Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. Útlönd Útlönd Blóðugar trúarerjur i Assam Þessar konur standa viO brunarústir þess sem eitt sinn var heimiliþeirra i einu smáþorpanna i Assam. Enginn hefur verið óhultur fyrir flokkum öfgasinna sem fara um myrðandiog brennandi. Blóðbaðiö í Assam-fylki í norð- austurhluta Indlands um helgina með öllum mannvígunum vikurnar tvær á undan ber að eins og loka- sprengingu í langtíma trúarbragða- og kynþáttaerjum íbúa þessa frjó- sama dals, sem áin Brahmaputra rennureftir. Kveikjan að sprengingunni voru kosningarnar, sem boðaðar voru í samfélagi, er klofið hefur verið milli innfæddra og aöfluttra, hindúa og múslima, og eilífar erjur hafa sprottið út af. Sáttatiiraunir til ónýtis Það hefur engu breytt hverjir setið hafa á ráöherrastólunum í Nýju Delhí. Allar tilraunir til þess aö vinna bug á andúð Assam-búa á stöðugum straumi „útlendra inn- flytjenda”, eins og þeir kalla aðflutta, þótt þeir séu ekki lengra að komnir en frá öðrum hlutum Ind- lands, hafa reynst árangurslausar. En það er fyrst núna í forsætisráð- herratíð Indíru Gandhí, sem blóðiö tekur að renna í svo stríðum straumum. Indíra boöaði til kosninganna þvert gegn yfirlýsingum samtaka öfgasinnaöra Assambúa. Þeir aftur á móti hótuðu því að sniöganga atkvæöagreiðsluna og spilla henni með öllum tiltækum ráðum. Hefur komið á daginn aö þeir eru ekki vandir að ráðum og fjöldamorð á gamalmennum, konum og börnum eru meðal þess sem þeir skirrast ekki viö. Margir sundurleitir hópar Það sem byrjaði á einföldum ágreiningi milli Delhístjórnarinnar, sem var ráðin í aö láta kosningamar fara fram, og herskárra heima- manna, sem voru andvígir því að aðfluttir væru kjörgengir eöa hefðu kosningarétt, braust fyrst út í óeirðum og hefur snúist yfir í trúarvíg. At- burðirnir á föstudaginn, þegar aö minnsta kosti 500 múhameðstrúar- innflytjendum var berum orðum sagt slátrað á hryllilegasta hátt, voru hápunktur þeirrai-heiftaröldu sem reis í Assam. önnur atvik hafa verið eins og smáárekstrar og skærur í viðmiðun við það, þótt leitt hafi til þess að á annað hundrað manna hafi fallið i valinn síöustu vikurnar. Raunar er of mikii einföldun að kalla að þama eigist við tvær fylk- ingar, aðfluttir múslimar og hindúar. Þama em ættbálkar í fjöll- unum, sem fjandsamlegir em öðrum Assam-búum, hvort sem þeir eru hindúar eöa múslimar. Þeir hafa lengi alið á kröfum um afmörkun eigin lands með sjálfstjóm aðskil- inni frá Nýju Delhí. Hindúar á lág- lendinu hafa amast viö yfirtroöningi ættbálka þessara í skóglendi dalsins, en báðum þessum aöilum hefur síðan vaxið í augum stöðugur straumur múslima inn í fylkið úr öömm lands- hlutum. Þeir síðasttöldu hafa í land- þrengslunum möst inn á svæði, sem áður vom talin f ullnumið land. I þessum verstu kosningaóeirðum sem sögur fara af á Indlandi síðan þaö hlaut sjálfstæði hafa ófáir látið lífið fyrir hendi lögreglumanna, sem gripiö hafa oftsinnis til skotvopna til þess að verja hendur sínar eða fram- bjóðendur, þegar trylltur múgur hefur sótt að þeim. Einn frambjóð- enda Kongressflokks Indíra var drepinn á framboðsfundi af sh'kum