Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. — borholan að Laugalandi hrundi saman fyrir helgi Hin nýja hitaveita Rangæinga fer ekki vel af staö. Hún er orðin vatns- laus. Þau tvö hundruð hús sem búið er að tengja viö hana hafa ekki fengið heitan dropa frá því fyrir helgi. Sumir húseigendur eiga ennþá gömlu kyndingartækin. Þeir geta því hitað upp með olíu eöa rafmagni og bjargað sér þannig. Aörir eru ekki svo lánsamir. Þeir veröa að klæöa sig vel, þétta vel alla glugga og reyna að útvega sér raf- magnsofna eöa önnur hitunartæki til að halda varma í húsakynnum sínum. Eða hreinlega að f lýja aö heiman. Borhola hitaveitunnar aö Lauga- landi í Holtum er óvirk. Það er ástæða vandræðanna. Taliö er að hún hafi hrunið saman. Jón Þorgilsson, sveitar- stjóri á Hellu og formaöur stjórnar hitaveitunnar, segist hæfilega bjart- sýnn þegar hann vonast til að hita- veitan verði komin í samt lag aftur innan eins mánaðar. Ekki eru liðnir nema þrír mánuðir frá því hitaveitan var tekin í notkun. Framkvæmdir hófust við hana í maí í fyrra. Um tvö hundruö hús á Hellu, Hvolsvelli, Rauðalæk og Lyngási hafa þegar veriö tengd viö hana. Heita vatnið hefur komið frá borholu að Laugalandi, sem er um tíu kíló- metra fyrir norðan kauptúniö Hellu. Sú hola hefur gefið yfir þrjátíu sekúndu- lítra af níutiu gráðu heitu vatni. Borholan er um eitt þúsund metra djúp. Dæla er í henni á um eitt hundrað metra dýpi. Síðastliðinn þriðjudag var dælan sett þrjátíu metrum neöar í holuna, á um 130 metra dýpi. Með því var ætlunin að auka rennsli borhol- unnar en það var komiö niður í um tuttugu sekúndulítra. „Holan hefur greinilega ekki þolað það að dælan var síkkuð,” sagöi Jón Ögmundsson, starfsmaður hitaveit- unnar, í samtali við DV. „Dælan bilaöi á miðvikudag. Viö skiptum um dælu. Það tók sólarhring. Þetta var komið aftur í gang á f immtu- dagskvöld. En á föstudagsmorgun var greinilega eitthvað dularfullt farið aö Hjördis Gísladóttir sýnir hitamælinn. Hitinn var aðeins átta gráður í húsinu í gær- DV-myndir: Bjamleifur. Hitamælirinn sýnir 8 stig - sagði húsmóðir á Hellu, dúðuð ílopapeysu, þegar DV-menn heimsóttu hana „Hitamælirinn sýnir átta stig,” sagði Hjördís Gísladóttir, Freyvangi 16 á Hellu, er DV-menn heimsóttu heimili hennar í gærdag. Hjördís var vel dúðuð og börnin hennar einnig, Magnús Öm 8 ára og Valgerður 5 ára. Öll voru í þykkum peysum. Hitastigið inni var heldur ekki nema átta gráður. „Hitaveitan fór um hádegi á miðvikudag, kom aftur á fimmtudag en vatnið var þá ekki nema fimmtíu gráðu heitt. Þaö hafði lítið að segja. Frá því á föstudag hefur svo ekkert heitt vatn runnið,’ ’ sagði H jördís. Hún og eiginmaður hennar, Gylfi Garðarsson, gripu til þess ráös að dvelja hjá ættingjum í Reykjavík yfir helgina með börnunum. En hvernig ætla þau að bjarga sér næstu vikurn- ar? „Við vorum búin að taka gömlu olíu- kyndingartækin út. Þau voru í endur- sölu. En það er ekki búiö að selja þau. Við ætlum að fá þau aftur. Það var búið aö klippa á allar leiösl- ur. Það verður því mikill kostnaður viö að fá þetta tengt allt saman aftur,” sagði Hjördis. DV-menn heimsóttu einnig Sæmund Ágústsson, Þingskáium 8 á Hellu. „Eg fékk tvo rafmagnsþilofna lán- aða. Eg nota einnig gaskúta til aö hita upp,” sagðiSæmundur. Hann var búinn að losa sig við olíu- kyndingartækin enda voru þau nánast orðin ónýt. „Þetta verður dýrt. Eg þarf aö fá fleiri þilofna, þarf líklega aö kaupa tvo,” sagði Sæmundur. ,,Ef við fáum fimbulkulda, kannski tólf stiga frost, þá er vandi. Ég veit ekki hvernig leiðslurnarfæru,” sagðihann. Þau Hjördís Gísladóttir og Sæmund- ur Ágústsson voru bæði óhress meö aö hafa ekki fengið neinar upplýsingar um hvað væri að gerast. „Maður hefur ekkert fengiö að vita. Það hefur enginn talað viö okkur um þetta. Eg veit ekk- ert hvenær þetta lagast, kannski eftir eitt ár,” sagði Hjördís. „Einhver sagði að þetta stæði kannski yfir í fjóra mán- uði,” sagðiSæmundur. Sæmundur gagnrýndi einnig hve seint yfirvöld hefðu brugðist við. „Dæl- an var til dæmis ekki tekin upp strax á laugardag heldur eru þeir að bisa við þetta í dag,” sagði hann í gær. „Og hitaveitunefndin hefur ekki ennþá ver- ið kölluö saman. Það er alveg forkast- anlegt. Það veröur aö bora strax til að gera við holuna,” sagöi Sæmundur. -KMU. gerast. Við stöövuðum dæluna. Holan var þá að byrja að hrynja saman. Um