Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 2
2 DV. LAUGARDAGUR 23. APRlL 1983. „Blmdaði hann meö vasa- Ijósi og náði honum þannig” - segir skip verji á Hvassaf elli sem fann smyril merktan British Museum „Líklega heföi hann farið í sjóinn og drepist ef ég heföi ekki náö hon- um,” sagöi S gfúsFinnbogason, skip- verji á ms. Hvassufelli, þegar hann leit inn á ritstjórn DV ásamt heldur óvenjulegum ferðafélaga. Var sá smyrill sem fundist haföi á skipinu 16. apríl sl. þar sem þaö var á siglingu viö noröurströnd Noregs. „Hann settist á skipiö um áttaleyt- iö um kvöldiö og virtist dasaöur eftir langt flug,” sagöi Sigfús. „Ég beið eftir að þaö dimmdi en þá fór ég meö vasaljós og blindaði hann og náöi honum þannig. Ég setti hann í pappakassa og gaf honum hráa kindalifur. Hana kunni hann vel aö meta og át meö bestu lyst væri hann mataöur. En þegar ég reyndi aö bjóöa honum soöinn fisk varö hann vondur og hvæsti á mig.” Sigfús sagöi að smyrillinn heföi unað hag sínum hið besta þá þrjá sólarhringa sem ferðin til Islands tók. I fyrstu heföi hann verið var um sig og grimmur en róast svo og í ferðalok heföi hann jafnvel verið far- inn aö setjast á höndina á sér til að fá mat. En þaö mátti vara sig á aö reita hann til reiði því þá beit hann og þaö fast. Hann hjó mig t.d. einu sinni til blóðs.” En smyrillinn virtist hafa komist áöur undir manna hendur því aö á öörum fæti hans var stálhringur sem á stóð: „Inform Brit. Museum, London SW 7 eh 76669.” Honum virtist þó lítiö um allan þann skara' gefið sem þyrptist aö honum á rit- stjóminni og var sýnilega frelsinu feginn þegar honum var sleppt og hann hvarf okkur sjónum hér í Síðu- múlanum. -JSS Smyrillinn horfir hvössum augum á Ijósmyndarann. DV-mynd GVA Það mátti vara sig á þvi að reita hann til reiði þvi hann beit og það fast," sagði Sigfús Finnbogason. Fuglinn var frclsinu feginn þegar honum var sleppt. Bæjarstjórn ísafjarðar ályktar: Fullur jölhuður orkukostnaðar Bæjarstjóm Isafjarðar telur aö fullum jöfnuöi verði aö ná á allra næstu ámm hvað varðar orku- kostnað til húshitunar, þannig aö sama verð verði á orkunni um allt land. Bæjarstjómin beinir þeim til- mælum til stjómvalda aö grípa á þessu ári til aðgerða í framhaldi af niöurgreiöslum þeim sem komu til framkvæmda 1. október í því skyni aö lækka hið háa verö sem er á orku til húsahitunar viða um land. I greinargerð sem fylgir ályktun bæjarstjómar Isafjaröar segir að verkamaöur sem hitar ibúö sína meö olíu þurfi aö verja fimm mánaða launum til að greiöa þann kostnaö einan. Er þá miöaö við almennan fiskvinnslutaxta og 40 stunda vinnu- viku. Bent er á í greinargerðinni aö á undanförnum árum hafi mjög veriö hvatt til aukinnarnýtingar innlendra orkugjafa. Hins vegar segir að mis- munur á raunkostnaði húsahitunar meö olíu og innlendum orkugjöfum sé svo lítill á Vestf jörðum aö það taki aö minnsta kosti þrjú ár aö vinna upp heimtaugagjaldiö eitt og sé þá ótal- inn annar kostnaöur sem af breyting- unni leiddi. „Þaö gefur auga leið að þar sem hitunarkostnaður íbúöa er svo gífurlegur sem raun ber vitni er ógerlegt fyrir allan almenning að standa undir slíkum kostnaöi,” segir í greinargerðinni. Er síðan visaö til þess aö þetta geti leitt til fólksflótta frá landsbyggöinni og hafi á síðasta ári 214 flust burt umfram aökomna á Vestf jöröum á síöasta ári. ÓEF Snæfellsnes: Verksmiðjurekstur hafinn á Arharstapa Nokkrir aðilar á Snæfellsnesi hafa myndaö með sér samvinnufélag um rekstur verksmiöju á Amarstapa á Snæfellsnesi. Verksmiðja þessi mun framleiða milliveggjaplötur úr steini fyrir innanlandsmarkað. Tilrauna- framleiðsla er nýlega hafin en vegna þess hve erfitt hefur reynst að koma framleiðslunni á markaö af tíöarfars- ástæðum er ekki ljóst hvenær fram- leiðsla verður komin í fullan gang. Áætlað er aö meö fullum framleiöslu- afköstum geti verksmiöjan framleitt fimm til sex hundruð milliveggjaplöt- urádag. SþS Pétur Eggerz lætur af störf um Pétur Eggerz, sendiherra Islands í Bonn, mun láta af störfum fyrir aldurs sakir 1. september næstkomandi. Viö starfi hans tekur Hannes Jónsson, sendiherra í Genf. Hannes Hafstein, skrifstofustjóri utanríkisráöuneytisins, tekur viö starfi sendiherra í Genf fra 1. ágúst næstkomandi. Olafur Egilsson, prótókollstjóri, verður skrifstofustjóri utanríkisráöuneytisins frá sama tíma. -EA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.