Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. Menning Menning Menning Menning Ungt f ólk meö Úrval Stjörnuferðir til Ibiza - 3 vikur 10/5 - 31/5 - 21/6 -12/7 - 2/8 - 23/8 -13/9 - 5/10 vorferð 12. apríl - Verð frá kr. 13.200.- FRJÁLST UM EVRÓPU Flug til Luxemborgar og 30 daga ótakmarkað með lest um Evrópu kr. 8.700.- „Sinfóniuhljómsveitin er að sönnu þungamiðja tónlistarlífsins...” — segir Eyjólfur Melsted. Amaldur Amarscn, Snorri öm Snorrason og Simon Ivarsson, svo nokkrir séu nefndir. A skortir að íslensk tónskáld skáldi fyrir gitar til jafns við önnur hljóðfæri. — Aðrir tón- flytjendur voru duglegir, hver á sínum vettvangi. Nöfn eins óg Manuela Wiesler, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir, Hörður Áskelsson þekkja allir og þarf ekki að taka fram hverleikuráhvað. Ný nöfn komu fram og má þar nefna flautuleikarana Frey Sigurjónsson og Kolbein Bjamason og sellóleikarann Amþór Jónsson. G/att var sungið Kórmúsik stóð meö blóma eins og fyrr. Þar var fremstur í flokki Kór Langholtskirkju með mikinn flutning og það sem meira er um vert, góðan söng. Risamir Pólyfón og Fílharmónía héldu sínu striki og Háskólakórinn skaust upp i fremstu raðir í íslenskri kórmúsik. Passíukórinn á Akureyri geröi góöa suðurreisu á Listahátíð og Kór Kennaraháskólans reis úr öskustó. ... ogmikiðská/dað Með tónskáldum ríkti blómsturtíð væn. Mikið bar á Áskatli Mássyni, bæði vegna verka sem í raun komu fram árinu áður og nýrra, sem meðal ann- ars var minnst á hér að framan. Atli Heimir Sveinsson lagði fram Silki- trommuna, auk fieiri verka. Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas Tómasson, Þor- kell Sigurbjömsson og Leifur Þórarinsson skálduðu drjúgt. Jón Nor- dal samdi Tileinkun til Islensku óperunnar og verkið sem bræddi hjörtun vestur í Washington, en enn hefur ekki heyrst hér heima. Og nýir menn bætast í hópinn — má þar nefna Þorstein Hauksson og Guðmund Haf- steinsson, sem komu fram með athyglisverð verk. Óperan — trompið stóra Hafi nokkur músíkstarfsemi orðið til þess að taka Islendinga með trompi, var það óperan. Stofnun Islensku ópemnnar var langþráður stór- viðburður, en telja verður upphaf starfsemi hennar í eigin húsi eiginlega stofnun. Með þremur verkefnum, sem öll hafa náð hylli, hefur aðstandendum hennar tekist að afsanna allar hrak- spár hinna vantrúuðu. Það var því líkast að stofnun Opemnnar hleypti nýju blóði í óperustarfsemi í Þjóðleikhúsinu. Þar var á Listahátíð boðið upp á eina bestu óperusýningu í tónlistarsögu okkar — Silkitrommuna eftir Atla Heimi Sveinsson við texta ömólfs Ámasonar. Sú sýning verður lengi munuð — gott en erfitt verk, í frábærri uppfærslu. Ekki gáfust menn upp við að gefa út hljómplötur á Islandi á liðnu ári. Athyglisverðastar voru fjórar stór- kostlegar plötur Manuelu Wiesler og svo plata frá Grammi með verkum Áskels Mássonar. Hvort tveggja út- gáfur af alþjóðlegum gæðaflokki. Lýkur þá að segja frá því gjöfula tónlistarinnar ári — nitján hundruð áttatíu og tvö. -EM. Úrval er og ver ★ Gengistryggðar innborganir ★ 5% staðgreiðslu- afsláttur eða ★ Greiðslukjör Litið um öxl: Gjöfult ár Varla hefur tónlistin blómstrað eins í annan tíma og síðastliðið ár á Islandi. Sem dæmi um magn, má nefna að eina viku i haust var boðið upp á átján tón- listarviðburöi í höfuðborginni. Þetta var metið og telja það