Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐ JUDAGUR1. MARS1983.
5
Stjórnarskrármálið:
Ráðgjafar hvetja
til að tillögumar
verði felldar
Þingmönnum Sjálfstæöisflokks og
Alþýöuflokks barst nýlega bréf þar
sem þeir eru hvattir til aö fella frum-
vörpin um breytingar á stjórnar-
skránni og kosningalöggjöfinni. Bréf
þetta sömdu lögfræðingamir Jón
Steinar Gunnlaugsson og Finnur
Torfi Stefánsson, en þeir hafa veriö
flokkunum innan handar viö undir-
búning þessara frumvarpa.
I bréfinu gera þeir grein fyrir af-
stöðu sinni og segir þar meöal
annars: „1 tillögunum er gert ráö
fyrir verulegu misvægi atkvæöa
iandsmanna eftir því hvar þeir eru
búsettir á landinu. Enn verður sú
skipan höfö á aö um 60 af hundraði
kjósenda á landinu, þaö er k jósendur
í Reykjavíkur- og Reykjaneskjör-
dæmum, eiga aöeins aö kjósa 29—30
þingmenn af 63 eöa nokkuð innan viö
helming þeirra. Er ætlunin aö halda
áfram að stjórnarskrárbinda þetta
misvægi atk væðanna. ’ ’
Minnt er á mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuöu þjóöanna þar
sem segir til um jafnan kosningarétt,
sem einnig er til vísaö í inngangi
mannréttindasáttmála Evrópu. Bent
er á aö Island hafi samþykkt báöar
þessar yfirlýsingar og beri því aö
laga löggjöf landsins aöþeim.
Þá segja þeir Jón Steinar og Finn-
ur Torfi aö meö misjöfnum atkvæðis-
rétti sé verið aö flokka borgarana.
Veriö sé aö segja aö einhverjir
verðleikar manna eigi aö valda því
aö þeir teljist gildari borgarar en
aörir. Þetta hafi verið gert áöur er
menn höfðu ekki atkvæðisrétt nema
að þeir ættu nokkuö undir sér. Þá
þótti ekki heldur ástæöa til aö konur
mættu kjósa. Frá þessum hugmynd-
um hafi fyrir löngu veriö horfiö. All-
ar lýðræðisþjóðir, sem viö teljum
okkur skyldar aö menningu og lögum
hafi í reynd viöurkennt meginregl-
una um jafnan atkvæðisrétt. Sumar
þeirra hafi tekið bein ákvæöi um
þetta inn í stjómarskrár sínar og
önnur hafi regluna í heiöri þó hún sé
ekki berum orðum bundin í stjórnar-
skrá.
Ekki sæmandi
Aö mati þeirra Jóns Steinars og
Finns Torfa er ekki annað sæmandi
íslensku þjóöinni, en aö nú veröi
komiö á þeirri skipan, sem aðrar -
þjóöir hafa viöurkennt í þessu efni.
Þeir komast aö þeirrri niðurstöðu að
þaö sé siöferöileg skylda alþingis-
manna aö bera þaö aö minnsta kosti
undir þjóöina í þjóðaratkvæða-
greiöslu, hvort menn vilji hér á landi
taka upp meginregluna um jafnt
vægi atkvæða. Einfaldast væri þó aö
þingmenn heföu sjálfir siðferðilegt
þrektilaðkomaá jöfnum atkvæöis-
rétti landsmanna.
Síðar í bréfinu er rætt um þær
breytingar sem áætlaö er aö gera á
kosningalöggjöfinni og telja þeir Jón
Steinar og Finnur Torfi aö á þeim
séu verulegir gallar. Fyrst er vikið
aö því aö aöferðin sem beitt var viö
ákvarðanatökuna sé forkastanleg.
Breytingarnar hafi veriö leyföar inn-
an mjög þröngra marka. Kjördæma-
mörkin skyldu vera óbreytt, ekki
mátti fjölga þingmönnum nema um
þrjá og aö minnsta kosti fimm þing-
menn skyldu koma úr hverju kör-
dæmi.
Fella tillögurnar
Mestur hluti umræðnanna um mis-
munandi útfærslur á hugsanlegum
kosningaaöferöum hafi síðan miðast
við, hvernig þessi eöa hinn flokkur-
inn og ef til vill sérstaklega þessi eöa
hinn þingmaöurinn myndi koma út.
Þetta séu yfirleitt þingmenn, sem
sitji í ákveönum sætum á listum
flokka sinna í kjördæmunum. Á þess-
um grundvelli séu svo „leikreglur
lýöræöisins” ákveðnar.
