Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 24
24
DV. LAUGARDAGUR 23. APRtL 1983.
„Langar þig til að tala við Falk-
lendinga?” spyr Dennis blaða-
mann um leiö og honum er boðiö
upp á kaffibolla á Gistiheimilinu á
Snorrabraut þar sem fjölskyldan
býr fyrstu dagana á Islandi.
„Reyndar er hún eini Falklend-
ingurinn segir Dennis og bendir
brosandi á 10 vikna gamla dóttur
sína. „Við erum bæði fædd á
Englandi og höfum búið þar lengst
af. Ég starfaði á stóru fjárbúi. Sá
um bókhald og sinnti skepnuhaldi.
Til Falklandseyja flutti ég fyrir
átta árum. Ég gerði samning um
að vera þarna í þrjú ár en þá átti
ég að fara heim. Nú, ég bjó í In
Camp, sem kallað er, en þar er
mestur landbúnaöur á eyjunum.
En eftir að við Margaret giftumst
fluttum við til Port Howard.”
Fólk hrætt við
Argentínumenn
— Margaret, þú ert líka bresk
aðuppruna?
„Já, ég er ekki Falklendingur.
Ég var orðin leið á þessu venju-
lega lífi í London og vildi gera
eitthvaö nýtt. Ég gerði samning
viö Falklandseyjafélagið um að
starfa á skrifstofu í Port Stanley
og fór utan í nóvember 1980. Ég
bjó þama í tvö og hálft ár, gifti
mig, eignaðist barnið og upplifði
heila styrjöld!”
Höföuð þið einhverna hugmynd
um tilkall Argentínumanna til eyj-
anna?
„Nei, alls enga. En um leið og
ég kom til eyjanna varð ég var viö
að fólk var hrætt við Argentínu-
menn. Um leið og maður kom
byrjaði maður að heyra fólk tala
um „þegar Argarnir koma”,
„þegar Argarnir gera þetta eða
hitt”. En samt sem áður trúöi fólk
því aldrei innst inni að Argentínu-
menn ættu eftir að hernema eyj-
arnar.”
— Hver voru viðbrögð ykkar
þegar þið fréttuð að Argentínu-
menn hefðu gert innrás?
„Þegar við heyrðum land-
stjórann ávarpa Falklandseyinga
í útvarpinu og segja að Argentínu-
mennirnir væru á leiðinni trúðum
við því ekki. Við hreinlega hlógum
aö þessu, þetta var eitthvað svo
fjarstæðukennt. Viö fórum bara
að sofa og hugsuðum okkur ekki
einu sinni um. En flestir Falklend-
ingar vöktu alla nóttina og fylgd-
ust með fréttunum í útvarpinu. En
við misstum ekki af því að sjá
Argentínumenn koma því aö
aðdragandinn að þessu stóð alla
nóttina. Árásin var ekki fyrr en
undir morgun og við þruftum að
vakna eldsnemma á mrognana.
Argentínumennirnir hföðu tekið
Suður-Georgseyjar skömmu áöur
og andrúmsloftið hafði verið lævi
blandiðumskeið.”
Bjóða jafnvel verstu
óvinum upp á kaffi
— Hvernig var skiptum Argen-
tínumanna og eyjaskeggja
háttaö?
„Þaö var ekki mitól spenna á
milli hermannanna og eyja-
skeggja. Falklendingar eru sér-
lega gestrisnir. Þeir bjóða jafnvel
verstu óvinum sínum inn í kaffi
eða réttara sagt bjór því þeim er
næstum að segja tamara að
drekka bjór en kaffi. Auðvitað var
þetta fjarskalega skrítið í þessu
litla samfélagi er fjöldi erlendra,
spænskumælandi hermanna
þrammaði um strætin. Maður
vandist þessu þó og kynntist
meira að segja sumum þeirra.
Margir þeirra höfðu verið skyld-
aöir í herinn og þeir voru margir
hverjir ágætir. En atvinnuher-
mennirnir voru allt ööruvísi,
miklu stífari og erfiðara viö þá að
eiga. Ungu hermennirnir voru
bara eins og ég eða þú, ósköp
venjulegir menn sem höföu engan
áhuga á stríðsrekstri.”
— Var ekki einkennilegt er nafni
eyjanna og helstu bæjanna var
breytt úr enskum nöfnum yfir í
argentínsk?
„Einsogadl
„Jú, sannarlega. Um nokkurra
vikna skeið vorum við á Islas
Malvinas og Port Howard var
oröin Puerta Jeppejei eða eitthvað
íþá áttina”
— Finnst ykkur að kröfur
Argentínumanna til eyjanna hafi
að einhverju leyti verið réttlætan-
legar?
„Nei, alls ekki. Eyjarnar hafa
verið breskar um hundrað og
fimmtíu ára skeið. Ibúarnir tala
ensku og hafa búið við breskt
stjórnkerfi og menningu mann
fram af manni. Það er ekki hægt
að segja annað en að svo lengi sem
þeir vilja tilheyra bresku krún-
unni þá eigi svo að vera. ”
Mikil taugaspenna
— Bjuggust þiö við því að
breska stjórnin myndi senda
herinn til að heimta eyjarnar úr
höndum Argentínumanna?
