Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Nú fordæmir
PLO
hryðjuverk
Yasser Arafat, leiötogi Þjóðfrelsis-
hreyfingar Palestínuaraba, hefur að
nýju fengið umboð til þess að kanna
möguleika til friðsamlegrar lausnar
á deilu Austurlanda nær. Tókst
honum að halda svo frið við sam-
herja sína aö enginn klauf sig út úr
samtökum PLO og þótti þó liggja
nærri því um tíma.
En harölínumennirnir í samtökun-
um munu hafa vakandi auga meö
hverju fótmáli Arafats þegar hann
fetar þá braut sem þeir telja að
útlagaþingið hafi lagt. Þinghald
„þjóðarráðsins”, eins og það er kall-
að, fór fram í Alsírborg og stóð í níu
daga. Því lauk í síöustu viku.
Þjóöarráðið er skipað 384 fulltrú-
um sem, eins og á fleiri ámóta
samkomum, má draga í nokkra ólíka
skoöanadilka. Síöustu dagana, áður
en ráðstefnan hófst í Alsírborg, höföu
verið greinilegir flokkadrættir meðal
fulltrúanna því að menn voru mis-
jafnlega ánægðir meö forystu PLO
eins og gengur. Margir hinna bar-
dagaglöðustu hafa gagnrýnt harð-
lega hvemig Arafat hefur haldiö á
málum Palestínuaraba, og einkan-
lega hafði óánægjan magnast eftir
innrás Israelshers í Líbanon sem
skæruliðasveitir PLO höfðu farið
halloka fyrir. Auðvitað hafðí brott-
flutningurinn frá V-Beirút veriö
meiriháttar áfall í sögu PLO-barátt-
unnar gegn Israel og fjöldamorðin á
Palestínuaröbum, sem fylgdu í
kjölfarið, voru verra en salt í þau
sár.
A ráðstefnunni fékkst þó mála-
miðlun um mótun þeirrar stefnu sem
fylgja skal eftir að PLO hefur misst
sinn aðalvettvang og bækistöövar í
Líbanon. Þá málamiðlun túlka bæði
fylgismenn Arafats og svo hans
helstu gagnrýnendur sem sigur fyrir
málstað sinn.
Stuðningsmenn Arafats, sem mót-
atkvæðalaust var endurkjörinn leiö-
togi samtakanna (þaö geröi 14
manna framkvæmdastjórn samtak-
anna), vilja þakka honum það að
ekki skyldi koma til klofnings milli
Fatah-hreyfingarinnar og hinna rót-
tækari hópa sem hvattir eru áfram
og studdir af Sýrlandi og Líbýu. Þeir
vilja túlka ályktanir á þá lund að þar
hafi ekki veriö lokað neinni leiö sem
forystan kann að velja til friöar í
Austurlöndum nær.
Róttæklingar bera engar brigöur á
það að Arafat megi þakka aö eining
hélst. Segja þeir þaö einmitt bera
vitni persónufylgi Arafats og áhrifa
sem engum öðrum meðal Palestínu-
araba tjói að keppa við — fremur en
að menn hafi lagt blessun yfir stefnu
hans.
Þeir túlka ályktanir sem áréttingu
Arafat, sem andurkjörinn var leiðtogi PLO á útlagaþingi Palestinuaraba, i samræðum við aðra foringja
skæruliðahópa samtakanna.
á því markmiði að stofnað verði
sjálfstætt ríki Palestínuaraba undir
forystu PLO og aö áfram verði
neitað að viöurkenna gyðingaríkið í
Palestínu.
— Þungi umræðnanna á ráöstefn-
unni, þar sem oft hitnaði í kolunum,
lá á tveim friðartillögum sem komiö
hafa fram eftir brottflutning PLO frá
Beirút.
