Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Eg gat ekki hugsað mér neitt viðbjóðslegra en lögbrot á þennan hátt og ég myndi ekki horfa á fínasta djassprógramm í heimi, ef það kæmi frá Videoson,” segir Jón Múli Arnason, sem ekki er myrkur í máli frekar en endranær. En sitt sýnist hverjum og Steingrímur Sigurðsson, sem býr í sama stigagangi og Jón Múli að Stífluseli 1, kann vel að meta unaðssemdir myndbandavæðingarinnar. Svona lögbrjóta á að taka í gegn — segir Jón Múli Árnason, sem ekki horfir á Videoson ,,Sem Reykvíkingur á þessu svæði hef ég ekkert af Videoson að segja,” sagði Jón Múli Árnason, „vegna þess að þegar verið var að leggja Videoson- ruslið í þetta hverfi, þá afþakkaði ég það meö öllu, vegna þess aö ég gat ekki hugsað mér neitt viöbjóðslegra en lög- brot á þennan hátt tii þess að henda um mann rusli og jafnvel klámi. Sé nokkur maður i þessu hverfi sem gleðst sannarlega yfirþvíaðnúerloksveriö að taka þetta i gegn og hreinsa svolítið til í þessu, þá er það ég náttúrlega, því ég er eins og forfeður mínir hérna áður fyrr — þeir sögðu: með lögum skal land byggja. Svona lögbrjótarsem eru að leyfa sér svona viðbjóð, þar sem Ríkisútvarpið hefur einkarétt á þessu, — mér er kunnugt um það, ég vinn þar — það á að taka þá í gegn, það á að dæma þá til refsingar.” — Þúertsvonaharður, já? ,,Já, ég er nú svona harður.” — Nú er mér sagt aðVideosonhafi sýnt um dagana ansi góða djassþætti. „Það kemur ekkert málinu við. Ef djassþættir eru ólöglegir, pá hef ég ekkert við þá að gera. Ég nennti ekki einu sinni að hlusta á Duke Ellington, ef hann kæmi héma í hermannabún- ingi. Eg myndi ekki fara héma upp á næstu hæð til þess að horfa á fínasta djassprógramm í heimi, ef það kæmi frá Videoson.” — En segðu mér nú, Jón, ef þetta veltur nú svo að þetta verður allt gert löglegt áður en langt um liður, mynd- irðu þá geta hugsað þér að horfa á þetta? „Ef ég hefði eitthvað að segja um þessi mál, þá er ég algjörlega á móti því að rofinn verði einkaréttur Ríkisút- varpsins á þessum hlutum — ég held að þaö sé allt til spillingar og hins versta.” Ég er ekkert hneykslaður og það er margt hættulegra en video —segir Steingrímur Sigurðsson listmálari „Eg er ekkert hneykslaður á video, ég er langtum hneykslaðri á ýmsu öðra og mér finnst þetta þröngsýni og raunar íslensk öfundarhyggja, sem liggur á bak við þessa aðför gegn Video- son,” sagði Steingrímur Sigurðsson listmálari og lífslistarmaður og var kátur í bragði þegar við höfðum tal af honum, því að sýningin hans í Ásmundarsal gekk skínandi vel og málverkin rannu út eins og heitar lummur. Hvort velgengnin varð til að mýkja hug hans til Videoson vitum við ekki, en hann kvaðst margsinnis horfa á bíómyndimar sér til afþreyingar, ekki síst vegna þess að hann væri maður kvikmyndaglaður í meira lagi, en ekki hefði gefist ráðrúm til þess að fara oft í bíó hér á árum áður , þegar hann bjó fyrir austan f jall. „Yfirleitt finnst mér myndbanda- kerfin ekki hóti meira siðspillandi en margt af því sem verið er að troöa upp í trantinn á Islendingum; þvert á móti er ýmislegt mjög menningarlegt í videoinu en það er vitaskuld sori þarna líka eins og gengur í mannlífinu.” — Ertu vanur að horfa mikiö á video? „Það er nokkuð misjafnt. Mér finnst gaman að kvikmyndum en kemst ekki alltaf i bíó og mér finnst notalegt að horfa á video, en undanfarna mánuði hef ég lítið horft á bæði sjónvarp og video, vegna þess að ég hef verið að undirbúa sýninguna. Eg hef ekki einu sinni gefið mér tíma til þess að horfa á Dallas-þættina, eins