Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 23. APRlL 1983.
25
ina í virki**
jareth Humphreys
iírí eftir stríðiú
hermennirnir í Port Howard
sögðu að þeir myndu ekki berjast
og það kom á daginn. Þeir gáfust
upp án bardaga fyrir breska
hernum.”
— Margareth Thatcher var
mjög óvinsæl áður en Falklands-
eyjastríðið hófst. Allt frá því að
Bretar sigruðu í stríðinu hefur hún
aftur á móti notið mikilla vin-
sælda. Sumir hafa haldið því fram
að Verkamannaflokkurinn hefði
aldrei sent her til eyjanna. Hvað
segiðþið um þetta?
„Satt að segja fylgjumst viö
ekki vel með breskum stjórn-
málum og þessari spurningu er
ekki auðsvarað. En ég held að
hver sem hefði verið við völd hefði
orðið að grípa í taumana og senda
herástaðinn.”
— Þekktuö þið Falklendingana
semfélluístríðinu?
, „Það féllu aðeins þrír Falk-
lendingar í átökunum og viö
þekktum þá alla. En þúsund
manns féllu, meirihlutinn Argen-
tínumenn. Þetta var sannarlega
ekki þess viröi.
Falklendingar
eru ekki bitrir
— Víkjum að ástandinu á Falk-
landseyjum eftir stríðið. Gætuð
þiðlýstþví?
„Það er eins og í hervirki. Það
eru f jórum sinnum fleiri hermenn
en íbúar og það gefur augaleiö að
ástandið er vægast sagt mjög
óeðlilegt. I raun og veru stjórnar
herinn öllu. Landstjórinn og yfir-
maöur breska hersins eru jafn-
réttháir en það er augljóst aö
herinn hefur tögl og hagldir og
ræður því sem hann vill ráöa um
stjórneyjanna.”
Viðræður höfðu staðið milli
Breta og Argentínumanna um eyj-S
arnar um nokkurt skeið, áöur en
til átaka kom. Hefði breska stjórn-
in ekki getað verið viðbúin innrás-
inni? Eru Falklendingar ekki
bitrir í garð bresku stjórnarinnar
fyrir að hafa ekki getað varið eyj-
arnar er Argentínumenn réðust til
atlögu?
„Nei, Falklendingar eru ekki
bitrir. Auðvitað voru Falk-
landseyjar vanræktar, því er ekki
að neita. Meðal annars var eina
varöskip eyjanna tekið frá þeim
ekki löngu áöur en átökin hófust.
En núna vantar víst ekki
herskipin þarna suður frá!
Ég álít að Falklendingar séu
Bretum mjög þakklátir þrátt fyrir
allt og þeim finnist að þeir eigi
bresku stjórninni skuld að gjalda
fyrir að bjarga eyjunum frá
argentínskri stjórn.”
ísland ekki ólíkt
Falklandseyjum
— Víkjum aftur að ykkur. Af
hverju ákváðuð þið að flytjast frá
eyjunum?
„Eins og við höfum greint frá þá
er hernaðarástand þarna og við
gátum ekki sætt okkur við það.
Önnur ástæða er öryggi barnsins.
Þaö er hreinlega ekki hættulaust
fyrir börn á eyjunum. Börnin eru
að finna skotfæri, sprengjur og
þess háttar út um allt, svo maður
tali ekki um þær þúsundir jarð-
sprengna sem grafnar eru víða.”
— Hyggjast margir Falk-
lendingar flytjast búferlum til
annarra landa?
„Já, talsvert margir. Nú þegar
eru margir farnir og maður heyrði
á ýmsum að þeir ætluðu aö bíða og
sjá í tvö til þrjú ár. Ef ástandið
skánar ekki munu margir taka
þann kostinn að flytjast burt af
eyjunum.”
— Þá komum við að íslandi. Af
hverju völduð þiö island fremur
en önnurlönd?
„Við ímyndum okkur að Island
sé ef til vill ekki svo ólíkt Falk-
landseyjum og við getum starfað
svipað hér og þar. Veörá tan hér
er svipuö og á eyjunum, rigning,
kuldi og vindur! Það viröist snjóa
meira hérna en mér skilst líka að
það sjáist stundum til sólar!”
