Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 16
16 DV. LAUGARDAGUR 23. APRlL 1983. skirskotar klæðnaöur undan- tekningalítið til sögu hvers þjóö- flokks um sig, svo sem frelsisbaráttu hans um aldir, lifnaðarhátta og búsetu og kannski einkum til þeirra efna sem fáanleg eru í viðkomandi landi til fatagerðar. Þar stendur tískan á gömlum merg, ef svo má segja, og tekur litlum breytingum frá ári til árs. Þar hefur klæðahönn- unin verið að þróast með tíö og tíma í stað þess að taka stökkbreytingum. Við birtum hér nokkrar myndir af klæöaburöi þjóða utan Evrópu og Bandaríkjanna, og leitum eftir ástæöu þess að fólkiö er klætt einmitt svona en ekki eins og við. Stúlkan með sjalið um höfuð og strikið á nefinu, sem ein myndin sýn- ir, er frá Mið-Ameríkuríkinu Panama. Neflínan er til þess að láta nefið sýnast beinna og hærra en það langur háls þykir nokkuö mikið, að minnsta kosti hér á norðurhveli jarðar. En tíska kvennanna í Burma í Austurlöndum fjær miðar að því að lengja hálsinn. Eftir því sem tekjur og eignir kvenna þar í landi aukast því fleiri hringi bera konur um háls sinn. Þannig eru hringimir stöðu- tákn. Þessar konur eru iðulega nefndar „gíraffa”-konumar og er ástæðan augljós. Japanska konan, er sést á einni myndinni, farðar andlit sitt og háls með hvítum lit. Þær konur í Japan sem lita sig þessum farða eru nefnd- ar ,,geishur”og er hlutverk þeirra að skemmta karlmönnum, þó ekki með vændi heldur einungis sem augna- yndi. Hvíti liturinn hefur um aldir verið litur tignarfólksins í Japan. Með honum hefur yfirstéttin skoriö sig frá gulleitum og hversdagslegum almúganum. Síðasta myndin sýnir stolta eigin- konu úr þjóðflokknum beja í Afríku- rikinu Súdan. Hún ber um háls sér dýrt og mikið safn alls konar smá- hluta úr gulli og er það stöðutákn hennar og vitnisburður um rikidæmi hennar hversu marga hluti hún getur hlaðiöásig. Af þessari hráu upptalningu sést hve tískan er misjöfn eftir því hvaða þjóðflokkur á í hlut. Þó er einna merkilegast að hversu íburðarmikill eða f jölskrúðugur bún- ingur og skraut áðumefndra þjóð- flokka er þá á hver smáhlutur sína ástæðu, hefur sinn tilgang og mark- mið. Það er eflaust meira en hægt er að segja um klæðaburð Vesturlanda- búa, svo tilviljanakenndur sem hann er! Síner hver tískan Hvað er það sem ræður nýjustu tískustraumunum hverju sinni? Svariö liggur í því hvar búið er á jarðarkringlunni. Þaö er varla nema í Evrópu og Bandaríkjunum sem tískan tekur einhverjum virkilegum sveiflum. Þar er það á valdi alls konar tísku- hönnuða, verslunarmanna og síðast en ekki síst peningamanna í hvers kyns fatnaði fólk gengur á hverjum tíma. Ef horft er út yfir mörk Evrópu og Bandaríkjanna (sem því miður alltof sjaldan er gert) kemur í ljós að tiskan, útlit fólks, klæðaburður og fatahönnun er bundin allt öðrum lög- málum en við eigum að kynnast. Þar er, ekki eins flatt og það er í raun. Hringurinn í nefi hennar táknar stöðu hennar í samfélaginu. Því íburðarmeiri eða stærri sem hann er því tignari ættum tilheyrir stúlkan. Á annarri mynd sjáum við heldur óvenjulegt andlit, svo ekki sé talað um hárgreiösluna. Þar er kominn kvenmaöur frá ríkinu Nýju-Gíneu í Indónesíu. Andlit hennar er allt málað (eða farðað) jurtalitum og hver litur, lögun hvers striks og sam- „setning er breytileg eftir árstíðum. Laufin og fjaðrirnar í hárinu vísa til trúarlegra siöa, svo og skrautiö um hálsinn. Um tuttugu og fimm sentímetra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.