Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 34
34 ■
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Aðför gegn framtíðinni
Síðla sumars 1905 steig jóreykur til
himins yfir Suðurlandi, þegar fríður
flokkur bænda og búaliðs reið til
höfuðstaðarins, þeirra erinda að
stöðva framvindu tækninnar á þessu
landi. Þeir komu ekki fram erindi sínu
þá, vegna þess að fyrir voru menn sem
bjuggu yfir æmum styrk og baráttu-
vilja — menn sem hvergi hopuðu þegar
málstaður Islands var í húfi.
Það er ekki rétt að framvinda tækni
og lífskjara búi sjálf yfir þeim kynngi-
krafti sem eðli sínu samkvæmt yfir-
stígi allar hindranir. Því miður er saga
vor ötuð minningum hins gagnstæða.
Upp hafa sprottið harðsnúnir flokkar
afturhaldsmanna og saman hafa þeir
riðið í hnapp gegn framförum,
tækninýjungum og betri lífskjörum og
stundum hafa þeir orðið hinum yfir-
sterkari. Þessir menn hafa aftrað eðli-
legri framvindu, haldiö niðri
menningarstigi og lifskjörum í landinu
og það er i rauninni aðeins ein leið til
þess að reisa rönd við framgangi
Video
Baldur Hermannsson
A hly. r*> thxt*
mmVým&k>
t km m vrA í* ímiifi mf U
wbtr* <**sí*™ »
s*ní. 'i'tiM.'mttÚiSy
fH&MmfofoNí ttoy/ ft#
- : >»>**■:**> f XX f«<*
tf *=* ztfxM
„Atlaga hins opinbara vaids gegn Videoson snýst ekki einungis um þetta eina fyrirtæki, heldur öllu fremur um framtíö upplýsingadreifingar, mynd-
bandatækni og tötvuvæöingar á Ísiandi."
þeirra. — sú leið að láta hart mæta
hörðu.
Aðförin gegn
Videoson
Síðla vetrar 1983 skera afturhalds-
mennirnir aftur upp herör. Þeir beina
ekki geiri sínum gegn ritsímanum í
þetta skipti, því að hann er fyrir löngu
orðinn einn af innstu koppum þjóðlifs-
ins og hefur reyndar tekið hamskiptum
margsinnis á öldinni; þeir leggja nú til
atlögu gegn tækninýjung sem náskyld
er ritsímanum, en það er dreifing
upplýsinga og afþreyingarefnis eftir
þræði milli staða. Myndbandakerfin
hafa risið upp úti um allt land og þau
urðu á örskömmum tíma samgróin
þjóðlífinu og gildir þá einu hvort við
berum niður í Breiðholtinu eöa
Vestmannaeyjum, á Olafsfiröi eða
Akureyri.
Aðförin gegn Videoson er skipulögð í
skjóli úreltra lagasetninga, svo ger-
samlegra úreltra að nú þegar hafa
stjórnvöld látið setja saman frumvarp
að nýjum og skynsamlegri lögum
varðandi alla dreifingu útvarpsefnis í
landinu, eftir þræði og gegnum loftið á
segulöldum, og þó að þetta frumvarp
gangi ekki allskostar nógu langt, þá er
það samt ákaflega mikil betrumbót og
sjálfsagt að leiða í lög sem allra fyrst.
Hálft ár er liðið síðan frumvarpið var
fullgert en ráöherra sá sem nú fer með
mennta- og menningarmál hefur illu
heilli kosið að stinga því undir stól og
hindra þannig framgang góöra mála
eftir því sem hann f rekast getur.
Menning og
velmegun
Atlaga hins opinbera valds gegn
Videoson snýst ekki einungis um þetta
eina fyrirtæki heldur öllu fremur um
framtíð upplýsingadreifingar, mynda-
bandatækni og tölvuvæðingar á
íslandi. Myndböndin eru nefnilega
aðeins angi af þeirri miklu öldu tölvu-
og fjarskiptatækni sem ríður yfir
heiminn, og sú þjóð sem nú lætur
afturhald og þröngsýni ráða stefnu
sinni mun fara á mis við þá velmegun
og menningu sem hin volduga, nýja
tæknibylgja flytur mannkyninu.
ff m mmm
Heimilm
fara í rúst
—þegar Videosonlokar
Það var enginn biibugur sjáanleg-
ur á Valgarði Einarssyni, enda er
hann farinn að sjóast og orðinn
vanur ágjöfinni — hann er einn af
frumherjum myndbandavæðingar
á Islandi og hefur unnið á vegum
Videoson frá fyrstu tíð og fýkur ekki
um koll þótt hann blási á a ustan.
