Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Andlát Kristján Júlíus Finnbogason lést 20. febrúar. Hann fæddist á Eyrarbakka 26. maí 1928. Foreldrar hans voru Ketill Finnbogi Sigurðsson og Jóhanna Sigríður Hannesdóttir. Kristján út- skrifaðist úr Vélskóla Islands árið 1952 og réðst þá sem vélstjóri hjá Skipaút- gerð ríkisins og vann þar til ársins 1956,,en réöst þá sem vélstjóri hjá Raf- magnsveitum Reykjavíkur. Árið 1962 stofnaði hann ásamt bræðrum sínum dísilverkstæðið Boga hf. og starfaði hann þar til dauöadags. Eftirlifandi kona hans er Þórunn Kristín Bjarna- dóttir. Þeim varð þriggja bama auöið. Utför Kristjáns verður gerö frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Jón Magnússon lést 13. febrúar. Hann fæddist 28. mars 1906 í Hafriarfirði, sonur hjónanna Jóhönnu Oddgeirsdóttur og Jóns Magnússonar. Jón útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum. Hann var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Þóra Kristinsdóttur, þau slitu samvistum. Áttu þau eina dóttur sem lést árið 1969. Seinni kona hans var Guðrún Marías- dóttir. Þeim varð fjögurra bama auöið. Jón starfaði lengst af í Fiskimati Ríkisins. Utför hans verður gerð frá Bústaðakirkjuídagkl. 15. Kristján Bjarnason, fymverandi sóknarprestur, lést að heimili sínu, Nýbýlavegi 49 Kópavogi, að morgni sunnudagsins 20. febrúar. Guðný Halldórsdóttir frá Homi and- aðist aö heimili sínu, Asgarði 73 Reykjavík, sunnudaginn 20. febrúar. Finnur Einarsson er látinn. Poul P. M. Pedersen, fæddur 7. 11. 1898, lést 9. 2. 1983. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 23. febrúar kl. 15 frá Sankt Lukas Stiftelsens kirke, Bernstorffsvej, Hellerup, Köbenhavn. Anna Guðmundsdóttir, fyrmm ljós- móðir á Grenivík, lést í Landspítal- anum föstudaginn 18. febrúar. Olöf Magnúsdóttir, Digranesvegi 74 Kópavogi, andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 20. f ebrúar. Jóhanna Guðný Pálsdóttir frá Kirkju- bóli, Korpudal önundarfirði, andaðist á ElliheimilinuGrund 19. þ.m. Fundir Á fundi framkvæmdanefnd- ar Valfrelsis sem haldinn var á skrifstofu félagsins að Dugguvogi 2 Reykjavík, ályktaði og sam- þykkti meirihluti nefndarinnar aö tiinefna ábyrgðarmann Valfrelsis Sverri Runólfsson til að athuga hvort æskilegt og tímabært sé að stofna lýðræðislegt stjórnmáiaafl á Islandi. Valfrelsi álítur það skyldu hvers þjóðfélags- þegns að láta stjórnmál til sín taka. -Þess vegna býður Valfrelsi öllum þeim sem álíta að þeir hafi eitthvað gott til málanna að leggja að hafa samband við Sverri í sima 83691. Framkvæmdanefnd Valfrelsis. Tilkynningar Frá menningarsamtökum Héraðsbúa og Menntaskólans á Egilsstöðum Næstkomandi fimmtudagskvöld, 24. febrúar, verður söngskemmtun í sal Menntaskólans á Egilsstööum, hljómsveitin Hálft í hvoru skemmtir með fjölbreyttum söng og hljóðfæraleik. Hluti sveitarinnar kom á opna viku menntaskólans í sl. viku og vakti sú heimsókn mikla hrifningu. Þeir sem skipa Hálft í hvoru eru Gísli Helgason, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteins- son. Nú er fitjað upp á þeirri nýbreytni í starfi menningarsamtakanna að standa að samkomuhaldi með öðrum aöilum til eflingar menningarlifi á Héraði. Það er von mennta- skólans og menningarsamtakanna aö Héraðs- búar kunni vel að meta og fjölmenni á þessa einstæðu skemmtun sem haldin verður í sal menntaskólans og hefst kl. 21.00. Tapað — fundið Fundist hefur kventölvuúr í hálsfesti fyrir utan sundlaugamar í Laugardal. Eigandi hafi samband í síma 84546 eftir kl. 18.00. Frá Ferðafélagi íslands Kvöldvaka veröur haldin á Hótel Heklu miövikudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Efni: „1 dagsins önn”. Dr. Haraldur Matthíasson segir frá fornum vinnubrögöum í máli og myndum. Myndagetraun sem Siguröur Kristinsson sér um. Verölaun