skríi. Assambúar, sem andvígir eru aðfluttum, krefjast þess að um 3,5 milljónir manna, sem þeir segja ólöglega innflytjendur, verði fluttar nauðungarflutningum úr fylkinu og landnám þeirra upprætt. Stjórnvöld segja að fjöldi ólöglegra innflytjenda sé nær einni milljón en þrem. Byrjuðu um aldamót Það eru einkum múslimar frá Bengali, sem eru skotspónn Assama. Allt frá því um aldamót hafa þeir flækst yfir landamærin inn í Assam, en eftir 1971 jókst straumurinn. Það var eftir Pakistanstríðið, þegar Bangladesh varð til úr Austur- Pakistan og miUjónir flóttamanna tóku sig upp þaðan. Málefni innflytjenda hafa verið hin viðkvæmustu allar götur frá byrjun aldarinnar, er hinir bresku yfirráð- endur Indlands fluttu inn Bengala til starfa sem ritara, garöyrkjumenn og þjóna og einnig bengalska smá- bændur til þess að yrkja landiö. Á þeim tímum voru Assamar mikið friðsemdarfólk, sem tók lífinu með heimspekilegri ró og lét helst hverjum degi nægja sína þjáningu. Þekkt varorðatiltækiþeirra: „Lahe, Lahe!” — sem þýðir „rólega, rólega!” Bretarnir töldu þá ónytj- unga og fluttu því inn starfskraft frá Bengal og öðrum stöðum. — Assamar þóttu gestrisnir og tóku fyrstu innflytjendunum vel, en síðar vaknaði hjá þeim tortryggni, öfund og loks hatur vegna þess forgangs sem Bengalar hlutu í fylkisstjórninni og viö atvinnuráðningar. Assömum fannst þeir hjásettir 1931 skrifaði breskur starfsmaður manntal á þessum slóðum: „Það er raunaleg framtíðarsýn, en engan veginn útilokuð að eftir önnur þrjátíu ár kann Sibsawarhéraðið að veröa eini hluti Assam þar sem Assömum getur fundist þeir heima hjá sér.” Og Assamar töldu sig einmitt mundu missa raunveruleg pólitísk ítök í fylkinu ef kosningar yrðu haldnar meö því sniði sem ráðgert var. Með því að atkvæði innflytj- endafjöldansmundu kaffæra þeirra. Ungmennasamtök og ýmsir póh- tískir hópar hóf u 1979 baráttuna fyrir því að þeim sem f lust heföu til Assam án tilskihnna leyfa yröi vísað burt úr fylkinu. Á þrem áram létu á fjórða hundraö manns lífið í róstum vegna þeirrar baráttu, illur fyrirboði ótíð- indanna í síðustu viku. Kosningum ekki f restað Gandhí boðaði tU kosninganna eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum stjómar hennar við öfga- sinnáða Assama í síðasta mánuöi. Stjómin var fús til þess að flytja burt þá innflytjendur, sem komið hafa eftir 1971, en lengra aftur vildi hún ekki fara, né heldur sUta sundur fjölskyldur, sem henni þótti ómannúðlegt. Indíra taldi sig ekki geta frestað kosningunum, því að þegar hefur Uðið heilt ár, þar sem fylkinu hefur verið stjórnað með tilskipunum bráðabirgðastjórnar. Yfir sjötíu þúsund manna lögreglu- og herUði var stefnt tU löggæslu í Assam fyrir kosningarnar, en þaö var að mestu leyti bundiö við eftirUt á kjörstöðum á meðan borist var á banaspjótum úti í smáþorpunum í dreifbýlinu. Stöðugt á hælum stríðs- glæpamanna Þegar stríðsglæpamaður nasista er sóttur til saka gerist það ekki eins og hendi sé veifað. Það verður að leita hann uppi, bera á hann óve- fengjanleg kennsl, sem krefst kannski njósna um langan tíma. Loks verður að handtaka hann og fá hann framseldan, eða ræna