Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 32
- Tvö aevintýii að austan Ævintýri þau sem íslendingar hafa lesið fyrir börn sín frá ómuna- tíð eru flest hver ættuð frá nágrannalöndum okkar. Efni þeirra og frásagnaraðferð eru um margt lík því sem við eigum að venjast úr okkar bókmenntaheimi enda eru þau upprunnin úr áþekkri menn- ingu, lífsvenjum og þjóðskipulagi. Ævintýri og þjóðsögur frá f jarlæg- ari þjóðlöndum er sjaldséð lesefni hérlendis. Og er það vissulega miður. Svo til ókunnan stílheim eigum við þar að finna; bókmennta- arf sem hvorki er síðri að gæðum né verðleikum en sá úr Vestur- heimi. Við könnum þennan óþekkta ævintýraheim hér á síðunum. Ferðinni er heitið til fólksins í Mongólíu og Kóreu og gripið er niður á eitt ævintýri frá hvorri þjóð um sig. -SER - FRÁ MONGÓLÍU. AUIfilXftlA — ævintýri frá Mongálíu » eiðimaður, sem bjó langt uppi í sveit, átti svo fagra konu að jafnvel stórkhaninn hefði fúslega viljað skipta á henni og konungsdótturinni. En veiöimaöurinn elskaöi konu sína heitt, og hún, sem hét Arigungúa, bar einnig sterkar tilfinningar til hans. Þau voru hamingjusöm í hæsta máta. Konungurinn, sem var í veiðileið- angri, reið dag einn ásamt föruneyti sínu til veiðihúss þar sem hann vildi hvíla sig og brynna hestunum. Hann sá Arigungúu við brunninn og varð frávita yfir því hve fögur hún var. — Hver er þessi fagra kona? spurði konungur ráðgjafa sína. — Það er kona veiöimanns yðar, herra, svöruðu þeir. Hún elskar hann, herra minn, og vitur er hún svo af ber. — Ef sonur minn ætti hana, sagði konungur, yrði hann manna ham- ingjusamastur. IC onungur gat ekki gleymt kon- unni. Hann sagði syni sínum frá henni og konungssonurinn brann af ást til hinnar fögru veiðimannskonu þó að hann hefði aldrei séð hana. — Leyf mér að kvænast henni, faðir minn, sagði hann ákafur við konunginn. — Hvemig á ég aö fara að því? svaraði konungur, þar sem hún elskar veiðimanninn. En konungssonur var sí og æ að vekja máls á þessu viö hann. Ráð- gjafi nokkur, sem vildi koma sér í. mjúkinn hjá húsbónda sínum, sagði: — Konungur, ég kann ráð. Láttu veiðimanninn ríöa þér við hlið á haustveiðunum. Legg þú svo erfiðar spurningar fyrir hann að hann geti ekki svarað þeim. Ef hann á engin svör getið þér tekið hann af lífi sem sakamann og sonur yðar fær Arigungúu fyrir konu. I^onungi fannst þetta snjall- ræði. Þegar veiðimaðurinn reiö viö hliðina á honum á haustveiðunum húktu krákurnar á gresjunni og görguðu hver í kapp við aðra. Þá bauð konungur veiðimanninum að segja sér hvað krákurnar væru aö tala um. Veiðimaöurinn reið inn í krákuhópinn. Þegar hann kom aftur sagðihann: — Herra, krákurnar hafa verið að segja hver við aðra: Þegar herra konungur ríður á veiðar komumst við í kjöt og blóð. Þá höfum við meira en nóg eöa éta! Þetta voru þær að segja hver annarri. Þá reið konungur áfram því honum fannst svarið viturlegt. Skömmu síðar sáu þeir lík liggja við vegarbrúnira: — Stígðu af baki, veiðimaður, skipaöi konungurinn, og komstu að því hvað þessi maður er aö hugsa! Veiðimaðurinn sté af baki, gekk hringinn í kringum líkið og kom síðan aftur: — Konungur minn, mælti hann, sá sem dauður er sagði við mig: Það er miklu betra að vera heilbrigöur og lifandi en dauöur og þögull í dökkri mold eins og ég. Þetta sagði líkið við mig. 0 g konungur hélt áfram stein- þegjandi. En langt inni á gresjunni sá konungur vafningsjurt hreyfast: — Gakktu til hennar, veiðimaður, skipaði hann, og hlustaöu á hvaö jurtin hefur að segja af lífi sínu! Veiðimaður gekk aö jurtinni sem bæröist dálítiö í golunni. En konungur, sem var sár yfir svörum veiðimannsins, hugsaði með sér: — Nú skal ég ná mér niðri á þér, bragöarefur! Tvívegis hefur þú snúið þig út úr spurningum mínum. Þú skalt nú ekki leika á mig í þriöja sinn. Ég sníö af þér hausinn og konan þín fagra verður eign sonar míns! Um þetta var konungur að hugsa þegar veiðimaðurinn kom aftur. Hann mælti: — Herra minn ég heyrði beiti- lyngiðkveða: Á vorin vakna ég, á haustin blómgast ég, líf mitt er fljótsbakkinn, dauði minn auga uppsprettunnar. egjandi hlustaði konungur á oröin. Hann kunni ekkert svar við þessu. Hugsi reið hann heim. Þegar hann var kominn til hallarinnar bauð hann veiðimanninum að tína saman hundraö faðma af öskureipum: — Ef þú getur það ekki, sagði kon- ungur ógnandi, læt ég hálshöggva þig! Þá sneri veiðimaður heim í tjald sitt, þreif af sér höfuöfatið og lagðist hljóöur niður. Arigungúa tók