Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. 9 Utlönd Útlönd Utlönd Útlönd Ljósmyndun á tíræðu dýpi Lítið neöansjávarvélmenni búið myndavélum og ljósabúnaði hefur náö nákvæmum myndum af tveimur bandarískum skonnortum sem sukku í Ontariovatni árið 1813. Myndirnar marka tímamót í könnunum undir yfir- borði vatns að því er segist í nýjasta hefti tímaritsins National Geographic. Skipin fundust áriö 1975, en fundur- inn var ekki gerður opinber fyrr en á síðasta ári. Þau liggja á um hundrað metra dýpi í Ontariovatni í Kanada og um 150 metrar eru á milli þeirra. Skonnorturnar, Scourge og Hamilton, eru tæpir 20 metrar á lengd. Nú er unniö að því að ná þeim upp úr vatn- Ljósmynd af líkneski þvi er prýðir stefni skonnortunnar Hamilton. HETIAN BRENNU- VARGUR Starfsmaður á sjúkrahúsi í Lundún- um hefur játað fyrir rétti að honum hafi líkað svo vel hetjuljóminn sem stafaði af því að verða fyrstur til að slökkva eld sem upp kom á sjúkra- húsum að það hafi leitt hann til að standa að f jórum íkveikjum. John Jones, 37 ára gamall rafvirki, sagðist hafa kveikt í og beðið síðan eft- ir því að einhver uppgötvaði eldinn. Þá kom hann hlaupandi og slökkti hann. Jones játaði á sig fjórar íkveikjur en fallið var frá ákæru á hendur honum gegn því aö hann fengi aðstoð geð- lækna. Teikning gerð eftir ljósmyndum frá vélmenni af skonnortunni Scourge sem liggur á 100 metra dýpi. inu. Að sögn Daniels A. Nelson, sem hefur yfirumsjón með því verkefni, eru skipin svo lítið skemmd að þau yrðu siglingafær á ný eftir lítilsháttar við- gerð. Krefst skaða- bóta af Graham Greene Rithöfundurinn Graham Greene á nú yfir höfði sér skaðabótakröfu að upphæð 280 þúsund króna is- lenskra vegna ærumeiðinga. Byggingaverktaki í Nice i Frakk- landi hefur farið fram á skaða- bæturnar á hendur Greene og dag- blöðum sem birtu tilvitnanir í bók rithöfundarins þar sem æru- meiðingamar koma fram. í bókinni er vikið að meintri glæpastarfsemi í Nice og bygginga- verktakinn, Daniel Guy, telur að þar sé sneitt að sér og að hann hafi orðið fyrir skaða af þessum sökum. Lögfræðingar hins 78 ára gamla rithöfundar, sem býr nú í Suður- Frakklandi, hafa sagt að skaða- bótakrafan sé ekki á neinum rök- um reist. heftir hún einnig meltinguna,” seg- ir í fréttinni. ÍSovétfæstpels afSnata Skinravelðimenn herja nú á sovéskar borgir og drepa alla hunda sem þeir ná til. Era hvorki flækingshundar né gæludýr óhult fyrir þeim. 1 sovéska dagblaðinu, Soviet- skaya Rossya, segir að tilraunir stjóravalda til að draga úr fjölda flækingshunda séu nú komnar út i öfgar því engin skepna, sem eigandinn er ekki með í taumi sé öhult fyrir skinnaveiðimönnum. Dagbiaðið segir að veiðimennirnir fari út á næturnar og roti dýrin með kylfum. Það birti lýsingu sjónar- votts sem sagðist hafa séö lög- reglumann í miðborg stórborgar teygja sig út úr lögrcglubíl