Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 40
CASIO ÞiNGHOLTSSTRÆT11 - BANKASTRÆTISMEGIN - SÍMI27510 | VASATÖLVUR - TÖLVUÚR - REIKNIVÉLAR - ORGEL Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983. Bráðabirgða- lögin samþykkt Bráöabirgöalögin voru endanlega samþykkt á Alþingi í gær. I efri deild fengu þau atkvæði framsóknar- og alþýöubandalagsmanna og forsætis- ráðherra. Aiþýðuflokksmenn voru á móti en sjálfstæðismenn í stjórnar- andstöðu sátu h já. -HH. Fiskverö hækkar Fiskverð hækkar í dag um 14,74%, hið sama og laun gera. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað þessa hækk- un á fundi sínum í gær. Verðið gildir til maíloka. Hækkuninni greiddu at- kvæði oddamaður og fulltrúar selj- enda en annar fuUtrúi kaupenda greiddi atkvæði á móti og hinn sat hjá. Sá fyrrnefndi sagði hækkunina hvergi nægja fyrir þeim aukna kostnaði sem fiskvinnslan þyrfti að greiða. Lækka yröi gengiö meira til þess að þessari hækkun væri mætt. -DS U ndirskriftasöf nunin: Mikið óskað eftir listum „Þetta er allt að fara af stað hjá okkur núna,” segir Ásgeir Hannes Eiríksson, en hann stjómar undir- skriftasöfnuninni fyrir frjálsri fjöl- miðlun, sem hófst á almennum borg- arafundi í Broad way á sunnudag. „Það er mikið búið að hringja í okkur og fólk óskað eftir listum. Við erum aö skipuleggja allsherjar um- boösmannakerfi um allt landið og byrjum aö senda lista út í dag,” sagði Ásgeir Hannes. Ekki er ákveðið hvað söfnunin á að standa lengi, enda segir Ásgeir Hannes að spurningin sé um árangur, ekki tíma. -SþS. Sprengjuhótun „Það mun sprengja springa í bankanum á eftir,” sagði karl- mannsrödd sem hringdi í Verslunar- bankann í Keflavík um klukkan hálf- sex í gærkvöldi. Að sögn rannsóknar- lögreglunnar í Keflavík var strax hafist handa við að flytja fólk út úr bankanum og verslunum og skrif- stofum sem eru i sama húsi. Lögreglumenn leituðu að sprengju í bankanum en engin sprengja fannst. Að sögn rannsóknarlögreglunnar sagði stúlkan sem svaraði í símann að karlmaðurinn sem hringdi hefði verið frekar ungur. -JGH. LOKI Er nokkuð nýtt að Ingvarl sé óviðbúinn? Jón Baldvin Hannibalsson um útvarpslagaf rumvarpiö: Undirbý prentun — Menntamálaráðherra á ekki von á að f rumvarpið vevði lagt f ram á þessu þingi „Ég er búinn að ræða þetta við menn í þinginu og hef þegar gert ráðstafanir um að setja frumvarpið í prentun,” sagði Jón Baldvin Hanni- balsson alþingismaður. Hann var, einn af framsögumönnum á fundinum í Broadway á sunnudag og hafði það á orði að hann myndi leggja fram frumvarpið að nýjum út- varpslögum ef menntamálaráðherra gerði það ekki. ,JVIér er ekki ljóst um svör þessara manna en af þeim ræðst hvort ég legg frumvarpið fram eða ekki. Þetta mun koma í ljós nú á allra næstu dögum,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Dv hafði samband við Ingvar Gíslason menntamáiaráðherra og spurði hann hvað liði frumvarpinu að nýjum útvarpslögum, en tillögur út- varpslaganefndar að nýjum útvarps- lögum hafa verið til athugunar hjá ráðherra og ríkisstjóm síðan í október siðastliðnum. „Frumvarpiö hefur verið rætt í þeim flokkum sem eiga aðild að ríkisstjóminni, en það hefur ekki náðst endanlegt samkomulag um aö leggja þaö fram,” segir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, er hann var spuröur hvað liði frumvarpinu um ný útvarpslög. „Persónulega finnst mér margt jákvætt i frumvarpinu en ég get nefnt það aö til dæmis í mínum flokki, Framsóknarflokknum, er veruleg andstaöa við frum- varpið eins og það er. Þetta er rammpólitískt mál og því á þetta frumvarp erfitt framdráttar. En ég á sem sagt ekki von á að frumvarpiö verði lagt fram á þessu þingi enda vona ég að alþingi fari aö ljúka störfum sem fyrst. Hins vegar tel ég nauðsynlegt að festa reglur um þessi mál sem fyrst upp á framtíðina. Við vorum því miður algjörlega óviðbúnir þessu flóði þegar það skall yfir,” sagði Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra. -SÞS Óiafur Jóhannesson utanríkisráðherra er sjötugur í dag. Hann hefur í mörg ár staðið í eidiínu ísienskra stjórnmáia, tildæmis verið forsætisráðherra tvívegis. Einnig erhann vel þekktur fyrir fræðimennsku sína á sviði laga og réttar. Jóhanna Carlsson á DV heimsótti'Ólaf og konu hans, Dóru Guðbjartsdóttur, í morgun og afhenti afmælisbarninu fallegan blómvönd, fyrir hönd DV. Til hamingju með daginn, Ólafur! D V-mynd G VA Prófkjör sjálfstæðismanna: Lítill munurá Gunnari og Matthíasi í I. sæti Rafmagnsstó/ar á tannlæknadeild í Reykjaneskjördæmi Aðeins var 388 atkvæða munur á Matthíasi A. Mathiesen og Gunnari G. Schram í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi um helgina. Hér fer á eftir hvað hver maður fékk í sæti. Tölurnar sýna hvaö hver fékk af atkvæðum í sætin 1—5 og loks er heildartala: Matthías Á. Mathiesen: 2894, 1141, 742, 625, 584=5986. Gunnar G. Schram: 2506, 1600, 859, 808, 631=6404. Salóme Þorkelsdóttir: 625, 1095 , 2202, 1094, 871=5887. Ólafur G. Einarsson: 975, 1769, 679, 652, 632 = 4707. Kristjana Milla Thorsteinsson: 700, 862, 1047, 1101, 1064=4214. Sigurgeir Sigurðsson: 449, 612, 719, 1129, 1150=4059 Bragi Michaelsson: 244, 426, 569, 846, 1079=3164. EUert Eiríksson: 345 , 382, 645 , 841, 835=3048. Rannveig Tryggvadóttir: 29, 263, 519, 746, 914=2471. Albert K. Sanders: 177,294,463,602,744=2280. JBH — sjúklingar fá stuð og kippast við f nýjum tannlæknastólum Nokkrir af 23 nýjum tannlækna- stólum tannlæknadeildar Háskólans leiða út rafmagn. Þar sem sjúkling- ar eiga það á hættu að fá töluvert stuö úr stólunum og kippast við hefur ekki verið talið ráðlegt að taka þá í notkun. Tannlæknastólarnir voru keyptir frá Bandaríkjunumsíðastliðið haust. Þegar átti að hefja notkun þeirra, fyrir um það bil mánuði, stóðust nokkrir þeirra ekki svokallaða raf- fangaprófun. Þeirleidduút. Umboösmaður stólanna hérlendis hefur þegar kallað til sérfræðing frá framleiðendunum í Bandaríkjunum til að kanna stólana. Von er á sér- fræðingnum til landsins næstu dag- ana. DV reyndi í morgun að afla upplýs- inga frá tannlæknadeild um hvaða áhrif þetta hefði á kennsluna. Það tókst ekki. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.