Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Síða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. Andlát Öli Sigurjón Barödal lést 22. febrúar. Hann fæddist á Patreksfiröi 5. júní 1917. Ungur hóf hann störf viö sjó- mennsku og stundaði þau framan af ævi. Er sjómennsku lauk keypti hann seglagerðina Ægi sem hann rak með aöstoð fjölskyldu sinnar til æviloka. Eftirlifandi eiginkona hans er Sesselja Guðnadóttir. Þau hjónin eignuðust 5 syni en misstu einn í æsku. Utför Ola verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Stefana Björnsdóttir, fyrrverandi saumakona, Bergstaöastræti 4, verður jarösungin frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 2. mars kl. 14. Ólöf Magnúsdóttir, Digranesvegi 74 Kópavogi, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miövikudaginn 2. mars kl. 13.30. Friðrik Ingimundarson er látinn. Utför hans hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinslátna. Vikingur Sævar Sigurðsson andaöist í sjúkrahúsi í London 25. febrúar. Brynjar Þór Ingason, Hátúni 32 Kefla- vík, lést af slysförum í Las Vegas, Bandaríkjunum, laugardaginn 26. febrúar. Guðrún Guömundsdóttir frá Snai tar- stöðum andaöist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 27. þessa mánaðar. Guðrún Helgadóttir frá Heggstööum, Vogatungu 34 Kópavogi, lést á gjör- gæsludeild Landspítalans 25. febrúar. Jarðarförin fer fram föstudaginn 4. mars kl. 15 frá Fossvogskirkju. Elsa M. Jóhannesdóttir, Fifuseli 26, áður Ásvallagötu 15, sem lést í Landa- kotsspítala 22. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskepellu fimmtudaginn 3. mars nk. kl. 13.30. Fundir 1. Ráð Málfreyja á íslandi heldur fund laugardaginn 5. mars nk. að Síðu- múlallíReykjavík. Á dagskrá fundarins verður meðal annars kosning í embætti æðstu stjórnar Málfreyja á Islandi. Eitt stórt verkefni fundarins er ensk ræðukeppni, en hún fer fram árlega og taka nú 7 konur þátt í þessari keppni. Allar ræður eru teknar upp á snældur og verðlaunaræðan síðan send áfram í alþjóðlega ræðukeppni sem haldin verður í Boston í júlí í sumar. Málfreyjur á Islandi hafa oftar en einu sinni orðið sigursælar í þeirri keppni. Kvenfélag Hreyfils Fundur í kvöld, þriðjudag, kl. 21.00. Upplestur o.fl. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í félagsheimili kirkj- unnar fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30. Dag- skrá fundarins verður f jölbreytt, kaffiveiting- ar verða og að lokum verður hugvekja sem séra Ragnar Fjalar Lárusson flytur. Félags- konur, fjöimennið og takið með ykkur gesti. Samhygð Kynningarfundur veröur hjá Samhygö alla fimmtudaga kl. 20.00 aö Ármúla 36, 3. hæö (gengiö inn frá Selmúla). Konur í Árbæjar- og Seláshverfi fjölmennum á kynningar- og skemmtifundinn hjá kvenfélagi Árbæjarsóknar í safnaöar- heimilinu í kvöld, þriöjudaginn 1. mars, kl. 20.40, skemmtidagskrá og veitingar. Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur verður meö skemmtifund og föndur í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík heldur fund á Hallveigarstöðum fimmtudag- inn 3. mars kl. 20.30, gestur fundarins verður prestur safnaðarins, Gunnar Bjömsson. Vígbúnaðurinn í Norður Atlantshafi Fræöslufundur samtaka herstöövaandstæö- inga veröur á Hótel Heklu í kvöld kl. 20.30. Framsaga: Árni Hjartarson. Allir velkomnir. Málfreyjudeildin Björkin heidur fund miðvikudaginn 2. mars kl. 20.30 að Hótel Heklu. Gestir velkomnir. Tilkynningar 14. Háskólatónleikar vetrarins verða í Norræna húsinu í hádeginu miðviku- daginn 2. mars kl. 12.20—13.00. Einar Jó- hannesson og Anna Málfríður Sigurðardóttir leika saman á klarinett og píanó: sónötu í Es- dúr eftir Brahms og Four short peaces eftir írska tónskáldið Howard Ferguson. JC Reykjavík Félagsfundur verður haldinn að Hótel Loft- leiðum, Kristalsal, í kvöld kl. 19.30. Fundur- inn hefst með borðhaldi. Gestur fundarins verður Davíð Scheving Thorsteinsson. Kom- um öll tímanlega. Árdagar Ármúlaskóla standa fyrir útvarpssendingum alla daga fram á Smmtudag. Landsmenn geta hlustað á útsendingar þeirra félaga á FM bylgju 91,5 frá kl. 8—12, eftir hádegi frá kl. 14—19 og á næturútvarp frá kl. 22—03. Ný störf Forseti Islands hefur hinn 30. desember sl. skipað frú Guðrúnu M. Skúladóttur til þess að vera deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá og með 1. janúar 1983 að telja. Hinn 26. janúar 1983 veitti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Ama Tómasi Ragnarssyni lækni leyfi til þess að starfa sem sérfræðingur i gigtlækningum hér á landi. Ráðuneytið hefur að ósk Guðsteins Þengils- sonar veitt honum Iausn frá störfum heilsu- gæslulæknis í Kópavogi frá og með 1. janúar aðtelja. Samgönguráðuneytið hefur með bréfi, dags., 11. janúar 1983, skipað Ragnhildi Hjaltadóttur lögfræðing í stöðu löglærðs fulltrúa frá og með 1. janúar 1983 að telja. Hinn 3. febrúar 1983 var Páli Bjömssyni lög- fræðingi, veitt leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hinn 25. janúar 1983 veitti landbúnaðarráðu- neytið Olafi Jónssyni leyfi til að stunda dýra- lækningar hér á landi. Hinn 3. febrúar 1983 veitti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Hafsteini Sæmundssyni lækni leyfi til þess að starfa sem sérfræðingur í kvenlækningum og fæðingarhjálp hér á landi. í gærkvöldi í gærkvöldi Limlestingar og píanóetýður Innheimtudeild ríkisútvarpsins ætl-. ar ekki aö gera þaö endasleppt í óvenjulegum auglýsingum. Flestum þótti nóg um dillibossana sem Rósa nokkur Ingólfsdóttir hannaöi á skjá- inn á síöasta ári og frægir uröu aö endemum. En auglýsingin sem nú birtist á skjánum á hverju kvöldi tekur þó út yfir allan þjófabálk í smekkleysu og fáránleika. Eg þori aö éta hattinn minn upp á aö þarna hefur sama mannesk jan lagt hönd aö verki — sem aldrei skyldi veriö hafa. Sjónvarpiö sýndi í gærkvöld mjög áhrifamikla mynd, Sonur nágrann- ans, sem fjallaði um pyntingar í Grikklandi á dögum herforingja- stjórnarinnar þar í landi. Þaö þarf oft ekki aö leita langt yfir skammt til aö finna mannréttindabrot af verstu tegund, ofbeldi og pyntingar gerast ekki bara í Sovét og Suður-Ameríku. Á þeim árum sem herforingjastjóm- in sat aö völdum, 1967 til 1974, fóru þessi mál ekki hátt í vestrænum fjöl- miðlum miöaö viö það sem gerðist handan viö járntjaldið. Sama gildir nú á dögum um þaö sem er aö gerast í fangelsum tyrknesku herforingja- stjórnarinnar. En þar era jú banda- menn vorir til vamar frelsinu og lýð- ræöinu. Lýsingarnar á pyntingunum sem' fram fóra vora hroöalegar, en