Þjóðarráðið vísaði frá sér áskorun
Reagans um stofnun sjálfstjórnar-
ríkis Palestínuaraba á vesturbakka
Jórdanár og á Gazasvæðinu (hvort
tveggja hernumið af Israelum), sem
stæði í tengslum við Jórdaníuríki. —
Afgreiðslu tillögunnar túlka Arafats-
menn sem svo að skilinn hafi veriö
eftir opinn möguleiki á því að tillag-
an gæti komið til álita ef henni yrði
breytt. Harðlínumenn túlka það hins
vegar svo aö algerlega hafi verið
hafnaö tilburðum Bandaríkjastjórn-
ar til að hlutast til um málefni
Austurlanda nær með ameríska
hagsmuni efsta í huga.
Hin tillagan var frá Arababanda-
laginu komin og þjóðarráðið sam-
þykkti forsendur hennar sem lág-
markskröfur fyrir sáttum í Austur-
löndum nær. Þykir sú samþykkt
athyglisverðust úr störfum ráðstefn-
unnar. Tillagan miðar að stofnun
sjálfstæðs Palestínuríkis, og íað að
því, að til greina kæmi að semja um
öryggi Israels út frá landamærum
þess, eins og þau voru fyrir sex daga
stríðið 1967. Að því síðasta veittust
róttæklingar harðlega.
Með samþykktinni lét þjóðarráðið
þó fylgja áréttingu á þörfinni fyrir
vopnaða baráttu Palestínuaraba, og
jafnframt stæöi sem fyrr sú stefna
PLO að viðurkenna ekki Israel.
Þessi samþykkt þjóðarráðsins
orkar að vísu ekki langt áleiðis til
friðar í þessum heimshluta því Isra-
elar hafa fyrir sitt leyti hafnað
báöum þessum tillögum Reagans og
Arababandalagsins.
Það var ekki laust við aö
utanaðkomandi lyftu brúnum þegar
þeir sáu aðra samþykkt þjóöarráðs-
ins þar sem hryðjuverk voru for-
dæmd. Það var afgreitt umræðulaust
og fylgir engin túlkun, enda augljós-
lega þar höföaö til almenningsáUts-
ins á Vesturlöndum þar sem PLO
stefnir aö því að efla áht sitt.
Finnskum kommum
spáð fylgistapi
— í kosningunum síðar í þessum mánuði
Stærstu breytingamar sem búist
er við að verði í þingkosningunum í
Finnlandi sem fram fara síðar í
þessum mánuöi eru fylgistap
kommúnista og fylgisaukning hins
íhaldssama Þjóðareiningarflokks.
Þjóðareiningarflokkurinn skil-
greinir sig sem miðflokk en er í
raun langt til hægri. Hann hefur um
áratuga skeið verið útUokaður frá
stjómarsamvinnu vegna ótta ann-
arra stjórnmálaflokka um að það
myndi hleypa iUu blóði í Sovétmenn,
hins áhrifamikla grannríkis Finn-
lands. En aukin þéttbýUsmyndun í
Finnlandi og vöxtur miöstétta hefur
stóraukið fylgi flokksins á síðari
árum. Nýlegar skoðanakannanir
benda til að flokkurinn gæti fengiö
aUt að 50 þingsæti í næstu kosningum
sem verða 20. og 21. mars. Það þýddi
að flokkurinn heföi fjórðung þing-
manna á finnska þinginu, Edus-
kunta, sem skipað er 200 þingmönn-
um.
Ef fylgi Þjóðareiningaflokksins
yrði sem skoðanakannanir benda til
myndi hann verða næststærsti flokk-
urinn á eftir Sósíaldemókrataflokkn-
um, sem skoðanakannanir segja að
muni fá 60 þingsæti. Þetta fylgi
Þjóðaremingarflokksins myndi gera
það að verkum aö illmögulegt yröi aö
ganga fram hjá honum við myndun
næstu samsteypustjórnar í Finn-
landi.
