Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 12
12 ~ ; , , f ^ DAGBLAÐIO-VlblK Útgáfufélag: FRJÁL5 FJÖLMIÐLUN HÍr. Stjómarformaflur og útgáfusfjóri; SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSONpg ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SI'MI 84611. Auglýsingar: SlOUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiösla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifslofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning,umbrot, mynda-ogplötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Launin loga á veröbólgubálinu Launþegar fá 14,7% hækkun á launum sínum í dag. Þetta eru veröbætur, sem sagt er að eigi að bæta upp hækkun á framfærslukostnaði vísitölufjölskyldunnar síð- ustu þrjá mánuðina. Einhver saklaus launþegi kann að gleðjast yfir fleiri krónum í launaumslaginu og telja það kjarabót. Flestir vita þó betur. Verðbætur á laun eru skammgóður vermir í þeirri verðhækkunarskriðu sem á eftir fylgir. Öll launatengd þjónusta mun hækka samstundis. Innlend framleiðsla sömuleiðis, vegna hækkunar launakostnaðar. Gengið mun síga jafnt og þétt og hækka verö á innfluttri vöru. Þjónustugjöld, neysluvöruverð, afnotagjöld, öll almenn útgjöld hins daglega reksturs munu éta upp 14,7% verð- bótahækkun og áður en við erum komin í heilan hring, stöndum við enn snauðari frammi fyrir æpandi verðbólgu og einskisverðum krónum. Þessari vísitölu- og verðbótavitleysu er viðhaldið með þeim rökum, aö veriö sé að vernda kjörin. Þaö er blekk- ing hin mesta. Fyrir það fyrsta er byggt á framfærsluviðmiðun, sem sniðin er að lífsháttum og neysluþörfum fyrir rúmum fimmtán árum. Hún er löngu úrelt. I öðru lagi er stöðugt verið að svindla á þessari við- miöun, með því að greiða niður búvörur í skamman tíma og sneiða hjá útgjaldaliðum, sem alla jafna eru þungir á metunum hjá hverri fjölskyldu. I þriðja lagi er kerfið í því fólgið að greiða sömu prósentu á öll laun. Það þýðir í reynd, að launþeginn með 10 þúsund krónur í mánaðar- laun fær 1470 krónur í auknum verðbótum, meðan maður- inn með 30 þúsund krónurnar fær 4400 krónur í hækkun. Meö öðrum orðum, mismunurinn eykst, misréttið dafnar í skjóli veröbótanna. Auðvitað er affarasælast aö afnema núverandi vísitölu- kerfi með öllu eöa kippa því úr sambandi um einhvern tíma. Bæði vegna þess, að það er ranglátt í sjálfu sér, og ekki síður vegna þess, að kerfið kyndir undir verðbólgu, og er þannig orsök mestu kjaraskerðingarinnar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa verkalýös- foringjar á íslandi kosið að einblína á vísitöluna og verð- bæturnar sem nauðvörn fyrir launþega. Eflaust er það réttlætanlegt undir venjulegum og eðlilegum kringum- stæðum. En þegar bæði kerfið er ranglátt og verðbólgan æðir áfram í skjóli þess, er verkalýðnum lítill greiði geröur með svo blindri íhaldssemi. Forsætisráðherra hefur lagt fram á alþingi frumvarp um breytingar á vísitölukerfinu. I aðalatriðum felur frumvarpið í sér nýjan grundvöll framfærsluvísitölunn- ar. Ennfremur að taka upp sérstakan orkufrádrátt og af- nema áhrif óbeinna skatta. Loks er gert ráð fyrir að út- reikningstímabilið lengist úr þrem mánuðum í f jóra. Frumvarp þetta er flutt í framhaldi af viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar í þessa átt og ennfrem- ur í þeim anda sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður lýst sig hlynntan. Engu aö síður er helst að skilja að alþingi muni heykj- ast á því, að fylgja frumvarpinu eftir. Alþýðubandalagið