jöör- uöu viö aö vera fáránlegar þegar fyrrverandi bööullinn lýsti því hvernig hann gat kvalið menn,: limlest og bariö til óbóta á daginn, en farið síðan heim til fjölskyldunnar,; sem ekkert vissi um starfa hans, og| látiö sem hann heföi lokið góöu dags- verki. Þetta minnti mig á Göring gamla (eða einhvern af þessum pamfílum nasista) sem skipulagði útrýmingu á gyðingum í vinnutím- anum en spilaði síöan rómantískar' etýður á píanóiö fyrir börnin sín á kvöldin. Mér varö líka hugsaö til þess aö heppnir værum við Islend- ingar aö hafa enga stofnun þar sem menn era aldir upp í aö sitja og standa eftir skipunum. Ólafur E. Friðriksson. Jói sýndur enn um sinn Vegna gífurlegrar aðsóknar að síðustu sýn- ingum á leikriti Kjartans Ragnarssonar, Jóa, sem Leikfélagið ætlaði að hætta að sýna fyrir nokkru vegna þrengsla og annarra nýlegri verkefna, hefur verið ákveðið að sýna leikrit- ið enn um sinn. Ovíst er þó, hversu margar sýningar geta orðið og fólki ráðlagt að draga ekki að sjá sýninguna, hafi það áhuga á að missa ekki af þessu vinsæla verki. Sýningar á Jóa eru nú orðnar 120 og áhorf- endur orðnir 24.500. I Jóa er sagt frá ungum hjónum í Reykjavík á okkar dögum — hún er sálfræðingur, hann myndlistarmaður —, sem skyndilega standa frammi fyrir því að þurfa að taka að sér þroskaheftan bróður kon- unnar, Jóa, sem þarfnast sérstakrar umönn- unar og krefst fórna af þeim, sem taka hann að sér. Sýningin á Jóa í leikstjórn höfundar sjálfs þykir einkar áhrifamikii, bæði vegna efnismeðferðar og afbragðsgóðs leiks. Hafa Leikfélaginu borist óvenju mörg bréf frá þakklátum áhorfendum, sem hafa hrifist af þessari fallegu sýningu. Með titilhlutverkið Jóa fer Jóhann Sigurðs- son, ungu hjónin leika Hanna María Karls- dóttir og Sigurður Karlsson, föður þeirra syst- kina leikur Guðmundur Pálsson og önnur stór hlutverk leika Elfa Gísladóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Jón Hjartarson. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson. Næsta sýning á Jóa er á þriðjudagskvöldið. Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar að Gnoðarvogi 44, 2 hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, sími 31575. Póstgírónúmer samtakanna er 4442—1. Skrifstofa FR deildar 4 er opin að Síðumúla 2, sími 34200, pósthólf 4344. Þriðjudaga kl. 17—19, miðvikudaga kl. 18—19. Formaður til viðtals fimmtudaga kl. 20—22, föstudaga kl. 17—19, og laugardaga kl. 14-16. að Kjarvalsstöðum 1 kvöld, þriðjudaginn 1. mars, heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar tónleika að Kjarvalsstöðum. A tónleikunum koma fram hljómsveit Tónskólans og einleikaramir Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari og Olla Carolusson pianóleikari. Þær taka báðar lokapróf frá Tónskólanum á þessu vori og eru þessir tónleikar liður í prófinu. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Wolfgang Amadeus Moz- art, Joseph Haydn og John A. Speight. Stjórn- andi er Sigursveinn Magnússon. Allir eru velkomnir á tónleikana. Flutningabíll faukíHvalfirði Stór vöraflutningabíll frá Þórði Þ. Þórðarsyni á Akranesi fauk á veginum fyrir sunnan Botnsá í Hvalfiröi í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Hafnarfiröi iokaöi bíllinn veginum um tíma. Engin meiösl uröu á mönnum viö veltuna en bíllinn mun hafa skemmst nokkuð. -JGH. Félagsvist verður spiluð í kvöid í safnaðarheimili Hall- grímskirkju til ágóða fyrir kirkjubygginguna. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Sóknarfélagar Munið spilakvöldið að Freyjugötu 27, miðvikudaginn 2. mars kl. 20.30. Gjaldþrot Meö úrskuröi Skiptaréttar Kópavogs, upp- kveðnum 24. janúar 1983, var bú Fiskó hf., nnr. 2342-8369, tekið til gjaldþrotaskipta. Meö úrskurði skiptaréttar Kópavogs, upp- kveönum 15. desember 1982, var bú Anja hf., ■ nnr. 0307-8337, tekið til gjaldþrotaskipta. MeÖ úrskuröi skiptaréttar Kópavogs, upp- kveönum 22. desember 1982, var bú Mynd- smiðjunnar hf., nnr. 6580-8749, tekiö til gjald- þrotaskipta. Kvenfélag Kópavogs verður með félagsvist mánudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í félagsheimili Kópavogs. Allir velkomnir. Áskorendaeinvígin: Jafntef li milli Beljavskíog Kasparovs Fyrstu skákinni í áskorendaeinvígi Alexanders Beljavskís og Garry Kasparovs lauk í gær meö jafntefli eft- ir allharða baráttu. Haföi Beljavskí hvítt og tefldi hvasst í byrjun, fómaöi peöi og virtist ætla aö ná undirtökun- um, en Kasparov gaf peöiö aftur og náði aö jafna stööuna. Þegar skákin fór í biö haföi Kasparov tekist aö fá heldur hagstæðara tafl en Beljavskí tókst þó aö halda jöfnu í framhaldinu og sömdu keppendur jafntefli eftir 64 leiki. Báðir eru keppendur sovéskir. önnur áskorendaeinvígi fara senn aö hef jast og vinnur sá sem lengst heldur velli réttinn til þess aö tefla einvígi viö Anatoly Karpov um heimsmeistara- titilinn á næsta ári. BH. H&H skoöar sjálft Húsið í stúdióinu Garöurinn Dýrustu leöur- húsgögnin koma frá Sviss____ BÚIDÍ , með torfþaki -- og af'nað, sem e'aðrisA Torfuhús og Húsið í „Trúnaðarmáli" í nýjasta Hús & híbýli Fyrsta tölublað Húsa & híbýla á þessu ári er komið út. Tvö óvenjuleg „innlit” eru á efnis- yfirlitinu, annað í bragga, sem trúlega er síð- asti bragginn á landinu sem búið er í, og hitt innlitið er í sjálft „Húsið”, sem fer með aðal- hlutverkið í nýjustu íslensku kvikmyndinni. H&H fékk að ljósmynda húseiningarnar, sem reistar voru í kvikmyndastúdíóinu fyrir kvik- myndatökuna. Forvitnilegt og spennandi efni. Fleira forvitnilegt er að finna í þessu tbl. H&H, svo sem eins og kúluhúsin, sem augu manna beinast að í æ ríkara mæli. 1 þessu blaði er sagt frá tveim íslenskum kúluhúsum. Annaö er að rísa í Höfnum, en hitt húsið bíður arkitekt eftir að fá að reisa eftir eigin teikn- ingum í Kópavogi. Og enn um nýstárlega hluti; H&H varpar fram þeirri hugmynd, að lampaskermar verði prjónaðir og kemur með uppskrift að einum slikum ásamt ljósmynd af nokkrum prjónaskermum. Þá er í blaðinu að finna myndir af baðher- bergissettum og blöndunartækjum, sem hönnuð eru af heimsfrægum hönnuðum. Eitt- hvað fyrir augað. Enn meira óvenjulegt; óvenjulega heilsu- samleg rúm eru tekin til meðferðar í þessu tbl. og ennfremur óvenjuleg leðurhúsgögn. Leðurhúsgögn þessi geta talist óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Ritstjóri H&H er Þórarinn Jón Magnússon. Utgefandi er SAM-útgáfan s/f. BELLA Kannski lífið yröi heidur þægilegra, ef ég breytti mér í þessa feitu, gáfuöu kvengerö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.