Stærsta spurningm í þessu er hvort
sósíaldemókrötum tekst að leysa
innbyröis ágreining í flokknum og
sameinast um að vera í forsvari fyrir
sterkri ríkisstjórn sem myndi takast
á við efnahagsörðugleika þá sem nú
eru í landinu. Til þess að þetta yrði
mögulegt þyrftu sósíaldemókratar
aö láta af samstööu sinni meö
kommúnistum, sem staðið hafa að
ríkisstjórn samfleytt frá miöjum sjö-
unda áratugnum.
Lýðræðisbandalag alþýðunnar,
sem er undir stjórn kommúnista, lét
af stuðningi sínum við núverandi
samsteypustjórn í ársbyrjun eftir að
atkvæðagreiðsla í þinginu hafði fallið
þeim í óhag. Flokkurinn var á móti
þeirri fjarveitingu til varnarmála
sem aðrir stjórnarflokkar greiddu
atkvæði.
Lýðræðisbandalagið hefur frá
árinu 1966 verið klofið í tvær
meginfylkingar. Annars vegar er sá
hópur sem flokka mætti sem Evrópu-
kommúnista og hins vegar harðlínu-
Stalínistar. Ekkert bendir til að
sundurþykkjan innan flokksins fari
minnkandi. Stalínistarnir telja að
fylgistap flokksins megi rekja til
þess að vikið hafi verið um of af
réttri linu. Fylgismenn þessa hóps
hafa boðað að þeir muni bjóða fram
sérstaklega í nokkrum kjördæmum.
Skoðanakannanir benda til að
Lýðræðisbandalagið muni tapa 6
þingmönnum af þeim 35 sem það
hlaut í síðustu kosningum. Stjóm-
málaskýrendur telja að frekara
fylgistap muni gera flokkinn að lítt
eftirsóknarverðum samstarfsaðila í
ríkisstjórn. En meö því að útiloka
kommúnista mun skapast góður
samstarfsgrundvöllur fyrir sam-
steypustjórnSósíaldemókrataflokks-
ins, Þjóöareiningarflokksins og
Miðflokksins. Miðflokknum er spáö
40 þingsætum í næstu kosningum, en
hann hefur myndað kosningabanda-
lag með Frjálslynda flokknum.
Samsteypustjórn með sterkan
þingmeirihluta þyrfti að takast á við
vaxandi verðbólgu sem nú nemur
um 9 prósentum á ári, atvinnuleysi
sem nálgast óðfluga 7% markiö og að
auki grynnka á erlendum skuldum.
Svo virðist sem efnahagsmálin verði
þau mál sem tekist verði á um í
kosningabaráttunni. En utanríkis-
málin, sem einkum felast í því að
halda góðu sambandi við Sovétríkin,
munu einnig koma inn í myndina. En
utanríkismálin eru aðallega á verk-
sviði Mauno Koivisto forseta, sem
Kaievi Sorsa, forsætisráðherra og sósialdemókrati, nýtur mests fylgis
einstakra stjórnmálamanna i Finnlandi.
heldur fast við þá stefnu sem mörkuö
var af Uhro Kekkonen fyrrverandi
forseta.
Næsta ríkisstjórn mun líklega
leggja aukna áherslu á viöskipta-
samvinnu við Vesturlönd. Hins
vegar er búist við að viöskiptin viö
Sovétríkin muni dragast saman en
þau eru nú um fjórðungur af inn- og
útflutningi Finna. Einkum mun sam-
drátturinn þó koma fram í lækkandi
olíuverði, en olíuna fá Finnar að
meginhluta til frá Sovétríkjunum.
Svo virðist sem Kalevi Sorsa,
núverandi forsætisráöherra, njóti
mests fylgis stjórnmálamanna.
Fjórðungur þeirra sem spurðir voru
í skoöanakönnun vildu að hann héldi
embætti sínu áfram í næstu ríkis-
stjórn, en það var mun hærra hlutfall
en aðrir stjórnmálaforingjar fengu.