Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið „LEIKLIST ER i AÐUF NA VIÐ í PÓLLANI DIÁN Ý” — segir leikkonan Krystyna Janda Vökumenn taka slag; frá vinstri: Þorsteinn, Sméri, Gylfi, Jón Trausti og Jón Þór. Ný hl jómsveit kynnt: Pólska leikkonan Krystyna Janda ætti aö vera Islendingum vel kunn, því hún hefur leikiö stór hlutverk í mynd- umAndrzej Wadja. Ogeinsogkunnugt er, hafa nokkrar þeirra verið sýndar hér á kvikmyndahátíöum. Krystyna, sem er ein þekktasta leik- kona Pólverja, sneri nýlega aftur til heimalands síns eftir langa fjarveru. Hún er hrygg yfir ástandinu í landinu en um framtíðina segir hún: , ,Hiö eina sem leikarar geta gert núna er aö vinna og vinna, allir þeir sem telja sig hafa eitthvað fram að færa veröa aö leggja sitt af mörkum til aö lífvæn- legra veröi í Póllandi.” Krystyna tilheyrir þeim hópi leikara sem Wadja notaði nær eingöngu í myndum sínum, svo sem Marmara- manninum og Járnmanninum. Slíkar myndir segir Krystyna aö sé útilokaö aö framleiöa nú um stundir. Útilokun útvarps og sjónvarps Þegar herlögin voru sett í Póllandi fyrir fjórtán mánuðum varð alger ein- ing um þaö meöal leikara að leika hvorki í útvarpi né sjónvarpi. „Sú ákvörðun kom algerlega af sjálfu sér, viö hugsuðum: Þessum mönnum get- um viö aldrei unnið með. ” Nú hefur þessu ástandi verð aflétt og leikhúslífið er sem óöast aö taka viö sér aftur. Krystyna segir aö mikiö hafi þó tapast á þessu rúma ári. Um þessar mundir er hún að leika í söngleik eftir Berthold Brecht. „Text- ar hans höföa mjög til Pólverja, þeir þyrpast í leikhúsiö, kannski 170—80 í 100 manna sal. Fólkið situr á gólfinu, hvert í fangi annars og jafnvel uppi á sviði. Það er ekkert undarlegt að það þyrsti í söng og tónlist, það er lang- þreytt á öllu kjaftæðinu frá stjórnvöld- um,” segir Krystyna Janda. Einkavirkjun á geislum sólar Er maðurinn í hlaupi? Eða út- blásnum plastpoka? Púpu? Nei, gott fólk, þetta er eins konar plasthylki sem Bretinn Derek Tolley hefur fundið upp og nefnt Sunpod. Undra- hylki þetta er gætt þeirri náttúru að geta virkjað minnstu sólarglætu út í æsar því það hleypir í gegnum sig um 90% hinna útfjólubláu geisla (sem fólk verður einmitt brúnt af). Uppfinningamaðurinn Tolley segir að hylkið geti nýst fólki að vetrar- lagi; þó nokkurra stiga frost sé úti, geti hitastigið inni í hylkinu náð allt aö 35 gráðum á Celsíus. Tolley segist hafa fengiö fyrirspumir víöa aö, einkum þó frá skíðastöðum, „en á shkum stöðum er einmitt oft lágt hitastig og mikið sólskin,” segir hann. Tolley segir aö hylkiö endist í mörg ár og sé margfalt ódýrara en sólar- landaferð. Þar hafiö þið það, lesend- urgóöir. Oerek Tolley sýnir hve vel fer um hann i hylkinu góða, meðan fíebecca dóttir hans er kappklædd i vetrarsvalanum. „Leikarar eru það fólk sem getur helst hjálpað þjóðinni gegnum erfiðleik- ana," segir Krystyna Janda. HARVOXTUR AUKINN Hinn makalausi æringi, John Cleese (úr Monty Python- genginu) tilkynnti nýlega að hann hefði fariö í ígræðslu. Hann átti viö hárígræðslu sem sé en hárlos hefur hrjáö hann undan- farið. 70 hár voru snyrtilega numin úr hnakka hans og færð framar á kollinn. „Fíflin halda að þau séu enn aftur á hnakka og halda áfram að vaxa eins og ekkert sé,” sagði John. Annars er sálfræði megin- áhugamál Johns Qeese. Bráð- lega kemur út bók eftir hann um þau mál og nefnist hún Kitchen Shrink. Meðfylg jandi mynd sýnir J ohn áður en hárið fór að þynnast. IfO IIK ¥€llm€l Ul Hafnar- firði Nýlega barst Sviðsljósi frétt um „nývaknaöa” hljómsveit úr Firðinum, sem nefnd er Vaka. Hljómsveitin mun aö miklu leyti hafa frumsamda tónlist á efnis- skránni en auk þess flytur hún efni eftiraöra. Fyrst um sinn mun hún eingöngu koma fram á dansleikjum en hljómleikahald er fyrirhugað í framtíðinni. Nærtækasta samheitið yfir tónlist Vöku er „létt rokk”. Liösmenn Vöku eru: Gylfi Már HUmisson, gítar, söngur, Jón Trausti Harðarson, bassí, Jón Þór Gíslason, söngur, hljómborö, hljómgitar, Smári Eiriksson, trommur, og Þorsteinn Grétars- son, hljómborð. Markmiö hljómsveitarínuar er að halda vöku fvrir fólki á komandi kvöldum. Iglesias endur- nýjar Julio Iglesias, sá vita raddlausi söngvari, hefur aldrei á öUum sínum ferli notiö jafnrosalegra vinsælda og undanfarin misseri. Því hefur eðlilega fylgt gífurlegt aöstreymi kvenna og sá Júlíus greyið vart út úr augunum um tíma af þeim sökum. En nú hefur rofað til, hann hefur fundiö þá einu sönnu. Hún heitir Valerie og eru þau á hraðri leið í hjónaband. Nánir vinir Júlíusar tjáöu tíöindamanni DV aö auðvitaö hefði hann náð sér í einmitt þessa vegna þess hve hún væri lík fyrri konu hans, Isabel. Sú stakk hins vegar af fyrir nokkru og hafði þá fengiö nóg af bónda sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.