Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞREÐJUDAGUR1. MARS1983. 13 DOLLARATEKJUR AFÓDÁÐAHRAUNI Eftir hina mildu daga í byrjun föst- unnar, brá okkur á Suðurláglendinu nokkuö í brún, þegar hann byrjaði allt í einu aö snjóa á laugardaginn; snjóa með stórum ísvotum flyksum, sem voru á stærð viö 400 króna frímerkin, þessi með kýrhausnum, sem nú er víst ekki lengur hægt að nota á almenn bréf, enda eru þau búin að vera í gildi síðan fyrir jól. Áöur en varði var kom- in alhvít jörð. Auðvitað vissum við, að veturinn var ekki liðinn, en veðrið hafði verið svo milt. Volgt regnið minnti meira á blóm og garðvinnu en á snjódekk og lærbrot vetrarins. Hafið var þó í þungu skapi alla vik- una og það braut á Hraununum með heljardrunum. Nýliðin vika hefur því ekki verið skemmtileg hjá vertíðarsjó- mönnum, þar sem fáeinir menn eru að reyna að vinna fyrir þ jóðinni, sem ekki lætur nú allt of vel af kjörum sínum nú um stundir, þegar litið fé er til rann- sókna, ef frá er talinn reikningur þing- flokkanna, sem fær 63 út úr dæminu um lífsgátuna. Hin pólitísku lífskjör á SV-horninu, eiga svo hér eftir að miðast við árið 1959, en ekki 1944, þegar þeir töldu okkur trú um að þeir væru að stofna lýðveldi. Um helgina var mest rætt um kapal- sjónvarpið og um alþjóölega rallið, sem halda á í sumar. Það vakti athygli manna, aö stjórn- völd ráðast fyrst að kapals jónvarpinu í Breiðholti í Reykjavík, en ekki aö kapalstöö í einhverju notalegu kjör- dæmi úti á landi, sem þó hefði verið auövelt. Til dæmis eru starfræktar margar kapalstöðvar í kjördæmi dómsmálaráðherrans, í kjördæmi samgönguráðherrans, sem fer með fjarskiptamál, að ekki sé nú minnst á kjördæmi menntamálaráðherrans, sem fer með æðstu völd í málum Ríkis- útvarpsins. Gæti það stafað af því að í kjördæm- um ráðherranna eru lýðréttindin meiri en í Breiðholtsjökli? Aðeins fimmti hver maður hefur kosningarétt í Breið- holti? Allavega er hagræði að þessu fyrir strjálbýlisþingmennina, sem nú sleppa viö að útskýra þaö fyrir kjósendum sínum, að eftirleiðis verður aöeins um tvennt að velja. Að horfa á íslenska sjónvarpið, eða kaupa video sem kost- ar þr jár milljónir gamlar. Ekki byði ég a.m.k. í þingmannsefni úti á landi, sem kæmi í þorp, eða bæ, þar sem sýslumaðurinn væri búinn að loka fyrir kapalsjónvarpið. Nei, þarna hefur önnur jarðvinna og aðrar linur haft meira að segja en kapalkerfið í Breiðholtsjökli hjá Video- son. Eflaust veldur þetta mikilli gleði hjá Alþýðubandalaginu, þótt eigi skuli um það spáö hér, hvort verður ofan á Kabúlsjónvarp ríkisins, eða kapal- stöðvar almennings. Það síðarnefnda byggist auðvitað á því að enginn meö fullu viti endist til þess aö horfa á Sjón- varp E1 Salvador öll kvöld vikunnar. Það kemur sér lika einkar vel í kosn- ingabaráttunni að geta neytt Islend- inga að sjónvarpinu núna, þegar Al- þýðubandalagið er búiö að lækka kaup- ið með lögum, 14 sinnum í röð, sitjandi í ráðherrastólum. Og ekki hefur kommúnistum vegnað betur á öðrum stöðum, til dæmis í hermangi. Þeir standa illa, þrátt fyrir aðnú eru „fast- ir þriðjudagsfundir” byrjaðir aftur hjá hemámsandstæðingum. Þann hátt hafa kommamir alltaf á, þegar líður að kosningum. Bifreiðauppboð hjá Sölu vamarliðseigna em svo á mið- vikudögum. Hitt málið, sem fólk ræddi um helg- ina, var alþjóðlega ökukeppnin, eða rallið, sem halda á hér á