Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983.
Spurningin
Fyndist þér að ætti að lög-
leiða að bílar ækju með Ijós-
um allan sólarhringinn?
Jóhann Jónsson, bóndl í
Þingvallasveit: Nei, þaö finnst mér
ekki. Ljósin geta verið þreytandi.
Einar Nikulásson, framleiðandi
flúrljósa: Nei, það finnst mér
alveg frámunalega vitlaust, með því
værum við að framleiða eitthvert dýr-
asta rafmagn sem hægt er að hugsa
sér. Það er nóg að hafa bara augun
opin.
Hrafnhildur Baldursdóttir
bankamaður: Mér finnst það alveg
sjálfsagt.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„ Húsnæðisskortur, iágar tekjur, skortur á dagvistun og annarri aðstoð við sinum taiið óvalkomið iþennan heim, " segir Jón Þorvarðarson meðal ann-
uppeidi hins nýja einstaklings er oft ástæða þess að barn er af foreidrum ars í bréfi sínu.
Skríf lesenda um fóstureyðingar:
„Oftast einblínt á einn punkt”
Kjartan Jakobsson, starfsmaður
Reykjavíkurborgar: Já, það
mér alveg nauðsynlegt.
Hörður Þór Hafsteinsson lögregiu-
þjónn: Það er sjálfsagt mál.
Svava Jóhannesdóttir, vinnur i
verksmiðju: Nei, það finnst mér ekki
nauðsynlegt.
Jón Þorvarðarson kennari skrifar:
Á undanfömum vikum hefur mikið
verið ritað um fóstureyðingar í les-
endadálkum DV. Oft hafa þessi skrif
verið þannig að einblínt hefur verið á
einn punkt en ekki reynt að skoða
málið í víðara samhengi.
Afstaða manna til fóstureyðinga er
mjög ólík og grundvallarágreiningur
milli tveggja ólíkra sjónarmiöa. Sumir
höfða fyrst og fremst til hins ófædda
barns og telja rétt þess til að lifa vera
siðferðilega kröfu af fyrstu gráðu;
maður hefur ekki rétt til að hindra
fæðingu barns nema h'f móðurinnar sé
í veði. (Hluti þeirra er vilja
fóstureyðingalöggjöf telur þó að
aðrar ástæður geti réttlætt fóstureyð-
ingu, svo sem mjög erfiðar félagslegar
aðstæður). Aðrir höfða fyrst og fremst
til sjálfstæöis einstakhngsins og telja
það óeftirgefanlega kröfu aö konan fái
sjálf að ákveða hvort hún fæöi bamið
eða ekki. Þeir líta ekki á bamið sem
mannlega vem fyrr en það getur fæðst
hfandi.
Oháð því hvaða afstöðu menn hafa,
þá hljóta allir að vera sammála um að
fóstureyðing er neyðarúrræði. Fóstur-
eyðing hefur í för með sér andlega og
lfliamlega röskun fyrir konuna auk
þess að vera áhættusöm aðgerö.
Húsnæöisskortur, lágar tekjur,
skortur á dagvistun og annarri aðstoð
við uppeldi hins nýja einstaklings er
oft ástæða þess að bam er af foreldrum
sinum tahð óvelkomið í þennan heim.
Þetta eru ástæöur sem oftast má bæta
úr á einn eða annan hátt. Fóstur-
eyðingin sem slík leysir engin vanda-
mál, heldur gerir hún þjóðfélaginu
kleift aö horfa fram hjá félagslegum
vandamálum eins og hér vora nefnd.
Setjum okkur nú í fótspor unghngs-
stúlku sem verður ófrísk. Hvað á hún
að gera? Hún virðist í fljótu bragði
eiga fjóra valkosti:
1. Hún ætti að halda baminu sem ógift
móðir.
2. Hún ætti sem fljótast að trúlof-
ast/giftast þeim sem gerði hana
ófríska.
3. Hún ætti að sækja um fóstur-
eyðingu.
4. Hún ætti að fæða bamið og ættleiða
það siðan.
Varla geta framangreindir val-
kostir tahst góðir. Fóstureyðing er
einn valmöguleiki af mörgum slæm-
um. Hver getur fullyrt um hvaö sé rétt
og hvað sé rangt í þessum efnum?
Þann 24. febrúar mátti lesa í les-
endadálki DV að það hafi veriö al-
þingismönnum okkar til ævarandi
hneisu að þeir skyldu samþykkja
„fóstureyðingalögin”. Ekki er ég sam-
mála þessu því í „fóstureyðingalögun-
um” er margt gott eins og t.d. kafhnn
um ráðgjöf og fræðslu. En hvað hafa
lög að segja ef þeim fylgir engin fram-
kvæmd?
Það er að mínu mati mikih skaði að
merkasti þáttur „fóstureyðingaiag-
anna”, þ.e. kaflinn um ráðgjöf og
fræðslu, skuh hafafahið algjörlega í
skuggann fyrir fóstureyðingaþættin-
um. Segja má að kynferðisfræðsla og
fóstureyðingar séu tvær hliöará sama
máh og það ætti að Uggja ljóst fyrir að
miklu æskUegra er að fyrirbyggja
frjóvgur í stað þess að þurfa aö grípa
til jafnátakanlegrar aðgerðar og
fóstureyöing er tU þess að hindra
fæðingu óvelkomins bams.
Svo virðist sem gleymst hafi að
fylgja fræðsluþættinum eftir. Það er
enginn vafi á að ítarleg kynferöis-
fræðsla er af hinu góða og hefur með
andlega og félagslega velferð komandi
kynslóðaraðgera.
Maradona óíþrótta
mannslegur
0674—5067 skrifar:
I DV þann 22. febrúar báðu tveir
knattspymuáhugamenn um að fá
sýndar myndir (syrpur) af knatt-
spymumanninum Diego Armando
Maradona í sjónvarpinu. Ég ætla að
vona að sjónvarpið verði ekki við
þeirri bón vegna þess aö Maradona er
einn sá óíþróttamannslegasti knatt-
spyrnumaður sem uppi er. Framkoma
hans á knattspymuvelhnum jafnt sem
utan hans er honum tU mikiUar
skammar og tel ég því ekki hoUt fyrir
unga og upprennandi knattspyrnu-
menn að fylgjast með honum. Það væri
nær að sýna syrpur af knattspyrnu-
goöunum Zico, Rummenigge, Jennings
eða öðrum slíkum.
Vil ég hér með koma á framfæri
þeirri bón minni að sýndar verði
syrpur með þessum mönnum, sem
taka velgengni liðs síns langt fram yfir
sína eigin, og leika af drengskap.
„Framkoma hans á knattspyrnu-
vellinum jafnt sem utan hans er
honum til mikillar skammar,"
segir 0674—5067 meðal annars i
brófi sinu um Maradona.