Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. íþróttir fþróttir íþróttir iþróttir íþrót Heimsmet í míluhlaupi írinn Eamon Coghlan bætti heims- met sitt í míluhlaupi innanhúss um tæpa sekúndu, þegar hann hljóp á 3:49,78 min. á móti á sunnudag. Coghlan er fyrsti maður sem hleypur vegalengdina innanhúss á innan við 3:50minútum. -hsím. Kristján í öðrusæti — yfirmestu markaskorarana Frá Sigmundi Ö. Steinarssyni, fréttamanni DV á B-keppninni í J Hollandi. Eftir níu mörkin í gær er Kristján | Arason nú annar markahæsti leikmaður B-keppninnar. Þeir marka- hæstu eru. Erhart Wunderlich, V-Þýskal. 21 Kristján Arason, íslandi 19 Peter Kovacs, Ungverjal. 18 Yoav Druker, ísrael 16 Fimm leikmenn hafa skorað 15 mörk hver. ísland hefur skorað 58 mörk og skiptast þau þannig á leikmenn, Kristján 19/9, Alfreð 8, Guðmundur 7, Bjarni 6, Páll 6, Þorbergur 4, Sigurður Sveinsson 4/3, Þorgils Óttar 2, Ólafur 1 og Steindór 1. SOS/hsím. Svðsslendingar oft skæðir Það er ekki í fyrsta skipti sem Svisslendingar koma á óvart í heims- meistarakeppni í handknattleik, þegar þeir unnu Spánverja í gær. 1 A-riðli heimsmeistarakeppninnar í V-Þýska- landi í fyrra, þar sem Vestur-Þjóðverj- ar voru að verja heimsmeistaratitil sinn, gerðu þeir svissnesku sér lítið fyrir og gerðu jafntefli 1S—16 við V- Þjóðverja og sendu þá niður í B-riðil- inn með þvi. SOS Fonnaðurínn þoldi ekki álagið Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, fréttamanni DV á HM-keppninni i Hollandi: Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, var sýnilega „sjokkeraðasti” maðurinn af öllum í íþróttahöllinni hér í Gemert i gærkvöldi. Þegar staðan var 9:8 Sviss i vil i leiknum við Spán stóð hann upp úr hópi 1100 áhorfenda og heimtaði að dómar- arnir dæmdu töf á Svisslendingana, sem þá voru rétt búnir að fá boltann. í leik íslands við Belgíu stóð hann fyrir aftan varamannabekk islands og þegar Belgarnir komust yfir 19:18 undir lokin sást hann fara að færa sig að útgöngudyrunum og þaðan fylgdist hann með lokaminútunum. „Þetta eru leikir sem ég vil gleyma sem allra fyrst en geri það sjálfsagt aldrei,” heyrðist hann tauta fyrir munni sér þegar hann gekk út úr höll- inni, gjörsamlega niðurbrotinn maður. -klp- Þarstjóma Svíar með soma Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð. Mikill áhugi er hér i Sviþjóð á leik Roma og Benfica i UEFA-keppninni í knattspyrnu i Róm 2. mars. Þessi tvö frægu félög hafa verið yfirburðaiið í 1. deildunum á ítalíu og í Portúgal á leiktímabilinu undir stjórn sænskra þjálfara. Nisse Liedholm, sem nýlega varð sextugur en lék á yngri árum með Albert Guðmundssyni hjá AC Milano, er við stjórnvölinn hjá Roma, gamal- frægur kappi i ítalskri knattspyrnu og þjálfari eftir að ferli hans lauk. Við stjórnvölinn hjá Benfica er hins vegar Sven Göran Ericsson. GAJ/hsím. Brian Talbot skoraði, aldrei þessu vant, beint úr aukaspymu, sem leikmenn Middlesbrough héldu að væri „óbein” — það er að ekki mætti skora beint úr spymunni. Svartur dagur í Hollandi | Sviss sigra< leikur um n< — íslenska liðið úr jafnva Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, fréttamanni DV á HM-keppninni í HoUandi: Svisslendingar gerftu draum Islendinga um aft komast í keppni hinna sex bestu á B-heims- meistaramótinu í handknattleik karla aft engu í gærkvöidi, þegar þeir lögftu Spánverja að veUi í æsispennandi leik í Gemert. Svisslendingar gerftu þaft í leiknum sem Islendingar áttu aft gera þegar þeir léku vift Spánverja í fyrsta leiknum — en þaft var að berjast og gefa hinum skapheitu Spanjólum engan frift til aft leika sér. Þetta haffti þau áhrif á þá í þessum leik aft þeir fóru aft rífast — fyrst vift dómarana og síftan