Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 48
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983.
Bráðabirgðalög vegna ótryggs tíðarfars:
Sunnudagur einnig
kjördagur í strjálbýli
Bowie til
íslands?
„Þetta er alls ekki útilokað. Þeir
hafa sýnt þessu áhuga og ég fæ frekara
svar frá þeim nú eftir helgina,” sagði
Siguröur Sverrisson blaðamaður í
samtali við DV, en hann er einn þeirra
sem eru að reyna að fá ensku rokk-
stjörnuna David Bowie hingað til lands
til aö halda hljómleika í sumar.
Að sögn Siguröar benti margt til þess
í fyrstu að útilokað væri að fá rokk-
stjörnuna hingað til lands vegna geysi-
hárrar f járhæðar sem sett var upp.
En ýmislegt bendir nú til þess aö
hægt verði aö fá söngvarann til aö
halda hér hljómleika á viöráðanlegu
verði. Ef til þess kæmi yrðu hljómleik-
arnir í Laugardalshöll i júní eða júlí.
-ÁS/-JGH.
Bretinn í
varðhald
Bretinn sem stakk íslendinginn í
húsi viö Laufásveg 33 aöfaranótt miö-
vikudags hefur veriö úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 27. apríl.
Hann er þrítugur að aldri. Fyrir
nokkrum vikum hætti hann störfum
hjá breska sendiráðinu og er því
fyrrum starfsmaður sendiráðsins en
ekki núverandi eins og fram kom í frá-
sögn okkará miðvikudag.
Sá er varö fyrir hnífsstungunni er
enn á sjúkrahúsi og er á bata vegi.
Ekki tókst aö fá upplýsingar um
nánari atvik þessa máls hjá rann-
sóknarlögreglunni en sagt var frá á
miðvikudag. -JGH.
Nýrforstjóri
Landsvirkjunar:
Halldór
Jónatansson
ráðinn
Halldór Jónatansson hefur veriö
ráöinn forstjóri Landsvirkjunar frá og
með 1. maí næstkomandi að telja en þá
lætur Eiríkur Briem af því starfi.
Þetta var ákveöiö á fundi stjórnar
Landsvirkjunar í gær. Á sama fundi
ákvaö stjórnin aö ráöa Jóhann Má
Maríusson sem aðstoðarforstjóra frá
samatíma. -ÓEF.,
Kosningaveðrið
Yfirleitt lítur vel út með kosninga-
veðrið. Sunnanlands, vestan og austan
verður bjart um helgina en kalt. I
útsveitum á Norðurlandi veröur élja-
gangur en horfur eru á aö hann fari
minnkandi þegar líöur aö helgar-
lokum. Þrátt fyrir sumarkomuna í
vikunni ættu aðstæður fyrir skíðafólk
aðverasérlegagóðar. -JBH.
LOKI
Kosningar eru klaka-
barátta.
Bráðabirgöalög um fjölgun kjör-
daga í strjálbýli vegna ótryggs tíðar-
fars voru sett í gær. Morgundagur-
inn, sunnudagurinn 24. apríl, bætist
við sem kjördagur í kjördeildum sem
ekki eru að öllu leyti innan takmarka
kaupstaðareða kauptúns.
„Kjörstjórn getur þó ákveðið,
þegar kosningu er lokið hinn fyrri
k jördag, að eigi skuli vera fleiri kjör-
dagar í kjördeildinni, enda sé öll
kjördeildin sammála og allir
umboðsmenn lista, sem mættir eru,
samþykkja þá ákvörðun meö undir-
ritun sinni í kjörbókina. Hafi 80
prósent eöa fleiri kjósenda í kjör-
deildinni kosiö eða fengiö vottorð
Húsnæöisvísitalan er afnumin,
samkvæmt bráðabirgðalögum í gær
sem forseti íslands undirritaði í gær
um takmarkaöa hækkun húsaleigu. 1
lögunum segír aðmánaöarleiga fyrir
íbúðarhúsnæði, samkvæmt nýjum
eða endumýjuöum samningi gerðum
á 12 mánaða tímabilinu apríl 1982 til
mars 1983, megi frá 1. maí ekki
hækka meira en sem hér segir, frá
mánaðarleigu er gilti í mars 1983:
Apríl—júní #1982 45%, júlí—
september 32%, október—desember
21% og janúar—mars 10%. Húsa-
leiga sem greidd er leigusala fyrir
samkvæmt 82. grein nægir einróma
samþykki kjörstjómar til slíkrar
ákvöröunar,” segir í bráðabirgöa-
lögunum.
Þetta þýðir aö möguleiki er aö
kosningum ljúki í kvöld, laugardag.