honum. Það er langt og mikiö mas og ein- stöku menn hafa helgað aUt ævistarf sitt slíkri eftirleit. Einna frægastur þeirra er Simon Wiesenthal, sem miðstöð hefur í Vín. Hann var sjálfur einn þeirra gyðinga sem lentu í útrýmingarbúðum nas- ista. Síðustu 38 ár hefur hann helgað sig því að elta uppi og fletta ofan af fyrrverandi nasistum. Með aðstoð sjálfboðaliöa um heim allan segist hann hafa dregið 1100 nasista á fund réttvísinnar, þótt þeir hafi ekki allir verið dæmdir. Eitt frægasta afrek hans var þegar hann lét handtaka Fraz Stangl, yfir- mann útrýmingarbúöanna í Tre- blinka. Erfiðasta viðfangsefni hans hefur verið að leita uppi mannínn sem handtók Onnu Frank, er heims- fræg varð eftir dauða sinn vegna dagbókarinnar. Frjáls peningaframlög standa undir rekstri eftirleitar Wiesenthals. Mestu hindrunina segir hann vera synjun a-evrópskra yfirvalda á leyfi til þess að grúska í skjalasöfnum þeirra og tregðu Interpol til sam- starfs í eltingaleik við nasista. Inter- pol segir pólitíska glæpi ekki vera í sínum verkahring. Tuvia Friedman, sem starfar í Haifa á vegum Israelsstjórnar, að- stoöaöi við aö koma 2 þúsund nasist- um í Gdansk í hendur réttvísinni í Beate Kiarsfeid feróaðist ein til Bóliviu til þess að hafa upp á Kiaus Barbie. Adolf Eichmann við réttarhöid i ísrael. stríðslok. Síöar flutti hann frá Pól- landi til Vínar þar sem hann vann að því að finna fyrrverandi gestapó- og SS-foringja sem fóru huldu höfði í Austurríki og Þýskalandi. Fyrir hans tilstuðlan náðust 250. Hann flutti til Israel og mun vera sá sem leiddi ísraelsku leyniþjónustuna á slóö Adolfs Eichmanns, „Slátrarans frá Ungverjalandi”, þar sem hann var í felum í Argentínu. Serge og Beate Klarsfeld, Parísar- hjónin sem flettu ofan af Klaus Barbie, eru til þess að gera nýliðar í þessum leitum. Þau byrjuðu kring- um 1965. Serge Klarsfeld er forseti samtaka afkomenda franskra gyð- inga, sem fluttir voru í eyðingar- búðir í síðari heimsstyrjöldinni. Kona hans er þýsk, en ekki gyðingur. Hún ferðaðist ein til Bólivíu 1971 til þess að finna og bera kennsl á Klaus Barbie. Serge fór til Damaskus í júní síðastliðið sumar þegar Líbanon- stríðið stóð sem hæst, til þess að fletta ofan af Alois Brunner, einum Simon Wiesenthal nasistaveiði- maður i heimilda-, og gagnasafni sinu i Vin. aðstoöarmanna Adolfs Eichmanns, en hann haföi leitað hælis í Sýrlandi. Að sögn þeirra sem skil á því kunna tókst aö minnsta kosti 150 þús- und nasistum, sem samkvæmt skýr- greiningu Niirnberg-réttarhaldanna mundu flokkast undir stríðsglæpa- menn, aö sleppa í stríðslok. Margir illræmdustu foringjarnir náðust þó. Af fjórum valdamestu foringjum sem sluppu hafa tveir náðst aftur. Adolf Eichmann (1961 og ’62) og núna Klaus Barbie. Einn þeirra, dr. Josef Mengele, stundum kallaöur „Engill dauðans” vegna hryllilegs tilraunastarfs síns í Auschwitz- fangabúöunum, þar sem fangarnir voru tilraunadýrin, er sagður felast í afskekktu héraði í Paraguay. Ánnar er Heinrich Miiller, fyrrum foringi í Gestapó, sem horfið hefur sporlaust, en hann er sagöur meistari í aö dul- búast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.