Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 43
Popp
Popp
Popp
Popp
Popp
DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983.
hafði áður geflð út og umslagið var
sérstakt (það hefur reyndar lengi
loðað við XTC að klæöa plötur sínar
sérstæðum umbúðum).
Enn hefur ekki veriö minnst á við-
tökur þær sem breiðskífumar fengu.
Skemmst er frá því að segja að við-
tökumar voru við meðallag hjá
almenningi (komust inn á lista) en
langt fyrir ofan meðallag hjá gagn-
rýnendum. Þannig vill það stundum
vera.
I árslok 1980 kom fjórða albúmið,
Black Sea, á markaö. Smáskífan
„General & Majors” af BS varð
fyrsta eiginlega hitlag XTC haustið
1980 og á eftir fylgdu þrjár smáskif ur
í viðbót, sú síðasta „Respectable
Street”, var það eina sem XTC sendi
frá sér á álrinu 1981. Tíminn var
notaður til að heimsækja Suður-
Ameríku og Suður-Evrópu og til
undirbúnings fyrir næstu breiðskifu.
Segja má aö Black Sea hafi skilið eft-
ir allar leiðir færar fyrir XTC í tón-
listarlegum skilningi. A plötunni
kenndi ýmissa grasa og þóttust fræð-
ingar sjá ýmsar þreifingar er leitt
gætu af sér framhald eftir ólíkum
brautum. Þeir sem vit höfðu á biðu
spenntir eftir næsta framlagi (eöa
það segja þeir í það minnsta í dag).
I fyrstu átti English Settlements
að vera einföld en andinn grasseraði
svo í Partridge (sem ávallt hefur
samið flest laganna) og Moulding
(sem semur restina) að úr varð
tvöföld breiöskífa með 15 lögum. Hér
brá við nýjum hlutum. Tónlistin
hafði „lést” töluvert og varð auð-
meltari þegar á heildina var litið og
útsetningar höfðu breyst, aðallega í
þá átt að fleiri hljóðfæri komu við
sögu. I janúar 1982 var gefin út smá-
skífan Senses Working Overtime
sem rauk beint upp lista. Mánuði
síöar var breiöskifan send á markað
og viðtökur voru meö eindæmum:
eftir viku sat hún í 5. sæti á vinsælda-
lista (munið að albúmið var tvöfalt).
I mars kom út önnur smáskifa, Ball
And Chain, semtekinvarafES.
Satt að segja er mér ókunnugt um
hvað fjórmenningamir í XTC hafa
aðhafst síðasta árið eða svo, utan
þess aö þeir fóru víst í aðra
hljómleikaferð um Evrópu á síðasta
ári og um heimalandiö sömuleiöis.
Eii hvað sem öðru liður sendu XTC
frá sér sjöttu breiöskífu sína seint í
sumar og sú hét Mummer. Viðtökur
(„dub” útgáfa fylgdi skömmu á
eftir).
Ariö 1979 markaði nokkur þátta-
skil hjá XTC. I upphafi ársins sagði
Andrews skilið við félaga sína eins
og fyrr sagði (hann sneri sér að
session-spili og vann meðal annars
nokkuð með Robert Fripp um tíma).
Um sumarið hélt nýja útgáfan í
fyrsta sinn á vit annarra heimsálfa
og lék til dæmis fyrir Astralíubúa og
Japani. Skömmu áöur en XTC sneri
heim aftur var fjórða breiðskífan
gefin út á heimaslóðum og hét sú
Drums And Wires. Með þeirri plötu
fylgdu textar allra laga sem XTC
voru siöri en ES hafði fengiö enda er
hér að mínu mati ekki um jafnheil-
steyptan grip að ræða. Þar er þó að
finna gullkom á borð við Love On a
Farmboy’s Wages og Great Fire sem
gefið var út á smáskífu. Mummer er
á köflum þyngri en ES og því þarfn-
ast hún óneitanlega meiri hlustunar.