Hins vegar gæti mánudagurinn
einnig bæst viö sem þriöji kjördagur
þvíílögunumsegir:
„Nú hefur veður hamlaö kjörsókn
á hinum tveimur kjördögum og getur
þá kjörstjórn ákveðið, með sama
hætti og í 3. málsgrein 128. greinar,
og áöur en kjörfundi lýkur hinn
síöari kjördag, aö kosningu verði
fram haldið á kjörfundi næsta dag.
maímánuö 1983 skal haldast óbreytt í
júní 1983, enda sé viðkomandi húsa-
leigusamningur þá enn í gildi.
Húsaleiga, sem fylgir vísitölu
húsnæðiskostnaðar samkvæmt
samningi geröum fyrir 1. apríl,
hækkarfrá 1. apríl 1983 um 51,04%.
Frá 3. ársfjórðungi 1983 skal
húsaleiga fylgja hlutfallslegum
breytingum meðallauna á næst-
liðnum þremur mánuðum og breyt-
ast ársfjórðungslega frá byrjun
mánaöanna júlí, október, janúar og
apríl. Hagstofan tilkynnir hverju
sinni hver breytingin er.
Nægir aö birta auglýsingu þar um í
útvarpi.”
„Viö í dómsmálaráðuneytinu
höfum alltaf verið ákveðnir í því aö
haga okkar vinnubrögðum þannig að
allir landsmenn gætu neytt kosninga-
réttar síns, eins og sjálfsagt er,”
sagði Friðjón Þórðarson dómsmála-
ráöherra þegar hann kynnti frétta-
mönnum bráðabirgðalögin.
„Viö höfum líka haft vakandi auga
fyrir því að alþingiskosningar gætu
fariö greiðlega fram. Viö vonuðum
það auðvitað allir í lengstu lög að
tíöarfarið yrði það gott að við gætum
lokið þessu af á einum degi á öllu
landinu.
Ákvæði er um atvinnuhúsnæöi en
leiga á þvi fylgir nú sérstakri
vísitölu. Þessi leiga hækkar um
53,03% frá 1. apríl. Frá 3. ársfjórö-
ungi 1983 og framvegis skal leiga á
atvinnuhúsnæði breytast eftir sömu
reglum og nefndar voru um annað
húsnæði.
Frá og með júní 1983 kemur árs-
fjórðungsleg tilkynning Hagstof-
unnar um verðbótahækkun húsa-
leigu í stað vísitölu húsnæðiskostn-
aöar.
-JBH.
En nú hafa þær fréttir borist,
einkum aö noröan, að fannfergi sé
það mikið og veður það válynd aö
það verði óhjákvæmilegt að lengja
kosningatímann. Þess vegna höfum
við ákveöið að gefa út þessi bráða-
birgðalög. Segja má aö meginefni
þeirra felist í því aö þaö er bætt við
kjördegi,” sagðiFriðjón.
Engar kosningatölur má birta fyrr
en kosningu er lokið alls staðar á
landinu. Því frestast kosningasjón-
varp fram á sunnudagskvöld nema
veður veröi þá enn s vo slæmt að k jör-
stjóm einhvers staðar á landinu
fresti k jörfundi.
Stríðsádeila
ístað
kosninga-
sjónvarps
Dagskrá sjónvarps og útvarps raskast
að sjálfsögðu í kvöld vegna bráða-
birgðalaganna um aukakjördag. í stað
kosningasjónvarpsins er ætlunin að
sýna breska bíómynd, „Ö, þetta er
indæltstríö”, frá árinu 1969. Myndin er
gerð eftir samnefndum söngleik. Hún
gerist í fyrri heimsstyrjöldinni og er
kaldhæðin ádeila á styrjaldir og stríðs-
rekstur.
Bíómyndin hefst klukkan 22.30. Sjón-
varpsdagskráin annaö kvöld er að öðru
leyti þannig aö klukkan 19 hefst bein
útsending frá söngvakeppni Evrópu-
sjónvarpsstööva, klukkan 21.40 eru
fréttir, veður og auglýsingar, gaman-
þátturinn Þriggjamannavist er
klukkan 22 en klukkan 00:40 verða
fréttirí dagskrárlok. -KMU.
-KMU.
Friðjón Þórðarson ásamt ráðuneytismönnunum Ólafi W. Stefánssyni og Baldri Möller þegar bráðabirgðalögin vorukynnt. DV-mynd: EinarOlason.
Ríkisstjómin setur bráðabirgðalög:
Hækkun á húsa-
leigu takmörkuð
—húsnæðisvísitalan af numin