Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 29
DV. LAUGARDAGUR 23. APRÍL1983. 29 Kasparov teflir við Kortsnoj. Viðnreignar þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. evsky og Vaganjan 1 1/2 v. og bið- skák, síðan Tigran Petrosjan 11/2 v., Azmaparashvili og Malanjuk 1 v. + 2 biðskákir, Jusupov og Mikhail Tal (!) 1 v. og eina biðskák og lestina rekur Razuvajev meö 1/2 v. og tvær biðskákir. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu er staðan mjög óljós vegna fjölda biðskáka. Sérstaka athygli vekur þó slæleg frammistaða heims- meistaranna fyrrverandi, Petro- sjansogTals. En þeir eigae.t.v. eftir aöbætaráðsitt. Hvítt: Tukmakov Svart: Razuvajev Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Rbd2 Bb7 6. Bg2 Be7 7. e4! Rxe4 8. Rc5 Bb4 9. Dg4 6-010. Bxe4 f5 11. Bxb7! fxg4 12. Bxa8 c6 13. 0-0 Dc7 14. Re4 Be7 15. Bf4 d6 16. Rxg4 Rd7 17. c5 bxc5 18. dxc5 e5 19. cxd6 Bxd6 20. Hadl Be7 21. Hxd7! Dxd7 22. Rxe5 De6 23. Bxc6 g5 24. Bd7! Dd5 25. Rc3 Dc5 26. Be6+ Kg7 27. Rd7! og svart- ur gafstupp. in try ggt sér f imm slagi, tvo á lauf, tvo á spaöa og tígulkóng. Það sakar ekki að geta þess að vörn austurs er jafnvel ennþá hugmynda- ríkari ef tekiö er tillit til þess að suður hafði sagt tvö lauf við spaðaopnun norðurs og síðan stokkið í þrjú grönd án þess að minnast á hjartalitinn. Bridgefélag Selfoss og nágrennis Tíunda og næstsíðasta umferð aðal- sveitakeppni félagsins var spiluö fimmtudaginn 14. apríl sl. Urslit urðu þessi: Sveit Valeyjar Guðmundsdóttur 1—19 Sveit Brynjólls Gestssonar— Sveit Páls Árnasonar. 1S—7 Sveit Þórðar Sigurðssonar— Sveit Gunnars Þórðarsonar. 5—15 Sveit Ragnars Óskarssonar— Sveit Steláns Garðarssonar. 20— 0 Sveit Hrannars Erlingssonar— Sveit Sigfúsar Þórðarsonar. 0—20 Sveit Jóns B. Stefánssonar— 16- 4 Staða að lokinni tíundu umferð er þessi: 1. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar 179 stig 2. Sveit Þórðar Sigurðssonar 153 stig 3. Sveit Gunnars Þórðarsonar 140 stig 4. Sveit Brynjólfs Gestssonar 135 stig 5. Sveit Hrannar Erlingssonar 115 stig 6. Sveit Páls Árnasonar 95 stig 7. Sveit Jóns B. Stefánssonar 84 stig 8. Sveit Valeyjar Guðmundsd. 68 stig 9.SvcitSigga 64 stig 10. Sveit Ragnars Óskarss. 60 stig 11. Suðursveit 42 stig 12. SveitStefánsGarðarss. 22 stig Bridgefélag Kópavogs Síðastliðinn fimmtudag átti að spila síðustu umferð í board a match keppn- inni en vegna þess að spilarar mættu ekki til leiks varð að fresta henni um eina viku. I staðinn var spilaður 14 para tvímenningur, efstirurðu: stig Guðbrandur Sigurbergss.-Jón Hilmarss. 199 Garðar Þórðarss.-Ásgeir Stefánss. 189 Ármann J. Láruss.-Ragnar Björnss. 172 Næsta fimmtudag eru spilarar beðnir að mæta klukkan átta stundvís- lega. Bridgefélag Hafnarfjarðar Þegar lokið er einu spilakvöldi af þremur í hraðsveitakeppni félagsins meö þátttöku sjö sveita er staðan þannig: Stig 1. Sveit Áðalsteins Jörgensen 501 2. Sveit Sævins Bjamasonar 497 3. Sveit Ölafs Torfasonar 444 4. Sveit Einars Sigurðssonar 441 5. Sveit Gunnars Ándréssonar 438 Meðaiskor 432 Önnur umferð verður spiluð mánu- daginn25. april nk. Bridgefélag Breiðholts Nú er aðeins eitt kvöld eftir af butlertvímenningnum sem staðið hefur yfir hjá félaginu og er staöan þessi: 1. Kjartan Kristóferss./Helgi Skúlas. 