Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 8
8
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarfcrmaðurog útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 866)1. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verðí lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. ,
Verið með—kjósið
Kosningabaráttan hefur verið fremur róleg, enda áhugi
kjósenda lengst af daufur. Þeir hafa farið sér hægt við að
velja sér lista. Vonandi skila þeir sér þó í eðlilegum f jölda
á kjörstað, ef veöur og færð leyfa.
DV hefur í allan vetur lagt áherzlu á að gefa lesendum
tækifæri til að fylgjast með kosningabaráttunni, kynnast
mönnum og málefnum hennar. Þessi straumur upplýs-
inga hefur einkum verið stríður síöustu vikurnar fyrir
kjördag.
Á öndverðum vetri hófst kynning DV á frambjóðendum
í prófkjörum, skoðanakönnunum og forvali stjórnmála-
flokkanna. Viö sögðum frá þessu fólki og skoðunum þess
og birtum kjallaragreinar eftir þá, sem óskuðu þess.
DV sagði síðan lesendum frá framboöslistunum um leið
og þeir urðu til, svo og frá margvíslegum átökum um
skipan listanna. Blaðið skýrði frá þróun nýrra framboða,
alveg eins og það rakti framboð hinna hefðbundnu stjórn-
málaflokka.
Síöast í marz og fyrst í apríl voru leiötogar flokka og
samtaka, sem bjóöa fram í fleiri en einu kjördæmi, á
beinni línu á ritstjórn DV. 1 öllum tilvikum létu lesendur
DV spurningarnar dynja um glóandi símalínur.
Spurningar og svör fengu rækilega umfjöllun á síðum
DV. Lesendabréf og kjallaragreinar um kosningamál
hafa einnig borizt að í stríöum straumum. Hvað eftir
annað hefur blaðið verið stækkað til að rúma þessar
aðsendu skoðanir.
Þegar sameiginlegir kosningafundir framboðslistanna
hófust í kjördæmunum upp úr páskum, lögöu blaðamenn
DV land undir fót til að fylgjast með fundum og segja ítar-
lega frá þeim í blaðinu. Og einn fund hélt blaðið meira að
segja sjálft.
Margir hafa harmað í undanförnum kosningum, aö
kjósendur á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki fengið tæki-
færi til að koma á sameiginlega framboðsfundi og leggja
spurningar fyrir þá, sem vilja verða fulltrúar kjósenda á
alþingi.
DV hljóp nú í skarðið, meöal annars af þeirri ástæöu, að
enginn annar fjölmiðill gat það, sumir vegna flokks-
tengsla og aðrir vegna múlbindingar hins opinbera. Og
hinn f jölmenni fundur gerði líka stormandi lukku.
Stjórnmálamenn landsins hafa í rúmlega hálft annað
ár notað kjallaragreinar í DV sem eins konar ræðustól til
aö ná til kjósenda. Þeim fannst því jafnt eðlilegt að ganga
í ræðustól DV á kosningafundinum í Háskólabíó.
I öörum dagblöðum hefur ekkert sézt hliðstætt við hinn
mikla straum óhlutdrægra upplýsinga í DV, sem hér
hefur verið lauslega rakinn. Enda eru þau svo tengd
hvert sínum stjórnmálaflokki, að slíkt frjálslyndi er þar
óhugsandi.
I ríkisf jölmiðlunum hefur ýmislegt verið gert hliðstætt,
en ekki í nándar nærri eins miklum mæli og í DV. Síðustu
tvær vikurnar hefur þó verið öflugt kosningasjónvarp,
sem örugglega er vel þegiö hjá meirihluta kjósenda.
Aö vísu segja margir, að gömlu þingmennirnir hafi
ekki reynzt þjóðinni nógu vel og að ástæða sé til að efast
um, að nýju þingmannsefnin reynist betur. Auðvitað
leysa kosningar ekki allan vanda, en kjósendur mega þó
ekki leggja árar í bát.
Menn eru skyldugir til að vera með, þótt hvert atkvæði
sé ekki þungvægt. Kjósendum ber að ákveða sig og að
láta efasemdir ekki hindra sig í að koma á kjörstað.
Meðan níu af hverjum tíu kjósa er lýðræöið enn virkt,
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.
Jónas Kristjánsson.
Eftir fimmtán ára farsælt starf
sem formaður átthagafélags Jóms-
víkinga í Reykjavík, tilkynnti Hipp-
arkus Sæmundsson, að hann myndi
ekki gefa aftur kost á sér í þaö erfiða
starf. Félagsmönnum, öllum þrett-
án, bar saman um það, að það yrði
eftirsjá aö karlinum, og að það væri
ekki á allra færi að fara í fötin hans
Hipparkusar. Þaö vakti þó almenna
ánægju, þegar dóttir fráfarandi for-
manns, Diana, tilkynnti, að vegna
Úr rstvélinní
ÓlafurB. Guðnason
félagsins, þegar vitað væri að hann
væri óreiðumaður. Friðþjófur sagð-
ist einnig vona, aö fyrirhyggjuleysi í
fjármálum væri ekki arfgengt, en
vildi að lokum aðeins benda á það, að
Sæmundur faðir Hipparkusar hefði
flust til Jómsvíkur, þegar Hipparkus
hefði verið tveggja ára, og Díana
gæti því varla talist raunverulegur
Jómsvíkingur.
