Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR23. APRÍL1983. 17 Fylli- raftur- iim me§li -ogá þann vafasama heidur ad hafa setid oftar en nokkur annar í steininum fyrir drykkjulæti Maöurinn heitir Tommy J ohn og er fullra sextíu ára. Og hann á þann vafasama heiöur aö vera heimsins mesti fylliraftur. Til marks um þaö hefur hann veriðsetturí steininn yfir tvö þúsund sinnum fyrir fylliri. Þaö ku vera heimsmet. „Ég er vonlaus, heimskur og get ekki hugsað skýrt,” segir Tommy John. ,,Ég er ekkert annaö en skuggi af sjálfum mér. Og ég er aðeins þekktur fyrir einn hlut — fyllirí! ” Tommy John býr í áströlsku borg-. inni Brisbane á austurströnd landsins. Fyrir allnokkru sló hann handtökumet annars Brisbane-búa, Edward Ebezery, sem nú er kominn undir græna torfu. Nefndur Ebezery haföi náö svo langt — hversu öfug- snúið sem þaö kann aö vera — aö hafa verið tekinn fastur alls 1433 sinnum fyrir drykkjulæti á almanna- færi. Fyrir þaö „afrek” var hann skráöur í heimsmetabækur um alllangt skeiö eöa þangað til Tommy John sló met hans á síðasta ári er sá síöarnefndi braut tvö þúsund handtökumúrinn! „Mér finnst þaö í sjálfu sér lítill heiöur að bera þennan heimsmetstit- il,” segir Tommy og bætir við „and- skotinn, ég vildi miklu fremur vera þekktur fyrir eitthvaö annaö en drykkjulæti. En þaö er nú svo aö ég hef ekki unnið til neins annars! ” Tommy John var eitt sinn allþekktur hnefaleikari í heima- landi sínu. Hann keppti í léttþunga- vigt og vann nokkra meistaratitla á því sviði. En fyrir tuttugu og fimm árum, þegar áhuginn á boxinu hvarf, byrjaöi strákur að drekka. Upp frá því hafa flaskan og hann veriö nánast óaöskiljanlegir félagar. „Samskipti min og Bakkusar hafa veriö mér martröö,” áréttar Tommy, „ódýr vín, ógleðinætur, annaöhvort í steininum, í ræsinu eða húsasundum, eöa innan dyra hjá' Hjálpræöishernum. Slagsmál viö óaldarseggi, meiðsli og limlestingar. íeinuoröisagt; ömurleiki.” Tommy John lifir á framfærslu bæjarfélags síns. I hverri viku fær hann í vasann fimmtán hundruð krónur til aö framfleyta sér. „Þaö fer svo til allt í kaup á ódýrum vínum: þrjár til fjórar, jafnvel fimm flöskur á dag,, ,eða ég veit ekki hvaö, ég tel ekki þær flöskur sem ég tæmi á , hverjumdegi.” „Annaö sem ég ver þessum peningum í er í mesta lagi gjald fyrir næturpláss hjá Hernum, þá sjaldan ég sef þar, og svo kaup á máltíö hjá því fólki sem rekur Hjálpræöishers- heimiliö. I annað fara ekki mínir peningar. Hvort ég ætla ekki aö reyna aö hætta að drekka? „Nei, ætli þaö sé ekki orðið einum of seint í rassinn gripiö. Ég hef veriö meö stútinn á vörunum í aldarfjórðung. Mér sýnist orðiö eðlilegt að deyja einnig þann- ig!” segir Ástralinn Tommy J ohn. Heima er bestl Fyllirafturinn Tommy John hefur afrekað það að hafa setið yfir tvö þúsund sinnum i steininum fyrir drykkjulœti. „Ég hef verið með stútinn á vörunum i aidarfjórðung. Mér sýnist orðið eðiiiegt að deyja einnig þannigl"segir Ástralinn Tommy John. BETRI LEIÐIR BJÓÐAST Nýtt lánakeríi fyrir launaíólk. Aíborganir íari ekki fram úr launaþróun. Viðbótarlán Alþýðuflokkurinn A fmælistilboð Frá kr. 37.200 Kimball verksmiðjurnar í Bandaríkjunum halda upp á 125 ára afmœli sitt um þessar mundir. Við bjóðum þessi fallegu og vönduðu píanó á sérlega hag- stœðu verði. 10 ára ábyrgð á gg|!i< hljómbotni og bekkur í stíl fy/gir öllum píanóum. Allar nánari upplýsingar FRAKKASTÍG 16 - SÍM117692 Kvennalistinn í Mteyhjavíh er til húsa að Hverfisgötu 50, 3. hæðI, símar 13725,24430og 17730. Gírónúmer 25060-0. Valið er X-V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.