Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 14
14
DV. LAUGARDAGUR23. APRIL1983.
TÓNLISTARSKÓLA
MÝVATNSSVEITAR
vantar fjölhæfan tónlistarkennara sem einnig getur annast
söngkennslu og kórstjórn næsta vetur.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96^44151 og 9644225.
Auglýsing
um aðalskoöun bifreiða og bifhjóla í Hafnarfirði,
Garðakaupstað og Bessastaðahreppi frá 25. apríl-
8. júli 1983.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Mánud. 25. apríl G— 1 til G— 200
Þriðjud. 26. apríl G— 201 til G— 400
Miðvikud. 27. apríl G— 401 til G— 600
Fimmtud. 28. apríl G— 601 til G— 800
Föstud. 29. apríl G— 801 til G— 1000
Mánud. 2. maí G— 1001 til G— 1200
Þriðjud. 3. maí G— 1201 til G— 1400
Miðvikud. 4. maí G— 1401 til G— 1600
Fimmtud. 5. maí G— 1601 til G— 1800
Föstud. 6. maí G— 1801 til G— 2000
Mánud. 9. maí G— 2001 til G— 2200
Þriðjud. 10. maí G— 2201 til G— 2400
Miðvikud. 11. maí G— 2401 til G— 2600
Föstud. 13. maí G— 2601 til G— 2800
Mánud. 16. maí G— 2801 til G—- 3000
Þriðjud. 17. mai G— 3001 til G— 3200
Miðvikud. 18. maí G— 3201 til G— 3400
Fimmtud. 19. maí G— 3401 til G— 3600
Föstud. 20. maí G— 3601 til G— 3800
Þriðjud. 24. maí G— 3801 til G— 4000
Miðvikud. 25. maí G— 4001 til G— 4200
Fimmtud. 26. maí G— 4201 til G— 4400
Föstud. 27. maí G— 4401 til G— 4600
Mánud. 30. mai G— 4601 til G— 4800
Þriðjud. 31. maí G— 4801 til G— 5000
Miðvikud. 1. júní G— 5001 til G— 5200
Fimmtud. 2. júní G— 5201 til G— 5400
Föstud. 3. júní G— 5401 til G— 5600
Mánud. 6. júni G— 5601 til G— 5800
Þriðjud. 7. júní G— 5801 til G— 6000
Miðvikud. 8. júní G— 6001 til G— 6200
Fimmtud. 9. júní G— 6201 til G— 6400
Föstud. 10. júní G—6401 til G— 6600
Mánud. 13. júní G— 6601 til G— 6800
Þriðjud. 14. júní G— 6801 til G— 7000
Miðvikud. 15. júní G— 7001 til G— 7200
Fimmtud. 16. júní G— '7201 til G— 7400
Mánud. 20. júní G— 7401 til G— 7600
Þriðjud. 21. júní G— 7601 til G— 7800
Miðvikud. 22. júní G— 7801 til G— 8000
Fimmtud. 23. júní G— 8001 til G— 8200
Föstud. 24. júní G— 8201 til G— 8400
Mánud. 27. júní G— 8401 til G— 8600
Þriðjud. 28. júní G— 8601 til G— 8800
Miðvikud. 29. júní G— 8001 til G— 9000
Fimmtud. 30. júní G— 9001 til G— 9200
Föstud. 1. júlí G— 9201 til G— 9400
Mánud. 4. júlí G— 9401 til G— 9600
Þriðjud. 5. júlí G— 9601 til G— 9800
Miðvikud. 6. júlí G— 9801 til G— 10000
Fimmtud. 7. júlí G— 10001 til G— 10200
Föstud. 8. júlí G— 10201 til G— 10400
Skoðað verður við Suðurgötu 8, Hafnarfirði, frá
kl. 8.15—20.00 og 13.00—16.00 alla framantalda
daga.
Festivagnar, tengivagnar, og farþegabyrgi
skulu fylgja bifreiðum til skoöunar. Við skoðun
skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini.
Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld séu
greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í
fullu gildi og að bifreiðin hafi verið ljóðsastillt
eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á því að
skráningarnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til
skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn
sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og
ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst.
Framhald aðalskoðunar í Hafnarfirði,
Garðakaupstað og Bessastaðahreppi verður aug-
lýst síðar.
Þetta tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að
máli.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og
íGarðakaunstað.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu,
20. aprill983.
EINARINGIMUNDARSON.
Wiö lifum d síðustu
sehúnúum ein-
stahlingshyggjunnur
— segir danski rithöíundurinii Suzanne Brngger
Danski rithöfundurinn Suzanne
Bragger dvaldi hér í fáeina daga fyrir
skömmu. Hún kom hingað í boöi
Norræna hússins, danska menningar-
málaráðuneytisins og dönsku vina-
félaganna á Isiandi.
Fyrsta bók hennar, Fri os fra kærlig-
heden, kom út 1973 og vakti mikla
athygli. Tveim árum síðar sendi hún
svo fá sér bókina Kærlighedens veje &
vildveje er ekki varð Dönum minna
umræðuefni. Bæöi þessi verk fjalla um
ástina og undirokun konunnar af
mikilli bersögli.
Með þriðju bókinni, Créme Fraiche
(1978), þótti hún síðan tryggja sér sess á
meðal danskra rithöfunda. Créme
Fraiche varð þriðja metsölubók
Suzanne er hafði nú svo sannarlega
fengið byr undir báða vængi. Ari síðar
kom enn út bók eftir hana, En gris som
har været oppe at slás kan man ikke
stege, og árið 1980 fylgdi Brog í kjöl-
fariö.
