Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 12
12
DV. LAUGARDAGUR23. APR1L1983.
— Hvernig var sambandi nemenda
og kennara háttað í þá tíö. Þiö hafið
væntanlega þéraö þá?
„Maöur mætti í stuttbuxum í fyrsta
bekk í menntaskóla og var þéraður!
Og aö sjálfsögöu þéruðum viö þá alla
tíð! Einhverjar undantekningar voruá
því. Eg man ekki til aö Einar Magg.
(Einar Magnússon, síöar rektor) hafi
gert það! Og Valdimar leikfimikenn-
ari geröi þaö ekki heldur.”
— 1936 lýkurðu prófi úr lagadeild-
inni. En það átti ekki fyrir þér aö liggja
aöfara í blaðamennskuna?
„Nei, aldrei fór ég í blaðamennsku.
Eftir laganámiö var ég orðinn gjör-
samlega frábitinn því. Lögfræöin
beindi manni inn í önnur hlutverk en
það var þó vafalaust rétt sem Bjami
Ben. sagði. En hún vakti bara allt
annan áhuga. Vísir var þá kominn úr
höndum föður míns og það lá ekki
lengur beint við. Hersteinn Pálsson
hafði þá tekið við ritstjóm af honum og
Kristján Guðlaugsson um það bil að
takavið.”
Að laganáminu loknu hóf ég störf á
málflutningsskrifstofu Lámsar
Jóhannessonar.
En það er naumast þetta eiga að
vera æviminningar,” segir Gunnar og
brosir.
— Ég verð samt aö fá að vita meira,
segir blaðamaður, — segðu mér frá því
hver tildrög þess voru aö þú réðst til
Sjúkrasamlagsins. Það hefur naumast
veriö gamalt fyrirtæki þegar þú
byrjaðir?
„Hlutverh Umds-
hjörstjómar ehhi
etns mihiö og
margir halda99
— spjallað við Guimar Möller, formann landskjörstjðrnar 9 í tilefni kjördags
Það var ekki með öllu erfiðleikalaust
að fá Gunnar Möller í viðtal um líf
hans og störf. Enda þótt Gunnar hafi
sagt starfi súlu sem framkvæmda-
stjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur
lausu fyrir fimm ámm er ekki þar með
sagt að hann sé sestur í helgan stein.
Að eigin sögn vinnur hann nú að
ýmsum verkefnum fyrir Sjúkrasam-
lagið. Undir því yfirskini að viðtalið
myndi fyrst og fremst snúast um for-
mennsku Gunnars í landskjörstjórn
fékkst hann til að ræða viö blaöamann
DV aö vinnudegi loknum.
„Jæja, viltu æviminningaraus,”
segir Gunnar og brosir stríönislega.
„Eg er fæddur árið 1911 og er sonur
Jakobs Möller alþingismanns, ráð-
herra og sendiherra. Eg varð iög-
fræðingur 1936, rak málflutningsskrif-
stofu framan af með Lámsi Jóhannes-
syni og síðar einn. Hef lengst af og
mest starfaö að tryggingamálum fyrir
Sjúkrasamlag Reykjavíkur og
Tryggingaráð.”
Helst var á Gunnari að heyra að hér
vildi hann láta staöar numið með „ævi-
minningaraus”, og blaðamaður sá
sæng sína upp reidda.
— Þér hefur ekki dottið í hug að feta
í fótspor föður þíns og gerast
stjórnmálamaöur?
„Faðir minn var stjórnmálamaður
og þar af leiðandi kom mér það aldrei
til hugar! Eg fékk satt að segja nóg af
því að sjá þá tilsýndar. Ja, tilsýndar
segi ég, en frekar ætti ég aö segja í ná-
vígi því að vitaskuld vora þeir alls
staöar í kringum mig í æsku vegna
föðurmíns.”
— Faðir þinn var einnig um langt
skeiðritstjóriVísis.