„Nei. I fyrstu héldum við að
breska stjórnin myndi láta þetta
gott heita, mótmæla á alþjóðavett-
vangi og reyna aö fá Argentínu-
menn til að fara burtu. En satt að
segja voru allir vissir um það
fyrstu dagana að Argarnir yrðu
þarna til frambúðar. Síöan bárust
okkur fréttir um að flotinn væri að
leggja af stað frá ströndum
Bretlands. Og þá hófst spennan
fyrir alvöru! Þaö töldu allir
dagana. Þaö er ekki hægt aö neita
því að taugaspennan var mikil.
Enda leið langur tími þar til
flotinn var kominn til Suður-
Atlantshafsins.”
— Fenguð þiö reglulega fréttir
að utan af stöðu mála?
„Argentínumenn tóku útvarps-
stöð eyjanna en flestir Falklend-
ingar eiga sterk viötæki. Menn
fengu því upplýsingar um allar
hræringar frá breska útvarpinu og
Voice of America.”
— Uröu einhver styrjaldarátök
þar sem þið voruð búsett í Port
Howard?
„Já, breski flugherinn gerði
loftárásir. En argentínsku
— segja Dennis og Marq
um Falhlandseyjar t
Argentinumenn hefja fána sinn á ioft á Faikiandseyjum 2. aprii 1982.
Falklandsey;
ári eftir st
Um síðustu mánaðamót var eitt ár liðiö
frá því Argentínumenn hernámu Falk-
landseyjar. Fram að þeim tíma höfðu fáir
Islendingar hugmynd um hvar þessar
eyjar væru niöur komnar á jöröinni.
Reyndar var það svo aö enda þótt eyj-
amar væru hluti breska konungdæmisins
vissu fáir Bretar af tilvist þeirra.
A eyjunum búa 1800 manns og sex
hundruð þúsund ferfætlingar í sauðar--
gærum og hafa þær tilheyrt bresku krún-
unni frá árinu 1833. Argentínumenn hafa
gert tilkall til þeirra áratugum saman.
Þær kröfur byggja þeir á sögulegum for-
sendum, sem sé þeim að eyjarnar voru
spænsk nýlenda er Argentína fékk sjálf-
stæði frá Spáni, og halda Argentínumenn
því fram að eyjarnar heföu átt aö fylgja
landi sínu. Eyjarnar eru sem kunnugt er
skammt undan ströndum Argentínu en
átta þúsund mílur eru til Bretlands-
stranda.
Falklandseyjastríðsins mun eflaust
lengí verða minnst sem eins andstyggileg-
asta dæmis um þjóðrembu á síðari tímum.
Herforingjastjórnin í Argentínu er með
duglausustu og verstu stjómum í heimi og
óvinsæl eftir því. Til að breiöa yfir efna-
hagsleg vandræði og vandamál þjóðfélags-
ins greip Galtieri hershöfðingi til þess
bragös að magna upp þjóörembuna og fá
landsmönnum annað að hugsa um en
innanlandsvandamálin: veröbólguna,
atvinnuleysið, kúgunina og hina týndu.
Annan apríl síöastliöinn var ár liöið frá
því Argentínumenn hernámu Falkiands-
eyjar. Islas Malvinas hétu þær næstu
ellefu vikumar og um skeið gekk gambítur
Galtieris upp. Argentínumenn létu deilur
niður falla og hvert mannsbarn studdi
stjórnina í viðleitni hennar til yfirráöa á
eyjunum. Eyjaskeggjar vildu vitaskuld
vera undir bresku krúnunni og var lítt um
yfirráð Argentínumanna gefið.
Átta þúsund mílum norðar, á Bretlands-
eyjum, brá mönnum heidur betur í brún.
Utanríkisþjónusta Breta varð uppvís aö
herfilegum mistökum. Diplómatarnir
höfðu ekki gert sér neina grein fyrir því að
á bak viö hótanir Argentínumanna bjó
alvara. Eyjarnar höföu verið hornreka
bresks stjórnkerfis og lítið veriö iagt af
mörkum til þeirra, hvort sem litiö er til
efnahags- eða hermála. Hiö fámenna
varnarliö eyjanna hafði orðið Argentínu-
mönnum auöveld bráö og breska þjóðin
brást hin versta við. Utanríkisráöherrann,
Carrington lávarður, sem þótt haföi líkleg-
ur eftirmaður Thatchers, var látinn f júka.
Margareth Thatcher ákvað að Argentínu-
mönnum skyldi sýnt í tvo heimana og
breski flotinn var sendur til Suður-Átlants-
hafsins.
Samningaleiöin var reynd til þrautar á
meöan breski flotinn hervæddist og hélt úr
höfn. Báðir aöilar voru ósveigjanlegir og
baráttan um hvort eyjarnar skyldu heita
Falklands- eða Malvinaseyjar skók heim-
inn næstu ellefu vikur.