oft fallegar hugsjónir en því miöur óvinnandi í framkvæmd. Forystumenn hætta þar meö aö stjórna þjóðinni á landsvísu og láta undan kröfugerö um almennan hrepparíg. Því miður. A meðan veröur hvorki lífvænlegt á Islandi né þjóðin bjargálna í bráö. Landsmenn safna skuldum. I skjóli atkvæðamunar eru afuröir bænda friöhelgar og settar skör ofar en aörar neysluvörur. Kostað er miklu til að halda úti heföbundnum landbúnaði þar sem önnur land- nýting er mun heppilegri. Allt of dýrkeyptum fiskveiðiflota er haldiö á veiöum yfir of litlu aflamagni. Von- dauf útgerðarpláss fá stööugt ný Ásgeir Hannes Eiríksson gjafaskip til aö binda langtímum saman viö landfestar í heimahöfn. Vafasamar ríkisverksmiðjur eru reistar undir dæmdan taprekstur í hæpnu héraöi til aö keppa við ódýrari innflutning. Þetta er byggðastefnan í framkvæmd. Og allt þetta hugsjóna- innstang kostar peninga. Meiri peninga en landsmenn geta aflað. Þess vegna söfnum viö skuldum. En ríkisvaldinu má ekki gleyma. Sjálft Alþingi er þegar of fjölmenn stofnun og ráðuneytin viröast ganga sjálfala um stjórnsýsluna. Ævi- ráðning og verkfallsréttur opinberra starfsmanna eru mistök sem verður aö leiörétta en þaö er önnur saga. Þjóöin berst á meö of margar óþarfar stofnanir og deildir. Fram- kvæmdastofnun ríkisins má gjaman hverfa af yfirboröi jaröar og blessuð sé minning hennar. Stofnun sú er dæmigerö dreifbýlishít fyrir ofan náttúrulögmálin. Þar valsa þing- menn utan af landi um meö almannafé aö eigin vild þótt hver þeirra hafi aöeins rúmlega eitt þúsund atkvæði að baki. Eöa svipaðan fjölda kjósenda og býr í nokkrum f jölbýlishúsum í Breiðholti. Þetta er alveg dæmalaust ráöslag. Endurhæfing I efnahagslífinu En eru þá góð ráö dýr á þessum síöustu og verstu tímum? Nei. Þau fást viö vægu vt röi ef menn dirfast aö þora og þora aö dirfast. Minnka þarf of stóran flota og snúa ofan af sjóðakerfinu. Sjávarafla veröur aö fullvinna hér á landi. Hef ja þarf skipulega ræktun matvæla viö strendur landsins og á vatna- svæðum. Niðurgreiöslum og upp- bótum til landbúnaðar veröur aö hætta og afuröir bænda veröa aö lúta sömu lögmálum og aörar neyslu- vörur. Bændur þarf aö hvetja til aö fara nýjar leiöir við nýtingu jaröa sinna. Ala fisk í ám og vötnum og vogum. Rækta dýr á fæti fyrir út- flutning og finna heppileg loödýr fyrir skinn og feldi. Rækta matjurtir og alidýr á jöröum og í ylverum. Leggja lakari bújaröir undir orlofs- búöir fyrir innlenda og erlenda sumar- og vetrargesti. Efla þjónustu viö feröafólk í samráöi við félög fólks í ferðaiönaði. Iðnaði veröur aö búa bestu skilyröi til aö dafna í höndum einstaklinga en lenda ekki í ríkisverksmiöjum meö árlegum taprekstri. Skipasmíðar og viögeröir þarf aö flytja inn í landiö ásamt viöhaldi flugvéla. Feröa- málum þarf aö bjarga úr klóm verk- fallsmanna og leggja áherslu á stööu landsins fyrir ráöstefnur og heilsu- lindir. Og finna þarf margar fleiri nýjar leiöir. Taka upp skráningu skipa og flugvéla fyrir erlend félög og kanna meö lokuð spilavíti fyrir útlenda spilagosa. Laga frímerkjaút- gáfu aö söfnunareöli mannskepn- unnar og margt fleira í þeim dúr. Opna landið fyrir alþjóöa peninga- umferö. Fela djörfum mönnum að finna nýjar leiðir fyrir litla þjóö í strjálbýlu landi. Þjáifa vaska sölu- menn til aö koma afurðum landsins á framfæri viö umheiminn. Láta krónuna vinna fyrir fólkiö en ekki öfugt. En fyrst og síöast þarf aö skrá krónutetriö á réttu verði. Sjálfir alþingismennirnir gætu litiö sér nær eftir viðfangsefnum og mættu byrja daginn á aö hlýöa sjálfir landslögum. Rúmlega helmingur af starfsfólki Alþingis er ráöinn utan við lög og rétt samkvæmt gildandi heimild um leyfileg stööugildi hins opinbera. Sama máli gegnir um ráðuneytin. Þar starfa lögbrjótar í tugatali. Þetta er dæmigerö fyrir- litning alþingismanna á landslögum og veröuraðgrípa í taumana áöuren hún grefur um sig á fleiri sviöum. Ef þingmenn þurfa meiri aöstoö en lög gera ráö fyrir veröa þeir aö greiöa fyrir hana sjálfir úr eigin vasa. Jafnari jöfnuð En hvað kemur þessi romsa jöfnum kosningarétti við svona yfir höfuö? Þaö er von aö einhver spyrji. Jafnir atkvæðaseðlar flytja ekki