Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 31
DV. LAUGARDAGUR 23. APR1L1983.
31
Axel Jóusson í hinni nýju matstofu sinni.
DV-mynd Heiðar Baldursson.
nú þaö. Þú veröur aldrei kokkur,
tönnlaöist einn matsveinn sí og æ á
viö Axel á meöan hann var aö kom-
ast inn í leyndardóma matargerðar-
listarinnar, en menn geta sjálfir
dæmt um þaö á næstu mánuöum og
árum hvort hann hefur haft rétt fyrir
sér.
Aö námi loknu tók Axel aö sér
mötuneyti Héraösskólans aö Laugar-
vatni og sá um rekstur sumar-
hótelsins í tæp sex ár. Hann undi hag
sínum vel þar og gæti alveg eins
hugsað sér að vera þar aftur en þau
hjónin höföu hug á eigin rekstri og á-
kváöu því aö freista gæfunnar á
Suöurnesjum, — bernskuslóöunum.
„Fyrst haföi ég ekkert að starfa í
Keflavík nema í fiskvinnu, — eftir aö
ég kom frá Laugarvatni, en svo var
ég beöinn um að sjá JC-Suðumes
fyrir mat á fundum þeirra í einn
vetur og þar meö var gikkurinn
smollinn. Síðan óx starfsemin
hrööum skrefum og ég stofnaöi
V eisluþj ónust una. ”
„Hvaða nafn verður á veitinga-
húsinu, — ég efndi til samkeppni um
nafniö og fékk margar tillögur, — nú,
og af því aö ég hef verið alveg á
glóöum,- þá fannst mér vel viðeigandi
aönefna þaö: Matstofan Glóöin.
-emm.
Samband íslenskra Iillaveitna:
Fjölgun á
lánveitingum
lífeyrissjöða
Samkvæmt könnun sem
Samband almennra lífeyrissjóöa
hefur gert hjá lífeyrissjóðunum
fjölgaði lánveitingum sjóöanna um
11,8% milli áranna 1981 og 1982 en
aukning heildariána nam56%.
Á árinu 1981 voru veitt lán til
6.869 sjóöfélaga aö upphæð
rúmlega 425 milljónir króna en á
árinu 1982 voru veitt lán til 7.680
sjóðsfélaga að upphæð rúmlega 664
milljónir króna.
Samkvæmt lögum frá árinu 1980
um skráningu lífeyrisréttinda skal
fjármálaráöuneytið skrásetja í
eina heildarskrá lifeyrisréttindi
allralandsmanna.Nafnaskrá þessi
kom út á vegum ráðuneytisins
síöastliöiö haust.! skránni eru nöfn
151.532 sjóöfélaga, en þaö eru um
79% landsmanna, 85% karla en
73% kvenna. Af þeim sem fæddir
eru á árunum 1950 til 1960 eru 93% í
skránni.
Stærsti lífeyrissjóðurinn er Líf-
eyrissjóður Dagsbrúnar og Fram-
sóknar meö rúmlega 38 þúsund
sjóösfélaga. -öeF.
Vínveitlngar í Branðbæ
I tilefni 20 ára afmælis Brauðbæjar
standa yfir umfangsmiklar breytingar
á staönum. Aö sögn Bjarna, veitinga-
manns Árnasonar, munu þær breyting-
ar helstar að staöurinn fær vínveit-
ingaleyfi og breytist því úr grillstað í
veitingahús. Þegar blaöamaöur átti
leiö framhjá var veriö aö leggja síö-
ustu hönd á innréttingamar en staður-
inn var opnaöur á sumardaginn fyrsta.
Yfirkokkur veröur sem áður Gísli
meistari Thoroddsen. Matseðillinn
veröur með nýju sniði, án efa spenn-
andi.
Métmælir breytingn á orkulögum
Á fundi Sambands íslenskra hita-
veitna 14. apríl var gerð bókun þar sem
mótmælt er nýsettum bráðabirgða-
lögum um breytingu á orkulögum þar
sem gert er ráð fyrir að gjaldskrár-
breytingar orkufyrirtækja veröi háöar
samþykki iðnaðarráöherra.
I bókuninni segir orörétt: ,,Stjómin
telur hættulegt að taka fram fyrir
hendur löglegra stjórnenda hitaveitna
meö aðgeröum sem raskaö geta
rekstraröryggi þeirra og stefnt um leið
hagsmunum notenda í hæitu.
Stjóm Sambands íslenskra hita-
veitna telur aö stjórnendur hitaveitna
sem bera ábyrgö á afkomu þeirra séu í
betri aöstööu til aö meta tekjuþörf
þeirra en ráöherra sem hefur litla
möguleika til aö kynna sér rekstur ein-
stakra fyrirtækja.”
Mikill ágreiningur um átreikninga á afkomu
ífiskvinnslu:
I DDITI II\ IIt s \i;i -
riSKiit í sic.iw?
Saltfiskverkendur hafa lagt fyrir
ríkisstjómina útreikninga um af-
komu sína um þessar mundir. Sam-
kvæmt heimildum DV telja þeir
söluverö afuröanna aðeins duga fyrir
kostnaöarveröi fjögurra af hverjum
fimm fiskum. Fimmti fiskurinn
skrifist á hreinan taprdcstur.
Með öörum orðum meta þeir
stööuna svo aö tap á saltfiskverkun
sé nú hátt í 20%. Þjóðhagsstofnun
hefur aftur á móti reiknað út eftir
sínum formúlum aö tap á saltfisk-
verkunsé8—10%.
Mikill ágreiningur er á milli salt-
fiskverkenda og Þjóöhagsstofnunar
um þaö hvernig meta eigi ýmsa þætti
í rekstrarafkomu. Þetta á einkum
viö um vexti og verðbætur á lán.
Saltfiskmenn telja meöal annars aö
veröbótaþátturinn jafngildi því aö
gengi krónunnar þurfi aö síga um
2,5% á mánuði, aðeins hans vegna.
Þeir segja Þjóöhagsstofnun ekki
taka mark á þessu.
Meö svipuöum hætti greinir
frystihúsamenn á við Þjóðhags-
stofnunina. Þeir telja taprekstur hjá
sér vera 7—10% um þessar mundir.
Þjóðhagsstofnun hefur ekki nýlega
reiknaö út afkomu frystihúsanna en
samkvæmt heimildum blaösins þar er
þaö lauslegt álit innan stofnun-
arinnar, að afkoma frystihúsanna sé
viö núlliö og í mesta lagi sé um aö
ræða2%tap.
Saltfiskverkendur hafa samiö um
sölu á 35.000 tonnum af líklega 60.000
tonna ársframleiöslu og fá 10%
lægra verö í dollurum en í fyrra.
Þetta með aðstæðum hér innanlands
segja þeir aö valdi hinu gífurlega
rekstrartapi sem þeir telja vera á
saltfiskverkuninni.
-HERB.
Til sölu
SELJUM NYJA
OG NOTAÐA
BÍLA í DAG,
LAUGARDAG, 1-5.
KOMIÐ. SKOÐIÐ OG REYNSLUAKIÐ
NÝJUM BMW.
Gleðilegtsumar
<$> Lf KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMí 86633 á
SAAB 900 GLS 1982
TIL SÖLU
5 dyra — rauður — ekinn 18 þus. km —
sjálfskiptur.
Skipti mögu/eg á ódýrari Saab.
TOGGUR HF.
SAAB UMBOÐIÐ
Bi/dshöfða 16 — Símar 81530 og 83104