Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 8
«
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
wmm.
éíM,
wm
standa
á landamærum
Kosningar
í Argentínu
Kína og Sovétríkjanna og ekkert nema gaddavírinn aðskilur þá.
Rússar og Kín-
verjar vió
samningaborðið
Reynaldo Bignone, forseti
Argentínu, tilkynnti í gærkvöldi að
kosningar verði haldnar í landinu 30.
október næsta haust og aö herinn muni
skila af sér völdum í hendur kjörinnar
rikisstjórnar30. janúar 1984.
I sjónvarpsávarpi í gærkvöldi
skoraði forsetinn á stjórnmálaflokka
landsins að sýna ábyrgö á meðan lýð-
ræðið er endurreist í landinu. Hvatti
hann þá til að ganga til kosninga-
baráttunnar án persónuníðs og skæt-
ings eða annarra „eyöileggjandi
aðgeröa”, eins og hann orðaði það.
Bignone sagði að herstjómin fylgdi
engum einum flokki öðrum fremur í
kosningunum. — 1 fjölmiölum Argen-
tínu hefur borið á ásökunum að undan-
förnu um að yfirvöld drægju taum eins
smærri í íhaldsflokkanna og veittu
honum greiðari aðgang að sjónvarpinu
en öðrum.
Bignone forseti, sem herinn skipaöi
forseta 1. júlí í fyrra, lýsti því yfir að
hann bæri fullt traust til ráðherra
sinna en heyrst hefur að herinn leggi
fast að honum að víkja Jorge Wehbe
efnahagsmálaráðherra úrstjóminni.
Ósóttur
vinning-
ur
Einhver sem veðjaö hafði tíu
krónum á kappreiðum í Bretlandi
hefur ekki hirt um að sækja vinn-
inginn, og er hann þó ekkert
smáræði. Heilar 500 þúsund
krónur!
Stjórnandi veðbankans, sem
situr uppi með vinninginn, segir
þetta stærsta vinning sem þeir eigi
aö greiða og að líkast til viti
maöurinn ekki af því aö hann hafi
unnið.
Sovétmenn og Kínverjar taka að
nýju í dag til við samningaviöræður
um bætta sambúð ríkja þeirra, en eru
þögulir um hvaö þeir búast við að leiði
af viðræðunum. Þær fara fram í
Moskvu.
Frá því aö viðræðurnar hófust í
október í haust hafa ríkisstjórnir
beggja lýst yfir vilja til þess að binda
enda á meira en tveggja áratuga
fjandsemi og taka upp eðlileg sam-
skipti.
Sú samningalota sem nú er hafin
þykir líkleg til þess aö standa næstu
þrjár vikumar að minnsta kosti.
Fyrir kínversku sendinefndinni er
Qian Qichen, aðstoðarutanríkisráð-
herra, en Leonid Ilyichov, starfsbróðir
hans, er fyrir Rússum.
I fjölmiðlum í Kína og í Sovétríkjun-
um er lítið gert með þessar viðræður
og þeim lítið hampað. Pekingstjórnin
hefur þrjár kröfur á hendur Moskvu:
Að kallað verði burt herliðið frá landa-
mærum Kína, aö kallað veröi heim
herliðið frá Afghanistan og að hætt
verði stuðningi við hernám Víetnama í
Kampútseu.
Almennt er ekki búist við því að
Moskvustjómin veröi viö nema
kannski fyrstu kröfunni og þá aöeins ef
Kína lætur framvarðarsveitir sínar
hörfa frá landamæmnum.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Ölafur B. Guðnason
EBE bannar innflutning
á selskinnum í tvö ár
Efnahagsbandalagið ætlar aö banna
innflutning á skinnum af selkópum í
tvö ár frá næsta október að telja nema
gerðar veröi róttækar breytingar á
veiðiaöferöum Kanadamanna og Norð-
manna.
Umhverfisráðherrar EBE-landanna
tíu samþykktu þetta mótatkvæðalaust
í gærkvöldi á fundi í Brussel. Hverju
aðildarríki var þó gefiö frjálst hvemig
það framfylgir banninu, sem gengur í
gildi 1. október.