Nýjasta bókin, Tone, sem kom út
1981, þykir þó bera af hinum fyrri svo
ekki verður sagt að halli undan færi
fyrir Suzanne sem segist ekki geta gert
upp við sig hvað gerir bók athyglis-
veröa.
Hvar eru skilin á '
milli raunveruleika
og skáldskapar?
„Ég hef til dæmis setið á rökstólum
með háskólanemum í allan morgun,”
sagði hún ,,og við reyndum að komast
að niöurstöðu um hvar skilin séu á
milli raunveruleika og skáldskapar.
Veruleikinn er eiginlega farinn að taka
skáldskapnum f ram.
I upphafi þeirrar umræðu sagöi ég
öll mín verk vera raunveruleikanum
samkvæmt. Þegar á leið var samt eins
og viö misstum tökin á þessum veru-
leika, held ég. Einhvern veginn vorum
við eins og strengjabrúður í sjónleik. —
Að lokum spurði ég hvað það væri sem
gerði bók athyglisverða. Við gátum
ómögulega svaraö þeirri spumingu.
Skáldsagan er evrópskt fyrirbæri
sem skýtur upp kollinum þegar ein-
staklingurinn verður að miöpunkti,
verður aðalleikarinn. Skáldsagan
stendur á krossgötum í dag því að
dagar einstaklingsins, sem slíks, eru
„Ég er ekki hrædd um að hugmyndaflugið fari forgörðum, heldur finnst
mér fólk nú skorta raunsæi."
taldir. Við lifum nú á síðustu sek-
úndum einstaklingshyggjunnar.
Tölvurog
nafnleysingjar
Þaö er ekki hægt að skrifa skáld-
sögu, í heföbundinni merkingu þessa
orðs, án þess aö einstaklingurinn sé
þar í brennidepli. Þetta form á sér ekki
uppdráttar von í nútímasamfélagi þar
sem viö erum skilgreind meö nafn-
númerum og tölvurnar skipa æðri sess
með hverjum deginum. Þetta endar
með að þær fara að segja okkur fyrir
verkum, númeruðum nafnleysingj-
unum.
Vegna hinna fjölmörgu og öru sam-
félagsbreytinga virðist hin hefð-
bundna, gamaldags skáldsaga því
vera ósannsöguleg í dag. Nú getum við
ferðast um allan heiminn, frá Ástralíu
til New York — hvert sem maður vill.
„Nei, skáidsagan, eins og við höfum vanist henni, hæfir ekki heiminum í
dag."
Einn flugmiöi er allt sem til þarf. En
hér áður fyrr varð fólk að ferðast í
huganum. Auk þess búum við í mynd-
heimi þar sem við getum setið heima
og séð hvernig umhorfs er í til dæmis
Afríku. Maður er mataður á
staðreyndum.
Skortur á raunsæi
Þetta hefur valdiö því að rithöfundúr
í dag vinnur við allt aðrar kringum-
stæður en forverar hans. í gamla daga
þarfnaðist fólk þeirrar tilbreytingar
sem skáldsögur og ævintýri gátu veitt
því. Það varð að ferðast í huganum og
geta sér til um framandi lönd og
aðstæður.
Eg er ekki hrædd um að hugmynda-
flugið fari forgörðum heldur finnst
mér fólk nú skorta raunsæi. Það þorir
ekki lengur aö treysta eigin skynjun;
eigin augum og eyrum. Ekki vantar þó
hugmyndaflugiö. I því sambandi
verður mér hugsað til heimsstyrjald-
arinnar síðari og fangabúða nasista.
Enginn rithöfundur heföi getað látið
sér hugkvæmast þvílíkt og annaö eins;
þvílíkar misþyrmingar og grimmd.
Það ber heldur ekki á neinum skorti
á hugmyndaflugi þegar hvert gjöreyð-
ingarvopniö er framleitt á fætur öðru
en raunsæisskorturinn er áberandi.
Hvernig getur fólki dottiö í hug að hægt
sé að lifa áfram, eins og ekkert hafi í
skorist, við slíkar kringumstæöur?
Eg er fegin því að verða brátt talin
tilheyra eldri kynslóðinni. — Á leið
minni hingaö þurfti ég að bíða dálítið í
Kastrup-flugstööinni og þar er allt fullt
af þessum tölvuleikjum. Ég veit ekki
einu sinni um hvað þeir snúast. Maður
setur pening í þetta og ýtir á alls konar
hnappa og svo fara einhver tölvuhljóð
aö heyrast.
Fjöldinn allur af ungu fólki var
niðursokkinn í þetta, og meira að segja
fólk á miðjum aldri. Það var eins og
þessar manneskjur væru sjálfar
þannig að ef maður styngi í þær pen-
ingi segðu þær „bíp, bíp”.
— Og Dallas-fólkið skiptir marga
meira máli en jafnvel eigin fjölskylda.
Dallas-heimurinn er orðinn mörgum
raunverulegur.
Hvernig á skáldsagnagerðin að geta
keppt við þetta allt saman? Kannski
urðu suður-amerískir rithöfundar
fyrstir til þess að gera sér grein fyrir
því að finna þarf nýtt form. 1 bókum
sínum fjalla þeir umbúðalaust um blá-
kaldan veruleikann eins og hann blasir
viö þeim. Nei, skáldsagan, eins og við
höfum vanist henni, hæfir ekki heimin-
umídag.”
-FG.