Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Side 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. 3 Birgir sigraði í ískrossakstri Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur efndi til ískrosskeppni um helgina. Fór hún fram á Leirtjöm við Ulfarsfell og mættu tólf bílar til leiks. Sigurvegari í úrslitariöli varð Birgir Bragason á Skoda 130 RS. Ok hann brautina á 3.06 mínútum, en lengd hennar var um átta hundruð metrar og voru fimm hringir keyrðir um hana. Næstur kom Kristinn Svansson á Dat- sun 160 J á sekúndu lakari tíma en Birgir. I þriðja sæti hafnaði Magnús Baldvinsson á BMW 2002 á tímanum 3.09. Síðastur í úrslitariöli kom Rík- haröur Kristinsson á Lödu 1200. Tími hans var 3.13, en þess má geta að Rík- harður er nýliöi í ískrossi. Keppnin um helgina var frumraun hans í ískross- akstri. Keppnin á Leirtjöm gefur stig til íslandsmeistaramótsins í ískrossi. Er þetta önnur af fimm keppnum sem ráðgert er að halda í ískrossi á þessu ári. Kristinn Svansson er kominn með flest stigin eöa 27. Næstir honum em Birgir Bragason og Þórður Valdimars- son meö 20 stig. Þess má geta að ískrosskapparnir, Jón Ragnarsson og Þórður Valdimars- son, þurftu báðir frá keppninni að hverfa vegna bilana í bilum sínum. Headpakkning fór í bíl Jóns og Þórður braut gírkassa í sínum bíl í upphafi ís- krossakstursins á Leirtjörn. -SER. Frá málþinginu i Norræna húsinu. Þór Vilhjálmsson er i ræðustóli að fjalla um mannréttindayfirlýsingu Evrópuráðsins. DV-mynd: Hellissandur: RKÍ ætlar að stofna Símastrengurinn mannréttindanefnd slitnaði tvisvar Símastrengurinn til Hellissands slitnaði í tvigang um síðustu helgi. Á föstudagsmorgun klukkan hálf tíu, þegar verið var að hefla Olafsvíkur- enni, sleit veghefillinn símastrenginn og var símasambandslaust fram yfir miðnætti. Á laugardaginn var fengin grafa til að moka yfir símastrenginn þar sem hann stóð upp úr, en þá tókst Sauðárkrókur: Opnun áfengis- útsölu samþykkt Ibúar Sauðárkróks samþykktu í atkvæðagreiöslu á laugardaginn að opnuö skyldi áfengisútsala í kaup- staðnum. Voru 603 samþykkir og 403 mótfallnir en 14 seölar vom auðir og ógildir. Að sögn Þórðar Þórðarsonar, bæjar- stjóra á Sauðárkróki er hér aðeins um viljayfirlýsingu að ræða, því að það er á valdi fjármálaráðuneytisins að taka endanlega ákvörðun. Þetta er í þriðja sinn sem Sauðár- króksbúar greiða atkvæði um opnun áfengisútsölu. Árin 1974 og 1979 var það einnig gert, og munaði aðeins fjórum atkvæðum í síöara sinniö að opnun yrði samþykkt. -PÁ. Gunnar Kvaran á háskóla- tónleikum Þrettándu hádegistónleikar Tón- leikanefndar háskólans verða í Norræna húsinu á morgun kl. 12.30. Þar leikur Gunnar Kvaran á knéfiðlu. Á efnisskránni em knéfiðlu- samstæður eftir Johann Sebastian Bach, nr. 1 í C-dúr og nr. 2 í D-moll. Gunnar Kvaran er Reykvíkingur. Hann stundaöi nám við Tónlistarskól- ann hjá Einari Vigfússyni og síðan framhaldsnám í Kaupmannahöfn hjá Erling Blöndal Bengtson. Að loknu námi dvaldist Gunnar um árabil áfram í Kaupmannahöfn en settist aftur að á Islandi fyrir u.