Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Side 17
17 DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. Vetrartiska kvenna er frjálsleg og þægileg en umf ram allt... HLÝLEG Óneitanlega verður þetta að teljast sportlegur og þægilegur klæðnaður fyrir vetrarhörkurnar sem fara í hönd. Buxurnar eru úr ull, peysan er stór og mjúk í angóra-look með 3/4 ermum og með stórum, skjólgóðum rúllukraga. Jakkinn er úr ullar-tweed og röndóttur. Þetta er skemmtilegur og frjálslegur klæðnaður sem er fram- leiddur af JANTON í Kaupmannahöfn. Þetta er ákaflega vinsæll klæðnaður hjá unga fólkinu í dag. Sniðiö er nokkuð óreglulegt en um leið eru þessi föt frjálsleg og hlýleg. Jakkinn er frá FORSBERG PELS A/S og er úr mjúku nappa. Ponchoinn er úr skosk- köflóttu ullarefni. Jakkinn er meö lambsskinni á ermum og kraga. Danska fyrirtækið JENSEN COAT kynnir þessa hálflöngu jakka með tilsvarandi buxum og peysurnar passa við. Hægt er að fá settið í beinhvítu, svörtu, gylltu, navy-bláu eða vínrauðu. Takið eftir klútnum/ennisbandinu sem stúlkan f jær er með en þessir hlutir eru orðnir geysilega vinsælir til að nota við flestan fatnað að sumri sem vetri til. Höfum opnað gjafavöruverslun að Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Mikið úrval af trévörum, glervörum og keramiki. Opið frá kl. 9—18, laugardaga kl. 10—17 og sunnudaga frá 13—17. Gjafavöruverslunin HNOSS, Dalshrauni 13, simi 79030.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.