Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 18
18 DV. LAUGARDAGUR23. APRIL1983. Lundúnir aföörum sjónarhóli Þegar fólk minnist Lundúna koma jafnan upp í huga þess myndir af helstu mannvirkjum borgarinnar. Nægir þar aö nefna Big Ben, Buckinghamhöllina og hina frægu Thamesbrú. Einnegin rifjast upp fyrir fólki sérstætt mannlíf borgar- innar svo sem gamalgrónir siðimir í kringum lífvarðasveitir drottningar- innar, ferðir fólks meö hinum afkáralegu strætisvögnum, þessum rauöu og tvílyftu, sem prýða svo mörg póstkort frá heimsborginni. En Lundúnir eru ekki aðeins byggingar og farartæki heldur og heillandi menningar- og listasetur. Oteljandi eru þau leikhús, list- sýningasalir og skrúðgarðar sem auganu mæta á ferð um Lundúna- stræti. Fólkiö á götunum gleður oft augað líka, margbreytni þess og fjöl- skrúðugur klæðnaöur stingur í stúf við það sem við eigum að venjast. Lundúnaborg er nefnilega heim- kynni fólks frá öllum heimsálfum, svo til öllum þjóðflokkum. Það er ríkt einkenni í mannlíf i borgarinnar. Einar Olason, ljósmyndari DV, var staddur í þessari kunnu heims- borg á dögunum. Þar tók hann f jölda mynda. Við birtum örfáar þeirra undir fyrirsögninni Lundúnir — af öðrumsjónarhóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.