til að skjóta flækingshund. Sagðist sjónarvotturinn hafa horft á þessar aðfarir furðu lostinn. En að mati blaðsins er aðalvandamálið þó þeir skinnaveiðarar sem drepa hverja skepnu sem þeir ná i tU að selja feldina tU pelsagerðar. Byltingar- mönnumsleppt Egypsk stjórnvöld hafa nú látið iausa 34 fanga sem handteknir voru vegna morðsins á Anwar Sadat í október 1981. Á meðal þeirra sem látnir voru iausir var faðir eins þeirra þriggja manna sem teknir voru af Iífi vegna morðsins ífyrra. Þeir sem látnir voru lausir lágu aUir undir grun um að tilheyra leynUegri trúarhreyfingu strang- trúaðra múhameðstrúarmanna. Enn eru 281 maður í haldi i Egypta- landí vegna gruns um að hafa ætlað að standa að stjóraarbyltingu í kjölfarið á dauða Sadats og koma á islömsku lýðveldi með klerka veldið í íran sem fyrirmynd. TRÉSMIÐJAN VÍÐIR bendirá: Söluaðilar úti um allt land: Það vandaðasta verður a/ltaf ódýrast! Nýform, Strandgötu 4, 220 Hafnarfirði. Duus hf., Hafnargötu 36, 230 Keflavik. Versl. Bóra, 240 Grindavik. Kjörhúsgögn, Eyrarvegi 15,800 Selfossi. J.S.G. húsgögn, 780 Höfn Homafiröi. Bólsturgerflin, Túngötu 16, 580 Siglufirfli. Jóhann Stefánsson, Lœkjargötu 9, 580 Siglu- firði. Húsgagnav. Sauðórkróks, öldustíg 7, 550 Sauflórkróki. Húsgagnav. Hótún hf., Sœmundargötu 7, 550 Sauflórkróki. Höskuldur Stefónsson, Hafnarbraut 15, 740 Neskaupstað. Verslunarfól. Austurlands, 700 Egilsstöðum. Augsýn hf., Strandgötu 7, 600 Akureyri. Valberg hf., 625 Ólafsfirfli. Versl. Ósbœr, 540 Blönduósi. Húsgagnav. ísafjarðar, Aflalstrœti 24, 400 ísa- firfli. Kaupfól. Langnesinga, 680 Þórshöfn. Versl. Bjarg, 300 Akranesi. Reynistaður sf., Skólavegi 13, 900 Vest- mannaeyjum. Húsgagnav. Harflar Hjartarsonar, 710 Seyðis- firði. Bílar og búslófl, Garðarsbraut 62, 640 Húsa- vik. Versl. Húsið, 340 Stykkishólmi. Húsprýði, 310 Borgamesi. Versl. Sigurðar Pólmasonar, 530 Hvamms- tanga. Vorsl. Lykill, 730 Reyðarfirði. Seria sf., Aflalstrœti 27, 400 ísafirfli. Trésmiðjan Smiðjuvegi 2 — Kópavogi. Símar 44444 - 44725. Opnunartímar í mars Konur: Karlar: Þri. 12-21 Mán. 12-21 Fim. 12-21 Mið 12-21 Lau. 10-15 Fös. 12-21 Sun. 14—16 Sun. 10-14 Viltu grennast, viltu styrkjast í Apoiló býðst þér fullkomin aðstaða til al- mennrar líkams- og heilsuræktar. • Æfingatæki gerast ekki betri — yfir 30 stöðvar. • Einstaklingsbundin, þaulreynd æfingaprógrömm ásamt traustri og góðri tilsögn þjálfara. • Sólböð eru hreinleg og fljótvirk — 4 klefar. • Gufubað, 8 manna vatnsnuddpottur, nuddtæki. • Barnakrókur með leiktækjum. • I setustofu er boðið upp á kaffi og svaladrykki. • Mánaðargjald er 500 kr./650 kr. með sólböðum. • 20% afsláttur af 3ja mánaða gjöldum. Mætingartími á æfingar er frjáls. Haldið við heilsunni í Apolló. APOLLÓ SF LÍKAAlSKA'JkT Brautarhoiti 4, sími 22224 Úr æfingasal Nuddpottur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.