landi í sumar. Það er að segja ef eigendur landsins leyfa þaö, búnaðarþing og náttúru- gripasafnið á Akureyri. Einnig hefur náttúruverndarráð fengiö málið til afgreiðslu, en ráðið starfar yfirleitt með sama hætti og vegabréfaútgáfa Sovétríkjanna. Segir bara nei. Það var að vísu vitað fyrir, að bænd- ur og búnaðarþing telja aö hálendið sé fyrst og fremst til að éta það. Það er að segja af sauðkindinni, sem er ágætt sjónarmið út af fyrir sig, og alls ekki verri aðferð við landeyðingu en aðrar, sem reyndar hafa verið. Ég held að almenningur sé ekki eins sannfærður um að banna eigi þetta al- þjóðlega rall, því það er ekki á hverj- um degi, sem Islendingar hafa hálfa milljón dollara í tekjur af Odáða- hrauni. En þetta er sú upphæð, sem talið er að útlendingamir skilji eftir sig í landinu, nettó. Þar á ofan er þetta mikil auglýsing og peningaveltan eykst í ferðaiðnaðin- um. Af landi hafa menn að sjálfsögðu áhyggjur alla daga. Hálendisakstur, undir eftirliti, er þó af tvennu illu betri en hinn gegndar- lausi óbyggöaakstur mnlendra og er- lendra ferðamanna á torfærubílum um landiö, á hverju sumri. Hann hefur valdiö tjóni. Menn hafa skrifað þessa sögu með prentstöfum í undirhlíðar Vífilfells, svo dæmi séu nefnd. Kjallarinn Sunnlendingar munu eftirleiðis, sem hingað til, framleiöa ál handa Akur- eyringum. En er það ekki nokkuð langt gengið að banna mönnum aö aka merkta vegi, bara af því að þeir spyrja aö því? Eins vel þótt fyrir liggi, að gjaldeyristekjur muni skipta milljónum króna. Það kann að vera fræðilega rétt að standa, í nafni vísinda, með ormum og örvemm. En þarf ekki að standa með Islendingum líka öðm hverjuí náttúr i- vemdinni? Þjóðin þarf á gjaldeyri að halda, ekki síður en mikilli ormafræði. Alhvít jörð var á Suöurláglendinu á sunnudag. Góa var komin í hreint, í landinu, þar sem teljandi munur er ekki lengur á vísindum og fáfræði. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. Jónas Guðmundsson Á hinn bóginn hefur veriö frá því greint, að ökumenn í þessari keppni munu aka leiðir, sem þegar era á opin- berum vegakortum, ef fáeinir línuveg- ir (með háspennulínum) eru undan- skildir. Og þaö einkennilega viö þessa ökukeppni er það, aö ökumenn ráða því ekki sjálfir hvaða leiö þeir fara. Áfangar era stuttir og eftirlitsmenn verða á landi og í þyrlum. Þeir færa sig milliáfanga. Auðvitaö er margs að gæta í um- hverfismálum. Til dæmis bjargaði náttúrugripasafnið á Akureyri Eyfirð- ingum naumlega frá stóriðju á dögun- um. Þannig að óhreinar þjóöir og ÞAÐ ER VITLAUST GEFIÐ „Og þótt þú tapir það gerir ekkert til því það er nefnilega vitlaust gefið.” SteinnSteinarr. Á þessum síöustu og verstu tímum þegar vísitalan er enn einu sinni gerð að kosningamáli koma mér þessar ljóðlinur Steins oft í hug. Sl. haust var okkur í miðstjórn A S I fengin í hendur hugmynd af nýju viðmiöunarKerfi vísitölu, auðvitað vora þessar hugmyndir á svo loðnu og flókru stofnanamáli að þær voru illskiljanlegar venjulegu fólki. Samt leist mér svo illa á þær aö ég lagði til í grein, sem ég skrifaði í DV, að vísitalan yröi lögð niður. Síöan þá hefur þessi skoöun mín styrkst. Launamisréttið í landinu er orðið svo voðalegt að það hlýtur að skelfa hvern mann sem í hjarta sínu trúir á jöfnuð og bræðralag. Vísitölufjöl- skyldan hefur í dag 32—35 þús. í meðallaun á mánuði og þriðjungur úrtaksins