(Það skal tekið fram að slydda
var er viðtaliö var tekiö, tveimur
dögum fyrir sumardaginn
fyrsta!) Önnur ástæða er að ekki
er fýsilegt aö flytjast aftur til
Bretlands um þessar mundir. Við
höföum bæði verið aö bollaleggja,
sitt í hvoru lagi, að fara til Islands.
Ég (Dennis) hef skrifast á við
Guðrúnu Jónsdóttur í þrjú til
fjögur ár og hún hafði fyrir löngu
boðiö mér að koma. ’ ’
— Eruö þið ekki smeyk við að
flytjast til lands sem býr við
jafnslæman efnahag og Island um
þessar mundir?
„Við erum ekkert smeyk. Það
verður að koma í ljós hvort þetta
gengur hjá okkur. En við vissum
af því að Ísland ætti við efnahags-
erfiðleika að etja. Við höfum
fengið fréttir héðan í gegnum
Guðrúnu og svo erum viö áskrif-
endur aö News from Iceland.”
— Hvernig gengur ykkur að
útvega ykkur störf ?
„Við höfum fengið tvö tilboð.
Annað er frá búi í nágrenni
Reykjavíkur en hitt er nærri Akur-
eyri. Við eigum eftir að kanna
þessi tilboð, til dæmis hvernig
húsnæði við getum fengið. Við
vonumst eftir því að geta komiö
okkur fyrir hið fyrsta og hafið
störf!”
Viö svo búið kvaddi blaðamaður
DV Margareth og Dennis
Humphreys og 10 vikna gamla
dóttur þeirra. -ás.
Vidtal: Árni Snævarr >Iynd: Gunnar V. Andrésson
jar einu
ríðið
Stríðiö kostaði 1000 manns lífið og gífur-
lega eyðileggingu. Bretar náðu eyjunum á
sitt vald eftir ellefu vikna stríð.
Argentínski herinn og stjómin þar höföu
verið niöurlægö svo aö um munaði. En
sigur Breta var um margt Phyrrosar-
sigur. Bretar misstu dýr herskip og veröa
að halda úti miklu herliði á eyjunum. Að-
flutningar til liðsins kosta breska ríkið
svimandi fjárhæðir. Talið er aö það muni
kosta breska ríkið 2,5 milljónir sterlings-
punda fram til ársins 1986 aö halda eyj-
unum.
Að minnsta kosti fjögur til fimm þúsund
dátar eru á eyjunum aö staðaldri auk þess
sem allt upp í 20 her- og birgöaskip eru að
störfum kringum eyjarnar. Jafnframt er
heil flugsveit Phantomvéla tilbúin til aö
mæta skyndiárás Argentínumanna. Hér á
opnunni er rætt við tvo fyrrverandi eyja-
skeggja og kemur glöggt fram aö herseta
Breta hefur haft mikil áhrif á líf eyja-
skeggja.
Ýmiss konar félagsleg vandamál hafa
skotið upp kollinum. Breskir dátar fylla
krár eyjaskeggja og „ástandsmál” eru
mjög til umræðu.
Mörg mikilvæg mannvirki eyðilögðust í
stríðinu, mörg hver vegna lofiárása
breska flughersins, en uppbygging gengur
hægt.
En hvaö sem öllu líður er ljóst að Falk-
lendingar mega ekki til þess hugsa að
Argentínumenn fái yfirráð yfir eyjunum.
En ári eftir að striðiö hófst er ekki laust við
að menn spyrji: Var ekki hægt að koma í
veg fyrir að stríð brytist út?
Hvað sem því líður er þaö staðreynd að
margir íbúa Falklendinga hafa tekið eöa
munu taka ákvörðun um aö flytjast burt af
eyjunum. Dennis og Margareth Humpreys
eru meðal þeirra og hafa ákveöið að
setjast aö á Islandi. Helgarblað DV átti
viðtal við þau fyrir skömmu og fáum við
að heyra hvað „Falklendingar sjálfir hafa
tilmálannaaðleggja.