og mér finnst þeir interessant.” — Hvers konar myndir horfirðu helstá? ,,Eg fyrir mitt leyti vil kynnast sem flestu, en auðvitað verða menn að hafa þroska til þess að velja og hafna, hver eftir sínum smekk. Það er ákaflega margt á ferli í þjóöfélaginu sem er langtum hættulegra en video, til dæmis það sem fyrir börnum er haft í skólum af lélegum kennuram með illa slæmt mentalítet. Mönnum væri nær að gefa því gaum heldur en að ráðast með offorsi gegn Videoson,” sagöi Stein- grímur og vatt sér í frakkann og snaraðist út, því að nú var aö hefjast áríðandi leynifundur í ABC-félaginu og þá er ekki vel gott að höfuðpaurarnir séu víðs fjarri. Steingrimur Sigurðsson er ekkert hneykslaóur á video og hefur öðruvísi skoöanir á málunum en granni hans, Jón Múli. Steingrimur býr á 2. hæð, Stifluseli 1, en Jón Múli á hæðinni fyrir neðan. Frábær samskipti við Videoson — segir Emmy Becker, videof römuður í Breiðholti „Fólk er búiö að ræða þetta bak og fyrir og upp og niður og það eru allir óskaplega reiðir út af þessu,” sagöi Emmy Becker, til heimilis að Yrsu- felli 7 í Breiðholti, en hún er mikill at- kvæðamaður í videomálum þar um slóðir. ,,Mér finnst þetta blátt áfram skerðing á persónufrelsi. Það hefur enginn reynt aö þvinga þessu myndbaridakerfi upp á fólk, en nú ætlar hið opinbera að svipta menn réttinum til þess að velja og hafna. Fólk tekur þessu sem persónulegri árás sem vonlegt er og mér leikur hugur á að vita hvort sækja eigi til saka hvert einasta kapalkerfi í land- inu — þau eru nú orðin ansi mörg.” — Hvernig hafa þín samskipti við Videoson veriö? „Alveg frábær — eftir að Dagblað- iðtókviðsko.” — Ertu vön að láta í þér heyra þegarþú ert óánægð með dagskrána? ,,Já, ekki hefur staðið á mér að kvarta þegar ástæða hefur verið til. Það er nú líka oftast svo að nágrannarnir hringja til mín þegar eitthvað bjátar á, og þá er ég vön að komaþvíáleiðis.” — Hvemig hafa þeir tekið umkvörtunum? „Þeir hafa alltaf bragðist afskap- lega vel við og þeir reyna aö gera eins vel og þeir frekast geta, það er ekki að efast um það. Þaö er náttúr- lega í allra þágu að fólksé ánægt.” — Hefurðu eitthvað hringt og beðið um sérstakar myndir? „Eg hef nú lítið gert af því. Einu sinni bað ég um eina mynd, svona fyrir mig prívat. Það var „Ocean Eleven”, eldgömul mynd með Frank Sinatra, svona grín- og spennu- mynd.” — Nú hefur Videoson sett dáh'tinn svip á mannlífið hér í Breiðholtinu. „Það hefur gert það og ekki bara innan veggja heimilanna, heldur líka út á við. Þegar húsmæðurnar úr blokkunum héma hittast úti í búð- inni, þá fara þær að ræða saman um myndina í gærkvöldi og þannig greiðir videoið fyrir samskiptum manna. Það er einhvern veginn allt öðruvísi meö ríkissjónvarpiö — aldrei færa menn að stinga saman nefjumumþað.” — Nú halda sumir því fram að video sé ekki par æskilegt fyrir krakkana. „Bíómyndirnar um helgar era sýndar eftir dagskrá sjónvarpsins og hvaða böm eru eiginlega á fótum þá? Á virkum dögum hef jast sýning- ar klukkan 22.40 og ég segi nú fyrir mig að þá eru mín börn komin í rúmið svo að ekki held ég að videoið hafi nein áhrif á þau. En mér finnst þessi aðför gegn Videoson undarleg í meira lagi. Fyrst leyfir hið opinbera mönnunum að leggja kapla um allt hverfið og sýna myndir árum saman og svo er allt í einu ráöist á þá. Þama er verið að vega að rétti fólks til aö velja og hafna,” sagði Emmy Becker að lokum. „Aöförin gegn Videoson er skerðing á persónufrelsi, "segir Emmy Becker, videofrömuður iBreiðholti. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.