þ.b. tveimur árum. -PÁ. ekki betur til en svo að hann slitnaöi í annað sinn. Viðgerðin tók þó ekki nema tvær klukkustundir, enda var viðgerðarflokkurinn, sem komið hafði frá Reykjavík daginn áður, ekki farinn enn. Það er mjög bagalegt þegar síma- strengurinn í Olafsvíkurrenni slitnar því að þá fer einnig fjarritasamband Loranstöðvarinnar út, en stöðin þarf að vera í stöðugu sambandi við Kefla- víkurflugvöll. Ibúar hér hafa verið að hamra á þvi viö Póst og síma frá árinu 1970 að fá símaviðgerðarmann á utanvert Snæfellsnes. Þetta er aö vísu í fyrsta sinn sem strengurinn slitnar á þessu ári, en það gerðist oft á síðasta ári. Það má varla hefla veginn fyrir Ölafs- víkurrenni, þá fer strengurinn í sundur. Það eina sem virðist duga er að hafa radíósamband á meðan beðið er eftir að nýi vegurinn komist í gagnið. ÖEF/JH Hellissandi. Rauði kross Islands efndi til málþings um mannréttindi og mannúöarlög í Norræna húsinu síðast- liðinn laugardag. Um 80 manns sátu þingið sem var öllum opið. Að loknu ávarpi formanns Rauða krossins, Benedikts Blöndal, voru flutt sex erindi. Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur fjallaöi um mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna; Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, flutti erindi um mann- réttindayfirlýsingu Evrópuráðsins; dr. Gunnar G. Schram prófessor ræddi um tillögur stjórnarskrárnefndar um mannréttindaákvæði; dr. Páll Sigurðs- son dósent f jallaði um Genfarsáttmál- ana; Olafur Mixa læknir fjallaði um stöðu heilbrigðisstétta á ófriðartímum, og loks flutti Hrafn Bragason dómari erindi um mannréttindasamtökin Amnesti Intemational. Fram kom í upphafsávarpi Bene- dikts Blöndal aö til stæði að Rauði kross Islands setti á stofn íslenska mannréttindanefnd. -KMU. Blönduvirkjun: Framkvæmdir hefjast í ágúst næstkomandi „Áætlaöeraðvinna hefjist viðfyrsta áfanga Blönduvirkjunar í ágúst næst- komandi, með þeim fyrirvara, að heimild fáist til lántöku til þessara framkvæmda,” segir Halldór Jóna- tansson, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar. Þessi fyrsti áfangi er bygging stöðvarhúss neðanjarðar og jarð- ganga. Þó er ekki fullfrágengið hvort stöðvarhúsið verður neðanjarðar, en að sögn Halldórs hnígur allt í þá áttina aðsvo verði. Nýlega gekk Landsvirkjun frá for- valsgögnum til verktaka og er þeim gef inn kostur á aö sanna rétt sinn til aö gera tilboð í verkin. Utboðsgögn verða ekki send út fyrr en í apríl. Allt er þetta gert með þeim fyrirvara sem áður er nefndur. -SþS. Parftu ADSTOD? • Rádgjöf eöa hönnun • Jarövinnsluverktaka • Byggingarverktaka • Pípulagningarverktaka • Raíverktaka • Múraraverktaka • Málaraverktaka • innréttingaverktaka Þetta er fyrirtœki sem leitast við ad veita góða þjónustu þar sem ábyrgð, ráðvendni og þekking em höíð í fyrirrúmi. Fyrirtœkiö er eingöngu í samvinnu við íullgilda fagmenn: • Hurðarsmiðjur • Gluggasmiðjur • Dúklagningameistara • Stálsmiðjuverktaka • Hreingemingarverktaka • Flutningsverktaka • oil oiL Tilboð—verksamningar—greiðsluskilmálar Fyrirtœkið staríar almennt á sviði íramkvœmda og breytinga jaínt í gömlu sem nýjum húsum. Q VERKTAKAIÐNADUR HF SKIPHOLT119 SIMAR 29740 44413 26505

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.