Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983.
7
Ferðalög
„Þjod-
verjar
Qölmeim-
aslir”
— segir ]\jáll
Símonarson,
framkvæmda-
stjóri
Feröaskrifstofu
Úlfars Jacobsen
„Þetta lítur mjög vel út núna og svo
virðist sem nokkur f jölgun veröi á erlend-
um ferðamönnum til landsins í ár. Við
gerðum úttekt á þeim sem pantað hafa
fyrir páska og þá kom í Íjós , að miöað viö
sama tíma í fyrra er 30—35 prósent aukn-
ing. Það þýðir að þegar hafa milli 7 og
8 hundruö útlendingar bókað sig í okk-
ar ferðir,” sagði Njáll Símonarson, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Ulfars
Jacobsen.
„Eins og undanfarin ár eru það Þjóð-
verjar sem eru fjölmennastir,” sagði
Njáll. „Næst koma Bretar, Frakkar,
Hollendingar og Svisslendingar. Þá er
töluvert um bókanir frá Bandaríkjunum
og Kanada en fólk þaöan hefur ekki komið
með í okkar ferðir fyrr, nema auðvitað
einn og einn. Svo er töluvert um að fólk frá
fjarlægum löndum hafi bókað sig hjá okk-
ur, til dæmis bæði Ástralir og Nýsjálend-
ingar.”
— Veröið þiö varir við þaö í einhverjum
mæli aö þessir útlendingar komi hingað til
landsaftur?
„ Já, satt best aö segja er það oröið mjög
áberandi. Margir útlendingar eru að koma
hingað í annað og þriðja skiptið eöa jafnvel
þaöanafoftar.”
— Hvert vilja þessir útlendingar helst
fara?
„Það eru einkum og sérílagi hálendis-
feröimar sem eftirsóknin er í. 1 sumar
bjóöum viö upp á fjórar mismunandi ferð-
ir. Eina 19 daga ferð, tvær 12 daga ferðir
og svo eina 6 daga ferð.
Sú fyrsta og sú lengsta byrjar á
Snæfellsnesi. Þá er farið í Borgarfjörö,
yfir Kaldadal, í Þórsmörk, Skaftafell og
Þórisdal. Síðan er farið austur í Hallorms-
staö, í Herðubreiðarlindir og Öskju. Þaðan
er haldið sem leið liggur í Hljóðakletta, í
Mývatnssveit, suður Sprengisand og kom-
ið við í Landmannalaugum og Þjórsárdal.
Þar sem þetta er lengsta ferðin gefum við
ferðalöngunum kost á því að stansa leng-
ur á hverjum stað, allt upp í tvo til þrjá
daga, og þann tíma getur fólk notað til
gönguferða ef þaö vill.
I annarri tólf daga ferðinni er farið norð-
ur Sprengisand, í Herðubreiðarlindir og
Öskju og svo suöur Kjöl. Hin tólf daga ferð-
in er ósköp lík nítján daga ferðinni nema
hvað ekki er farið á Snæfellsnes. I sex
daga ferðinni er farið um Suöurland og
farið í Eldgjá, Landmannalaugar og Þórs-
mörk.”
— Þú segir að fyrir páska hafi milli sjö
og átta hundrað manns veriö búnir að bóka
sig. Hvaö eigiö þið von á mikilli viöbót?
„Það er erfitt að segja nokkuð um það á
þessu stigi. Til að mynda eru Frakkar allt-
af seinir til að bóka sig í ferðir. Þeir voru
afar fjölmennir í fyrra og við eigum von á
að svo verði einnig nú þótt einhverjar
hömlur séu orðnar á gjaldeyrismálum
þeirra.”
— Má ekki meö tilkomu nýs Smyrils og
Eddu búast viö að farþegar, sem ella hefðu
ferðast meö ykkur, ferðist þess í stað á
eiginvegum?
„Nei, mitt álit er að þama sé á ferðinni
nýr markaður. Eg hef trú á því að þeir far-
þegar sem til landsins koma með Smyrli
og Eddu hefðu ekki komið ella. ”
— Þið óttist þá ekki samdrátt í kjölfar
þessa nýja ferðamáta?
„Nei, útlitið virðist ekki benda til þess,
svo að ég tel að þar sé ekkert að óttast.”
— Eruðþið bjartsýnirá framtíðina?
„Já, mjög, það er ekki hægt að segja
annað,” sagðiNjállSímonarson.
-KÞ
ppj) í H
að fá þér gómsætan
Kentuduj
Fried
Ikicken ®
kjúklingabita
meðan þú ert að
sma/a á kjördag
eða bíða eftir
sigri þíns fiokks
á kosninga-
nóttina.
Pantanasími 53371
til kl. 23.30
★
Hríngdu áður —
tilbúið þegar
þú kemur
Kgntucky
Fried
Chicken
KJÚKLINGASTAÐURINN REYKJAVÍKURVEGI 72, HAFNARFIRÐI
SÁÁ menn munu veröa við alla kjörstaði
á landinu á kjördag.
Þar munu þeirtaka við gjafabréfum
til SÁÁ og veita upplýsingar um yfirstandandi
landssöfnun sé þess óskað.
Enn er tæk'rfæri til að vera með.
Reisum saman sjúkrastððsÁÁ