„Já, ritstjóri og eigandi. Hann
eignaðist Vísi, átti blaðið einn og rak
einn þangað til það var gert að hluta-
félagi einhvern tímann á þriðja ára-
tugnum. Æ, ég man skammarlega lítiö
„Sjúkrasamlagið er stofnað með
lögum frá 1936 og byrjaöi að innheimta
iðgjöld sama sumar. Byrjaði að veita
sjúkrabætur 1937. Þá var faöir minn
framkvæmdastjóri og ég tók við stöð-
unni til að halda henni opinni á meðan
hann skryppi í þjóöstjórn!” Gunnar
þagnar. Bætir viö eftir nokkra stund.
,Ji!n það sem sagt teygðist úr því. Ég hóf
störf hjá Sjúkrasamlaginu 1939 en
hætti er faðir minn tók við á ný 1942.
Þegar hann varö sendiherra haustið
1945 leysti ég hann af hólmi og hef
starfað hér síöan að mestu leyti. Ég
var framkvæmdastjóri allt til ársins
1978. Þá var ég settur forstjóri Trygg-
ingastofnunar í hálft ár í veikindafor-
föllum Siguröar heitins Ingimundar-
sonar. Upp úr því sagði ég stöðu fram-
kvæmdastjóra Sjúkrasamlagsins
lausri og við tók Davíð Oddsson sem nú
er orðinn borgarstjóri. En ég hef verið
hér áfram á samningi um aö vinna hin
og þessi störf. Það er semsé komið á
fimmta áratug sem ég hef sinnt
almannatryggingamálum. Já, það
hefur margt breyst síðan ég hóf
afskipti af þessum málum. 1 upphafi
greiddu „hinir tryggðu”, eins og þeir
voru kallaðir, 60% af iðgjöldum, ríkið
20% og sveitarfélög sama hlutfall. En
nú borgar ríkið 85% og sveitarfélög
u.þ.b. 15%. Og ef við tölum um kostn-
aðinn af almannatryggingum er
Sjúkrasamlagið var að fara af stað þá
minnir mig að heildarlæknalaun Land-
spítalans hafi verið 30—40 þúsund
krónur. Og þaö fór eftir því hvort þrír
— Gunnar, segðu mér, af hverju
valdir þú lögfræðina?
, JEkki fór ég nú beina leiö í hana.
Þannig er mál með vexti að ég hélt til
Berlínar eftir stúdentspróf, 1931,til að
nema þar blaðamennsku eöa „Zeit-
ungs Wissenchaft”. Og þar bjó ég í
sömu götu og Bjarni Bea sem þar nam
stjómlagafræði. Viö borðuðum oft
saman í stúdentamötuneytinu. Ég
sagði honum frá því hvaö mér virtist
þetta ætla aö verða ómerkilegt fag.
Hann sagði mér: ,,ef þú ætlar að verða
blaðamaður þá er ekki til breiöari og
betri menntun en lögfræðin”. Og í lög-
fræðina fór ég heim kominn.”
— Þú varst í Berlín á uppgangstíma
nasista.
„Já, ég var í Berlín veturinn ’31 til
'32. Nasistarnir voru farnir að vaða
heilmikið uppi og nánast daglega
slagsmál milli þeirra og kommúnista á
götunum. Uppivöðslusemi nasistanna
var þá þegar ákaflega alvarleg en á
þessum vetri mátti var greina á milli
þeirra og kommúnistanna. Það rikti
hálfgerð óöld og flesta daga sló í brýnu
milli þessara hópa einhvers staðar í
borginni. En á þessum tíma sá maöur
ekki fyrir hversu skjótur uppgangur
Hitlers og nasismans yrði. Maöur
fylgdist með þeim taka völdin 1933 frá
Islandi og með mikilli undmn.
Ég var ekki nema eitt háskólamiss-
eri úti og kom heim um mánaðamótin
febrúar-mars 1932 og innritaðist í laga-
deildina eins og Bjarni hafði ráðlagt
mér fyrr um veturinn.”
um þetta. Annars ætti Visir ekki að
vera að spyrja um þetta úti í bæ,”
bætir Gunnar við brosandi.