innlendir jafnt sem erlendir einsdæmi, í ekki stærra samfélagi. En þetta er dæmi um magn en ekki gæði og þetta var einmitt vikuna sem Norræn tónlistarhátíð ungs fólks stóð yfir. Og einmitt þessa umræddu viku má víst segja að gæða- stuðullinn hafi þotið upp og niður, og það jafnvel margoft á sömu tónleikun- um. En hafi nokkur viðburður orðið til að sýna okkur fram á vaxtarbroddinn í íslensku músíklifi þá var það einmitt þessi norræna ungmennahátið, þar sem hvaö bestur samanburður fékkst á ungskáldum okkar og hinna Norðurlandanna. Okkur skortir jafnan samanburð viö tónlistarlíf annarra landa í dagsins önn, en þegar hann liggur fyrir sýnir það sig að honum þarf ekki aðkvíöa. Stórt Lítum á einstaka þætti tónlistar- lifsins á árinu sem leið. — Sinfóníu- hljómsveitin er að sönnu þungamiðja tónlistarlífsins og um hana voru sett lög sem tryggja henni vissan starfs- grundvöll. Mig grunar hins vegar aö innan skamms tima verði þessi lög, sem tryggja hljómsveitinni ákveöin lágmarksstuðul, að skömmtunar- reglum til aö klippa af henni vaxtar- broddinn og geti þannig orðið drag- bítur á starf hennar, nema svo ólíklega fari að fjárveitingavaldið skilji fjár- þörf hennar betur en annarra. Starf hljómsveitarinnar var þróttmikið, hún lék fleiri tónleika en áður og meira af íslenskum verkum, fór mikla reisu noröur og austur og síðast en ekki sist, Tónlist Eyjólfur Melsted heimsótti skóla og lék fyrir sjúklinga og vistmenn stofnana á jólaföstu, en um það gleðilega framtak hennar hefur veriðofhljótt um. Og Sinfóníuhl jómsveitin f ékk heldur betur keppinaut á árinu. Islenska hljómsveitin hefur á örskömmum tíma orðið að sterku afli i tónlistarlifinu. Stofnun hennar er stórmerk tilraun og fyrirkomulag tónleika hennar frumlegt. Hún hefur þegar auðgað íslenska músík og gerir það væntanlega áfram. ... ogsmátt Frá hinum stóru í tónlistarlífinu er rétt áð snúa sér að hinum smáu einingum. 1 kammermúsíkinni var jafnan mikið um að vera, og á þeim vettvangi kemur mest fram af nýjum verkum. Helgast það af gagnkvæmum áhuga; tónskáldin eru ginnkeypt fyrir að semja handa góðum hljóðfæraleik- urum og spilararnir viljugir að leika. Ahugi áheyrenda er svo þriðja aflið og ekki það lítilvægasta. Fastir kammer- hópar, sem mest bar á, voru þessir helstir: Kammersveit Reykjavíkur, Strengjasveit Tónlistarskólans sem gerði garðinn frægan í útlandinu, Trómet blásarasveitin ogsvohinnfrá- bæri Blásarakvintett Reykjavíkur. Auk þess kom fram aragrúi smáhópa, margir samansettir af einu tilefni og svo er vert að minnast allra útlendu gestanna. Flestir komu útlendir gestir á vegum félaga, eins og Tónlistar- félagsins, Kammermúsíkklúbbsins, Norræna hússins, eða þá í sambandi við tónlistarhátíðimar. Tvö félög starfandi tónlistarmanna unnu sérdeilis kröftuglega og gengust fyrir úrvalstónleikum — and- stæðumar, Musica Antiqua og Musica Nova. Annars vegar félagsskapur sem ástundar eins konar lifandi músíkalska fomleifafræði og hins vegar félag sem einbeitir sér að hinu nýja. En sameigin- legt eiga þessi andstæðu félög að bjóða upp á frábæra tónleika—það bregst ekkl Stórbáúðr Nokkrar stórhátíöir urðu á árinu. Að venju urðu Myridr músikdagar til aö lífga upp á skamm- degið og stytta biðina eftir vorinu og gróandanum. Þessi heldur óformlega tónlistarhátíð hefur fest í sessi og er orðinn ómissandi vettvangur fyrir