er með 47 þús. á mánuöi. Vísitölufjölskyldan nú er hjón með 1,98 barn, auðveldara er að segja hjón með tvö börn. Hjónin eru vafa- laust á besta aldri og tæplega vinna þau á réttu taxtakaupi. Inni í mynd- inni er ekkert af einhleypu fólki ekkj- um, einstæðum foreldram, oft með börn og unglinga á framfæri, eldra fólki og fólki meö skerta starfsorku. Eg fullyrði aö í hverju stéttarfélagi hér á Reykjavíkursvæðinu er fullt af einstaklingum með innan við 12 þús- und á mánuöi bæði í ASI og BSRB. Þingmenn og aðrir spekingar segja að hér sé um lítinn hóp að ræða. Ég spyr hvemig vita þeir það? Það er ekki eitt, heldur mörg ljón á veginum þegar óskaö er eftir að fundin sé tala þessa fólks, hún fröken tölva sem svo óspart eys úr sér upplýsingum sem oft reynast neikvæðar þegar gengiö er til samn- inga, hún getur ekkert sagt þegar þessi hópur er annars vegar. Kannski er hún svona brjóstgóð að hún vill ekki hryggja þá hjartahlýju menn sem í tíma og ótíma tala um hvað þeir vilja gera fyrir þá sem verst eru settir. En þetta er gleymt. Hópurinn, sama fólkið sem vóg salt á borðbrúninni eða féll niður þegar láglaunabótum var úthlutað sællar minningar. Þetta fólk er dæmt til að tapa þegar verðhækkanir dynja yfir viðnýja vísitölu. Tökum tæmi: Vísitala hækkar um 10%, þú hefur 10 þúsund í mánaðar- Kjallarinn Bjarnfreðsdóttir laun, þú færð 1 þúsund í bætur, en hafirðu 30—70 þús. í mánaðarlaun færðu 3—7 þús. í bætur. Sem sagt, litli maðurinn fær sáralítið bætt og stynur auk þess undan því sem hátekjumaöurinn tekur glaðbeittur við. Litli maðurinn á fátt sér til varnar. Þó á hann enn sinn atkvæðisrétt og atkvæöi hans vegur það sama og hinna. Vísitalan afnumin til reynslu Að öllu þessu athuguðu legg ég til að vísitalan verði afnumin í tvö ár til reynslu, jafnframt verði gerðar ýmsar ráðstafanir. Eg tel aöeins tvær upp í þessari grein þó ég hafi margar fleiri í huga, en þessar þarf aðgerastrax. I fyrsta lagi á aö hækka tekju- tryggingu veralega og sú hækkun á einnig að ná til þeirra sem sækja laun til almannatrygginga. I ööru lagi á að gera málin upp í desember ár hvert og sú kaupmáttarskerðing, sem verður, að fullu bætt, öllum jafnt. Nú á aö kjósa, tvisvar frekar en einu sinni. Ef að vanda lætur verður öllum vandamálum troðið niður í skúffu fram yfir seinni kosningar. Þá verður veröbólgan trúlega komin um eða yfir 100%. Atvinnuleysi er þegar farið að gera vart við sig, fleiri at- vinnufyrirtæki komast í þrot, nauðungaruppboð hrannast upp vegna vaxtaokurs og minnkandi greiðslugetu. Á meðan þingmenn eyöa tíma í að semja í gluggaskotum um hver eigi aö draga hvem á þing, fljótum viö öll að feigöarósi. Er ekki mál til komið aö sameinast um að finna ráð við vandanum? Liggur ekki meira á að finna lausn á efna- hagsvandanum en r júka nú í tvennar kosningar? Hvernig sem dæminu er velt þá er eitt víst, sú stjórn sem tekur viö í sumar eöa haust veröur að taka ákvarðanir. Þaö er ekki endalaust hægt að hella olíu á verð- bólgubálið og leggja nýjar og nýjar skuldir á afkomendur okkar. Ef sá andi ríkir áfram sem hefur ríkt í þjóðfélaginu lengi að þeir sem mest hafa skuli mest fá, þá óttast ég alvarlega um það fólk sem ég ber mest fyrir brjósti. Nú er mál til þess komið að standa upp, hrista fölsku spilin úr ermunum, stokka upp og gefa rétt. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.