veröa veitt fyrir réttar lausnir. Allir velkomnir meöan húsrúm leyf- ir. Félag áhugamanna um réttarsögu Fræöafundur í Félagi áhugamanna um rétt- arsögu veröur haldinn þriöjudaginn 22. febrú- ar 1983 í Lögbergi, húsi lagadeildar Há- skólans, og hefst hann kl. 20.15 (stundvíslega) í stofu 103. Fundarefni: ögmundur Helgason sagnfræöingur flytur erindi er hann nefnir: „Berjast böra til batn- aðar”. Nokkur dæmi um barnaagann á síöari hluta 18. aldar og á 19. öld. Aö loknu framsöguerindi veröa almennar umræöur. Félagsmenn og aörir áhugamenn um sagn- fræöileg efni, þjóöleg fræÖi eða uppeldismál eru hvattir til að fjölmenna. Frá Félagi bókasafnsfræðinema við HÍ Vegna þeirra hækkana sem orðið hafa að und- anförnu á þjónustu almenningsbókasafna vill Félag bókasafnsfræðinema við Hl vekja at- hygli á eftirfarandi: Hlutverk almenningsbókasafnsins er að vera lýðræðisleg stofnun í þágu menntunar, menningar og upplýsinga. Forsenda lýðræðis er að þegnamir séu virkir. Aðgangur að upplýsingum er nauðsyn til þess að hægt sé að koma á tengslum ólíkra hópa samfélagsins. Almenningsbókasafnið er mikilvægasta tækið sem völ er á til að veita öllum jafnan aögang að upplýsingum. Þess vegna teljum við nauð- synlegt að allir eigi rétt á þjónustu almenn- ingsbókasafna, sér aö kostnaðarlausu. Sér- stök ástæða er til að standa vörð um þessi mannréttindi á tímum efnahagslegra erfiðleika. Þekkiog er vald, valdið cr allra — ókcypis bókasafnsþjónustu fyrir alla. Hugleiðsla, — grundvöllur þjóðfélagsbreytingar Hugleiðsla er hjálpartæki andlegra vísinda, til að þróa sjálfsþekkingu og auka virkni fín- gerðari sviða hugans. Sá sem stundar hugleiðslu skynjar smám saman að allir hafa sameiginlega yfirvitund og eru þess vegna andlegir bræður og systur. öll mannleg sundurgreining fólks í þjóðir, trúflokka, stéttir, kynþætti o.s.frv., eru sprottin af fáfræði og þröngsýni. Hugleiðsla er lykillinn að andlegu viðhorfi, aukinni sam- kennd, efldu baráttuþreki og djúpri réttlætis- tilfinningu. Hún er í órjúfanlegu samhengi við innri og ytri baráttu iðkandans fyrir hinu já- kvæða og andlega gegn stöðnun og afturhaldi; slikur lífsmáti knýr á um nýtt giidismat og þjóðfélagsbreytingu og leiðir að lokum til óendanlegrar lífshamingju, sem er tilgangur og takmark hugleiðslu. Námskeið verður haldíð í hugleiðslu og and- legri og þjóðfélagslegri heimspeki í Aðal- stræti 16, 2. hæð. Námskeiðið hefst fimmtu- daginn 24. febr. kl. 20.30. Því verður síðan framhaldið á þriðjudögum og fimmtudögum í hverri viku, sjö kvöld alls. Öllum sem áhuga hafa er bent á að innrita sig strax í síma 23588. Þátttökugjald er kr. 80. Samtök prátista (Proutist Universal). Sundmót Ármanns Sundmót Ármanns verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur miðvikudaginn 9. mars og hefst kl. 20. Keppnisgreinar verða: 1. grein 200 m flugsund karla 2. grein 100 m skriðsund kvenna 3. grein 100 m bringusund karla 4. grein 100 m flugsund kvenna 5. grein 100 m skriðsund karla (bikarsund) 6. grein 100 m baksund kvenna 7. grein 200 m fjórsund karla 8. grein 100 m bringusund kvenna 9. grein 4 x 100 m skriðsund karla 10. grein 4 X100 m skriðsund kvenna Stigabikar SSl er fyrir besta afrek mótsins. í gærkvöldi í gærkvöldi íþróttir og aftur íþróttir... „Já, ráöherra” kalla Bretar gamanþátt, sem veriö er aö sýna okkur á mánudagskvöldum, og hlæja óspart. Svona fyndni skil ég ekki, frekar en gamanþáttinn „Á Al- þingi”, sem sýndur var fyrir réttri viku. Kannski geta alþingismenn, ráöherrar og kerfiskallar hlegið, ekki ég. Má ég þá heldur biöja um Tomma og Jenna. Iþróttunum var heldur betur fjrir aö fara í sjónvarpinu í gærkvöldi. Fyrst var þaö Bjarni Fel. í hálftíma, þar sem sýnt var sitt lítið af hverju: fótbolti, körfubolti, handbolti, glima og listdanshlaup. Þetta heföi