Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐ JUDAGUR1. MARS1983. 3 Það er allt i óvissu i videomálunum, enginn veit hvað má og kapalkerfi. Myndin er frá borgarafundinum i Broadway á bvað má ekki, segir einn af viðmælendum DV sem rekur sunnudag. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Vestmannaeyjar: Stöðvumst sjálf krafa „Eg veit satt að segja ekki hvað er til ráða,” segir Guðni Grímsson í Vestmannaeyjum, en hann rekur videokerfi í Vestmannaeyjakaupstað. „Við vorum nýbúnir að gera samn- ing við Video-son um dreifingu á efni svo að þetta er að heita stopp hjá okkur vegna efnisskorts. Við fáum ekki leigt hjá videoleigunum hér því að þeir aðil- ar sem útvega þeim efni setja það skil- yröi að þeir leigi ekki út til kapalkerfa. Mér finnst þessar aðgerðir yfirvalda gegn Video-son vera skerðing á persónufrelsi manna. Þaö er hart að menn skuli ekki fá aö leysa þau mál saman hvað þeir vilja horfa á i stað þess að hver og einn kaupi sér video- tæki,” segir Guöni Grímsson, Vest- mannaeyjum. -SþS Hamraborg: Held áfram og sé til „Ég er ekki búinn að gera það upp við mig hvað ég geri í málinu,” segir Hannes Kristinsson, en hann rekur videokerfi í fjölbýlishúsinu við Hamra- borg íKópavogi. „Ég var hálf sjokkeraður fyrst eftir að ég frétti af aðgerðum yfirvalda gegn Video-son, og var þá helst á því að hætta rekstrinum en ætli ég haldi ekki eitthvað áfram og sjái til hvernig málin þróast. Ég passa mig á því að vera eingöngu með myndir sem eru lög- legar. Annars er allt í óvissu í þessum málum, hvað má og hvað ekki,” segir Hannes Kristinsson, Kópavogi. -SþS Engihjalli: Höldum áfram en erum hálf smeykir „Við teljum að okkar starfsemi sé ekki rekin á sama grpndvelli og starf- semi Video-son og því munum við halda áfram sýningum,” segir Sæmundur Jón Stefánsson einn af eigendum videokerfis sem starfrækt er í Engihjalla í Kópavogi. „Það sem við teljum frábrugðið við okkar strarfsemi er að við erum á einni lóð með okkar kerfi. Vissulega er- um við hálf smeykir við að fá á okkur kæru en við vörumst það að brjóta lög um höfundarrétt. Persónulega finnast mér aðgerðir yfirvalda gegn Videoson óréttlátar. Það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið stöðvað fyrr en menn eru búnir að leggja út í mikinn kostnað og vinnu,” segir Sæmundur JónStefánsson. -SþS Salóme Þorkelsdóttir: „Fagna því að ég held mínum hlut” „Mér finnst fyrst og fremst umhugsunarvert hve treglega hefur gengið aö auka fylgi kvenna í þessu prófkjöri,” sagði Salóme Þorkels- dóttir alþingismaður er DV leitaöi álits hennar á úrslitum prófkjörsins. ,,Ég hef því ástæðu til aö fagna því aö ég held mínum hlut, þriðja sæti. Ég þakka það fyrst og fremst ómetanlegum stuðningi sem ég hef orðið vör við nú allra síðustu daga. Þar eiga konur í kjördæminu stóran hlutaðmáli. Það eru mér vonbrigði aö Olafur G. Einarsson virðist hafa verið lát- inn gjalda þeirrar erfiðu stööu sem hann hefur verið í sem formaður þingflokksins. Að því leyti eru úrslit- in ómakleg. Urslit þessa prófkjörs markast af því óréttlæti í vægi atkvæða sem verður ekki búið til lengdar,” sagði við búum við í kjördæminu. Við það Salóme Þorkelsdóttir. ,»a Matthías Á. Mathiesen: „Þátttakan sýnir styrk Sjálfstæðis- flokksins” kjördæmi. „Með minni kosningu hefur mér verið falin áframhaldandi forysta í þingliði Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu og ég þakka þeim sem það gerðu og mig aðstoðuðu. Það verða hins vegar breytingar í efstu sætun- um, nýtt fólkkemur inn. Ég held að sú sterka staða sem flokkurinn hefur í dag, muni leiða til þess að við munum endurtaka kosningaúrslitin frá 1974 og fá f jóra menn kjörna. Niðurstaðan verði sú, að við sem sitjum á þingi í dag verð- um kjörin, að viöbættum fjórða manni. Fólk gerir sér grein fyrir að þjóð- félagið er ímiklumógöngum;úr þeim verður ekki komist öðruvísi en undir styrkri forystu Sjálfstæðismanna.” -PÁ. „Mér finnst að þátttakan, sem var geysimikil, sýni styrk Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi,” sagði Matthías Á. Mathiesen al- þingismaður, er hann var inntur álits á úrslitum prófkjörsins í Reykjanes- o ■o SANTA PONSA er sériega fallegur baðstrandabær og einn allra eftirsóttasti dvalarstaðurinn á Mallorca. Þar er iðandi mannlíf, fjöldi verslana veitingastaða, skemmtistaða og frábærar baðstrendur. PÁSKA- FERÐ 30. MARS 2 VIKUR VERÐ FRA KR. 11.700, JARDIN DEL SOL MINIFOLIES LUXUSVILLUR I SÓLSKINSPARADÍS Dvalið er í lúxusvillum (bungalows) eða ibúðum á einum fegursta og eftirsóttasta ferðamanna- staðnum á Mallorca, Puerto de Andrtaitx. í boði er gisting í glæsilegum villum og ibúðum. VERÐTRYGGING: Ef ferö er pöntuð og greidd aö fullu fyrir 15. mars 1983, festum viö verö feröarinn- ar miðað viö þann dag. Viö veitum 5% staögreiðsluafslátt oöe greiðslukjör sam- kvœmt nénari upplýsingum é skrifstofu okkar. er stórglœsilegt nýtt íbúðarhótel í Santa Ponsa, sem var opnaö í júlí 1982. Allar íbúðir eru meö svefn- herbergi, rúmgóðri stofu, baðherbergi, eldhúsi og svölum sem snúa að sjó. Glæsilegir veitingastaðir og setustofur. Mjög góö aöstaða til útivistar og sól- baða, stór sundlaug og Jarcjin del Sol stendur al- veg við sjóinn. MALLORCA - VERÐSKRÁ 1983 30/3 13/4 11/5 27/5 1516,6/7 27/7.17/8,7/9 Páskaferð 2 vikur 4vikur 17 dagar 19 dagar 22 dagar 22 dagar MINI FOLIES íbúð 1 svefnh. 4 i íbúð 11.700 11.700 11.900 15.200 15.400 15.500 3 í íbúð 12.200 12.200 12.900 16.900 16.800 17.100 2 i ibúð 12.800 12.800 13.900 18.500 18.900 19.100 Bungalow 1 svefnh. 4 i ibúð 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900 3 i ibúð 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800 2 i íbúð 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700 JARDIN DELSOL íbúð 1 svefnh. 4 í íbúð 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900 3 í íbúð 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800 2 i íbúð 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700 Verð 15. janúar 1983. BARNAAFSLÁTTUR: 2—5 ára kr. 4.000,00, 6 -11 ára kr. 3.000,00, 12-15 ára kr. 2.000,00. Simi 28633 Ferðaskrifstofan Laugavegi 66.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.