innbyrftis. Þoldu ekki mótlætift og var þaft banabiti þeirra. Arsenal í sjöttu umferð á vafasömum aukaspyrnum sigraði Middlesbrough 3-2 á Highbury í gær — Bumley sigraði C. Palace „Arsenal skoraöi tvö af mörkum sinum eftir vafasama dóma hjá dóm- urunum og ég skil vel gremju leik- manna Middlesbrough,” sagði Frank McLintock, fyrrum fyrirliði Arsenal, sem var meðal fréttamanna BBC á Highbury, eftir að Arsenai hafði sigrað Middlesbrough 3—2 í leik liðanna í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í mjög spennandi leik. t. 6. umferð, 12. mars, á Arsenal heimaleik við Aston Villa. Þá sigraði Burnley Crystal Palace 1—9 og var sigurmarkið skorað úr víta- spyrnu, sem var tvítekin. Burnley á heimaleik við Sheff. Wed. í 6. umferð. Arsenal byrjaði með miklum krafti gegn Middlesbrough í gærkvöld og þegar 13 min. voru búnar virtist öllu lokið fyrir 2. deildarliðið. Arsenal hafði skoraö tvívegis. Fyrra markið kom á 7. mín. eftir að Graham Rix hafði strax tekið vafasama aukaspymu, sem dóm- arinn dæmdi. Gaf á Tony Woodcock, sem skallaði í markið. Á 13. mín. skoraði svo blökkumaðurinn Paul Davis með föstu skoti af 20 metra færi og nánast formsatriði virtist að ljúka leiknum. Davis lék i staö Júgóslavans Petrovic, sem var settur úr liði Arsenal aö þessu sinni, og þá lék Alan Sunderland með liðinu eftir fjarveru vegna meiðsla síðustu fimm leikina. Þriggja manna vörn Malcolm Allison, stjóri Middles- brough, kom mjög á óvart með því að vera með þriggja manna vöm. Ætlaði sér að láta lið sitt leika sóknarleik til að knýja fram sigur. Og þrátt fyrir hina slæmu byrjun breytti hann ekki til. Middlesbrough fór að koma meira inn í myndina og tókst að minnka muninn í 2—1 á 28. mín. David Shearer skoraöi og mikil spenna var í leiknum. Litlu munaöi að Middlesbrough jafnaði fyrirhlé. Arsenal lék undan nokkmm yindi í síðari hálfleik og sótti talsvert framan af og skoraði þriðja markið á 58. mín. Þá dæmdi dómarinn mjög óvænt auka- spyrnu á Middlesbrough rétt utan víta- teigs eftir að linuvörður hafði veifað á rangstöðu á Sunderland. Brian Talbot, sem sjaldan tekur aukaspyrnur, hljóp að knettinum og skoraði. Leikmenn Boro þustu að dómaranum og mótmæltu ákaft. En hann breytti ekki um skoöun og fréttamönnum BBC fannst dómur hans meira en lítið vafa- samur. En leikmenn Middlesbrough gáfust ekki upp og á 75. mín skoraði Shearer annað mark sitt í leiknum, 3—2, og mikil læti lokakaflann. Middlesbrough sótti mjög en Pat J ennings var frábær í marki. Varði hvað eftir annað vel í sínum 1001 leik, einkum þó frá Ray Hankin á 87. mín., þegar vöm Arsenal var splundruð. Arsenal er því komiö í sjöttu umferð en Arsenal hefur 11 sinnum komist í úrslit bikarkeppn- innar eöa oftar en nokkurt annað lið að Newcastle undanskildu. Liðin voru þannig skipuö í gær: Arsenal. Jennings, HoUins, Sansom, Whyte, Robson, Nicholas, Talbot, Rix, Sunderland, Woodcock og Davies. Middlesbrough: O’Hanlon, Nattrass, Kennedy,- Baxter, Wood, Otto, Mowbray, Sugrue, Bell, Shearer og Hankin. Burnley vann Crystal Palace yfirspilaði Bumley nær aHan fyrri hálf leikinn en tókst ekki að skora. Chrís Jones og Ian Edwards fóra mjög Hla með góð færi. Þá varði Aian Stevenson mark Bumley með glæsibrag. Palace var betra liðið framan af síðari hálfleik, Jones átti stangarskot á 54. mín en svo fór Burnley að sækja í sig veðrið. Bjargað var á marklínu Palace og þeir Trevor Steven og Hamilton fengu færi, sem þeir misnotuöu. Á 82. min. braust Steve Taylor í gegn um vöm Palace en var f elldur innan vítateigs. Brian Laws tók spymuna. Spyrnti framh já en dóm- arinn ákvað að endurtaka spymuna eftir að hafa rætt við línuvörð. Markvörður Palace hafði hreyft sig of fljótt. Þá