þrjúleytiö um daginn var eins og holan hryndi alveg saman,” sagði Jón Ögmundsson. Sérfræðingar frá Orkustofnun fóru austur í morgun til að kanna borhol- una. Líklegt er að bor verði fenginn fljótlega, jafnvel í þessari viku, til að lagfæra holuna eða jafnvel bora nýja. -KMU. Að Laugalandi í Holtum voru þeir Guð geir Olason, Arni Magnússon, Elnar Ólafsson og Jón Ögmundsson, sem sjást á myndmni að hífa upp 127 metra af dælurörum úr borholunni. Þar unnu einnig Sigurður Jónasson og Yngvi Þorsteinsson. RANGÆINGAR ÁN HITAVEITU NÆSTU VIKUR Svo mælir Svarthöfði_________Svo mælir Svarthöfði_________ Svo mælir Svarthöfði ———■—■■ ■■ i ' . '™ m Bændur uppgötva neytendur Þau fáheyrðu tíðindi hafa gerst, aö Grænmetisverslun landbúnaðarins hyggst gefa almenningi kost á að kaupa ætar kartöflur til jafns við óætar. Fram til þessa hefur fólk orðið að sætta sig við að kaupa einn flokk af kartöflum út úr búð og hend- ing hefur ráðið hversu mikið hefur verið nothæft í hverjum poka. Nú hafa þau boð hins vegar verið látin út ganga, að innan skamms verði til sölu þrír flokkar kartaflna í smekk- legum eins kílóa pakkningum. Þetta eru líklega mestu framfarir sem um getur í áratuga sögu Grænmetis- verslunar landbúnaðarins og menn vita hreinlega ekki hvaðan á þá stendur veðríð. Fram til þessa hefur þaö verið mottó Grænmetisverslunar, að al- menningur skuli veskú kaupa það sem að honum er rétt hverju sinni. Skiptir þá engu hvort um er að ræða innflutt svínafóður frá Póllandi, sem selt hefur veriö undir nafninu kartöflur hér, eða smælki að austan á stærð við krækiber. Annaðhvort kaupiði þetta fullu verði og étiö eða þið fáið ekki neitt, hafa þeir í Græn- metinu sagt, meðan fólk hafði nennu til aö kvarta. Samkvæmt frétt, sem birtist í Tímanum um síðustu helgi, bafa kartöflubændur í Árnessýslu gert þá merku uppgötvun, að sjálfsagt sé að neytendur hafi valfrelsi og geti valið um afbrigði og mismunandi stærðar- flokka af kartöflum. Einnig kemur fram, að nú séu garðyrkjubændur því fylgjandi að auka fjölbreytni í framboði grænmetis og garðávaxta. Hér eru greinilega að gerast undur og stórmerki hjá bændum og má segja að betra sé seint en aldrei. Ekki er mjög langt síðan ófínt þótti að neyta grænmetis á Islandi. Grænmetisætur voru flestar taldar tengjast Náttúrulækningafélaginu en á það var litið svipuðum augum og aðra sértrúarsöfnuði. Þeir sem aðhylltust kennmgar manna í Náttúrulækningafélaginu voru sagðir éta hráan lauk í flest mál, gras af túnum, auk þess sem þeir borðuðu súrmjólk sem þá þótti óbrigðult merki geggjunar. Venju- legt fólk átti að borða feitt kjöt og drekka bleksterkt kaffi daginn út og daginn inn ef það vildi halda heilsu. Ávextir þóttu af hinu illa og því reyndist nær ókleift að fá innflutningsleyfi fyrir eplum eöa öðrum ávöxtum á tímum hafta. í mesta lagi mátti flytja inn nokkur kíló handa börnum og sjúklingum fyrir jól. Og lengi vel var einka- aðilum stranglega bannað að flytja inn nema mjög takmarkað af þessum óþverra sem yfirvöld töldu ávextina vcra. Þessi hugsunarháttur hefur veríð furðu lifseigur hjá einokunarsinnum í landbúnaðarkerfinu. Það er engu líkara en menn hafi talið innflutning á ætum kartöflum, grænmeti og ávöxtum stefnt gegn kindakjötinu sem hefur átt að sinna matarþörf landsmanna ásamt trosinu. Meðan aðrar þjóðir hafa áratugum saman lagt mikið upp úr hollustu grænmetis og ýmissa ávaxta hafa hinir og þessir búrar hérlendis barist leynt og ljóst gegn því að við tækjum upp svipaðar neysluvenjur. Allar ábend- ingar um hollustu garðávaxta voru flokkaðar undir hreinar bábiljur. Á þessu hefur hins vegar orðið gjör- breyting og loksins ætla nokkrir forystumenn bænda að drattast til að reka af sér slyðruorðið og fara að veita þjónustu í sölu grænmetis og garðávaxta. Það var svo sannarlega tími til kominn. Þrátt fyrir háværar kvartanir og kröfur um úrbætur hafa garöyrkjubændur með Grænmetis- verslun landbúnaðarins i broddi fylk- ingar þumbast við og hvorki fram- leitt né selt annað en það sem þeim hefur dottið í hug hverju sinni. Neytandinn hefur ekki veríð spurður álits og hann talinn réttlaus. Ei áframhaldandi fækkun sauðfjár gæti opnað augu bændasamtakanna fyrir fleiri aukabúgremum en kaninu- og refarækt, til dæmis garðrækt, þá er um að gera að skera niður sem óðast. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.