I fyrri svarræðu sinni benti Díana
á aö foreldrar Friðþjófs heföu flust
Áhættusamt
framboð
fjölda áskorana, ætlaði hún að gefa
kost á sér í þetta vandasama starf.
Að sönnu væri hún hikandi, og efaðist
um getu sína til að gegna embættinu
svo sem við ætti, en hún sæi sér ekki
fært að víkjast undan áskorunum
þorra félagsmanna.
Fráfarandi formaöur, Hipparkus,
settist því glaöur niöur og skrifaði fé-
lagsmönnum bréf, hvar í hann þakk-
aöi þeim fyrir dyggan stuðning á um-
liðnum árum, hvatti þá til að styðja
drengilega viö bakiö á dóttur sinni,
sem hygðist bjóða sig fram til þess
að taka við embættinu, og boðaði til
aðalfundar félagsins, með lögboðn-
um fyrirvara og dagskrá.
Það kom félagsmönnum því mjög
á óvart, þegar þeim barst tveim dög-
um seinna annað bréf, þar sem til-
kvnnt var um mótframboð til for-
mannsembættisins í átthagafélagi
Jómsvíkinga. 1 bréfinu var vikið
ónotalega að iangri formennskutíð
Hipparkusar Sæmundssonar, og
mátti skilja af ýmsu sem þar var gef-
ið í skyn, að með tilliti til þess,
hversu fjárreiöur félagsins voru
slæmar, og bókhald óuppgert, væri
eðlilegt og skiljanlegt, að dóttir for-
mannsins fráf arandi byði sig f ram til
að taka við af honum. Það mætti
túlka sem viðleitni dyggðugrar dótt-
ur, til að bjarga mannorði föðursíns!
Nú gerðist atburðarásin hröð.
Friðþjófur Enoksson, sá hinn sami
og sendi út seinna bréfið, tók sér frí
frá vinnu sinni, en hann var af-
greiðslumaöur í byggingavöruversl-
un. Hann lagði síðan land undir fót,
og heimsótti hvern einasta félaga í
Atthagafélagi Jómsvíkinga og ræddi
félagsmálin. Hann rakti ættir sínar
ætíð saman við ættir viðmælenda,
rifjaöi upp sögur af forfeðrum og for-
mæðrum, með sérstakri áherslu á
meginættareinkennið, semsagt
heiðarleikann og óttaleysið. Hannfór
nokkrum velvöldum orðum um Hipp-
arkus Sæmundsson og áa hans, en
sagðist vorkenna Díönu: — Hún á dá-
lítið erfitt, stelpukvikindið. Með
svona föður, verður hún alltaf að
vera á varðbergi. .. hann er
vandræðagripur eins og allt hans
fólk.”
En kvenleg slægð er meiri en svo,
að aumir karlmenn fái við henni séð.
Díana hélt einnig á fund kjósenda.
Hún gætti þess að fylgja í fótspor
Friðþjófi, svo að varla hafði hann
snúið nokkrum manni til fylgis við
sig, og kvatt glaðlega, fyrr en Díana
kom þar í heimsókn, áður en kaffi-
bollarnir höfðu verið fjarlægðir af
sófaborðinu, og sneri með fagurgala
og slyngilegum fortölum, atkvæðinu
aftur til fylgis við framboð sitt.
Þar kom þó að Friðþjófur uppgötv-
aði hverjar baráttuaðferöir mót-
frambjóöandinn notaði. Hann brá þá
á þaö ráð, aö fá aðalfundi frestað, og
þar meö kosningunum, og fór aðra
hringferð milli félagsmanna. Aö
þessu sinni tók hann upp þann sið að
sofa frameftir, og því var það, að í
þetta sinn var það hann sem fylgdi í
fótspor Díönu og átti alltaf síðasta
orðið. Að sjálfsögðu komst Díana að
því, hversu lúalegum brögðum Frið-
þjófur beitti, og fékk kosningum
frestað að nýju. Hún svaf síöan á
daginn, en agíteraði um nætur, og
gerðust Jómsvíkingar í Reykjavík
nú mjög svefnlausir. Þar kom að lok-
um, að fyrir bænastað félagsmanna
ákvað stjórn félagsins að halda aðal-
fundinn og hafa hann jafnframt
kosningafund, þannig að þar yrðu
fyrst kappræður milli frambjóðend-
anna tveggja, og síðan atkvæða-
greiðsla. Jafnframt hétu frambjóð-
endur því, að láta af allri kosninga-
baráttu fram að aðalfundinum.