hefur runnið á rassinn og ætlar sér að bera þá hræsni á borð, að með andstöðu sinni gegn frumvarpinu, sé verið að gæta hagsmuna verkalýðsins. Forkólfar verkalýðshreyfingarinnar fara hamförum gegn frumvarpinu og hræða alþingi til undanláts. Allt bendir til að vitleysan og verðbólgan muni enn einu sinni hrósa sigri. DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. Tjáningarfrelsið sé virt Hvað er frelsi? Heimskulegaspurt í Lýðveldinu Islandi árið 1983. Eru Islendingar ekki frjálsasta þjóö í heimi? Alla vega keppast stjómmála- mennirnir við það að telja fólkinu trú umaðsvosé. En þegar betur er að gáð virðist ekki unnt að segja þessu til stað- festingar, þvímiður: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsan. Staðreyndin — sannleikurinn er sá, að flestallir islenskir stjómmálamenn stunda kappsamlega þá iöju dag eftir dag að gera fólkið ófrjálst. Þessi gjörð birt- ist í ýmsum myndum. Skal það tíundaö nokkuð nánar. Hér em í dag auk okkar áhuga- fólks um aukið frelsi á öllum sviðum athafna og mannlegra samskipta á tslandi fulltrúar stjórnmála- flokkanna. Þeir eiga að birta okkur afstöðu þessara flokka til frelsisins, þ.e. til afnáms einkaréttar ríkisút- varpsins í rekstri hljóðvarps og sjónvarps. — Það eitt, að slíkt skuli nauðsynlegt, segir meiri sögu en orð fá lýst. Er ekki verið að fjalla um stjórnar- skrá Islands á Alþingi Islendinga um þessarmundir? Stendur ekki í því plaggi eins og núgildandi stjómarskrá aö á Islandi skuli ríkja fullt tjáningarfrelsi eða er, ef til vill hugsunin sú, að fullt tjáningarfrelsi skuli aðeins vera Kjallarinn GuðmundurH. Garðarsson Árið 1983, tæplega 40 árum eftir stofnun lýðveldisins Islands, á að brjóta niður frelsi manna til að hag- nýta sér eitt aðal tjáningartæki nú- tímans — sjónvarpið — og mynd- segulböndin. „Bókabrennur" Afstaðan og aöferðirnar minna á bókabrennur miðaldanna eða háttalag ónefndra einræðisherra, er mjög hafa komiö við sögu þessarar aldar. Fundarmenn skulu hafa það hug- Frá borgarafundinum um frjálsa f jölmiðlun i Broadway á sunnudaginn. fyrir valdastétt þjóöarinnar og þá sérstaklega stjómmálamenn og flokka. — Nú kann einhver að segja. Um hvað er maðurinn að tala? Er hann ekki stjómmálamaður sjálfur? Rétt er það, en það fylgir ekki að allir stjórnmálamenn á Islandi taki þátt í blekkingarleiknum um ágæti frelsisins á Islandi i dag. V ið erum því miður komin langt út af braut frelsisins í þeirri merkingu, ‘ sem frelsishugtakiö byggist á i stjórnarskrá landsins. Með löggjöf, opinberum afskipt- um, valdníðslu og öðru skyldu, er stöðugt verið að þreng ja að frelsi ein- staklingsins. Markvisst er unnið að því að gera einstaklinginn smáan og háðan. Pólitískir loddarar umvefja fólkið orðum og loforðum, en þegar á herðir, em efndir of oft litlar sem engar. Síðan hefst hringdansinn á ný, kosningu eftir kosningu, en stöðugt þrengir að frelsi einstaklingsins, uns hann verður fangi í viðjum kerfisins og óprúttinna valdamanna úr öllum flokkum. Það mál, sem við fjöllum um í dag, er kristaltært dæmi um póhtíska ófyrirleitni og svik við hug- sjón frelsisins — tjáningarfrelsið, sem er helgasti réttur sérhvers einstaklings. fast, að það er í sjálfu sér sáralítill munur á valdi einræöisherra yfir fjöldanum og á valdi fámennis- stjómar, þ.e. nokkurra valdamanna, sem í skjóU flokka eða annarra hagsmuna tengjast saman í valda- klíku eða láréttum og lóðréttum þætti í hagsmuna- og stjórnunarkerfi þjóðarinnar. Þaö er skylda hvers manns sem ann lýðræði og