nýja íslenska músík. I sumarbyrjun hófst svo s jálf Listahátíö meö pompi og prakt. Til hennar var vel vandað og að venju var tónlistin fyrirferðarmesti þáttur hennar. Hvaö þvi olli, að aösóknin aö tónleikunum var ekki í nokkm samræmi við vöndun fram- boðsins verður vart svarað í hug- leiöingu af þessari tegund. En hversu ógeðfellt mörgum kann að finnast það, þá er ekki að efa að með meira brambolti í kynningu (þótt ekki þyrfti það að jafnast á við kynningaræði popp- heimsins) hefði ugglaust mátt ná meiri aðsókn. Listahátíð er dýrara fyrirtæki en svo að leyfilegt sé aö taka nokkra áhættn varðandi aösókn — Að sumrinu til voru það svo Skálholtstón- leikar sem brúuöu bilið milli ver- tíðanna og til þeirra vandað að venju. Ung Nordis, Musikfest, sem áður var á minnst, var svo haldin í september. Framlag ungskálda okkar var eitt af því ánægjulegasta, sem hægt var að nefna um íslenska æsku. Þar komu fram nöfn eins og til að mynda Hróðmar Sigurbjörnsson, Haukur Tómasson, Mist Þorkelsdóttir, Hilmar Þórðarson, Atli Ingólfsson, Helgi Pétursson, Lilja Osk Olfarsdóttir, Lárus Grímsson, og þeir sem menn þekkja orðið betur: Þorsteinn Hauks- son, Guðmundur Hafsteinsson, Hafliði Hallgrímsson, að ekki sé minnst á þá tvo sem báru af í hópnum, Hjálmar Ragnarsson og Áskel Másson en Konsertþáttur hans fyrir litla trommu og hljómsveit var eftirminnilegur hápunktur tónleikanna með Sinfóníu- hljómsveitinni. Skömmu eftir glæsilega norræna ungmeniiatónlistarhátíð hér voru Norrænir tónlistardagar haldnir í Osló. Er skemmst þar frá að segja, að þar kom litla Island fram í gervi stórveldis og urðu ónefnd riki, sem telja sig gjaman forystusvani í norrænu sam- starfi að sætta sig við að landar vorir klyfu loftið fyrir hópnum. En það var landslið okkar í tónskálda- og tón- flytjendastétt sem stóð að baki þeim árangri. Má þar nefna Atla Heimi, Þorkel, Magnús Blöndal, Karólínu og Áskel og sólista eins og Manuelu og Guðnýju Guðmundsdóttur. Ekki verðum við tónskríbentar á hinum alvarlegri vettvangi sakaöir um að hafa þakið síður blaða með frásögnum af herlegheitunum, enda fjarri góðu gamni hér heima á Fróni. Eg heyrði það svo á skotspónum að það fyrsta sem „landsliðiö” rak augun í þegar það hélt heim, eftir að hafa unnið sín listrænu afrek, hafi verið heilopnu grein þar sem fjálglega var fjallað um að Tappi tíkarrass hefði á nokkmm dögum lagt undir sig tónlistarlif Noregs. En hér er sem sé komið á framfæri þeirri skoðun undirritaðs að þar hafi fleiri komið við sögu. Einstaklings- framtakið Einstakir listamenn vom jafniðnir við kolann og fyrr. Þó var eftirtektar- vert að f ærri einstakir söngvarar héldu tónleika en áður. Má það víst þakka eða kenna óperunni. Nokkrir söng- tónleikar vöktu þó verulega athygli. Má þar nefna tónleika Sigríðar Ellu og Kristins Sigmundssonar við undirleik Jórunnar Viðar og Jóninu Gisladóttur undir heitinu Bráðum kemur betri tíð, sem tileinkaðir vom Halldóri Laxness áttræðum. Anna Júliana og Lára Rafnsdóttir héldu einnig athyglisverða tónleika í apríl. Píanistar vom líflegir og vom þar atkvæðamestir Jónas Ingimundarson, Edda Erlendsdóttir, Halldór Haralds- son og Gísli Magnússon. Heldur meira áberandi en píanistarnir voru gítar- leikarar. Hin síðari ár hafa margir góðir bæst í þá stétt — Pétur Jónasson,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.