Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 4
4
DV. LAUGARDAGUR 23. APRÍL1983.
ÚTIVISTARFERÐIR
Lækjargötu 6 a, síini 14606. Súnsvari utan skrifstofutíma.
Fimmtudaginn 28. apríl, kl. 20.30, verður Útivistarkvöld að
Borgartúni 18 (Sparisj. vélstjóra).
Höröur Kristinsson sýnir skemmtilegar myndir frá óbyggðum
norðan Vatnajökuls, þ.á m. svæðum utan alfaraleiða, t.d. frá
Ödáðahrauni, Eilífsvötnum og Skjálfandafljótsdölum.
Allir velkomnir. Góðar kaffiveitingar.
Sjáumst.
Lyfjatæknaskóli
íslands
auglýsir inntöku nýrra nema fyrir næsta skólaár
sem hefst 1. október nk.
Umsækjandi skal hafa lokið tveggja ára námi í framhalds-
skóla (fjölbrautaskóla). Umsækjendur sem lokið hafa prófi
tveggja ára heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða hliðstæöu
eða frekara námi skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist.
Skólastjórn er heimilt að meta starfsreynslu umsækjanda til
allt að helmings þess námstíma sem um getur hér að ofan.
Meö umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1) Staðfest afrit af prófskírteini.
2) Heilbrigðisvottorð á eyðublaði sem skólinn lætur í té.
3) Sakavottorð.
4) Meðmæli skóla og/eða vinnuveitenda. 1
Umsóknargögn liggja frammi í skólanum alla daga fyrir há-
degi eða send að beiðni umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til 6. júní nk.
Umsóknir sendist til:
Lyf jatæknaskóla íslands
Suðurlandsbrautö,
105 Reykjavík.
SKÓLASTJÓRI.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Hólabergi 72, þingl. eign Björns Arnórssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
mánudag 25. apríl 1983 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Austurbergi 28, þingl. eign Guðmundar
Sigurðssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á
eigninni sjálfri mánudag 25. apríl 1983 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Laugarnesvegi 75, tal. eign Gústafs Gústafssonar,
fer fram eftir kröfu Tómasar Þorvaldssonar ftr., Veðdeildar Lands-
bankans og Sparisj. Rvíkur og nágr. á eigninni sjálfri mánudag 25.
april 1983 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta i
Hátúni 4, tal. eign Garðars R. Sigurössonar, fer fram eftir kröfu
Björns Ól. Hallgrímssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 25. apríl
1983 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í
Austurbrún 2, þingl. eign Katrinar Jónsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu
Ólafs Þorlákssonar hdl. á eigninni sjálfri miövikudag 27. apríl 1983 kl.
16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 22., 28. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Álftamýri
35, þingl. eign Ingvars Herbertssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag 27. apríl 1983 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Borhola Hitaveitu Rangæinga að Laugaiandi. Myndin var tekin þegar verið var að koma dælurörum fyrir i
holunni eftir að þriðja dælan hafði verið sett niður.
DV-mynd: Bjarnleifur.
Bilaðar dælur
orsök heitavatns-
leysis Rangæinga
Vatnsleysi Hitaveitu Rangæinga
stafaöi af biluðum djúpdælum og
orsakir þessara bilana er ekki hægt
að rekja til holunnar eða innrennslis-
insíhana.
Svo segir í skýrslu frá Orku-
stofnun, sem Lúðvík S. Georgsson
verkfræðingur hefur gert, um
borholu Hitaveitu Rangæinga að
Laugalandi í Holtum.
Þar segir ennfremur að allar
hugmyndir um hrun holunnar eða
lokun vatnsæða hafi reynst mark-
lausar. Bilanimar séu tæknilegs
eðlis. Segir í skýrslunni að líklegt sé
að rekja megi þær til mismunandi
hitaþenslu dælurörs og dæluöxla
eftir að dælurnar voru settar aftur í
gang eftir síkkun eða dæluskipti.
Afleiðingin hafi veriö röskun á still-
ingu dælanna sem orsakaö, hafi
mikið slit á þeim vegna núnings
dæluhjóla við dæluhús.
Holan að Laugalandi var boruð
sumarið 1980 í 844 metra dýpi en
fóöruö og dýpkuð í 1.014 metra vorið
1982. Dæling úr henni hófst þann 4.
desember síðastliðinn og var dælu-
dýpilOOmetrar.
Dælan var látin ganga með
óverulegum hléum vegna rafmagns-
truflana fram til 22. febrúar síðast-
liðinn. Þann dag var hún stöðvuð í
átta klukkustundir. Eftir síkkun í 130
metra var hún gangsett á ný. Dælan
var stöðvuð aftur næsta dag vegna
minnkandi afkasta. Við upptekt kom
í ljós að dælan var ónýt.
Ný dæla af sömu tegund og í sama
dýpi var gangsett að kvöldi 24.
febrúar en var sömuleiðis stöðvuð
næsta dag vegna ófullnægjandi
afkasta. I ljós kom að afköst höföu
minnkað vegna dæluskemmda.
Þriðja dælan var svo gangsett
tveimur vikum síöar, þann 11. mars.
Sú dæla var sömu gerðar og þær
fyrri og á sama dýpi en var endur-
stillt þegar hún haföi dælt heitu vatni
í nokkrar mínútur. Reyndist ekki
vanþörf á. Þessi endurstilling mun-
ekki hafa verið gerð eftir síkkun
dælu eitt eða gangsetningu dælu tvö.
Frá 11. mars hefur 22—25
sekúndulítrum verið dælt úr holunni
án nokkurra vandræða og er vatns-
borö holunnar nú á um 80 metra
dýpi. Þetta vatnsmagn fullnægir
núverandi þörfum Hitaveitu'
Rangæinga.
Orkustofnun mælir með að fylgst
verði náið með vatnsvinnslu úr hol-
unni á næstu mánuöum til að hægt
veröi aö gera trausta spá um áhrif
langtímavatnsvinnslu á svæðinu.
Ennfremur aö ný vinnsluhola veröi
boruö sem fyrst til að auka rekstrar-
öryggi.
-KMU.
„Rúgbrauð” vatt
Krapið og hálkan á veginum aö
Gufunesi bitnaði illa á einum starfs-
manni Vélamiðstöövar Reykjavíkur-
borgar síöasta vetrardag. Hann var
þá á ferð eftir veginum á ellefta
tímanum um morguninn og á móts viö
sjúkrastöð SÁÁ skip i engum togum að
bíll hans, af gerðinni Volkswagen
rúgbrauð, valt út af veginum. ökumað-
urinn var einn í bílr.um og var hann
fluttur á slysadeild Borgarspítalans en
reyndist lítið meiddur. Rúgbrauðið er
hins vegar mikið skemmt og telja
starfsmenn borgarinnar bílinn jafnvel
ónýtan. -JGH/DV-mynd: S.