sjálfkrafa hagsæld yfir landið einir á báti. En þeir eru fyrsta skrefið í framfaraátt. Núgildandi ójöfnuður heldur áfram dauðahaldi í skulda- söfnun hreppanna í landbúnaöi og fiskveiöum meö niöurgreiöslum og gjafaskipum byggöastefnunnar. Á meðan sú stefna ræöur feröinni er allt framkvæmdalíf fellt í fjötra og gjaldþrotiö blasir viö. Og því aöeins fæst þessi fjötur leystur af þjóöinni aö þéttbýlið hafi jafnmikiö aö segja og dreifbýlið um framtíö landsins. Annað kemur ekki tilgreina. Ásgeir Hannes Eiríksson, verslunarmaður. FÉLÖG STARFSFÓLKS I drögum aö málefnagrundvelli Bandalags jafnaöarmanna er lagt til aö starfsfólk á einstökum vinnustöö- um hafi heimild til aö stofna félög með fullum réttindum og skyldum verkalýösfélaga. Félögin hafi umboð til aö semja um kaup og kjör og annaö sem snertir samskipti laun- þega og atvinnurekanda á þeim vinnustaö. Meö þessum tillcgum er veriö aö gera vinnustaðinn aö undirstööu í uppbyggingu verkalýössamtakanna. Þetta eru ekki nýjar tillögur og hefur Alþýðusamband Islands oft ályktaö um þessi mál. Þessar hugmyndir eru í góðum samhljómi viö hugmyndir manna um virkt lýðræöi og dreifingu valds til ákvaröana til þeirra sem þærskipta. Þær lagabreytingar sem þarf aö framkvæma eru mjög einfaldar og hefur verið lagt fram á alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938. I frumvarpinu er lagt til aö hægt sé að stofna félag á vinnustað ef 2/3 starfsmanna samþykkja þaö og að starfsmenn á þessum vinnustaö séu ekki færri en 25. Kostir þessa fyrirkomulags eru margvíslegir. Hér er starfsfólki á einstökum vinnustöðum gefinn kost- ur á aö hafa bein áhrif á þau mál sem aö því snúa. Þaö geta verið atriði sem varöa hollustuhætti á vinnustað, dagvistunarmál eöa hvaö þaö sem starfsfólkiö telur mikilvægt. Launajöfnuður Þetta fyrirkomulag gefur einnig meiri möguleika á aö ná launajöfn- uöi þar sem engir eru betur færir um að meta aöstæöur á vinnustað og vægi einstakra starfsgreina en þeir sem þar vinna. Reynslan hefur sýnt aö meiri launajöfnuður er þar sem þetta fyrirkomulag er ráöandi en þar sem stór félög semja í mikilli fjar- lægð frá þeim sem samið er fyrir. Viö í Bandalagi jafnaðarmanna trúum því aö valddreifing meö þess- um hætti veröi til aö fleiri taki þátt í starfsemi verkalýðsfélaganna. Ef þaö er ekki áhyggjuefni forystu- manna verkalýöshreyfingarinnar hversu lítill áhugi meölimanna er á aö taka þátt í verkalýðsstarfinu, þá ætti þaö aö vera þaö. Sú gagnrýni sem þessar tillögur Bandalagsins hafa fengið byggjast á miklum misskilningi. Því hefur veriö haldið fram aö viö viljum brjóta niður verkalýðs- hreyfinguna og gera hana veikari; aö við viljum leggja niöur Alþýöu- sambandiö o.s.frv. Ekkert er fjær sanni.'Markmiðið meö þessum tillög- um er þvert á móti aö gera verka- lýöshreyfinguna sterkari og efla hana. Þaö er augljóst aö verkalýös- hreyfingin veröur aö skipuleggja sig til aö mæta þeim breyttu aöstæöum sem myndast þegar þetta fyrirkomu- lag verður ráöandi. Eitt af því sem verður aö breyta er fyrirkomulag samninga. Það er hægt að hugsa sér að fyrst semji lands- samtök launþega viö landssamtök atvinnurekenda. Niöurstaöan úr slíkum samningum gæti til dæmis veriö samningur um lágmarkshækk- un launa. Aö þeirri samningsgerð lokinni er rööin komin aö félögum á hinum einstöku vinnustööum aö semja á grundvelli þess sem lands- samtökin sömdu um. Þá er einnig hægt að hugsa sér að vinnustaða- félögin gætu fengið aöstoð landssam- takanna viö samningsgeröina. Það er því nokkuð augljóst að þátt- ur sterkra samtaka launafólks er stór í því kerfi sem viö leggjum til. Þessar tillögur Bandalags jafnaðarmanna miöa að því aö Þorsteinn Einarsson styrkja verkalýöshreyfinguna. Þaö er gert meö því aö opna veginn fyrir starfsfólk til áhrifa á einstökum vinnustööum um mál sem aö því snúa. Vinnustaðurinn á að vera undirstaöan í uppbyggingu verka- lýöshreyfingarinnar og aöeins þaö verkalýösfélag er sterkt þar sem meölimirnir eru virkir í starfi þess. Þorsteinn Einarsson verkfræöingur. „Verkalýðshreyfingin verður að skipu leggja sig til að mæta breyttum aðstæðum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.