168 2. Guðjón Jónss./Gunnar Guðmundss. 148 3. Anton Gunnarss./Friðjón Þórhailss. 129 4. Guðm. Grétarss./Stcfán Jónsson 101 5. Guðlaugur Karlss./Kristinn Helgas. 99 Um síðustu helgi fór félagið í keppnisferðalag til Húsavíkur og var spilað,á fjórum borðum og lauk keppni með sigri norðanmanna, sem hlutu 45 stig, en sunnanmenn hlutu 35. Urslit urðu þessi, Húsvíkingar taldir á undan: 1. borð: Sv. Maríu Guðmundsd. 15 Heimis Tryggvas. 5 2. borö: Sv. Óla Kristinssonar 20 Þórarins Ámasonar 0 3. borð: Sv. Björns Dúasonar 0 Baldurs Bjartmarssonar 20 4. borð: Sv. Sigrúnar Pálsdóttur 10 Eiðs Guðjohnsen 10 Sveitakeppnin var spiluö á föstu- dagskvöld og á laugardag var svo spil- aður tvímenningur og urðu úrslit þessi: stig 1. Björn Dúason/Brynjar Sigtryggss. 206 2. Kiartan Kristóferss./Friðjón Margeirss.176 3. Þórarinn Áraason/Guðbr. Guðjohnscn 174 Meöalskor 156 Á sunnudag var svo að lokum spilað- ur einmenningur og urðu úrslit þessi: A-riðill 1. Tryggvi Bessason 65 2. Logi Pétursson 63 3. Kjartan Kristófcrsson 55 B-riðill: 1. Guðmundur Bernharðsson 57 2. Magnús Andrésson 56 3. Friðjón Margeirsson 55 Næstkomandi þriöjudag lýkur barómetemum en þriðjudaginn 26. apríl verður spilaður eins kvölds tví- menningur. Spilaö er í menningar- miðstööinni Gerðubergi og hefst spila- mennskan kl. hálfátta. Göngur og kosningar Háaloftið Áhugi tslendinga á skíðaíþróttinni er orðinn svo mikill að fjöllin með lyftunum duga ekki lengur til og er mönnum nú nauðugur einn kostur að nota þau lyftulausu ef þeir ætla aö fá útrás fyrir þessa hollu og stórhættu- legu íþróttagrein. Að öllu jöfnu eru hættumar aðallega fólgnar í fótbroti og tognun en í dag eru þær af öðmm toga, það sem helst er óttast nú er að skíðafólk gleymi að kjósa áður en þaö f er að gera tilraunirnar til að fót- brjóta sig eða nenni því ekki að þeim loknum. Sjálfsagt kemur þetta þó ekki að sök þar sem ætla má að svipaður fjöldi skíöamanna sé í öllum flokkum og svo má einnig telja vafamál hvort skynsamlegra er að ganga til kosninga eða ganga til fjalla. Kosningabaráttan, sem svo er kölluð, hefur breyst æðimikið á síð- ustu árum. Þegar ég var ungur kusu menn þá sem þeir töldu hæfasta til að stjóma landinu en nú kjósum við þá sem em hæfastir til að lesa fréttir í útvarpi eöa sjónvarpi því að í dag virðist það skipta meira máli að lim- imir dingli eftir landsþekktu höfði en lítt þekktu. Auðvitað skiptir þetta í sjálfu sér engu máli því að þaö er margsannaö að allir Islendingar hafa vit á stjórnmálum og flestir kunna betri ráð en aörir til að leysa þann vanda sem við er að glíma hverju sinni og þeir hafa að jafnaði skástu úrræðin, aö eigin sögn, sem minnst hafa komið nálægt sjónvarpi og pólitík. Að undanförnu hefur kyngt niöur fallegum oröum í takt viö snjókomuna sem neitar að