Jafnframt var Evrópuráðinu faliö að
halda áfram viðræðum við Kanada og
Noreg um vemdun selastofna og leiðir
til þess að draga úr mestu grimmdinni
í veiðiaðferðum. — Á ráðið að skila
skýrslu af viðræðum sínum fyrir 1.
september og umsögn um hvort hætt
skuli við að láta banniö taka gildi. Um
það verður þá gengið til atkvæða og
þarf þá yfirgnæfandi meirihluta aðild-
arríkja til þess að hindra innflutnings-
bannið.
I aðalstöövum EBE í Brussel í
gærkvöldi létu menn í ljós vonir um að
Kanadamenn og Norömenn mundu af-
lýsa veiöunum, svo aö innflutnings-
banniö yrði ónauðsynlegt. Bráða-
birgöabann, sem sett var í desember
sl., verður í gildi fram í október.
Markaður fyrir kópaskinn hmndi
þegar það bann var sett.
Selveiðimenn í Noregi og Kanada
segja að aðgerðir EBE hafi eyðilagt
fyrir þeim 3 milljón doUara árlegar
tekjur af selveiðinni og að þeir muni
ekki veiða kópa þetta áriö.
DreifbýUsfélk streymir til stærstu bæja sins héraðs undan ofsóknum
stjómarhermanna.
Grunurum fjöldamorð íZimbabwe
Robert Mercer, biskup mótmæl-
enda í Zimbabwe, hefur óskað eftir
því við samtökin Amnesty Inter-
national og Rauða krossinn að þau
hlutist til um að fram fari rannsókn
á meintum fjöldamorðum stjómar-
hersins í Matabeland í Zimhabwe.
Mercer hefur sagt fréttamönnum
að borist hafi orðrómur um að her-
inn beiti fólk pyntingum og taki það
af lifi í leit sinni að byltingarmönn-
um. Biskupinn sagðist ekki vita
hvort þessi orðrómur væri sannur
og þvi óskaði hann eftir rannsókn
óháðra aðUa. Biskupinn talaði í
nafni aUra kirkjuleiðtoga i
Zimbabwe sem ræddu þessi mál á
ráðstefnu i síðustu viku.
Ævintýríá
gönguför
Breski ævintýramaðurinn, David
Hepleman-Adams, er nú að undir-
búa einmana gönguferð á norður-
pólinn og hefur hann sett upp búðir
í Eureka á EUesmere-eyju norður
við íshaf ásamt tveimur aðstoðar-
mönnum sínum.
Hempleman-Adams segir að is-
birair séu mesta hættan sem hann
á eftir að mæta auk þess að hann
kynni að detta niður i vök. Hann
hefur sett sér það markmið að
ganga frá ísröndinni að norður-
pólnum, sem er um 500 kílómetra
leið, vegna þess að enginn hefur
komist þessa leið áður gangandl.
Þeir sem áöur hafa komist á
norðurpólinn hafa ýmist farið með
snjóbílum eða á hundasleðum.
Hempleman-Adams telur að
gönguferðin muni taka 42 daga.
Hempleman-Adams er kunnur
fjaUgöngumaður og hefur áður klif-
Isbiraír þykja vera eina hættan hjá
göngumanninnm og er hún þó ekki
mjög mikU.
ið Everest. Aðstoðarmenn hans
munu fljúga með hann að isrönd-
inni í byrjun mars og síðan mun
hann halda áfram einn að norður-
pólnum.
Háværtónlistill
fyrirmagann
Að hlusta á háværa tónlist á
matmálstimum getur leitt til
meltingartruflana og annarrar
slæmsku í maga, að því er segir í
frétt frá búlgörsku rikisfrétta-
stofunni.
í fréttinni segir að búlgarskir
visindamenn hafi komist aö þeirri
niðurstöðu að hávær tónlist leiði tU
takmörkunar á blóðstrcymi tU
magans og dragi úr framleiðslu á
meltingarvökvum. „Hávær hljóm-
sveit á veitingastað eyðUcggur
ekki aðeins hið notalega andrúms-
loft á staðnum og gerir fólki erfftt
að halda uppi samræðum heldur