tók Taylor vítaspymuna og skoraði og hinn merkilegi bikarþáttur Bumley, neðsta liðsins í 2. deild, heldurþvíáfram. Tveir aðrir leikir voru háðir á Englandi í gær. I 3. deUd gerðu Southend og Wrexham jafntefli 2—2 og í 4. deild vann Tranmere Swindon 2—0. -hsím. Liðið sem Jóhanna er í — það vinnur Jóhanna Guðjónsdóttir frá Húsavik á að baki sérstæðan íþróttaferil, sem enn sér ekki fyrir endann á. Um síðustu helgi tryggði lið hennar, Þrótt- ur, sér ÍsIandsmeistaratitUinn í blaki kvenna. Jóhanna varð þar með Is- landsmeistari í fimmta sinn í meist- araflokki í blakinu. Jóhanna varð meistari með Völsungi í blakinu árin 1978 og 1979. Næstu tvö Jóhanna Guðjónsdóttir — í landsUðinu i blaki og handknattleik. Myndin var tekin þegar hún var kjörin blakmaður ársins 1979. árin, 1980 og 1981, lék hún með Víkingi, sem varð Islandsmeistari bæði árin. I fyrra tók hún sér frí frá blakinu en í ár leikur hún með Þrótti. Það viröist því vera alveg sama með hvaöa Uði Jóhanna leikur í blakinu. Liðið sem hún er í verður meistari. Það er að minnsta kosti reynslan síðustu fimm árin. En Jóhanna er ekki eingöngu í blakinu. Hún er einnig kunn sem hand- knattleikskona. Hún leikur nú í marki með Víkingsliðinu og handboltalands- liðinu iíka. Og að sjálfsögöu á hún einnig að baki landsleiki í blakinu. -KMU. Jafnt var í hálfleik, 10:10, en Spánverjam- ir voru komnir i 8:is um miftjan nameiKuin. Sviss jafnafti í 18:18 þegar 8 mínútur voru eftir en Spánn komst aftur yfir 22:20. Sviss jafnafti aftur 22:22 og voru þá ægileg læti í höllinni, þar sem 1100 áhorfendur voru samankomnir og flestir á bandi Svisslend- inga. Þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum skoruftu Svisslendingar sitt 23. mark vift geysi- legan fögnuft. Klukkan var stöftvuö þegar 7 sekúndur voru eftir en þegar hún fór aftur af staft var einn Spánverjinn meft boltann í höndunum inni í teignum og þar var hann bar- inn í gólfift. Innidómarinn dæmdi vítakast og fögnuftu Islendingarnir því mjög, því ef Spánverjamir hefftu skoraft úr því var sæti þeirra í betri hluta keppninnar tryggt. En hinn dómarinn, sem var frá Hollandi, var ekki á sama máli og dæmdi aukakast, sem ekkert varft úr því allt var á suftupunkti á vellinum. Spánverjamir urftu alveg æfir og þjálfari þeirra var rekinn út úr húsinu fyrir mótmæli og munnsöfnuft. Svisslendingar voru þar meft sigurvegarar í leiknum og átti enginn von á því. Þeir dönsuftu um gólfift af fögnuftu, áhorfendurnir Þriðj ísland — íheimsmeis handknat Frá Sigmundi Ö. Steinarssyni, fréttamanni DV á HM-keppninni í HoUandi: Það var aUt annað en skemmtUegt að koma inn í búningsklefa islenska Uðsins eftir leikinn við Belgíu i gær- kvöldi. Menn sátu þar og störðu upp í loftið, gjörsamlega niðurbrotnir eftir leikinn og þá sérstaklega úrsUtin í Ieik Spánar og Sviss. „Maður er varla enn búinn aö átta sig á þessu,” sagði Olafur Jónsson. „Þetta var mikið áfaU og ég trúi þessu varla ennþá.” Þetta er þriðja áfalUð sem við verðum fyrir í þrem síðustu heims- meistaramótum. Fyrst var það á HM í Danmörku, síðan í B-keppninni i Frakklandi og nú í B-keppninni hér. ’ ’ Ekki með hugann við leikinn „Það þýðir ekkert annaö en að bíta á jaxlinn og snúa sér að næsta verkefni, sem er að halda áfram í B-keppninni,” Sóknarnýl Sóknarnýting íslenska Uðsins í leiki hálfleiknum voru skoruð 14 mörk úr 26 leiknum 9 mörk í 28 sóknum eða 32,1%. Brynjar Kvaran varði fimm skot í leik einstakra leikmanna var þannig: Þorbergur A. Steindór Gunn. Guðm. Guðm. Ólafur J. Bjarni Guðm. Kristján Ara. Sig. Sveins. Þorbjörn J. PáUÓl. AifreðG. Skot Mi 5 1 1 1 6 12 0 0 5 6 Kristján skoraði þrjú mörk úr vítakö:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.