Sá megingalli er talinn vera á til-
lögunum aö þær beri þess merki að
vera smíöaðar utan um niöurstöður
fyrir stjómmálaflokka sem búiö var
aö ákveöa fyrirfram.
Niðurstaöa þeirra Jóns Steinars og
Finns Torfa í heildina er því sú aö
fellaberitillögumar. -SþS
Eskifjörður:
Tveir slösuðust í bílveltu
Bilvelta varö á Eskifiröi aðfaranótt
laugardags. Fjórir voru í bílnum og
slösuöust tveir þeirra allnokkuð. Bíll-
inn er gjörónýtur eftir slysið.
Aðdragandi slyssins var sá aö BMW
bifreið var ekiö á mikilli ferð á leið til
Eskifjaröar. Þegar hún nálgaöist
beygjuna í svokölluöum Krók, sem er
sunnanmegin í botni fjarðarins,
sprakk annar afturhjólbaröinn. Viö
það missti ökumaður stjóm á bílnum
og fór hann nokkrar veltur. Hafnaöi
hann aö lokum á stórgrýti um 80 metra
frá veginum. ökumaöur og þrír far-
þegar hentust út úr bílnum. Tveir
sluppu meö skrekkinn en ökumaðurinn
og stúlka í aftursæti slösuöust nokkuö.
Hún fékk heilahristing, hann tognaöi á
hálsi auk þess sem hann slasaöist á
mjöðm. Þau voru flutt á fjóröungs-
s júkrahúsiö á N eska upsstaö og er líðan
þeirra eftir atvikum.
Eins og sjá má er billinn gjörónýtur eftir slysið og með ólikindum að ekki skyldi
fara verr. DV-mynd Emil
Má þetta heita vel sloppiö þar sem vorunotuðbílbeltiíþessutilviki.
bíllinn, nýlegur, er gjörónýtur. Ekki Emil, Eskifirði/-KÞ
Mverður
kátthjá
öllum Pálfaum
SAMAVERÐ
UM ALLT LAND
NÚ 8.750,-
STAÐGR. VERÐ 8.320.-
í yfir 20 ár höfum við selt Husqvarna
2000 saumavélina, með frábærum árangri.
Husqvarna 6570 SLE er sama vélin, með
öllum áorðnum breytingum til liins enn
betra. Vegna gífulegrar söluauimingar á sl.
ári fengum við takmarkað magn af þessari
frábæru vél með stórkostlegum afslætti. All-
ir landsmenn sitja nú við sama borð, sama
verð alls staðar á Husqvarna 6570 SLE
(selectronik).
Husqvarna 6570 SLE er auðveld í notkun
og hún er mun kraftmeiri en aðrar vélar.
Auk þess er hún með „stop-right“ (]pið ákveð-
ið sjálf í hvaða stöðu nálin á að stöðva í),
þarf ekki að smyrja, auðveld að þræða og
elektrónisk hraðastilling, ótal mynstur, lár
gír og að sjálfsögðu állir nytjasaumar.
Akranes: Þórður HjáJmsson
Borgarnes: Kaupfélag Borgflrðinga
Qrundarflörður: Verzlunarfólagið Qrund
Stykkishólmur: Húsið
Búðardalur: Einar Stefánsson
Patreksjgörður: Raíbúð Jónasar Þórs
ísaQörður: Póllinn
Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson
Hvammstangi: Kaupfólag V.-Húnvetninga
Blönduós: Kaupfólag A.-Húnvetninga
Sauðóækrókur: Rafsjá
Sigluflörður: Qestur Fanndal
ÓlafsQörður: Valberg
Akureyri: Akurvík
Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar
Kópasker: Kaupfólag N.-Þingeyinga
Vopnaflörður: Kaupfólag Vopnflrðinga
Egilsstaðir: Kaupfólagið Egilsstöðum
SeyðisQörður: Kaupfólag Hóraðsbúa
ReyðarQörður: Gunnar Hjaltason
Höfn: Kristall
Vík: Kaupfólag V.-8kaítfellinga
Þykkvibær: Friðrik Friðriksson
Hvolsvelli: Kaupfólag Rangæinga
Hella: Mosfell hf.
Selfoss: GÁ. Böðvarsson
Vestmannaeyjar: Brimnes
Keflavík: Stapafell
Umboðsmenn
fyrir
Husqvarna
saumavélar
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200
Akurvík, Akureyri
Asetning