, Jíei, þú getur sko reitt þig á það,
við munum b.rjast þar til yíir
lýkur,” sagði hann reifur, og leit sem
snöggvast upp úr kvikmyndaskrudd-
unum sínum sem hann verður víst að
hvíla um sinn, hvort sem honum
líkar betur eða verr. „Það verður aBt
vitlaust þegar bilar hjá okkur og
hvemig verður það núna þegar öllu
er lokaö? Heimilin fara í rúst, það
verða hjónaskilnaðir og læti og
þaðan af verra. Nýlega hringdi til
mín ungur maður í öngum sínum —
hvað á ég eiginlega að gera? spurði
hann, það eru þessar fínu myndir að
renna héma framhjá og ekkert sést
hjá okkur, konan og krakkarnir em
að verða snarvitlaus, hvað á ég að
gera? Svona spurði nú þessi ungi
maður, og þetta er bara eitt með
öðru sem sýnir að videoiö er orðið
hluti af daglegu lífi manna héma og
þeir vilja ekki vera án þess”.
— Hvemig efni haf ið þið leitast við
aösýnahelst?
„Sem fjölbreyttast efni — umfram
allt reynt að foröast að vera einhliða.
Við viljum hafa þetta blöndu af
gamanmyndum, spennumyndum,
vestrum, stórmyndum, bamamynd-
um og hvaðeina. Bara að það verði
ekki einhliða. Verst hefur okkur
gengið að afla gamanmynda, dans-
og söngvamynda, en það stafar af
því að framboðið er of lítið. Þetta er
reyndar vandamál sjónvarpsstöðva
úti um allan heim.”
— Gera menn mikiö að því að
hringja og biðja um tilteknar mynd-
ir?
„Nokkuð svo, já. Við reynum alltaf
að verða viö slíkum óskum, ef við
mögulega getum. Við könnum máliö,
athugum hvort við eigum myndina
eða getum keypt hana til landsins.
Hafi myndin veriö sýnd áður, þá er
s jálfsagt mál að endursýna hana. ”
— En nú eru menn misjafnlega
ánægðir meðykkar þjónustu.
„Vitanlega. Hvemig ætti annað að
vera, þegar neytendur eru svona
margir? En yfirleitt er fólk ákaflega
ánægt og viö erum bara þakklátir
þegar menn hringja og bera fram
óskir sínar eða umkvartanir, því
annars myndi maður staðna og gæti
þá ekki veitt eins góða þjónustu og
ella.”
— Hafið þið eitthvað verið með
bláar myndir?
,,Nei. Það var einu sinni gert, en
við sannfærðumst um að þær ættu
ekki heima í þessu kerfi og létum þar
viðsitja”.
— Nú telja sumir að videoið hafi
miður góð áhrif á yngstu bömin.
„Þaö er bara lenska hér á Islandi
að börn ráði yfir foreldrunum en ekki
„Heimiitn fara i rust, þeö veröa hjónaskiinaötr og læti," sagði Valgaröur Einarsson, útsendingarstjóri og
máttarstólpi Videoson. Ekkiergottaö segja hverjirþaö eru semglotta svo mjög i myndinnibak viö hann.
en kannski það sóu sigri hrósandi erindrekar saksóknara — eða þá óbugandi unnendur Videoson.
MyndBH.
Öfugt, eins og á aö vera. Hvaða vit
heldurðu að það sé þegar litlir
krakkar eru að hringja til okkar
klukkan hálfeitt og kvarta yfir
skilyrðunum og við erum kannski að
sýna hörku-glæpamynd? En ég hef
fundið þaö að menn eru undrandi og
reiðir yfir þessari aðför gegn Video-
son og við munum ekki gefa okkur
fyrr en i fulla hnefana, það máttu
bóka,” sagði Valgarður og sýndi
hnefana í gamni og alvöru.