Síðan sofnuðu Jómsvíkingar.
Aðalfundurinn hófst á því, að fund-
arstjóri var kosinn Daríus Klængs-
son, heiðursfélagi, sem hafði með
glæsibrag og á örskömmum tíma
farið með útgerðar- og verslunar-
fyrirtæki fööur síns á Jómsvík á
höfuðið, og starfaði nú í Reykjavík
sem rekstrarráðgjafi útgerðarfyrir-
tækja, sem þurftu að komast í halla-
rekstur, svo staða þeirra væri trygg.
Hann kynnti reglumar, sem voru
þær, að umræður færu fram í tveim
umferðum, og hefði hvor frambjóð-
andi fimmtán mínútur til umráöa,
tíu mínútur í fyrra sinnið og fimm
mínútur í það seinna. Friðþjófur
skyldibyrja.
Friðþjófur rifjaði það upp í ræðu
sinni, hversu snilldarlega Hipparkus
hefði farið meö fyrirtæki sitt á haus-
inn, og þar með byggðarlagið í Jóms-
vík. Hann varpaði fram þeirri spum-
ingu, hvernig félagsmönnum heföi
nokkm sinni dottið það í hug að
treysta þessum manni fyrir rekstri
frá Jómsvík, þegar hann var tveggja
ára og bæri það ekki vott um brenn-
andi átthagaást af hans hálfu, að
þetta væri í fyrsta sinn sem til hans
sæist á fundum átthagafélagsins.
Þessu væri öðruvísi farið með hana,
aldrei liði henni úr minni hversu fög-
ur sjón það væri, að horfa yfir höfn-
ina í Jómsvík, á lygnum sumar-
kvöldum, yfir til fjallsins fagra,
Þrautar, sem vofði svo fallega yfir
allri byggðinni, með grónar skriður
og grænar neðst, en helbláa hamr-
ana hnarreista hið efra.
Friðþjófur reis þá þegar úr sæti og
sagði það ekki undarlegt að hún
minntist þessa, þar sem hún hefði
einmitt mynd af þessu hangandi yfir
rúminu sínu, svo þetta væri það
fyrsta sem hún sæi á morgnana og
hið seinasta á kvöldin.
En svo snöggþagnaði Friöþjófur,
um leið og kliöur fór um Jómsvík-
ingana þrettán sem hlustuðu á! En
Díana sat eldrjóð við borö fundar-
stjóra, og reyndi að láta sem ekkert
væri.
Fundargestir ræddust við í hálfum
hljóðum. Jómsvíkingafélagið var
lítið félag, og allir voru gáttaðir á
því, að þetta skyldi hafa farið fram-
hjá þeim. Sumir voru hneykslaðir,
aðrir skríktu lágt og allir gutu aug-
unum í átt til frambjóðendanna.
Hipparkus Sæmundsson var nú
kominn til fundarstjóra og ræddi við
hann í hálfum hljóöum. Daríus kink-
aði kolli fimm sinnum, hristi höfuðið
tvisvar og yppti öxlum að lokum. En
Hipparkus gekk að ræðupúltinu, þar
sem Friðþjófur stóð enn, viðutan, og
sparkaði í hann, svo hann hrökkl-
aöist burt. Hipparkus tók síðan til
máls og tilkynnti úrsögn sína og dótt-
ur sinnar úr félaginu. Hann þagnaði
síðan og leit reiðilega yfir salinn.
Tveir frændur hans stóðu þá upp og
sögöu sig úr félaginu einnig. Við svo
búið gekk Hipparkus til dóttur sinnar
og leiddi hana á braut.
Daríus Klængsson tók síðan til
máls og skýrði frá því að samkvæmt
lögum félagsins teldust engar
ákvaröanir aðalfundar löglegar ef
færri en tíu manns mættu á fundinn.
Nú heföu fjórir af þrettán félags-
mönnum sagt sig úr félaginu og hann
sá fimmti, og gæti fundurinn því ekki
kosið formann. Síðan hvarf hann á
braut. Og að lokum stóö Friðþjófur
einneftir.
Hann sat lengi og starði á hendur
sér, en að lokum stóð hann upp og
ferðbjóst. En sem hann ætlaði að
fara kom húseigandinn og krafðist
salarleigu. Friðþjófur hafði tapaði
miklu í tekjum í kosningabaráttunni
og varð að skilja eftir úrið sitt og
frakkann, sem tryggingu fyrir
greiðslunni. Hann varð svo að ganga
heim í grenjandi rigningunni, og
fékk slæmt kvef af.
Það er áhættusamt að fara í fram-
boð!