einstaklingsfrelsi að stuöla að og flýta fyrir breytingum sem horfa til heilla fyrir einstakUng- inn og f jöldann. Við sem trúum á aukna möguleika fólksins tU betra lífs, vegna breyttra Ufsviðhorfa, nýrrar tækni, nýrra möguleika á áður óþekktum sviðum, s.s. vegna tilkomu örtölvunnar, kaplasjónvarpa, gervihnatta og annarrar tækni þessu skyldrar, krefjumst þess að fá tækifæri til að tUeinka okkur þessa möguleika sem frjálsir menn — þannig nýtist þessi þróun best. Einkaréttur á nýtingu þessarar nýju tækni, einkaréttur í rekstri hljóðvarps og sjónvarps, bann við því að einstakUngar fái að nýta og njóta fjarskipta- og kaplasjónvarps stríðir á móti hagsmunum aUra landsmanna. Er þrándur i götu Is- lendinga og tUræði við lýðræöið í landinu. Aðgerð hins opmbera gegn Video- son er ósæmileg, en lýsir vel því mið- aldaviðhorfi og þröngsýni sem ríkir í þessum málum hérlendis. Það, að grípa til þessara aðgeröa nú, lýsir vel afstöðu þröngsýns valdakerfis, sem í skjóli úreltra laga grípur til aðgerða til að stöðva óumflýjanlega þróun og viU refsa þeim einstakling- um, sem eru á undan sínum tíma. I nokkur ár hafa tugþúsundir Reykvíkinga notið frjálsra út- sendinga sjónvarpsefnis í gegnum kapla, athugasemdalítiö af hálfu hins opinbera. Á sama tíma hafa ver- ið greidd lögboðin gjöld af tækjum og af öðru þessari starfsemi viðkom- andi. Þúsundir landsmanna annarra hafa komið sér upp hUöstæðum þjónustukerfum, en í smærri einingum. Á að stöðva þessa nútíma útfærslu f jölmiðlunar á Islandi? Það er auðvitað út í hött. Ekkert fær stöðvað tímans rás og aUra síst skammsýn sjónarmið afturhaldsmanna. I byrjun aldarinnar reyndi aftur- hald þeirra tíma að koma í veg fyrir lagningu símans tU landsins. — Þá unnu menn framfaranna sigur. Afturhaldið beiö ósigur. Síminn var lagður. Nú brosa menn yfir þessu. En hafið þið hugleitt, hvað það hefði kostaö Islendinga, ef andstæðingar simans hefðu haft sigur? Áratuga stöðnun, engar framfarir, léleg Ufs- kjör — óvíst um jákvæða þróun sjálf- stæðismálsins. Enn standa Islendingar frammi fyrir afturhaldsmönnum, sem skUja ekki framvindu nútímans og þá gjör- byltingu sem framundan er, ef heimUuð verður frjáls notkun kapla- kerfa, sjónvarps, hljóðvarps, örtölva og gervihnatta. Nú dugar ekkert minna átak en í símamáUnu forðum daga. — Þjóðin verður að hrista af sér hlekki afturhaldsaflanna. Krefjast ái& „Aðgerð hins opinbera gegn Videoson er ósæmileg, en lýsir vel því miðaldaviðhorfi og þröngsýni, sem rikir í þessum málum hér- lendis.” Það er þetta samsæri gegn frelsinu sem við erum nú að berjast við. — Það eru þessir saman- tvinnuðu hagsmunir hinna ólíkleg- ustu aðUa, sem sameinast í því að takmarka möguleika Islendinga tU að öðlast það nútíma fjölmiðlafrelsi, sem ryður sér alls staðar til rúms í vestrænum löndum. Þeir vita réttUega að frelsi fólks til að hagnýta sér hina miklu möguleika til upplýsinga, menntunar, af- þreyingar o.s.frv. mun gjörbreyta þeirri þjóöfélagsmynd sem við nú þekkjum — og þar meö ríkjandi valdakerfi. síns réttar um að geta gengið á vit framtíðarinnar eftir þeim leiöum, sem skapa nýja og mikla möguleUca til framfara. Við erum stödd hér í dag til þess að mótmæla ranglæti. Við erum stödd hér í dag til þess að krefjast þess að tjáningarfrelsið sé virt. Við krefjumst frelsis í anda stjómarskrár lýðveldisins Islands. Guðmundur H. Garðarsson. (Byggt á ræðu fluttri á borgarfundi um frjálsa fjölmiðlun í Broadway sl. sunnudag.). ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.