Kannski er þar einmitt að finna
ástæðuna fýrir slakari sölu. Hitt er
óvefengjanlegt að XTC er orðiö eitt
af stóru nöfnunum í poppbransanum.
Þeir eru, allt í senn athyglisveröir
(ekki siður textar en tónlist), hæfi-
leikaríkir og sérstæðir.
-TT.
Sitt er hvað, gæfa eöa gjörvileiki,
jafnt í rokkbransanum sem utan
hans. Stundum er sagt um listamenn
að þeir séu „virtir” og hafi mikil
áhrif á aðra listamenn án þess að
þeir nái verulegri almenningshylli.
Svo eru aðrir sem leggja milljónir að
fótum sér fyrir það eitt að vera eins
og vanvitar á sviði og hafa lag á að
næla sér í fréttir í slúðurdálkum.
Ortakiö á að nokkru við f jórmenning-
ana í XTC sem heiðra helgarpoppiö
að þessu sinni. XTC hefur verið talin
„virtur” hópur en öfugt við marga
aðra af þeim meiði hafa þeir náð um-
talsverðum vinsældum (ættu þó efa-
lítið meiri skilið). Frægðinni náðu
þeir með tvöfalda albúminu English
Settlements sem án efa var eitt hið
albesta síðasta árs.
XTC var stofnuð í breska bænum
Swindon um miðjan síðasta áratug.
Þeir Andy Partridge (gítar), Colin
Moulding (bassi) og Terry
Chambers (trommur) hafa haldið
saman frá upphafi og auk þess komu
ýmsir meölimir við sögu á fyrstu ár-
unum. Þegar fyrsta platan kom út
(1977) hafði skipanin komist á hreint
og var fjórði meðlimurinn Barry
Andrews (hljómborð). Andrews
hætti árið 1979 vegna „tónlistarlegs
ágreinings” og sæti hans tók Dave
Gregory (gítar, hljómborð). Og
þannig er liðsskipanin enn.
I upphafi hét sveitin Star Park
and The Helium Kidz en nafhinu var
fljótlega breytt. Áöur en langt um
leið hafði XTC vakið verulega
athygliíSwindon og um mitt ár 1977
lá leið fjórmenninganna til Lundúna.
Um sama leyti skall pönkbylgjan
yfir Bretland og fæði allt á bólakaf.
XTC töldu sig hluta af þessari nýju
bylgju þótt þeir ættu ekki samleið
meö pönkurunum. Segja má að þeir
hafi fremur átt heima í fágaöa horni
nýbylgjunnar sem fylgdi í kjölfar
pönkæðisins. Hvað um það. XTC
komst á samning hjá Virgin og
haustið 1977 kom fyrsta smáskífan,
XTC 3D EP, á markað. Á eftir fylgdi
langur og strangur hljómleikatúr og
upplag smáskífunnar (30.000 eintök)
seldist upp og þótti gott. Fyrsta
breiðskífan, White Music, kom út I
janúar 1978 og á henni voru 11 frum-
samin lög og að auki eitt lag eftir Bob
Dylan (All Along The Watchtower).
Af plötunni voru lögin Statue Of
Liberty/Hang On To The Night gefin
út á smáskífu og útgáfunni var fylgt
eftir með hljómleikaferð um Evrópu
með Talking Heads. Þar meö hófst
vinskapur aðstandenda þessara
tveggja hljómsveita sem báðar telj-
ast allsérstæðar og þó um margt
ekki ósvipaðar. Til marks um skyld-
leikann má nefna söng þeirra Davids
Bymes og Andy Partridges sem oft á
tíðum er mjög áþekkur. A árinu 1980
bauð Byrnes XTC til New York til að
spila meö Talking Heads og vakti
XTC þar verulega athygli. önnur
smáskífa með lögum af White Music
kom út vorið 1978 (This Is Pop/Heat-
wave).
Breiðskífa númer tvö var tekin
upp sumarið 1978 og kom út þá um
haustið undir nafngiftinni Go 2. A
plötunni voru 12 lög og auk þess
komu tvö ný lög út á smáskífu
1978
1980
1982