verið svo sem allt i lagi ef ekki heföi komiö þessi körfuboltamynd í lokin. Of mikiö af öllu má þó gera. En hvemig er þaö, skyldi Bjama FeL aldrei hafa dotlið í hug aö fara í framboö, segj- umíKebbblavík? Svo viö snúum okkur aö sjónvarps- myndinni í gærkvöldi, Framlengdur leikur, eins konar framhald íþrótta- þáttarins, þá fjallaði hún um tvo drengi, sem áttu þá ósk heitasta að komast á toppinn í sinni íþrótt. Myndin gekk svo út á þrotlausar æfingar og kappleiki, þar sem stór hluti myndarinnar geröist á vara- mannabekknum. Mér fannst ég engu nær þegar ég stóö upp frá þeirri mynd. Hins vegar er þáttur í útvarpi sem aldrei bregst. Þaö er þátturinn Daglegt mál. Nú er þaö Árni Böðvarsson sem stjórnar og gerir þaö vel, þetta eru stuttir, skemmti- legir og ekki síst fróölegir þættir, sem allir ættu aö hlusta á. Kristín Þorsteinsdóttir. Skráningum ber að skila á þar til gerðum skráningarkortum til Péturs Péturssonar, Teigaseli 5 109 Reykjavík (sími 75008), eigi síöar en laugardaginn 5. mars nk. Skráningargjald er kr. 10 fyrir hverja skráningu. Nafnalisti yfir keppendur skal fylgja skráningum. Sunddeild Ármanns. Meistaramót íslands 14 ára og yngri fer fram 26. og 27. febrúar nk. Mótið hefst í Hafnarfiröi 26. febrúar kl. 13 og veröur þá keppt í hástökki og langstökki án atr. í pilta-, telpna-, stráka- og stelpnaflokki. Sunnudaginn 27. febrúar verður keppt í Baldurshaga i sömu flokkum í 50 m hl. og langstökki. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Siguröar Haraldssonar í síma 52403 í síðasta iagi þriðjudaginn 22. febrúar. Þátt- tökugjald er 15 kr. á grein. Frjálsíþróttadeild FH. Skrifstofa FR deildar 4 er opin að Síöumúla 2, simi 34200, pósthólf 4344. Þriðjudaga kl. 17—19, miðvikudaga kl. 18—19. Formaður til viðtals fimmtudaga kl. 20—22, föstudaga kl. 17—19, og laugardaga kl. 14-16. Happdrætti Þroskahjálpar DregiÖ hefur verið í almanakshappdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar. Vinnings- númer í janúar 574, febrúar 23806. Hið íslenska sjóréttarfélag Fræðafundur í Hinu íslenska sjóréttarfélagi veröur haldinn miðvikudaginn 23. febrúar 1983 kl. 17.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskólans. Fundarefni: Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, flytur erindi er hann nefnir: „Ákvæði 18. gr. sjó- mannalaga um slys og veikindi skipverja”. Aö loknu framsöguerindi veröa almennar umræöur. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjó- rétt og vinnurétt eru hvattir til aö f jölmenna. OA, samtök fólks sem á við offitu- vandamál að stríða OA-samtökin á Islandi voru stofnuð 3. febrúar 1982 og eru því eins árs gömul um þetta leyti. Þau eru angi af alþjóðafélagsskapnum Over- eaters Anonymus. Inntöku- eöa félagsgjöld eru engin og eru samtökin öllum opin sem telja sig eiga viö offitu eða matarvandamál aö etja. Fundir eru haldnir aö Ingólfsstræti la, 3. hæö gegnt Gamla bíói á miövikudögum kl. 20.30 og laugardögum kl. 14. Upplýsingar í síma 71437 eftir kl. 17. Minningarspjöld Minningarkort Sjálfsbjargar Reykjavík: Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16. Garös- apótek, Sogavegi 108. Verslunin Kjötborg, Ás- vallagötu 19. Bókabúöin, Álfheimum 6. Bóka- búöin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúö Safa- mýrar, Háaleitisbraut 58—60. Innrömmun og hannyröir, Leirubakka 12. Kirkjuhúsiö, Klapparstíg 27. Bókabúö Ulfarsfell, Hagamel 67. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Valtýr Guömundsson, öldu- götu 9. Kópavogur: Pósthúsiö. Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra, Þver- holti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu félagsins Hátúni 12, sími 17868. Viö vekjum athygli á símaþjónustu í sambandi viö minningarkort og sendum gíróseöla ef óskaö er fyrir þeirri upphæö sem á aö renna í minningasjóö Sjálfsbjargar. Minningarkort kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stööum: Hjá kirkjuveröi Neskirkju, bókabúö Vesturbæjar, Víöimel 35, og hjá Sigríði, Ægissíöu 52. Afmæli Minningarkort Barna- spítfila Hringsins fást á eftirtöldum stoðum: Versl. Geysir hf., Jóhannes Norðfjörð hf.,, Hverfisgötu 49, Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, Bókaversl. Snæ- bjarnar, Hafnarstræti 9, Bókabúðin Bók, Miklubraut 68, Bókabúðin Glæsibæ, Versl. Ellingsen, hf., Bókaútgáfan Iðunn, Bræðra- borgarstíg 16, Kópavogsapótek, Háaleitis- apótek, Vesturbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Heildversl. Júlíusar Sveinbjömssonar, Garðarstræti 6, Mosfells "Apótek, Landspítalinn, Geðdeild Bamaspít- ala Hringssin, Dalbraut 12, Olöf Pétursdóttir, Smáratúni 4, Keflavík, Kirkjuhúsið, Klappar- stíg 27. Hafnarfjörður BókabúÖ Olivers Steins, Strandgötu 31. Valtýr Guðmundsson, öldugötu 9. Gideon félagið Minningarspjöld og gíróseðlar eru til staðar í kirkjum og safnaðarheimilum um mest alit land. Eskifjörður: íbúar andvígir áfengisútsölu Bæjarblaöiö á Eskifiröi gekkst fyrir skemmstu fyrir skoöanakönnun meöal bæjarbúa á Eskifiröi um áhuga fólks á opnun áfengisútsölu þar. Sendi blaðiö út 549 seðla en 670 hafa kosningarétt á Eskifiröi. Svör bárust frá 321 og varö niöurstaöan sú að já sögöu 92 eöa 29 af hundraði en nei sögöu 225 eöa 71 af hundraði. Þaö er því Ijóst aö Eskfirð- ingar eru alfarið á móti því aö guöa- veigar verði seldar yfir disk þar í bæ og munu eftir sem áöur sækja þær til Seyðisfjarðar. -Emil/SþS Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar aö Gnoöarvogi 44, 2 hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, sími 31575. Póstgírónúmer samtakanna er 4442—1. Bellax Hugsa sér, eruð þér í raun og veru fangelsisstjóri? Byrjuöuð þér sem venjulegur fangi og hafið unnið yður upp í þessa stöðu? Játa á annan tuginnbrota 60 ára afmæli á í dag, 22. febrúar, Njóll Ingjaldsson skrifstofustjóri hjá Síldar- útvegsnefnd, VaUarbraut 14 Seltjarnamesi. Um þessar mundir dvelst hann suður í Frakklandi og er utanáskriftin til hans þar: 3, Rue du Docteur Finlay, 75015 Paris France. Tveir ungir menn, 17 og 21 árs, voru úrskuröaöir í gæsluvaröhald seinni partinn í gær vegna síbrota. Ur- skuröurinn var kveðinn upp í Saka- dómi Reykjavíkur aö kröfu Rann- sóknarlögreglu ríkisins og er hjá báö- um mönnunum til 30. mars. Mennirnir voru handteknir aöfara- nótt sunnudags í Smiöshöföa eftir að þeir höföu brotist inn í nokkur fyrir- tæki viö sömu götu. Viö yfirheyrslu játuðu þeir á sig inn- brotin. Þeir höfðu veriö handteknir áö- ur vegna annarra innbrota. Frá því desember munu þeir hafa játað á sig hátt á annan tug innbrota auk þjófnaöa og skemmdarverka. -JGH Kjördæmamálið: Framsókn biður um frestun Framsóknarmenn báöu í gær um frest á að lögö yröu f ram f rumvörp um breytingar á kjördæmaskipun og kosn- ingalögum. Mikillar óánægju gætir vegna þess- arar beiðni innan þingflokka annarra stjórnmálaflokka. Vinnuhópur skipað- ur fulltrúum allra þingflokka haföi gengiö frá endanlegum frumvörpum á laugardag en á fundi formanna flokk- anna í gær lagöi Steingrímur Her- mannsson fram breytingartillögur viö allar greinar frumvarpsins til breyt- inga á ákvæöum stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipun og kosningar. Steingrímur fór fram á þaö aö frestur yrði gefinn þar til þingmenn flokksins kæmu heim af Norðurlandaráösþingi en ákveðið var að fresta málinu aðeins um einn dag. Ákvörðun um aö leggja fram frumvarpiö mun væntanlega veröa tekin í dag. Ef frumvarpið á aö ná fram aö ganga fyrir þinglok má ekki draga þaö lengur en til morgundagsins aö leggja þaö fram, aö mati þingflokka annarra flokka. -ÖEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.