gefast upp fyrir vorinu og lóumar, sem em komnar, eru svo fáar að þær hafa ekki þrek til aö kveða burt snjóinn fremur en fallegu orðin að kveða burt verðbólguna sem æðir nú upp úr öllu valdi eins og Bandalag jafnaðar- manna samkvæmt skoðanakönnun- um. I dag ganga tslendingar að kjör- borðinu nema þeir sem áður fengust viö útflutning á hringormum, þeir verða að sitja heima og tína orminn úr fiskinum sínum þar sem Portúgal- ir hafa tekið fyrir innflutning á kvikindinu og er ekki annað sýnna en við verðum að éta okkar hringorma sjálfirhéðanífrá. Kosningar em eins og vindrella, þær snúast ætíð um eitthvað, að sögn Benedikt Axelsson c stjómmálamannanna, og stundum snúast þeir líka og ætla aðra leið að settu marki en tíðkast hefur fram að þessu og við fylgjum þeim í hverja kelduna á fætur annarri vegna þess að stefnan gerir ekki ráð fyrir krók- um. Undanfarna daga hef ég verið að reyna að hlusta á mennina sem ætla að leysa efnahagsvanda þjóöarinnar en lítinn tíma haft til þess þar sem ég hef verið að burðast við að leysa efnahagsvanda heimilisins sem ég sé ekki aö skáni neitt þótt stjómmála- menn hækki gjaldskrá hitaveitunnar um 180% og bifreiðatryggingar um 95. Þrátt fyrir þetta hef ég heyrt sumt af því sem mennirnir með áhyggjurnar af framtíð þorskveiða og vegagerðar hafa sagt og hefur það undantekningarlaust verið bæði skynsamlegt og gott. Að vísu man ég ekki eftir einstökum atriðum í augnablikinu og þó rámar mig eitt- hvað í það að eftir kosningar eigi að lána ungu fólki peninga sem ekki em til svo að þaö geti eignast þak yfir höfuöiö því aö það er víst ekki talið nægjanlegt fyrir ungt fólk í dag aö eiga yfir höfði sér allar skuldirnar við útlönd. Við sem teljumst til atkvæða einn dag á fjögurra ára fresti en þess á milli til skattgreiöenda eigum ætíö úr vöndu að ráöa hvern skuli kjósa og ekki minnka vandræðin við fjölgun stjómmálaflokka sem verða orðnir 60 eftir 28 ár með sama áframhaldi. Að vísu er ekki mikill vandi aö skrifa X en stjórnmálaflokkamir ætlast hins vegar til að viö kjósum rétt, eins og það er orðað, og það getur orðið þrautin þyngri fyrir okkur sem emm búin aö byggja í fyrsta sinn og höfum ekki tíma til aö frílysta okkur á mal- bikuðu spottunum á þjóðvegi 1. En hvað svo sem sagt er um kosn- ingar og pólitík til góös eða ills þá minnir kjördagur mig alltaf á jólin. Það hvílir ætíö friöur og ró yfir þess- um degi en þó er spenna í loftinu eins og við matborðið á aðfangadag meöan beðið er eftir því að gjafirnar verði teknar upp. Og á kjörstað örkum við eins og fé sem er leitt til slátrunar og eini mun- urinn á þessu tvennu er sá aö við höldum sjálf á vopninu sem veitir okkurnáðarhöggið. Kveðja Ben. Ax. Kjósendur og stuðningsfólk Kvennalistans Opið hús á kjördag 23.04 á Hverfisgötu 50, 3. hæð, frá kl. 9 f.h. og frameftir. Rjúkandi kaffi á könnunni, gosdrykkir og nýbökuð brauð og kökur. VERUM SAMAN - TÖLUM SAMAN - GLEÐJUMST SAMAN Kvennalistinn íReykjavík Símar: 13725,24430 og 17730.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.