brátt eftir því að eitthvaö illt hefði hent hann. Hún settist hjá honum og spurði hvaö komið hefði fyrir hann. — Konungurinn ætlar að láta taka mig af lífi, sagði eiginmaður hennar, því hvernig á ég að fara að því aö tína saman hundrað faðma af ösku- reipum? Þá kyssti konan mann sinn og svaraöi: — Sofðu bara rólegur, engar áhyggjur. Eg skal sjá um þetta fyrir þig! A rigungúa hvarf út úr tjaldinu og reytti saman feiknin öll af malurt. Or henni fléttaði hún reipi sem hún vafði saman og lagöi á bakka. Eftir að hún haföi borið eld að varð úr þessi öskureipi. Viö mann sinn sagði hún um morguninn: — Fáðu konunginum öskureipiö! Ef hann krefst þess að þú mælir honum nákvæmlega hundrað faðma þá svarar þú því til að viðtakandinn skuli mæla sjálfur. Sá sem afhendi þurfiekkiaðmæla! Veiðimaðurinn fór aö ráðum konu sinnar og konungurinn gat ekkert haft á móti þessu. Samt sem áður vildi hann ekki gefast upp: — Snemma í fyrramáliö, skipaði hann veiðimanni, þegar þú kemur til hallarinnar, skaltu ríöa tvíhöfða hesti. Ef þú gerir þaö ekki missirðu höfuðþitt! Og Arigungúa sagði viö mann sinn er hann kom heim með þessar fregnir: — Sofðu bara rótt góði minn! Eg mun f inna eitthvert ráð! M orguninn eftir söðlaöi hún fylfulla hryssu: — Á leiðinni upp í móti skaltu láta hana skokka hratt, sagði hún við mann sinn, og þegar þú ferö niöur í móti skaltu herða á taumhaldinu. Og er þú stígur af baki fyrir framan höllina losar þú um söðulgjöröina hægra megin. Veiðimaðurinn fór að þessu í einu og öllu. Þegar hann losaöi um gjörðina í augsýn konungs, kastaði hryssan. — Gott og vel, sagði konungur. Þú átt eftir að koma snemma í fyrra- málið og hvorki ganga inn í eða út úr höllinni og vera þó ekki utan dyra! Veiðimaðurinn sagði konu sinni frá þrautinni. Arigungúa ráðlagði honum aö setjast niöur á dyra- þröskuldinn og hreyfa sig ekki hið minnsta. Þegar konungurinn kom, sat veiðimaðurinn klofvega á þröskuldinum svo sem fyrir hann hafði verið lagt. Þá gafst konungur upp. S kömmu síðar reið konungur á veiöar, í þetta sinn með syni sínum. Er þeir riðu fram hjá krákunum spurði hann soninn: — Hvað eru krákurnar að kalla ? — Þærsegjakra, kra, annaðekki, svaraði sonurinn. Þegar feðgarnir komu aö líkinu spurði konungurinn: — Hvaðsegirsádauði? — Talar dauður maöur? spurði sonur hans á móti. Loks komu þeir að vafningsjurt- inni og þá spuröi konungur: — Hvaðer jurtinaðsegja? — O — hún liggur bara einfaldlega á jörðinni, svaraði konungssonurinn. Þá hætti konungur meö öllu aö skipta sér af Arigungúu fögru sem elskaði veiöimanninn sinn. DV. LÁUGARDAGUR 23. APRIL1983. -ævintýri frá Kéren F yrir mörgum öldum var Pyong Won konungur í Kóreu. I ríki hans var betlarinn Ondal. Hann var blásnauöur og ófríöur svo að fólk spottaði hann og kallaði hann U- Ondal eða heimska Ondal. Hann bjó með móöur sinni í smákofa og dró fram lífið með ígripavinnu. Annars var Ondal verklaginn, góðhjartaður og óheimskur. En menn vildu ekki taka eftir þeim eiginleikum hans, vildu telja hann heimskan af því að hann var meinleysingi og varöi sig ekki gegn illkvittni þeirra. Og smám saman varð þessi ungi maður, næð gretta andlitið og greindarlegu og hlýlegu augun, skotspónn háðs og barnagrýla í landinu. Og enginn vildi við honumlíta. Pyong Won konungur hafði heyrt talaö um U-Ondal. Og af því að dóttir hans, Kong Dschu, falleg prinsessa, grét oft, að því er virtist án tilefnis, skammaði hann hana oft og hótaði henni á þann veg að hann gæfi U-Ondal hana að kvonfangi ef hún hætti ekki kveinstöfum sínum. Og á þessu þrástagaðist hann daga og nætur, vikur og mánuði — þvíjafn- an grét kóngsdóttirin — uns Konh Dschu taldi sér trú um að það væri vilji fööur hennar að hún giftist On- dal. Þegar prinsessan var orðin sextán ára kom Ko fursti til hirðarinnar með þaö fyrir augum að biðja henn- ar. Þar eð konungur var í þennan mund í áríðandi ferð um ríki sitt neit- aði prinsessan furstanum: — Mér þykir þetta leitt, Ko fursti, sagöi hún, en það er vilji föður míns aðégeigi U-Ondal. K. fursti taldi þetta vitanlega mikla móögun; aðsér væri hafnaö en betlaraafskræmið yrði tengdasonur konungs fannst honum fráleitt. Og hann dró enga dul á gremju sína við Pyong Won er hann kom úr ferð sinni. En konungurinn hugði að dótt- ir hans hefði verið að stríða honum. Hann varð því reiður og geröi henni tiltal. Hann lagði ekki heldur neinn trúnað á það sem hún bar fyrir sig;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.