Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983.
11
Sithandive sést hér sitjandi i kjöitu
móður sinnar. Hann er nú orðinn ellefu
mánaða gamall en er eins og átta ára að
stærð og þyngd. Við hlið hans situr
bróðir hans, Mpafane, sem er á sjöunda
ári og augsýnilega mun minni en „litli"
bróðir hans.
Viö greindum nýlega frá því
óvenjulega barni, Sithandive Sim-
ane, sem samkvæmt heimsmetabók-
um er langstærsta barn sem fæöst
hefur í þennan heim. Strákurinn er
nú orðinn nær ellefu mánaöa og dafn-
ar vel. Níu mánaða gamall var hann
oröinn einn metri á hæð og tuttugu og
sjö kiló. Þannig samsvarar þetta
„kríli” átta ára krakka aö lengd og
þyngd.
„Ekkert smábarn!"
Þegar Sithandive fæddist vó hann
hvorki fleiri né færri en fjörutíu og
fjórarmerkur — og þessi óviðjafnan-
lega stærö barnsins og djúp hljóöin
sem heyrðust er hann grét fyrsta
sinn nægöi til þess aö hjúkrunarkon-
umar, sem hjálpuöu honum í heim-
inn, flýöu í skyndi út úr fæöingarher-
berginu.. .
Og síöan eru sem sagt liönir ellefu
mánuöir og Sithandive hefur náö vel
stærö átta ára barns.
„Hann er ekkert smábarn þrátt
fyrir aldur,” segir móðir hans,
Christina Simane. Hún býr ásamt
þessum syni sínum í þorpinu Taban-
kulu í Suöur-Afríku. ,,En þó að hann
sé óeðlilega stór og mikill um sig þá
er hann elskulegur og svoddan kríli
inn viö beinið,’ ’ bætir hún viö.
,,Stærsta vandamáliö í sambandi
viö uppeldi hans er aö gefa honum aö
boröa,” heldur Christina áfram.
„Hann innbyrðir tæplega tvö kíló af
mat á hverjum degi fyrir utan alla
móöurmjólkina sem hann svolgrar í
sig á sama tíma. Sem betur fer —
fjárhagslega — hefur suöur-afrískt
tímarit hjálpað mér í þessum efnum
og séö um matarútgjöldin sem uppi-
haldi drengsins eru samfara.”
„Nagaði stó/fótinn "
OgChristinahelduráfram: „Hann
hefur komiö sér upp ákveðnu tákn-
máli þegar hann vill láta vita aö
hann langi í mat. Þá veifar hann
tómum matarílátum yfir höföi sér og
horfir löngunaraugum til mín.
Eg man aö einu sinni var ég dálítiö
sein fyrir að gefa honum aö boröa.
Þá reiddist hann óskaplega, þreif
stól og hóf aö naga einn fótinn á hon-
um.
Hann hefur sérstaklega sterka og
djúpa rödd, ef svo má segja. Og þeg-
ar hann vaknar á morgnana og fer aö
hljóöa eftir einhverju matarkyns má
heyra kveinstafina um allt ná-
grennið.
Annar vandi til í uppeldi Sithand-
ive er þegar ég þarf að færa hann úr
staö eða ég þarf að skreppa meö
hann einhverra erinda. Þá er mér
ómögulegt að bera hann á bakinu
eins og vani er aö afrískar mæður
geri viö ungbörn sín. Ef ég gerist svo
hugrökk aö reyna aö bera hann á
bakinu þýðir þaö að ég ligg í rúminu
daginn eftir, svo til máttlaus í öllum
skrokknum. Einnig er mér örðugt aö
sitja meö hann í kjöltunni. Hann er
svo þungur aö lærin á mér dofna upp
eöa ég fæ heiftarlegan náladofa á eft-
ir.”
Á ennþá metið
„Aö sjálfsögöu þarf ég aö láta sér-
sauma öll föt á Sithandive. Jafnvel
bleiumar á hann þarf aö sníða sér-
staklega saman úr nokkrum venju-
legum bamableium. Og skórnir sem
drengurinn notar em eins og skór
átta árabama.”
Sithandive, sem kom í þennan
heim tuttugasta og fjórða dag maí-
mánaöar í fyrra, var vitanlega strax
skráöur í heimsmetabók Guinness,
sem þyngsta bam sem nokkru sinni
hefur komist lifandi í heiminn. Og
þaö kemur kannski fáum á óvart aö
enginn hefur slegið þaö met á þeim
mánuðum sem liðnir eru frá fæöingu
piltsins.
„Hann er ákaflega eðlilegt bam,
fyrir utan stæröina,” heldur móöir
Sithandive, Christina, áfram máli
sínu. „Hann er blátt áfram elskuleg-
ur. Sérstaklega eru tilfinningar hans
í garð systur sinnar, Ntovelile, sterk-
ar. Hann vill helst að hún haldi á sér
daginn út og inn. En hann er of þung-
ur — níu mánaöa vó hann aðeins
tveimur kílóum minna en systir hans
og hún er tíu ára gömul! ”
Klappið nálgast
barsmíðar
„Það er kannski einn vandi því
samfara þegar Sithandive vill vera
elskulegur,” segir Christina. „Hann
er svo sterkur aö þegar hann er aö
klappa mér og kjassa, vill þaö oft
nálgast þaö aö vera barsmíðar. Eg
hef oftar en einu sinni fengið glóöar-
auga vegna þessa. ”
Dr. Grenville Machado læknir,
sem fylgst hefur meö uppvexti Sit-
handive allt frá því hann kom í heim-
inn, segir aö hann hafi í fyrstu veriö
nokkuö hræddur um að Sithandive
yrði nokkuð seinþroska hvaö greind
snerti.
„En þaö hefur reynst ástæöulaus
ótti,” segir læknirinn. „Greindar-
vísitala hans er fullkomlega eölileg
og ef eitthvað er þá viröist hann hlut-
fallslega gáfaöri en gengur og gerist
meö böm á hans aldri.
Christina Simane, móöir Sithand-
ive, segir aö hún og eiginmaður
hennar, ráögeri aö eignast eitt bam í
viðbót en þau eiga nú tvö böm fyrir
utan Sithandive. „Kannski verður
þaö bam eins stórt og Sithandive,
hver veit,” segir Simane og brosir aö
tilhugsuninni. „Þá yröi Sithandive
allténd kleift aö leika sér viö barn af
sinni stæröargráðu! ”
♦
* %
w %*• *
%
%
Enn af heimsins stærsta ungbarni:
„Jtifnvel
bleíumur þarf
oð sérsaumuV9
VANDAÐAR VÚRUR ÞURFA EKKI ENDILEGA AÐ VERA DÝRAR!
13x18 cm
kr. 58,-
18x24 cm
kr. 71,-
20x25 cm
kr. 75,-
20x28
kr. 79,-
Einnig eigum við svefnsófa kr. 7.315, skrifborð kr.
2.469, eldhússkápa kr. 7.314, matborð kr. 2.512, stereo-
bekki kr. 1.925, bókahiiiur frá kr. 1.710, sófaborð frá
kr. 2.246, símabekki kr. 3.787, spegia frá kr. 544,
minnistöfiur frá kr. 106 og margt fieira.
VELJIÐ VANDAÐ - EN ÚDÝRT
Opið laugardag kl. 9—17
Sýning sunnudag kl. 14—17
Hamraborg 12, Kópavogi
Sími 46460
Sendum í póstkröfu